Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 29.03.1963, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 29.03.1963, Blaðsíða 3
N? VIKUTlÐINDI 3 Bréi frá lesendum: Eftirlif og gamall bíll Herra ristjóri. Með tilliti til yðar óflokks- bundna blaðs og ágæta á marg- an hátt langar mig til að biðja yður um rúm í dálkum þess, og er það útaf máli, sem mig, og vafalaust marga fleiri, varðar. Sízt af öllu dytti mér í hug fordæma alla varúð og eftir- lit með bifreiðum í borg og bæ. En hvernig þetta er framkvæmt, mun í mörgum tilfellum orka tvímælis. Þar sem ég var einn af mörgum, sem leiddir voru á aftökustaðinn í umrætt skipti, get ég ekki stillt mig um að lýsa því markverðasta. Þetta kvöld, rétt um ljósa- skiptin var ég að aka eftir einni aðalgötu bæjarins, þegar virðu- legur lögregluþjónn stígur út úr bláu rúgbrauði, alveg ljóslausu, og gefur mér stöðvunarmerki með hendinni. — Það lifir ekki nema á öðru parkljósinu hjá þér, voru hans fyrstu orð, og reyndist það vera rétt. Sagði hann mér síð- an að aka inn að bifreiðaeftir- liti, og af því að maður á að vera kurteis við alla menn, og ekki sízt lögregluþjóna, þegar svona stendur á, gerði ég svo. Þótti mér þó talsvcrt til um að liafa haft helmingi meiri ljós en yfirvaldið fyrir veglúna veg- farendur. Þegar á áfangastað kom, voru skilríki af mér tekin og afhent eftirlitsmönnum í skúrnum. Fór svo þessi virðulegi laganna vörð ur á braut, sennilega í leit að fleiri fórnardýrum. Þegar ég kom að skúrnum, var allt á ferð og flugi, úti og inni. Mergð af bílum og mönn- um. Allir biðu dóms. Fannst mér sem loft væri lævi blandað í þessum herbúðum, ekki sízt þegar númeraklippurnar ískr- uðu á spjöldunum, og glamrið í hálfskemmdum númerum eftir meðferðina ætluðu að æra mann. þar sem þau hrúguðust upp á kofagólfin undir fótum skrifaranna. Sumir sluppu þetta kvöld við t klippurnar, og hygg ég, að flestir hefðu mátt gera það, á- standsins vegna, en með loforði um bót og betrun, og þá auð vitað sekt, ef ekki var hlýtt. Og það var ekki að sökum nð spyrjn: bíllinn minn lenti und ir skærunum. Og varð ég að láta draga hann á brott — Og þá er aðalatriðið: Eg var sektaður um 150 krónur plús 10 krónur í málskostnað, að ógleymdum 80 krónum fyrir ' að láta fjarlægja hann af staðn- um — og vafalaust sama gjald, * ef ég reyni að fá númerin á j hann aftur! Mig munar um minna en 320 krónur fyrir það, sem ég tel imisrétti. Eg get að 'minnsta kosti ekki lofsungið svona að- farir, eins og sum blöðin gera. Mín skoöun er sú, að ef um ein- hverja galla er að ræða, verði að gefa aðvörun fyrst, og síð- an sekta og klippa númerin af, ef ekkert er aðhafzt. Það er staðreynd, að umferð- arslysin hér i Reykjavík eru flest ef ekki öll í sambandi við nýja eða nýlega bíla. Þetta talar sínu máli. Menn, sem eru á eldri bílum, aka yfirleitt var- lega, og tel ég ekki, að útlitið eigi að vera neitt aðalatriði. Mér fannst nefnilega þetta umrædda kvöld meðferðin á eldri bifreiðum í höndum eft- irlitsmannanna vera á þann veg, að ekki geti eðlilegt talizt, þó að í skoðun sé. Það má mölva nýja hluti líka. 1 þessu tilfelli dugar ekki bara að sjá rautt og hamast eins og naut í flagi. Mér er einnig nær að halda, að flest ir gamlir bílar séu ekki í því ófremdarástandi, sem af er lát- ið, þótt þeir hins vegar fari meira í taugarnar á gljástigvél- uðum réttarins þjónum en ný- tízku inódelbílar. Það skyldi sem sé ekki eitthvað fara eftir útlitinu, þegar bílar eru teknir svona fyrir. Og svo að eitthvert dæmi sé nefnt, þá er ég hræddur um, að ef módel 63 og 45 kæmu ak- andi^á móti lögregluþjóni í víga hug, og vantaði báða annað parkljósið, þá myndu örlög þeirra engan veginn verða hin sömu. Bezt gæti ég trúað, að 63 módelið fengi að aka óhindrað áfram. Með þessum línum vil ég beina því ti! aðilja að skapa ekki með vafasömu fordæmi urg á milli óbreyttra borgara og lögreglunnar. Og illa tel ép farið, þótt ekld sé nema einn og einn hlaupagikkur. sem bund eltir svo borgarana að dæmi SS- manna — og ótrúlega minntu glamrandi spjaldahrúgurnar mig á fjöldagrafirnar á sínum tíma. Virðingarfvllst, K. L. ■ n/y y'; dtaubcJiouA iciuSGmaou/i: PISTILL DAGSINS • • ÓSIGUK GÍSUA Óhætt er að segja, að Gísli Jónsson íiafi fallið á eigin bragði, (egar geng- ið var frá framboðimi á Vestfjörðum. Mann neitaði að vera á lista með sterk- asta manni ísfirzkra Sjálfstæðismanna. Þá neituðu hinir að viðurkenna frain- boð Gísla, eins og |>að hafði verið á- kveðið. Þar með voru ■stjórnmáladagar Gísla taklir. Þetta voru leið endalok fyrir mann, sem hefur starfað jafn lengi og Gísli á vettvangi stjórnmálanna og verið þar oft og tíðuni tillögugóður og starfs- maður með afbrijj/ðum. enda þegið margar vegtyllur af flokki og þingi. orí Á .nfíf) SiGur þorvaudar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson kom sterkari út úr þessum deilum á Vest- fjörðiím en hann hefur áður verið. Að margra dómi er sigur hans meiri en Sigurðar og Matthíasar, eins og allt var í pottinn búið. Sigurður hlaut að verða í efsta sæt- inu, að Gísla frágengnum, og Matthías er fulltrúi höfuðborgar Vesturlands. Það var því óeðlilegt að búast við að Matthías yrði í öðru sæti, ef Gísli færi ekki í framboð. Kjartan Jóhannsson ætlaði alltaf að draga sig í hlé, svo að hann kom ekki til greina. Sigur Þorvaldar ber bað með sér, að [iótt hann sé umdeildur, |iá njóti hann engu að síður vaxandi trausts og fylg- is, einmitt þeirra, sem hann á frama sinn mest nndir að þóknast, Þeir hafa ákveðið að Þorvaldur verði einn af þingmönnum þeirra. FRAMBOD SVEINS I ÍIÉÐNI Það er mikið rætt um, að Sveinn Guðmundsson, forstjóri Vélsmiðjunn- ar Iléðins, verði í öruggu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Þetta hefur verið gagnrýnt af mþrgum. Það er svo önnur hlið málsins. að iðnaður- inn hefur engan Þdltrúa átt h þing! úr röðum !ðnrekendr* 5 undnnfíírnum árum, og kominn tími til að þessi at- FRAMBOÐ vinnugrein, sem sífellt verður þýðing- armeiri fyrir okkur, njóti þar jafnrétt- is á borð við aðrar atvinnugreinar. Það er svo staðreynd, að þeir, sem gagnrýnt hafa framboð Sveins, hafa alls ekki bent á heppilegri mann, þótt iðnaðurinn eigi á mörgum frambærileg- um mönnum að skipa. DEILT UM FRAMBOÐ. Eðlilega er alltaf deilt um einstök framboð. Margir eni kallaðir, en fáir útvaldir. Langoftast verður þó útkom- an sú, sem flestir geta fellt sig við. Það er líka markmiðið með sérhverju undirbúningsstarfi að framboðinu. Það hefur verið sagt, að deilur Sjálf- stæðismanna um örugg sæti í einstök- um kjördæmum bendi til þess, að flokk urinn eigi eitthvað bágt með sig. Þaðs kann að vera. Hitt virðist þó sönnu nær, að flokkurinn sé að móta framboð sín í samræmi við hið nýja ástand, sem er að skanast í landsmálum, jafnframt því, sem leitast sé við að endumýja [)ingmannalið flokksins. Þingræðinu er enginn greiði gerður með því, að söniu þingmenn sitji jafn- lengi og sætt er á Alþingi. Atakaleys- ið í sambandi við framboð hinna flokk- anna sannar lieldur ekkert um einhug þeirra. Þetta á einkum við um Framsóknar- flokkinn. Þar eru bara gömlu þing- mennirnir látnir dangla áfram, eins og flokknum sé alveg sarna hver fer fram, bara ef hann getur náð i atkvæðin. Svo er það líka vísbending um skort á frambærilegum mönnum, að ekki skuli verða nokkrar breytingar í aðal- atriðum á framboðum Framsóknar- manna. Margir af þingmönnum flokks- ins eru orðnir of gamlir, lifa mikið í gömlum tíma og eiga bágt með að skilja hinar nýju aðstæður, sem eru að skapast. Það er því full þörf á því fyrir Framsóknarflokkinn að skipta um menn. 'En þar virðist enffinn útvalinn til að | ‘aka við af hinum n:ömlu í þeim kjör- dæmum. sem um er að ræða. Þess vegna eni þeir látnir dangla áfram.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.