Ný vikutíðindi - 29.03.1963, Blaðsíða 5
Ní VIKUTÍÐINDI
5
Erfið fœðíng (Framh. af bls. 1)
sagður á þing. — Og nú er það svo, að Birgir Kjaran
mun ekki gefa kost á sér til þingmennsku næsta kjör-
tímabil, svo að þar losnar sjálfkrafa sæti handa Geir
Hallgrímssyni.
Hins vegar krefjast iðnaðarstéttirnar þingsætis á
Rej'kjavíkurlistanum og þar stendur lmífurinn í
kúnni. Á að láta Ólaf BjÖmsson sigla sinn sjó og
taka fulltrúa frá iðnaðarmönnum í staðinn? — Og
ef svo — þá hvem? Eða á að láta Pétur sjómann
útbyrðis?
Ef fulltrúi iðnstéttanna verður látinn á listann, er
helzt um að ræða þá Braga Hannesson bankastjóra
og Svein í Héðni. Um þá er barizt heiftarlega bak við
tjöldin, hvernig svo sem þeirri baráttu lyktar — eða
hvort húíi er til nokkurs.
'
Auglýsiitg um flugfurgjöld
Á tímabilinu 1. apríl til 31. maí 1963 verða í gildi
sérfargjöld á nokkrum flugleiðum frá Reykjavík,
auk hinna venjulegu fargjalda. Sérfargjöldin eru
háð þeim skilyrðum, að kaupa verður farseðil
báðar leiðir, ferð verður að ljúka innan eins
mánaðar frá burtfarardegi og fargjöldin gilda
aðeins frá Reykjavík og til baka.
Sérfargjöldin eru sem hér segir:
Frá REYKJAVÍK til eftirtalinna borga
og til baka:
AMSTERDAM kr. 6.909,00 i1
BERGEN — 4.847,00
BRUXELLES — 6.580.00
GLASGOW — 4.522,00
GAUTABORG — 6.330,00
HAMBORG — 6.975,00
HELSINKI — 8.923,00
KAUPMANNAHÖFN — 6.330,00
LONDON — 5.709,00
LUXEMBURG — 7.066,00
OSLO — 5.233,00
PARIS — 6.933,00
STAVANGER — 4.847,00
STOCKHOLM — 6.825,00
FLUGFÉLAGÍSLANDS H. F.
LOFTLEIÐIR H. F.
Súlna-salurinn
er opinn laugardagskvöldið 30. marz. Hljóm-
sveit Svavars Gests.
Borðapantanir hjá yfirþjóninum í síma 20211
eftir kl. 4. — Borðið og skemmtið yður í
StLNA-SALNUM. I
Hótel SAGA
N O R Ð R I:
Nýr dfangi í
ísl. stjórnmálum ?
ÓLAFUR ÓÞURFTARMAÐUR
Ekki er ósennilegt að eftir næstu
kosningar hef jist nýtt tímabil í íslenzk-
um stjórnmálum. Það er að vísu bund-
ið því, að „Viðreisnarstjórnin“ missi
meirihluta sinn í kosningimum í sumar,
sem er alls ekki ólíklegt, a. m. k. get-
ur munað aðeins einum manni og er þá
meirihluti hennar orðinn nokkuð veik-
ur.
Mest líkindi eru þó fyrir því, að Krat
ar missi tvo þingmenn og Sjálfstæðis-
flokkurinn einn. Enn einn möguleiki er
sá, að Kratar einir ihissi þrjá þingmenn
og Sjálfstæðisflokkurinn engan.
Hvernig sem þessi þingsæti stokkast
til, er öruggt að „Viðreisnarstjórnin“
verður að stokka sín spil upp á nýtt
og í þetta sinn án Ólafs Thors. Hann
er nú kominn á þann aldur að hvíld
frá stjórnmálum fer að verða brýn
nauðpyn, bæði honum og allri þjóðinni.
Það má eiginlega segja að hann hafi
verið hálfgerður óþurftarmaður í ís-
lenzkum stjórnmálum. Þó verður að við
urkennast, að honum hefur tekizt meist
aralega að halda Sjálfstæðisflokknum
saman, hvemig svo sem hann og hans
nótar hafa ruglað stefnuskránni og
haldið í átt til sósíalisma. Að því leyti
er Ólafur stjómmálalegt séní.
AXARSKÖFTIN
En hann hefur líka gert óteljandi
axarsköft. Eitt það versta var hin svo
kalláða „Nýsköpunarstjóm“ hans, sem
hann myndaði með Kommúnistum og
Krötum. Sú stjórn tók við erlendum inn
eignum, sem svara til 3ja milljarða
króna samkvæmt núverandi gengi, og
á því tímabili, sem stjórnin sat, aflaði
þjóðin sem svarar um 5 milljörðum til
viðbótar og öllu þessu, 8 milljörðum kr„
eyddi „Nýsköpunarstjórnin" á ekki
tveimur árum. Aðeins um 1,5 milljarð-
ar fóru i hina svokölluðu ,.Nýsköpun“.
Þegar tilveru þeirrar stjórnar lauk,
var landið á barmi gjaldþrots og aldrei
i manna minnum eins ób.jörgulegt og
þá. Jafnvel á kreppuárunum hafði ekki
verið svo illa ástatt, En þá kom bless-
uð Marshallaðstoðin og allskonar lán
og allt fór betur en á horfðist.
Samt sem áður þreytist Ólafur aldrei
á því að miklast af „Nýsköpunarstjórn-
inni“, sennilega af því að hann skamm-
ast sín fyrir hana og vill látá almenn-
ing trúa því, að hún hafi verið góð
stjórn.
Kommúnistar hæla sér líka af henni,
en þótt undarlegt megi virðast, hafa
Kratar aldrei hælt sér af henni og skil
ur eiginlega enginn af hverju þeir hafa
tekið þann pólinn í hæðina.
KJÖRDÆMABREYTENGIN
Annað axarskaft gerði Ólafur með
samningum við Kommúnista um kjör-
dæmabreytinguna, en þeir voru eini
flokkurinn, sem verulega græddi á
henni. Þá hafði Ólafur gullið tækifæri
til þess áð þurrka kommúnista út af
þingi með því að semja við Framsókn
um einmenningskjördæmi. Með því móti
hefði skapast tryggilegra ástand í
stjórnmálum og færri flokka við að
etja á þingi.
En Ölafur kaus hina leiðina, að efla
Kommúnista og fyrir bragðið er svo
komið fyrir honum í dag, aá Kratar
missa fylgi og eru í rauninni búnir að
missa verkalýðshreyfinguna út úr hönd
unum á sér.
Ríkisstjórnin ræður þar af leiðandi
ekkert við kaupdeilur og verðbólgu og
afleiðingin er uppgjöf. Fleiri axarsköft
Ólafs þarf vart að telja upp til þess
að sjá hvernig hans starfsferill er í
stjórnmálum. Hann hefur verið, eins og
áður er sagt, óþurftarmaður í stjóm-
málum, og aukið fylgi síns flokks á
vinstri pólitík, enda hefur fylgi Alþýðu
flokksins farið óskipt yfir til Sjálfstæð-
isflokksins.
NÝTT EFNAHAGSKERFI
Ekki hefur Sjálfstæðisflokknum vax-
ið fiskur um hrygg við það fylgi frá
stjómmálalegu sjónarmiði séð. Þvert á
móti. Hér er varla til orðinn hægri
flokkur, nema ef vera kynni innan vé-
banda Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins. En það eru öfl, sem
einskis mega sín og hafa alltaf orðið
að láta i minni pokann.
Sá möguleiki er þó fyrir hendi, að
eftir komandi kosningar verði stökk-
breyting í íslenzkum stjórnmálum, eins
og fyrr er minnst á. Þá verður Ólafur
Thors ekki hafður með i ráðum.
Mynduð verður sennilega þriggja
flokka stjórn án kommúnista og styrk-
ur þeirrar stjórnar verður yfirhöndin í
verkalýðshreyfingunni. Komið verður á
nýju efnahagskerfi og verzlun öll gef-
in mun frjálsari. Erlendu fjármagni
verður veitt inn í landið og útflutnings-
iðnaðurinn verður efldur í hvívetna.
Þetta verður meginstefna hinnar nýju
stjórnar og hún mun hafa alla lands-
menn með sér of kiörin verða um Ieið
bætt að einhverju leyti.
N o r ð r i.