Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 29.03.1963, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 29.03.1963, Blaðsíða 6
B Ní VIKUTlÐINDl Kiúbburinn G U R L Y A N N syngur með Neo-tríóinu í kvöld og næstu kvöld. ★ N ý i r s k e m m t i- k r a f t a r hinir bráðsnjöllu ungu söngvarar og hlóðfæra- leikarar T H E LOLLIPOPS ásamt hljómsveit H A U K S MORTHENS * Lœkjarteig 2, slmi 3 5 3 5 5. I NAUSTINU GETIÐ ÞIÐ VALIÐ ÚR ALLSKONAR ERLENDUM RÉTTUM. Borðpantanir í síma 17758. FRAMHALDSSAGAN — Hversu lengi hafið þið Perry verið gift? — I sjö ár. — Hvar hittirðu hann? I New York eða Kentucky? — I New York. Eg fór þangað, þegar ég hafði lokið við gagnfræðaskólann. — Hvar gekkstu í gagnfræðaskóla ? — I Louisville. — Og hvaða aðalfög stundaðirðu? — Ensku, tónlist og blaðamennsku. — Og hvað gerðirðu þá í New York? Stundaðirðu kannske blaðamennsku ? — Eg reyndi það, en mér gekk heldur illa. Svo fór ég út í sölumennsku hjá auglýsingafyrirtæki. — Tölfræði og þessháttar? — Til að byrja með var ég bara skrifstofustúlka. Þegar ég hóf námið, fékk ég aðra atvinnu. — Hjá opinberu Skoðanakönnuninni. Hann blístraði. — Það var alls ekki sem verst, Hvað gerðirðu þar? Kynntir þér skoðanir manna? — Til að byrja með, en svo var farið að vinna úr þessu á skrifstofunni. — Og þú hefur auðvitað ekki verið neitt nema dugn- aðurinn ? Hún yppti öxlum: — Mér geðjast vel að þessu starfi, og ég stóð ipig vel. Eg hefði gjarnan viljað ... Hún þagnaði skyndilega. — Hvað ? — Það var ekki neitt. — Má ég spyrja einnar spurningar enn — Já? — Hefurðu ekki hugsað þér að leggja neinar spurn- ingar fyrir mig? Hún brosti til hans, þar sém þau gengu áfram. Hann hafði aldrei séð hana brosa áður. — Jú. gjarnan. Hann svaraði öllum spurning-um hennar, Enda þótt þær virtust bornar fram ósköp yfirlætislaust. fannst honum hún vera að spyrja af áhuga á honum Hugur hans var víðs fjarri, og hann vissi naumast, hverju hann svaraði. Þau voru komin'að víðum, -grunnum flóa. — Þá erum við komin, sagði hún. Þau ösluðu út i sjóinn og tóku að róta. Þau fundu ekki margar skeljar, en þær voru stórar. Það var nota- Iegt að. busla þama í sólskininu, með hendurnar niðri í köldum sandinum. Jafnvel þegar hún var á bak við hann, skynjaði hann með ísmeygilegri kennd nærveru hennar, og þegar hún var fyrir framan hann, sá hann þéttholda, fagurskapaðan líkama hennar i þröngum sundbolnum, og hann fann til æsikenndrar gremju yfir að vera svona nálægt henni ... 8. Skömmu eftir að þau komu frá Eldeyju, bauð Made- line þeim Clare og Perry í bridge. Helgarferðir Perry höfðu gert hann brúnan, en hörund Olare var gullnara og hárið ljósara og hunangslitt. Madeline fannst hún falleg, með þennan rólega og leyndardómsfuUa andlits- svip, og brosið, sem gaf til kynna, hvað henni var allt Ijóst, án þess hún þyrfti að taka það sérstaklega fram. Olare var ein af þessum konum, sem hafði virzt full- orðin frá því hún var sextán ára gömul. Madeline geðj- aðist vel að þessari letilegu rödd og þessu mjúka, hlýja hörundi. Þegar hún sat við hlið hennar, fann hún til slíkrar aðdáunar gagnvart henni, að hún varð að stilla sig um að rjúka ekki á hana og kyssa hana á vangann. Þegar Downings-hjónin höfðu unnið fyrstu rúbert- una, sagði Clare: — Hvernig gengur með hlutverkið, Madeline? Hef- ur nokkur ákvörðun verið tekin ennþá? Madeline hristi höfuðið: — Engin ennþá. Það var verið að hringja til min í dag. — Þú vilt kannske ekki, að við séum að tala um þetta? — Það gerir ekkert til, svaraði Madeline. En hitt er staðreynd, að niðurstaða fæst aldrei. Að nokkrum tíma liðnum verður þetta hreinasta martröð. Þetta er svo ólíkt hversdagsleikanum. Hurðin þarna er eitthvað raunverulegt, og á morgun verður hún á sínum stað. En þetta fólk, það segir eitt i dag, það horfir fast í augu manns og segir eitt í dag, og svo eitthvað allt annað á morgun ... Hún yppti öxlum: — Þeir vita svo mætavel, að ég vil endilega fá þetta hlutverk, og í hvert einasta skipti, og ég fer að verða óþolinmóð, veifa þau því fyrir framan mig eins og kjöt- beini framan í soltinn rakka. — Með þessu móti tekst þeim að halda í Madeline sem öruggan staðgengil, meðan þeir eru að taka á- kvörðun, sagði Russell. Perry velti vindlinum á milli fingra sér: — En hvers vegna sættir hún sig við það? spurði hann. — Vegna þess að hún á einskis annars úrkosta, svar- aði Russell. Svona eftirsóknarvert hlutverk og miklir möguleikar á að fá það, þetta er nokkuð, sem naumast kemur upp næstu fimm árin. — Þeir vita, að ég hef mikinn hug á þessu hlutverki, enda hef ég aldrei reynt að leyna þvi. Nora, sem hefur umboðið, ráðleggur mér að ráða mig hjá leikflokki í sumar, svo að það líti ekki út eins og ég sé bara að bíða eftir þessu eina hlutverki. En ég fæ mig bara ekki til þess að yfirgefa borgina, eins og á stendur. — En hvers vegna geta þeir ekki tekið ákvörðun- ina tímanlega? spurði Perry. — Af því að þeir vilja alls ekki láta neyðast til þess fyrr en á seinustu stundu. Þannig ér það alls staðar í leikaraheiminum. Einkunnarorð þeirra eru: Það er aldrei að vita! Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá verður leikritið ekki sett upp fyrr en næsta vetur. Russell hafði illan grun um, að Madeline kærði sig ekkert um að þeir tækju ákvörðun yfirleitt. Möguleik- arnir til þess að hún fengi hlutverkið, eða ekki. voru svo til alveg jafnir, Og meðan þetta dróst á ’-mginn, gat hún að minnsta kosti lifað i voninni. — Lélegur hugsunarháttur, ef þið viljið vita mína skoðun, sagði Perry. — Sammála, svaraði Madeline. — Eg skil bara ekki, hvernig þú getur sætt þig við þetta, sagði Perry. — Skilurðu ekki, að þetta er starf hennar, starf, sem

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.