Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.06.1963, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 21.06.1963, Blaðsíða 2
2 Ní VIKUTlÐINDI NY VIKUTÍOINDI koma út á föstudögum og kosta 5 kr. Ritstjóri og útgefandi: Geir Gunnarssor Auglýsingastjóri Emilía V. Húnfjörð Ritstjórn og auglýsingar: Höfðatúni 2 símar 19150 og 14856. Prentsmiðjan Ásrún h.f. Hannes Slæsimennið - sknldið - j óðsköninpuriim Oft verður góður hestur úr göldnum fola Nokkru eftir styrjaldarárin síðari veitti ég þvi at- hygli, hversu unga kynslóðin, sem þá var að alast upp, var hnarreistari og djarfmannlegri en sú er ólst upp á kreppuárunum. Nú er ég hins vegar farin að veita þvi athygli, að unga fólkið, einkum piltamir, era ekki eins heims- borgaralegir og ástæða væri til að ætla eftir öll góðw árin, sem liðið hafa eftir styrjöldina. Þegar mér var gengið um miðborgina eftir mið- nætti 17. júní og sá annan eða þriðja hvem pilt yfir fermingu góðglaðan eða ölvaðan, fór ég að hugsa, hvernig á þessu gæti staðið, minnugur fregnanna af ólátunum, sem orðið hafa í þjóðgörðum okkar á Þing- völlum, Þórsmörk og í þjórsárdaj um stórhátíðir að vör- og sumarlagi undanfarið. Hvar í heiminum láta menn svona, ef þeir koma saman? Mér datt í hug það sem gömul kona sagði mér fyrir nokkrum árum, þegar hún var nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún hafði dvalið I nokkra mán- uði. Hún sagði: „Esldmóamir kunna hvorki með vín né peninga að fara. Þeir em eins og böm í sér.“ Erum við slík böm sem þeir? Um miðja síðustu öld ferðaðist danskur hagfræðl- prófessor, A. F. Bergsö, um Island og skrifaði bækl- ing um ferðina, sem talin er vera ágæt lýsing á þjóð- inni. Hann segir Islendinga vera dula, tortryggna, fastheldna við fomar venjur, aivarlega eða nœrri raunalega og láti hug sinn dvelja mjög við fomöld- ina. Þótt almennt séu þeir greindir, reyni þeir ekki að fá Ijósa hugmynd um ástand sitt eins og það er, eða ráða bætur á því, sem áfátt er. Síðan þetta var skrifað er aðeins liðin ein öld eða svo. Þegar litið er á það, að í öðram löndum Evrópu hefur borgarmenning ríkt í aldir, getur verið að við séum eitthvað líkari Eskimóum en stórþjóðunum að ýmsu leyti, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Unglingarnir hér á landi hafa svo mikil f járráð,' að þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við þennan auð. Og sumir þeirra eyða þeim í vitleysu. Þeir eru eins og kálfar, sem hleypt er út úr fjósi að vor- lagi. Einangmnin og sveitamenningin er okkur svo í blóð borin, að við kunnum okkur ekki læti. Viðbrigð- in em of snögg. Þgð þarf kynslóðir til að taka slík stökk, sem við tökum á nokkmm áratugum. En þótt unglingamir steypi stömpum og okkur of- bjóði ærslin í þeim núna, slnilum við taka það með í reikninginn, að þeir em vinnusamir, dugandi og djarfir, Og við skulum vera minnug camla og góða máltækisins, að oft verður góður hestur úr göldnum fola. — g. Almenna bókafélagið gaf út fyrra bindi af ævisögu Hannesar Hafstein í desemb- er 1961, og er höfundur henn ar Kristján Albertsson. Þessi bók barst mér fyrst i hend- ur fyrir nokkmm dögum, og las ég hana mér til mikillar ánægju. Bókin hefst með þessum orðum: „Islenzka þjóðin reisti Jón- asi HaUgrímssyni og Jóni Sigurðssyni fyrstum manna standmyndir í miðri höfuð- borð landsins, en þar næst Hannesi Hafstein, hinuro. eina sem átt hafði kjark og giftu til að lyfta merki beggja hinna í lífi sínu og verki." Árið 1901 fer hann, fertug ur að aidri, á fund stjórnar- herra og konungs Dana og fær loforð þeirra fyrir þ ví, að æðsta stjóm Islands skuli flytjast frá Kaupmannahöfn tii Islands. Hann átti megin- þáttinn í sambandslagafrum- varpinu 1908. Og hann fékk dönsku stjómina til að fall- ast á löggildingu íslengka fánans. Þetta enp þrir mestu sigrum "í írelsisbar- áttu Tslendinga. Nú, að nýafstöðnum hátíða höldum í tiiefni af þjóðhátíð- ardegi ok)kar, megum við vel minnast þessa glæsilega manna að nokkm. Hannes var sonur Péturs Havsteins amtmanns á Möðruvöllum og Kristjönu konu hans (systur Tryggva Gunnarssonar bankastjóral. — Það var Pétur Havstein sem bjargaði f járstofni norð- lenzkra bænda, þegar fjár- kláðinn herjaði sunnlenzkt fé, með því að fyrirskipa eið- svarið varðiið á afréttum, til þess að verja norðanfé sam- göngum við sýkta sunnanféð. Var það ekkert smáræðis átak, enda töldu flestir það ógeming. Hannes varð snemma táp- mikill og bjó yfir imdarlegu sjálfstrausti strax frá óvita aldri. Þegar hann var á fjórða ári brann kirkjan á Möðmvöllum. Faðir hans var ekki heima, en þegar heima- menn horfðu á bálið með skelfingu, sagði Hannes litli: „Verið þið ekki hrædd, ég skal passa ykkur.“ Á námsárum sínum varð brátt sýnt að i honum b]ó höfðingjaefni. en á stúdents- árum sínum í Kaupmanna höfn hneigðist hann til skáld skapar, og frá þeim tíma eru / flest þau ljóð, sem hann orti og skipa honum sæti meðtd öndvegisskáMa okkar. En Hannes varð frægur fyrir ýmislegt f’eira á þeim árum. Þegar þrír ísjenzkir stúdentar áttu að missa Garð styrk vegna óreglu — en að missa styrkinn var sama og að þurfa að hætta námi -- fór Hannes á fund Garðpró- fasts og tslaði máli samlanda sinna. Profastur tók máii hans afar þungiega og veitti honum í fyrstu algert afsvar. Smátt og smátt tókst þó HANNES HAFSTEIN, þegar hann var sýslumaður á Isafirði. Hannesi að fá hann til að taka ákvörðun sína aftur, hvað tvo þeirra snerti, en er hann fór að tala vun þann þriðja, stóð prófastur upp og sagði: „Þessi piltur má ekki vera hér lengur — en ég veit. ekki út í hvað þér getið teymt mig, ef þér haldið á- fram að tala.“ Svo kvaddi hann Hannes með handa- bandi, óskaði honum til ham- ingju og sagði: „Það leynir sér ekki að þér ætlið að verða málafærslumaður." Nokkru síðar tuðu danskir Garðstúdentar honum að gefa kost á sér sem klukkara- efni, eða allshe,,’ar fulltrúa Garðbúa. Hörð r.nrátta varð milli hans og annars fram- bjóðanda. Fylgtsmenn and- stæðings hans notuðu það sem slagorð, að hann hefði svívirt danska fánann i ræðu er hann hafði nokkru áður haldið til að verja íslenzkan málstað. — Það rnunaði einu eða tveimur atkvæðum að Hannes næði kosningu, ,,af því að fáeinir íslendingar létu sig vanta,“ segir Einar Kvaran, sem sagt 'nefur þessa sögu. Og Kristján Al- 'bertsson bendir á, að þeir hafi látið sig vanta af því ' hversu slælega þeim þótti l Hannes halda á íslenzka mál- staðnum við prófast; ekki fengið nema tvo þriðju af því sem hann bað um! Þegar Hannes kemur heim sem lögfræðingur gerist hann ritari Magnúsar Step- hensen landshöfðingja. Hann kvæntist glæsilegri stúlku, Ragnheiði (dótturd. Ólafs Stephensen justizráðs í Við- ey) og verður síðan sýslu- maður ísafjarðarsýslu 1895, 34 ára að aldri. Hér er ekki ætlunin að rekja pólitískan feril Hann- j esar Hafstein. Það væri að vísu freistandi að skýra frá því, hversu glæsilega hann stendur sig, þegar hann á við ræður við dönsku stjórnar- herrana og konung, hvernig persónulegir töfrar þessa ó- venjulega manns verka á þá, jsvo að hann fær þá til þess ; að ganga að flestum tillög- um sínum varðandi íslenzk málefni, en það verður að bíða betri tjma. I lok fyrra bindis ævisög- unnar segir Kristján Alberts- son m. a., þegar Hannes hef- ur verið valinn fyrsti íslenzki ' ráðherrann með aðsetri á Is- landi: „Hann er í blóma lífsins og kemur inn í sögu landsins með hreinar hendur, og með heiðri. Hann hefur neytt skáldgáfu sinnar til að glæða kjark, manndómslund og bjartsýni og ort sum af feg- urstu ættjarðarljóðum tung- unnar. Og það var hann, sem fékk útlenda valdið til að falla frá aldagömlum yfir- ráðum frá Danmörku og veita Tslandi innlenda stjórn • I augum mikils þorra manna er Hannes Hafstein sigurtákn, staðfesting á vax- andi gengi íslenzku þjóðar- innar — hinn fallegi, sterki og stiUti maður ... Haun finnur anda til sín hlýju, þakklæti og trausti — en líka gremju og óvild. Hann veit að hann á eftir að standa miklum mun örðugar að vígi en Jón Sigurðsson og aðrir leiðtogar liðinnar aldar. Þeir þurftu ekki að bera á- byrgð á stjórnarathöfnum. Og ekki var hægt að ná af þeim neinum völdum." Þetta átti ekki að verða neinn ritdómur um bókina — og verður ekki En mér finnst ókostur á henni, hve mjög hún dvelur við stjórn- (Framh. á bls. 5)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.