Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.06.1963, Síða 8

Ný vikutíðindi - 21.06.1963, Síða 8
setnin og nótar Kaunhæfar aðgerðir ábyrgs effirEifsaðilsfl krafist 1 sjómannablaðinu Víking, 1 4. tbl. þessa árgangs, eru tvær greinar um hin tíðu sjó slys eða „nútímaslys“, þegar góð og traust skip velta á hliðina og sökkva á örstutt- um tíma. Er önnur eftir Sig- urjón Einarsson, skipstjóra, en hin eftir G. Þorbjörnsson. í báðum þessum greinum kemur sú skoðun fram, að nót á bátadekki sé hættuleg- ar drápsklyfjar í vondiun veðrum, og G. Þorbjörnsson teiur margt benda til, að staðsetnig kraftblakkar og nótar sé meginástæðan fyr- ir þessurn slysum. Sigurjón telur að þegar hið „þrautreynda, gamla og góða skip“ Súlan sökk í páskahretinu, hafi nótin ver- ið á bátapalh. Hann bendir á að það borgi sig betur að leita landvars heldur en að strekkja við að komast leið- ar sinnar í tvísýnu og vondu veðri. Og hann vill að nót- in sé höfð á aðalþilfari, nema meðan á veiðum stendur. Hins vegar bendir hann á, að Víðir II hafi misst nót- ina, og „það var gott að hún fór. Við það losnaði hann við þær drápsklyfjar, sem voru honum ofviða, eins og á stóð.“ Við leyfiun okkur að taka orðréttan kafla úr grein G. Þorbjörnssonar hér á eftir, því þar kemur margt fram, sem styður þá skoðun, sem NV hefur áður haldið fram um öryggismál skipa, auk þess sem hann bendir á hætt una, sem af kraftblökkinni stafar: „Eg hef heyrt sjómenn setja þessi ,,nútímaslys“ íj samband við hina breyttuj veiðiaðferð og staðsetningu kraftblakkar og nótar. Bend ir margt til, að það sé meg- inástæðan, en merkilega lítill áhugi virðist fyrir þvi, að grafast fyrir hinar raunveru legu orsakir. Það er engin lausn á þessu alvarlega vandamáli að kenna höfundum hinna sjosifsanna sokknu skipa, imi þessi slys, enda þótt nokkur þeirra hafi verið byggð eftir sömu teikn ingum. Hinir svonefndu Sví- þjóðarbátar, sem orðið hafa fyrir hvað mestu afhroði í þessum sdysum, voru búnir að skila sér að landi árum saman, með hina þrrngu nóta báta og gömlu veiðitæki hangandi í davíðum á siðun- um, án þess að slys urðu. Veður og sjólag hefur ekki breytzt til hins verra á þess- um árum, nema síður sé. Ó- sæmileg smekkleysa væri það að kasta rýrð á látinn sam- ferðamann, með því að kenna honum um þessi slys. Síðasta páskahret, sem meðal annars tók gömlu Súl- una með 5 mönnum og mim hafa gengið nærri stærri skip um, þótt þau björguðust í það skipti, ætti að vera næg sönnun á því, sem að fram- an er ritað. Það að hætta að nota nóta báta, þar sem nótin var jafn framt geymd og bátamir í davíðum utan á skipinu, eða í togi, og setja alla nótina (Framh. a BIl' 3) Ölvun og slngaror 17. júní Mikið bar á öhun þjóðhátíðardagskvöldið í Rvík, einkum meðal unglinga, og mun margt af því fólki hafa verið aðkomandi, enda flykktist fólk að úr öll- um áttum til þess að sjá dýrð höfuðborgarinnar 17. júní, ekki einungis frá nærliggjandi háruðum heldur einnig frá fjarlægustu stöðum, jafnvel frá vestur- strönd Ameríku. En burtséð frá því, þá hafa margir haft orð á hinu, hversu óviðeigandi óþjóðleg danslög eru á þessum þjóðhátíðardegi. Eru menn undrandi yfir því, að þjóð- hátíðarnefnd skuli ekki einu sinni hafa séð um að þessir erlendu slagarar skuli ekki hafa verið sungn- ir á móðurmálinu, jafnvel þótt kosta hefði þurft upp á íslenzka þýðingu á þeim. Þjónustuleysi Landssimans Skýrf með „auknu álagi## — Hvenær verður ár bætt? með því að segja: „ÓIi minn, þú sérð það sjálfur, að ekki megum við fara frá þessum vesalingum báðir í Ósjaldan hefur verið kvart að yfir þjónustuleysi Land- símans og Bæjarsímans, en þvi miðnr virðist sem þessar kvartanir gangi ekki rétta boðleið, því lítil bót er rúðio á. Það veldur flestum miklum heilabrotum hvers vegna sónn fæst ekki strax og sím- tólið er tekið upp og jafn- framt hvers vegna ekki hring ír 'átrax og númer hefur ver ið valið. Bæjarsíminn skjirir þetta fyrirbæri þannig, aó álagið sé svo mikið að ekki sé von á betri árangri. Þeir, sem hafa dvalið í er- lendum stórborgum, skilja ekki þessa vitleysu Þetta er nær óþekkt fynrbæri þar og símaþjónustan margfalc betri en hér hefur nokkurn tíma þekkzt. Vonandi þarf ekki að kvarta út af þessum óþæg- indum, sem hlýtur að vera hægt að bæta með litlum til- kostnaði og aukinni og betri þekkingu. Og það þarf varla að taka það fram, að sím- gjöld eru hreint ekki sv .> lág, að Landssímum geti verið þekktur fyrir að Djóða við- skiptavinum slnum upp á svo takmarkaöw þiónustu er kem ur þeim dagb-ga i gramt geð RANGLÁTT gjald Gestum vínveitingastað- anna er meinilla við 25 kr. inngangsgjaldið, sem þeir eru neyddir til að greiða, jafnvel þótt þeir komi fimm mínútum fyrir lokun, og ætli aðeins að skreppa á barinn. Ekki sjá þeir atrið- in, sem eru til skemmtunar, og . ekki geta þeir notið hljómlistarinnar. Auk þess er spurning hvort hægt er að kref jast fatageymslugjalds af yfir- hafnarlausum gestum. Gylfi hefur ekki slegið sér upp á þessu má!i, eins og það hefur reynzt í fram- kvæmd, þótt e. t. v. væri réttlætanlegt að taka ein- hvem aðgangseyri að dans- sölunum, þ. e. a. s. fyrst frjáls álagning var ekki leyfð. frá kaupfélögunum og prentaði bláhvíta fánann á forsíðu í skærum lit. Hvers vegna ekki rauða fánann? Er það þetta sem heitir að svíkja lit? emu. ! __ AÐ SVlKJA LIT 1 tilefni af þjóðhátíðar- deginum gaf Þjóðviljinn út aukablað með auglýsingum ÓLI MAGGADON Óli Maggadon spókaði sig á götum höfuðborgarinnar 17. júní, sjakketklæddur og ánægður í bragði, alveg eins og hann var á ámnum fyr- ir stríð, þegar allir Reyk- víkingar þekktu hann og höfðu gaman af meinleysis- legum fávitaliætti hans. Nú dvelur hann alltaf á Arnarholti ásamt fleiri fá- ráðlingum. Og þótt þar fari vei um hann, langar hann samt oft í bæinn. Bíður hann stundum við hliðið, þegar Gísli hælisstjóri er að fara á jeppanum til Reykja víkur og biður um að fá að koma með. En Gísli kann lagið á Óla og kemur vitinu fyrir hann TIL PARSAR i MEÐ FRÚNA Sumarferðir okkar Islend inga til útlanda eru nú byrj aðar í stórum stíl og flykkj ast mehn til stórborganna á bjórstofurnar, næturklúbb ana, í stórverzlanirnar og á söfnin. Kaupmaður nokkur hafði orð á þvi í samkvæmi, að hann ætlaði til Parísar með konu sinni, þótt sumir teldu það væri álíka fjarstæða og að fara með vín til Spánar. „Já, það er synd,“ sagði kunningi hans. „I Paris geturðu valið úr fegurstu meyjum — brúmnn, gulum rauðum og — “ „Ja, það kemur sko ekki mál við mig,“ greip kaup- maðurinn fram í, „ég er nefnilega litblindur.“ KÓK OG RÓANDITÖFLUR Við höfum heyrt aó hvergj í heiminum sé drukk ið hlutfallslega eins mikið af „kók“ og hér á landi. Hér fæst heldur ekki áfeng- ur bjór, og hér má ekki drekka áfengi á dans- skemmtunum nema á til- tölulega fáum vínveitinga- húsum (kannske fyrir utan útisamkomustaði um hvíta- sunnuna og 17. júní). Síðan farið var að hafa strangara eftirlit með því en áður, að gestir fari ekki inn á „vínlausu dansstað- ina“ með vín á sér, eru sumir farnir að eta ýmis konar róandi töflur, áður en þeir fara inn á þá, og drekka svo kók inni á eftir. Auðvitað liafa róandi töfl- urnar svæfandi áhrif á sagt að fjórir piltar hafi ofan í þær munu menn kom ast í einliverja vímu. Nýlega er okkur t. d. sagt að fjórir piltar hafi farið vínlausir og ódrukkn- >r inn á Þórskaffi, en ver- ;ð búnir að taka talsvert af mebromati rétt áður. Mik- ið var að gera, svo að löng bið varð að þeir fengju kók- ið. Þegar þjónustustúlkan kom svo loks með liinn eft- irspurða drykk, lágu þeir allir fram á borðið — stein- sofandi. KRÖFTUGT BLÓÐ Maður nokkur kom inn í Blóðbankann og gaf blóð. Hjúkrunarkonan tók eftir að það var óvenju blátt svo að hún lagði flöskima til hliðar, þegar búið var að flokka blóðið. Seinna var komið með slasaða konu, sem þurfti að fá blóðgjöf, en þá var lítið um blóðbirgðir eins og oft- ar, og ekkert til af sama blóðflokki og konan var í, nema bláa blóðið. Kandídat inn ákvað að gefa konunni það, fremur en að láta hana deyja úr blóðmissi. En hún hafði ekki fyrr fengið blóðgjöfina en hún spratt upp og faðmaði unga lækninn að sér. Þá heyrðist hjúkrunar- konan tauta: „Eg hefði bet ur sprautað þessu í kallinn minn!“

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.