Ný vikutíðindi - 17.01.1964, Qupperneq 6
6
NT VIKUTIÐINDI
#»
'N
Khíbburinn
Tríé Magnúsar
Péfurssonar
ásamt söngkonunni
Mjöl! Hólm
Framvegis verða efri
salir Klúbbsins einn-
ig opnir mánudaga
og þriðjudaga.
KLtTBBURINN
MÆLIR MEÐ
SÉR SJÁLFUR
Lækjarteig 2,
sími 35 3 55.
V.
Röðull
SIGURDÓR
og
EYÞÓRS COMBO
Ieika og syngja fyrir
dansinum.
R öðuII
SlMI 15327
MERGJUÐ OG FJÖRLEGA SKRIFUÐ
SAGA EFTIR MESTSELDA RITHÖF-
UNDINN I DAG —
CARTER BROWN
LSKENDURNI
06 LlKIN
„Eg veit hvað þú átt við,“ sagði ég. „Hefurðu séð
Don?“
„Hann var hér fyrir svona klukkutíma,“ svaraði
Carl. „Sennilega er hann hérna einhvers staðar. Ef
til vill hefur hann labbað út að götuhliðunum eða eitt-
hvað þess háttar."
„Allt* í lagi,“ sagði ég. „Hvað um Fabian?"
„Hgnn lagði sig.“ Carl glotti. „Fyrst einhvem þurfti
að myrða, þá var leitt að morðinginn skyldi ekki velja
hann fyrst.“
„Af hverju segirðu það?“ spurði ég kæruleysislega..,
„Hann er. ..... óhreinn," sagði Carl rólega. „Eg get ;
ekki útskýrt það frekar.“
„Eg hugsa að ég skilji þig,“ sagði ég. „Hvernig líð-
ur vesalings Limbo?“
Carl varð viðkvæmur á svip. ,,Eg gróf hann í gær-
kvöld,“ sagði hann. „Eftir að þetta skeði.“
„Eg samhryggist þér,“ sagði ég. „Þú hlýtur að
sakna hans hræðilega?“
„Eg jafna mig fljótlega, býst ég við,“ sagði hann.
„En ég er hræddur um að ég hætti búktali fyrir fullt
og allt. Eg nenni ekki að fá mér annan brúðukall —
ekki eftir að hann er fallinn frá.“
„Eg var að hugsa um Fabian,“ sagði ég. „Veizt þú
nokkuð um hvar hann var í gærkvöld, ég á við, þegar
morðið var framið og svoleiðis?“
„Sofandi í rúminu — eftir því sem hann segir,“
rumdi í Carli. „Engum hefur ennþá tekizt að gera
hann tvísaga eða afsanna það. Heldurðu að hann hafi
bæði myrt Edwinu og Wöndu?“
Eg yppti öxlum og reyndi að sýnast leyndardóms-
full. „Hver veit,“ sagði ég.
Carl einblíndi á mig svolitla stund. „Veizt þú eitt-
hvað, sem ég veit ekki um?“ spurði hann.
„Eg veit hver morðinginn er,“ sagði ég ofur eðli-
lega. „Eg ætla að sanna það í kvöld.“
„Ætli það sé ekki eitthvað bogið við þetta,“ sagði
hann hæglátlega.
„Eg er ekki að plata,“ sagði ég. „Eg meina þetta.“
„Allt í lagi,“ sagði hann lágt. „Hver er það?“
„Eg segi það ekki strax,“ sagði ég. „Carl, þú verður
að lofa mér því að minnast ekki á þetta við hina?“
„Eg lofa að segja ekki orð,“ sagði hann.
„Eg verð að bíða eftir réttri stund og réttum stað
til þess að góma morðingjann og um leið sanna sekt
hans.“ Eg lækakkaði röddina og hvíslaði að honum:
„Sönnunin er í grafhýsinu og tíminn er klukkustund
fyrir miðnætti."
„Eg held ennþá að þú sért að plata," sagði hann
afundinn.
„Eg meina þetta,“ sagði ég áhöf. „En það er ekki
til.neins að fara inn í grafhýsið fyrir þann tíma.“
„Grafhýsið?“ Hann lét brúnir síga andartak. „Ó,
þú átt við einkagrafreit gamla mannsins. Hvað býstu
við að finna þar?“
„Meira get ég ekki sagt þér, Carl,“ sagði ég ein-
beitt. „Og fyrir alla muni, segðu ekki frá þessu, hvað
sem fyrir kann að koma.“
„Varir mínar eru innsiglaðar,“ sagði hann og brosti
glettnislega til mín um leið. og hann hristi höfuðið
rólega. „Eg er ekki ennþá viss um nema þú sért bara
að gera að gamni þínu.“
„Það er ég ekki,“ fullvxssaði ég hann ujii og lauk
úr glasinu. „Þakka þér fyrir drykkinn.“
Eg gekk út úr stofunni áður en hann fékk tæki-
færi til að spyrja mig um meira. Ef Don var ekki
langt undan fannst mér rétt að ég færi upp í her-
bergin okkar og biði þar eftir honum. Eg gekk upp
stigann og inn ganginn að okkar dyrum. Þá heyrði ég
að opnuð var hurð fyrir aftan mig. Eg leit við og sá
Greg Payton standa beint á bak við mig.
„Þú lézt mig hrökkva við. Greg!“ sagði ég.
„Var það?“ sagði hann rólega.
„Eg veit ekki hvernig á bezt að koma orðum að
bví,“ sagði ég hlýlega, „en mér þykir þetta með
Wöndu mjög leitt.“
„Þykir þér?“ spurði hann kurteislega. „Ekki mér.“
Eg stóð og starði á hann. Hann tók af sér gler-
augun og fór að pússa glerin í ákafa. „Hún fekk það
sem hún verðskuldaði,“ bætti hann við eins áherzlu-
laust og hann væri að tala um gullfisk, sem hefði
stokkið upp úr kerinu sínu.
„Eina áhugamál mitt er nú að hafa upp á morð-
ingjanum. Ekki af hefndarhug, Mavis, heldur öllu
fremur starfsgreinar minnar vegna. Hann yrði mjög
svo eftirsóknarvert rannsóknarefni. Eg hef áhuga á
að fá að sálgreina hann “
„Ef þú getur þagað yfir leyndarmáli,“ sagði ég lágt
við eyra hans, ..bá hugsa ég að ég viti hver morð-
inginn i sannleika savt er.“ Svo sagði ég honum frá
grafhvsinu og hvað í vændum væri klukkustund fyrir
miðnætti.
Öý^to'fý‘“cfeþjhW 'fúáman í mig augunum gegnum
gleraugun. ..Ertu viss um að þú sért ekki að láta hug-
mvndaflugið fara með þig í gönur, Mavis?“ spurði
hann alúðlega.
„Auðvitað er ég viss um það!“ sagði ég afgerandi.
„Bíddu bara og sjáðu hvað setur!“ I
„Það skal ég gera,“ sagði hann. „Sannarlega! Eg
vona að þú hafir rétt fyrir þér. Mavis. Grafhýsið,
klukkustund fvrir miðnætti — eins og í háfleygri
skáldsögu — þá nær réttlætið fram að ganga. Synd-
ir föðursins sóttar heim aftur við gröf hans.“
„Jæja,“ sagði ég taugaóstyrk. „þú verður að af-
saka mig, Greg — nú verð ég að fara.“
„Vissirðu eitt?“ spurði Greg áherzlulaust og starði
á mig stórum augum. ,.Hún gat ekki einu sinni þolað
að ég kæmi við hana!“
„Eg verð satt að segja að fara núna, Greg,“ stam-
aði ég og opnaði um leið hurðina.
Þegar ég var komin inn í herbergið aflæsti ég hurð-
inni, hallaði mér upp að henni og hlustaði. I nokkr-
ar sekúndur heyrði ég einungis áköf hjartaslögin í
sjálfri mér, en svo heyrði ég fótatak hans fjarlægj-
ast seinlega.
Ef nokkur maður þvrfti á sálkönnun að halda, þá
var það Greg Payton! Eg svipaðist um og sá að Don
var enn ókominn. Eg vonaði að hann færi að koma.
Það var farið að ksyggja, aftur var nótt framundan.
Mér varð hugsað til .Tohnnvs Rio, sitjandi í mótelhiu,
og ég hefði getað rifið úr honum hjartað og notað
það sem agn á fiskiöngul -— ef hann var þá ekki
hiartalaus peningapúki.
Eg var ekki enn búin að jafna mig, þegar barið
var að dyrum. Ev hljóp til og opnaði, því ég hélt það
væri Don; en það var ekki hann.
„Má ég koma inn?“ spurði Fabian Dark kurteis-
lega.
„Ætli það ekki,“ sagði ég og opnaði dyrnar svolítið
meira.
Fabian aekk inn í setustofuna. horfði forvitnislega
í kringum sig og settist svo í nægindastól Eg lokaði
dyninum og settist í stól andspænis honum.