Ný vikutíðindi - 17.01.1964, Blaðsíða 3
Nt VIKUTlÐINDI
3
OR HEIMSPRESSUNNÍ:
TrujiHo-bræ&frnir svalla i París
me3 800 millj. stolna dollara
NOkÐRI:
i vasanum.
Fáir slá nú eins um sig á næturskemmtistöðum
Parísar og þeir bræðumir Itamfis og Rhadames TRU-
flLI.O, synir einræðisherrans í Dóminikanslta lýðveld-
*nu> sem myrtur var 30. maí 1961.
Ramfis, sem nú er 34 ára, var foringi í flugher
föður síns og varð frægur þegar hann heimsótti eitt
simn Bandaríkin og gaf Zsa Gabor minkapels og lúxus-
bíl, þótt hann ætti konu og sex böm heima. Ennfrem-
^ var hann stórgjöfull við Kim Novak í því ferða-
lagi. — Rhamades er aðeins 21 árs, en gefur bróður
smum ekltert eftir sem gleðimaður og „playboy".
Ramfis var í París, þegar faðir hans var myrtur.
Hann fékk þá hinn heimskunna diplómat og ,,playboy“,
Porfiero Rubriosa, sem eitt sinn var kvæntur systur
hans, til þess að fljúga með sér heim, ef ske kynni
að þeim tækist að bjarga hinum geysilega auð, sem
Trujillo gamli hafði safnað sér á 32 einræðisstjómar-
arum sínum. Og þeim heppnaðist að komast úr landi
aftur með fjármuni, sem taldir era nema hvorki meira
né minna en 800 milljónum dollara, og sigldu með þá
til Evrópu á listisnekkjunni „Angelita".
Ramfis er nú skilinn við konu sína og býr með leik-
konunni Lita Milan og á með henni barn. Yngri bróðir
hans, Rhadames, býr með annarri stúlku og hefur ný-
l©ga eignast með henni son.
Trajillo-bræðumir stunda mikið næturlífið í París,
°g eru ekki alltaf í fylgd með sömu stúlkunni. I lúx-
usíbúð sinni halda þeir einnig dýrar veizlur, sem þykja
srnnar býsna sögulegar. Þeir eiga stór hesthús fyrir
veðreiðahesta í nágrenni borgarinnar, og þangað
héldu veizlugestirnir eitt sinn, þegar halla tók nóttu.
Ein stúlkan fór þá nakin á bak einum gæðingnum,
sem tók sprettinn, svo stúlkan féll af baki. Hún bæði
handleggsbrotnaði og fótbrotnaði og lá í sjö mánuði
á spítala.
1 fyrra kom Roch, hinn nýi forseti Dóminikanska
lýðveldisins í opinbera heimsókn til Frakklands. Hann
fór þess á leit við ríkisstjórnina, að hún veitti aðstoð
sína við að land hans endurheimti listaverk þau og
önnur verðmæti, sem Trajillo-fjölskyldan hefði rang-
lega slegið eigji sinni á. Standa nú yfir réttarhöld í
því máli í París.
Trujillo-bræðranum finnst sjálfsagt jörðin vera far-
in að brenna undir fótum sínum í París, því sagt er
að þeir ætli að fljúga til Spánar, þar sem þeir telji
sig óhultari.
Símvirkjanemar ^
Landssíminn getur tekið nokkra nemendur í sím-
virkpun (símatækni). Umsækjendur skulu hafa
lokið gagnfræðaprófi eða öðra hliðstæðu prófi og
vera fullra 17 ára.
Gera má ráð fyrir, að umsækjendur verði prófað-
ir í dönsku, ensku og reikningi.
Umsóknir, ásamt prófskírteini og upplýsingum
um fyrri störf, sendist póst- og símamálastjóm-
inni fyrir 26. janúar 1964. ,
Nánari upplýsingar fást í síma 11000.
Póst- og símamálastjórnin, 14. jan. 1964
Vandræðaástand er afleiSin? ransrs skipulatrs í
kosninga- og skattamálmn.
AUMT ÁSTAND
Sjaldan eða aldrei, síðan Island varð
sjálfstætt ríki, hefur verzlunin átt í
jafn miklum erfiðleikum og nú. Verð-
bólgan rýrir rekstursféð óþyrmilega;
bankamir era í jámklóm seðlabank-
W‘ ans; hámarksálagning er á flestum
nauðsynjavöram og útflutningsverzlun-
in fær ekki nægilega hátt verð fyrir
afurðirnar vegna síhækkandi reksturs-
kostnaðar.
Ríkisstjómin er líka hætt að guma
af „velferðarríkinu" og kaupmennirnir,
sem áttu ekki orð til þess að lýsa vel-
þóknun sinni 'á ,,viðreisnarstjórninni“,
era orðnir afundnir og stúrir á svip-
inn og botna ekkert í vitleysunni.
Framundan era vafalaust enn meiri
hækkanir á verðlagi, bæði á vöram.og
þjónustu, svo allt útlit er fyrir að ekki
sé von á neinni varanlegri lækningu á
næstunni, Ríkisstjórnip hefur að vísu
boðað einhverjar tillögur til úrbóta
strax og þing kemur saman, en hætt
er við, að þær nái skammt og séu helzt
miðaðar við að létta undir með útflutn-
ingsframleiðslunni einni saman og þá
með nýjum álögum á abnenning.
RANGT SKIPULAG
Það er von að almenningur sé gap-
andi af undran yfir stjórnleysinu. Verst
er þó, að hvorki hann né stjórnar-
völdin, gera sér grein fyrir af hverju
þetta ástand hefur skapazt, sem er
grandvallaratriði til þess að hægt sé
að ráða bót á því.
Óréttlát skattalöggjöf, afskipti rík-
isvaldsins á öllum sviðum, kolvitlaus
kjördæmaskipun og kosningafyrirkomu
lag og margt fleira er orsökin fyrir
ófremdarástandinu. Skal nú leitast við
að færa rök fyrir þessu, sem raunar
hefur verið gert æ ofan í æ í þessum
dálkiun á undanförnum áram og þegar
á fyrstu mánuðum ,,viðreisnarinnar“.
Væri skattalöggjöfin réttlátari og
sniðin þannig, að allir kepptust um að
telja rétt fram og væri heimilað að
eignast eitthvað, mundi almenningur
telja hag sínum betur borgið með því
að leggja fé sitt i arðbær fyrirtæki
fremur en láta það liggja í bönkum á
lágum vöxtum. Með því móti mundi
fólk fá trú.á gjaldmiðlinum og stuðla
að réttlátum kaupkröfum, þar sem of
hátt kaup mundi skerða hagsmuni
þess.
Afskipti ríkisvaldsins mundi um leið
stórminnka við það að almenningur
setti fé sitt í arðbær framleiðslufyrir-
tæki en ekki í ríkisbankana.
RÍKISVALDIÐ
OF STERKT
Hin stórkostlegu innlög fólks í rík-
isbankana gefur ríkisvaldinu mögu-
leika og tækifæri til þess að veita fjár-
magninu hvert sem því sýnist og þá
ekki sízt í óarðbærar fjárfestingar í
stóram stíl fyrir kosningar, eins og
mörg dæmi eru um. Jafnvægi í byggð
landsins er eitt af óheillasporanum,
sem stigin hafa verið og era bein af-
leiðing af vitlausri kjördæmaskipun og
kosningafyrirkomulagi.
Allt of margir staðir úti á lands-
byggðinni eru látnir fá svimandi fjár-
hæðir í vegi, hafnir, byggingar og allt,
sem öllu þessu fylgir, í stað þess að
mynda færri en stærri útgerðarpláss,
sem liggja vel við fiskimiðum og land-
búnaði svo og öllum aðdrætti.
Atkvæðaveiðar stjórnmálaflokkanna
era ástæðurnar fyrir þessari óheilla-
þróun, og gífurlegum verðmætum er
kastað á glæ, auk þess sem slík þensla
kostar margfalt meira fjármagn. Með
nýrri kosningaskipun mundi þetta
breytast. Hreinn meirihluti á að ráða
um kosningu þingmanna og uppbóta-
kerfið á að leggja niður. Þannig losnar
þjóðin við kommúnistaþingmennina og
nokkra óþarfa krata og auðveldara
verður að stjórna landinu.
Þörfin er aldrei brýnni en einmitt nú
að gjörbreyta kosningaskipun og kjör-
dæmum svo og skattalöggjöfinni og þá
um leið að herða eftirlit með framtöl-
um, Það er eina lækningin.
Nqrðrí,
wmsBmm