Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Síða 1

Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Síða 1
RflW WD QSCLD Karlmenn eru hetjur... Stutt gamansaga á blaðsíðu 6. Föstudagur 6. ágúst — 1965 — 29. tbl. — 6. árg. Verð lO.oo krónur. Blács bandid - Kleppur - lögreglan Meðferðin á drykkjusjúklingum vítt Eftirfarandi grein hefur blaðinu borizt frá manni, sem er þessum málum mjög vel kunnugur og er reiðubú- inn að standa við hvert orð fyrir rétti. Þótt greinin þyki kannske nokkuð einhliða og alldjúpt sé tekið í árinni á köflum, þykir rétt að birta hana orð rétta, þar sem allir hugsandi menn vilja vafalaust vekja umræður um vandamál of- drykkjumanna og ráða bót á því betur en gert hefur verið: Til þess eru \itin að var-| ast þau, en það vill ganga luisjafnlega hjá okkur breyskum mönnum. Að mín- um dómi eru það sjálfskap- arvítin, sem eru hvað hvim- leiðust og um leið erfiðust viðureignar. Sú hlið sjálfskaparvítis, sem ég ætla að fjalla hér lítillega um, er drykkjuskap- ur manna, þeirra sem hafa lent út á þeirri ólánsömu braut og vilja ná sér upp úr vesaldómi, sem oft er sh'kum lifnaði samfara, auk þess sem ég vil ræða nokk- uð viðbrögð þess opinbera, sem ekki virðast til þess fall- ið að laða þetta fólk inn á veg reglusemi og dyggða, heldur til þess með sínum lagakrókum og skilnings- leysi, vonandi ekki mann- vonsku, reynir að drepa nið- ur alla sjálfsvirðingu og sjálfsbjargarviðleitni þessa ólánssama fólks. Bláa bandið Bláa bandið var stofnað fyrir nokkrum árum. Hugs- unin á bak við þá stofnun hefur eflaust verið góð, eða það fannst manni þá, en það fylgdi böggull skammrifi. Dautt nátt- úruundur Auglýsingar um Geysi svik við er- lenda ferðamenn. Eitt aðal náttúruundrið, sem notað er til að laða hingað til lands erlenda ferðð menn, er Geysir í Haukadal. I öllum ferðapésum frá ís- landi blasa við undurfagrar rayndir af hinum heimsfræga goshver í fullu fjöri og er ekki að undra, þótt ferða- menn leggi leið sína austur að Geysi í stórhópum til þess að fá augum litið þetta einstæða fyrirbæri. Auðvitað verða útlending- ar eins og tungl í fyllingu, þegar þeim er tjáð að Geysir bafi ekki gosið í tuttugu ár, °S flestum finnst þeir hafi verið illa sviknir. Nokkrar sárabætur eru það, að Strokkur — hver, sem er skamrnt frá Geysi — skvettir öðru hvoru úr sér nokkru vatnsmagni, en að sjálfsögðu ekkert í samlík- ingu við hinn gamla tígulega Geysi. Þá er það tekið til bragðs að troða grænsápu ofan í skítapott á hverasvæðinu og þvi haldið áfram, þar til þessari aumingjans holu verður bumbult og ælir vatni, sápu, mold og möl beint upp í loftið. Er haft fyrir satt að þeir, sem fóru að heiman með stóra mynd af Geysi gamla í vasanum, þyki uppsala Sóða lítið í lík- (Framh. á bls. 5) Þessari stofnun var stjórn- að af fyrrverandi drykkju- mönnum, og héldu þá marg- ir að þarna stjórnuðu réttir menn af skilningi og fyrri reynslu sinni sem drykkju- menn. En þetta var að sjálf- sögðu misskilningur, eins og í ljós átti eftir að koma, enda lá það í augum uppi, að menn, sem haldnir hafa verið drykkjuhneigð, hafa aldrei skilið sjálfa sig eða þessar tilhneigingar sínar, hvað þá að þeim hafi verið yfirleitt í lófa lagður skiln- ingur á þjáningabræðrum sínum, þegar af þeim sjálf- um hefur bráð. Maðim, er fór inn á þetta hæli til að ná starfskröftum aftur, þurfti að ganga undir þriggja vikna lágmarksdvöl. Það var ekki tekið til greina, hvort hann var t. d. um eða innan við tvítugt og hafði alls enga þörf fyrir lang- dvöl þarna, eða hvort hann var sextugur og búinn að drekka í fjörutíu ár í slæm- um túrum og þurft virkilega klössunar við. Nei, þessum dæmum voru gerð sömu skil, og kom það ósjaldan fyrir að menn á bezta aldri, sem voru búnir að jafna sig til fulls eftir tveggja daga stopp, urðu þá að umgangast mikið eldri og meiri drykkjumenn en þeir sjálfir voru, taugabilaða og oft á tíðum hálfvitlausa menn í umgengni allri; and- stæður, sem áttu ekki sam- leið. Þegar svo á þetta bætt- ist, að forráðamenn stofnun- arinnar löttu menn yfirleitt út í starfið, því þetta var ekki orðið nema bisness — eins og það er enn með þessi svo nefndu drykkjuhæli — að hafa þau alltaf full, því á þann eina hátt er hægt að reka þau, því hver haus er me’tinn til peninga, sem ríki eða bæjarfélag hvers og eins fyrir hann greiðir. Nei, Mammon hafði lætt sér inn hjá þessu mannúðlega pýra- mítafóstri. Mönnum, sem þarna voru, var nauðsynlegt að fá líkam- lega uppbyggingu, en ég tel ekki síður andlega. En and- legt veganesti var aðallega veitt af Jónasi Guðmunds- syni, sem fullvissaði þessa menn um, að þeir gætu ekk- ert að þessu líferni gert. Það væru framliðnir menn, sem í gegnum þá drykkju. Þessi nýja afsökun virkaði ekki síður en þegar Dungal á sínum tíma kom með þá kenningu, sem ég ekki dreg í efa að sé rétt, að lifrin í drykkjumanni gæti orðið eins feit og í þorski, og þeg- ar komið væri á það stig, heimtaði líkaminn sinn skammt. Já, það voni ekki ófáir, sem drukku á eftir með þessa afsökun á vörum- Við drykkjumenn erum flestir haldnir þeirri geð- flækju að þurfa alltaf að vera að afsaka okkur, og viljum þá ósjaldan koma sök inni á aðra, til að leiða allt vansæmi frá okkur sjálfum. Við erum uppfullir af bæði sönnum og lognum afsökun- um í sambandi við þetta af- hroð okkar í lífinu, og að fá svo þessa afsökun í fang- ið — það er svei mér hægt að gera sér mat úr slíku. En ég held að við ættum að lofa þeim dauðu að liggja í friði. Þvi, er ekki frekar, að við byrjum þvingunarlaust að leika okkur með þennan Bakkusareld, en erum svo sumir hverjir komnir svo langt, að þegar augu okkar opnast fyrir eldinum, þá gengur okkur erfiðlega að slökkva hann? Við erum þá búnir að sýkja líffæri okkar og líkama allan svo, að hann er farinn að heimta sinn skammt. Eins eru líka til vanadrykkjumenn, sem falla fyrir vanans hlekkjum, og getur það verið ekki síður erfitt að losna úr fjötrum hans, jafnvel þó svo likam- inn hafi ekki skaðazt veru- Framhald á bls. 4. Átök í Eyjum I Vestmannaeyjum eins og víðar er hörð valda- barátta innan Sjálfstæðisflokksins milli þeirra Guð- laugs Gíslasonar, bæjarstjóra og alþingismanns, og Gísla Gíslasonar, stórkaupmanns, aðalmanns í Verzl- anasambandinu og útgerðarfyrirtæki þess, Hafskip, ásamt miklum umsvifum í prentsmiðjurekstri og alls konar kaupsýslu. Gísli Gíslason og félagar hans vildu um síðustu kosningar láta Guðlaug Gíslason afsala sér öðru af tvennu, bæjarstjórastarfinu eða þingmennskunni, en leikar fóru svo, að Guðlaugur hélt hvorutveggja og Gísli varð undir. Við í hönd farandi bæjarstjórnarkosningar er reikn að með að sami leikurinn endurtaki sig og mun Gísli telja sig vera á góðum vegi með að ná yfirtökum í flokknum, en nú er talið að Guðlaugur sé búinn að ná samstöðu innan flokksins um skipun næsta bæj- arstjómarlista, þannig að listinn verði skipaður Guð- laugi sjálfum, Jóhanni Friðfinnssyni, varabæjarstjóra, Birni Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins, og ^Sigfúsi Johnsen, varaþingmanni Guðlaugs, og svo eigi að bjóða Gísla upp á fimmta sætið, og verði þar um einfalt val að ræða fyrir Gísla um að fá að vera með og njóta viðskiptalegrar aðstöðu áframhaldandi, eða að verða hreinlega útilokaður. Þá mun Guðlaugur leggja á það mikla áherzlu, að Landsbankinn opni útibú í Vestmannaeyjum, svo sem lengi hefur verið ráðgert, og skapa sér þannig banka- legt mótvægi á móti valdi Útvegsbankans, ef í odda skerst. ! ! i :

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.