Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Blaðsíða 4
4 NY VIKUTlÐINDl Bláa bandið — Kleppnr ■ BWBS—■ (Framhald af bls. 1) lega enn. Ég talaði áðan um Jónas Guðmundsson, þó svo ég telji hann kannski ekki vera þann hættulegasta af hús- draugum þeim, er þarna ríða röftum, því ég hef ekki enn ftmdið svo skyni skroppinn drykkjumann, sem á Jónas hefur hlýtt, að sá hinn sami hafi ekki tekið hans elliglöp sem hvern annan sjálfsagð- að hlut fyrir hann sjálfan, en fremur óheppilegt vega- nesti áhrifagjörnum, villuráf andi sálum. En Guðmund Jóhannsson tel ég eiga stóran þátt í ó- sómanum, því þótt hann sé stórt brot af mannkærleika í garð okkar ræflanna, eins og fólk kallar okkur drykkju menn, þá finnst mér honum ekki hæfa dæmi sem þetta. 1 eitt skipti af mörgum, er kunningi minn reyndi að bjarga sjálfsvirðingu og heilsubresti og þekkti ekki annað en þetta hálmstrá, og var búinn að ljúka sínum tilskylda tíma á stofnuninni, þá gekk hann fyrir forstjór- ann (G. J.) og tjáði honum, að nú væri hann á förum út 1 starfið. Hefði fengið starf á síldarskipi (sem mjög var erfitt þá). Guðmundur sagði þá við manninn, að það þýddi ekkert að fara að starfa, hann þyrfti að vera hér miklu lengur og helzt fara í Víðines til sex mánaða dvalar; þetta færi alltaf í skítinn hjá honum aftur. Manninum varð það á í messunni að lemja í borðið og spyrja þennan brennivíns- postula, hvort hann væri hér til að drepa niður þann litla kjark, sem mönnum áynnist við að ná sér edrú á stofn- uninni. Þar með kvaddi hann kóng og prest og fór í starf- ið- En hann kom þama í kurteisisheimsókn þrem mánuðum seinna, hlaðinn mannorði og peningum, því vertíðinni var lokið. Og hvað mætti honum þá? Sömu and- litin, sem hann hafði kvatt, nema nú voru þau súkkulaði- brún úr sólríkum húsagarði hælisins. Þetta voru mest- megnis ungir og fullfrískir menn, sem höfðu verið vinnumarkaði landsins glat- aðir yfir stærsta annatíma ársins og haldið þarna upp- teknum sjúkrarúmum fyrir fársjúkum mönnum víða um land, sem virkilega hefðu haft not fyrir dvöl þarna. Hvað finnst þér, lesandi góður? Er þessu ekki illa farið þannig? En nóg um það, því þótt af nægu sé að taka, þá ætla ég að láta þetta nægja nú. Kleppur Ein hin mesta mann- vonzka, sem ég held að okk- ur drykkjumönnum hafi fallið í skaut var þegar Þórð ur Möller fór að setja menn, sem voru búnir að lenda á vondum túrum, inn á Klepp og láta þá vakna þar innan rnn fávita-fólk. Áður var þar sérstök deild og var þar vel unandi fyrir drykkjumenn. Þó svo að menn vöknuðu innan um þá vitskertu, þá var þeim kippt inn á þessa deild, er af þeim rann, en nú er ekki lengur því að heilsa. Nú er svo kom ið, að enginn geðsjúkhngur er drykkjumanni, sem þama er kominn, jafn hættulegur og Þórður sjálfur. Þegar vald hans er orðið svo, að hann heldur að hann geti svipt menn sjálfsforræði án þess svo mikið sem spyrja eða ráðfæra sig við nánustu aðstandendur viðkomandi fórnardýrs, og það jafnvel menn, sem engin vandræði hafa hlotizt af, aðeins drukk ið og komizt undir hans hand aðjaðar, oft að eigin beiðni í mórölskum timburmönnum — verið að reyna að ráða bót á drykkjuhneigð sinni. Hann ætti að vita það af reynslu sinni sem læknir bet-! ur en ég, sem þetta skrifa, að neikvæðasta meðalið við drykkjumann er þvingun í hvaða mynd sem er. Þvert á móti þarf með lipurð að beina huga hans inn á nýjar og heilbrigðar brautir, og það þarf að vekja hjá hon- um traust á sjálfan sig, inn- an skynsamlegra marka, og hann þarf að njóta skilnings á vandamálum sínum hjá þeim lækni eða öðrum, sem hafa hann til meðhöndlunar. Ég vil ekki dæma Þórð Möller þeim dómi, að hann skorti alla hæfileika til að meðhöndla drykkjumenn, en ég vona að það rýri ekki manngildi hans út á við, þó ég segi eins og er, eftir ýtar lega athugun, að hæfileikana hef ég alls ekki orðið var við. Ég vil taka það fram, les- andi góður, til að komast hjá öllum misskilningi hjá þér, að þó ég kalli þennan kafla Klepp, er það ekki meiningin að kasta rýrð á það, sem þar er gert eða er lögreglan að gerast af hálfu lækna og hjúkrunarliðs, því þar starfa mörg góð læknaefni og lækn ar við hin erfiðustu aðstæð- ur og fá alls ekki hæfileika sinna notið að fullu, því hús- ið sem spítali er orðið minnst tuttugu árum á eftir tímanum og algjörlega ófull- nægjandi. Kunningi minn einn, er bú inn var að drebka dálítinn tíma, rölti í ölvímu inn á Klepp og baðst sjúkrahúss- vistar, en tók það fram, að af Þórði Möller vildi hann alls engin afskipti hafa (hann hafði komið þarna áð ur), enda væri það varla nauðsynlegt, þar sem Tómas Helgason væri orðinn þarna annar yfirlæknir. Jú, pláss gat hann fengið, en var boðið austur að Gunn arsholti (Akurhóli) til þriggja mánaða dvalar eða afvötnunar, eins og það var nefnt. Hann sagðist alls ekki geta tekið svona stóra á- kvörðun, nema vera búinn að ná einhverju andlegu jafnvægi, sem hann taldi sig ekki hafa eftir dryklíju sína, en þetta væri vel athugandi. Hann var lagður inn, og fékk að liggja einn dag, en var þá kallaður á skrifstof- una og honum sýnt skjal, sem hann átti að skrifa und- ir, er hljóðaði upp á þriggja mánaða dvöl á Gtinnarsholti. Hann baðst undan og bað um lengri umhugsunarfrest, en eftir að búið var að leggja mikið að honum, fékk hann þó fyrir mikla náð frest í tvo tíma. Þá var kom ið aftur til hans. Hann sagði þeim að hann væri hálfrugl- aður í kollinum og of þreytt- ur til að hugsa skýrt, en þó var hugsun hans það skýr, að hann tjáði þeim að fyrst þyrfti hann að ráðfæra sig við konu sína og ganga úr skugga um, hvernig henni reiddi af í fjarveru hans. Honum var sagt að hann yrði að gera þetta í dag, og það strax. Timbraður, svart- sýnn og volaður varð hann að taka ákvörðun. En þar sem svo er ástatt með þenn- an mann, að hann finnur oft á sér fleira en áfengisáhrif, þá fannst honum eitthvað liggja í loftinu enn verra en þótt hann skrifaði undir til að fá á sig frið og gerði það því í algjörri örvinglan. Daginn eftir fékk hann að tala við konu sína og sagði henni í hvaða óefni væri komið. Hún reyndi að hug- hreysta hann með því, að sín afkoma yrði í lagi, en hvort hann vissi það, að af undir- lagi Þórðar Möllers hefði átt að svipta hann sjálfsforræði, ef hann hefði ekki skrifað undir vistina fyrir austan, og að hún hefði ekki einu sinni verið til kvödd. Þá var komin ástæðan fyr ir þessum torkennilegu á- hrifum, er manngarmurinn varð fyrir, þegar verið var að þvinga hann til undir- skriftar. Auðvitað hleypti þetta óréttlæti illu blóði í manninn. En það var sama, hann var búinn að fyrirgera öllum rétti sínum, að hon- um fannst, í næstu þrjá mán uði — og því ekki að reyna þetta, þó svo að svikizt hafi verið aftan að honum. Það er ekki að orðlengja það — austur fór hann. En þegar hann var búinn að vera í viku, lagði hann land undir fót og strauk úr vist- inni, þó svo hann vissi að hann gæti átt það á hættu að vera fluttur með lögreglu valdi þangað aftur, sam- kvæmt samningnum, er hann hafði skrifað undir. Þegar hér var komið, hafði hann ekki haft svefnfrið í tvær nætur út af pillurausi vistmanns nokkurs. Og þarna gat hann komizt í kjmni við allar hliðar fjár- hættuspila, en þetta hvort tveggja var það, sem hann hafði komizt hjá að falla fyrir fram að þessu. Kunni hann ekki við að vera kom- inn á hæli til að losa sig þar, ef hægt væri, við sinn brenni vínskross og fara svo þaðan eftir þrjá mánuði, með tvo nýja krossa á bak og fyrir. Þegar það svo á bættist, að hann var búinn að vera haldinn einhverri slæmsku í maga og læknir hælisins var hinn ómótstæðilegi Þórður Möller, sem maðurinn hafði aldrei heyrt ráðleggja drykkjumanni, hvort sem hann var með magasár eða hauskúpubrot, annað en vita- mín, þá fannst honum skárra að fara niður á Hellu, því þaðan hafði hann séð vist- menn koma góðglaða af brennsluspritti. Já, það er hart til þess að vita, að margir drykkju- menn, sem komið hafa á Bláa Bandið, Gunnarsholt eða önnur þessi drykkjuhæli, skuli innan þeirra stofnana margir hverjir hafa komizt í kynni við eiturlyf í fyrsta skipti. Hvernig má slíkt við- gangast? Og hvað er að gerast á Gunnarsholti (Akurhóli) ? Þarna eru menn, sem marg- ir eru búnir að vera þar oft þessi ár, sem það hefur ver- ið starfrækt. Þeir fara fyrst til þriggja mánaða dvalar, og í bæinn aftur og á fyllirí — drekka þar til öll sund lokast og þá vilja þeir fara austur aftur, þvi þar er svo gott að vera, nóg að bíta og brenna, og vinna þurfa þeir ekki, frekar en þeir vilja sjálfir, og til þess er lítiU vUji hjá oss drykkjumönn- um, sem verðum slíks dek- urs aðnjótandi. Nei, ég fullyrði að sá mað ur, sem ætlar að sleppa heill frá þessum hælum, hafi hánn komizt í snertingu við þau, er heppilegra að hafa bein í nefinu, því innan þéirra er öll sjálfsvirðing og sjálfs- bjargarviðleitni hans drepin niður með þessu fyrirkomu- lagi. Kunningi minn, sem ég sagði frá áðan, hefur unnið síðan og gengið vonum fram ar í baráttu sinni við Bakk- us, sem er barátta við eigið kæruleysi, sem hann hefur tamið sér í seytján ár, og hann hefur ákveðið að láta þetta hælisvistarvolæði sér að varnaði verða. Já, hann ætlar að treysta á mátt sinn og guðs til að yfirstíga þessa linkind sína. Trúin á guð á að vera leið- arljós okkar mannanna, og það er það ljós, sem lýst hefur greinarhöfundi í gegn- um dimmustu og döprustu skuggana í lífi hans. Lögreglan Ekki er hægt að skilja svo við þessar línur, að ekki sé minnzt á þátt lögreglunnar í sambandi við drykkjumenn, sem sýna sig ölvaða á al- mannafæri. Og þá vaknar spurningin: hver er þáttur hennar í Reykjavík, þegar hún kemst í snerting-u við drykkjumann ? Hjá allt of mörgum þeirra því miður, fær villidýrseðli þeirra byr undir báða vængi og þjófur eða jafnvel ódæll morðingi fær ekki jafn svi- virðilega meðferð og drykkjumaður. Nú heldur þú, lesandi góð ur, að nýbyrjaðir hvítvoð- ungar innan lögreglunnar, sem mikið sést af á götum borgarinnar, gangi lengst frarn í sadistaaðferðum stétt ar sinnar. En þó ég geti ekki mælt þeim bót yfirleitt, þá tekur mig þó sárara til þeirra eldri og reyndari, sem ættu að vita betur, en örlar hættulega mikið á nazista- tilhneigingum hjá, komist þeir í tæri við drukkið fólk. Maður, sem var á leið heim til sín og atyrti ekki nokkurn mann, en var góð- glaður, var hirtur upp í lög" reglubílinn. Hann bað um að vera keyrður heim, en því var synjað og hann keyrður

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.