Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI 7 „Auðvitað, Ásbjörn. Ég skal------- „Já, og hvað ég ætlaði nú að segja? Jú, það verður að þvo gardínumar, það vant- ar tölu á svörtu fötin mín, buxurnar verðurðu að pressa og svo eru hálsbindin mín öll kryppluð. Hvað sé ég? Þarna er húsaskúm! Hvar hefurðu augun, Ása? I hnakkanum, eða hvað?“ „Æ, góði Ásbjöm“. „Er búið að stoppa i svörtu sokkana mína?“ „Nei, ekki ennþá“. „Ekki ennþá? Eftir hverju ertu eiginlega að bíða? Held- urðu að það vaxi í götin af. sjálfu sér? Hvað ertu að gera allan liðlangan daginn? Eg þræla á skrifstofunni frá ftiorgni til kvölds, en þú slæp ist, heima og gerir ekkert“- „Ásbjörn, ég hef ekki ver- ið vel frísk síðustu dagana“, svaraði Ása hógværlega. Nú þaut Ásbjörn upp: „Það er alltaf eitthvað að þér. Hvað er það nú í þetta skiptið?“ „Ég veit það ekki“. „Nú, þú veizt það ekki. Þú segir þetta bara til þess að eyðileggja daginn fyrir hrér. Ég er lasinn allan árs- ins hring, en hvenær kvaita ég? Hvenær heyrir þú mig vera að kveina? Minnist ég nokkum tíma á það?“ „Ég er með 39 stiga hita, Ásbjörn". ».% er líka með hita. Ejörutíu stig — fjömtíu og fimm stig. En hvenær hef- Urðu séð mig vera að mæla ftúg? Það er alltaf sama sag an með þetta kvenfólk. Bara af því að það hefur ekkert að gera, þá er það að mæla Slg í tíma og ótíma, svona til tilbreytingar“. „Stilltu þig nú, Ásbjöm. ■^ér batnar vonandi innan skamms“. Og nú gat Ása ekki stillt S1g lengur. Gegn vilja henn- ar byrjuðu tárin að streyma ^iður kinnamar. Þá varð Ás ^irni öllum lokið. »,Þarna kórónaðirðu það allt. Nú hef ég sannarlega fengið nóg af því. Grenjandi Sv°na snemma morguns". Og svo þaut hann upp af stólnum, svo að bollinn valt ^ koll og kaffið rann út ^ hreinan dúkinn. „Ekki ý einu sinni að lesa blað 1 í friði. Húsmóðirin er Veik, húsverkin ganga á afturfótunum, alls staðar Vantar hnappa, sokkamir nnnir eru óstoppaðir svo ^nánuðum skiptir, húsaskúm Verju homi — og seinni Partinn í dag kemur hús- ondi minn í heimsókn. En Sltt vil ég bara láta þig vita, Sa- Ef allt verður ekki í lagi, þegar ég kem heim, þá get ég ekki stillt mig, þótt ég sé allur af vilja gerður“. Svo þrífur hann hattinn, sem Ása hefur burstað af mikilli vandvirkni, stingur matarbögglinum í vasann og stmnzar út um dyrnar án þess að kveðja. Nú skulum við vona, Ás- bjarnar vegna, að Ásu batni hið fyrsta. Því þannig er nú mál með vexti, þótt einkenni legt megi virðast, að þessi rosti i Ásbirni á sér ekki djúpar rætur. í rauninni er hann hrifinn af Ásu, já yfir sig hrifinn. Meinið er bara það, að hann heyrir ekki í sjálfum sér, þegar hann læt- ur svona. Hvern þann, sem hagar sér líkt og þegar hef- ur verið lýst gagnvart konu sinni, má með sanni kalla dóna, en Ásbjörn vill alls ekki vera skoðaður sem slík- ur. Nei, hann vill vera álit- inn séntilmaður. Hann Ás- björn, sem er annars fjári hygginn náungi, rennir ekki gmn í, að hann, á sama hátt og flestir karlmenn, æpir og hamast af hreinni vanmátt- arkennd. Dagarnir líða. Ásu er bötnuð inflúenzan og lifir nú sínu venjulega hversdagslífi. Ásbjöm er nú ekki svo gal- inn. Hann er stór og sterk- ur, getur teygt gormana faðmlengd, þegar hann æf- ir kraftána, er sannkallaður íþróttamaður. En ef hann finnur til í litlu tánni eða sker sig við raksturinn og getur ekki stöðvað blóðrás- ina, eða ef hann hefur kvef ... Já, kvef. — Dag nokk- urn fékk veslingurinn kvef. Hann var skelfingu lostinn, fölur í andliti og niðurbeygð- ur. „Ása, Ása!“ hrópaði hann, og í þetta skiptið var það nákvæmlega í tuttugasta og fimmta skiptið. „Já, elskan mín“, svarar Ása og kemur þjótandi inn til hans eins og hvirfilvind- ur. „Já, Ásbjöm. Hvað amar að?“ „Hvað amar að? Hvers vegna læturðu mig liggja hérna aleinan allan daginn? Ég er veikur. Hvað ertu eig- inlega að gera?“ „Ég verð að elda matinn, þvo gardínurnar, stoppa í sokka; svo kom ég rétt áð- an auga á hússkúm í stof- unni“. „Stoppa í sokka, elda mat, þurrka af — þarna ertu lif- andi komin. Þetta og því líkt er það, sem þú hefur áhuga á, og af þessum sök- um læturðu mig liggja héma aleinan, fárveikan". „Ertu ekkert skárri?“ LÁKÉTT 1. nötra, 5. japla, 10. öngla, 11. hreyft, 13. leyfist, 14. stunga, 16. endaði, 17. samst., 19. óhreinka, 21- smábýli, 22. lægð, 23. þora, 26. þræla, 27. tegund, 28- berklaveiki (þf.), 30. útskúf- aði, 31. kaka, 32. hryggð, 33. belti, 34. verkfæri (þf.), 35. „Skárri, ég? — Guð minn góður, ég skárri! Ég, sem varla get andað. Líttu á nef- ið á mér, allt stokkbólgið. Ég er meiri ólánsfuglinn. Alltaf er það ég, sem er veikur. Þú mátt prísa þig sæla, Ása, þú ert svo hraust. Aldrei verður þér misdægurt“. Og svo byrjaði hann að hixta. Hann hélt niðri í sér andanum, dauðskelkaður. „Heyrirðu, Ása? — Hikk. Nú er öllu lokið. Þú veizt ekki — hikk — hikk, hvað þetta þýðir. Langafi minn — hikk — dó úr hixta. Hann hixtaði svo að það heyrðist um allt hverfið. Ég er — hikk — dauðans matur. Þetta er arfgengt". „Ásbjörn, að þú skulir geta sagt þvilíka vitleysu!“ „Þetta kallar þú vitleysu. Þú ert tilfinningalaus — með steinhjarta. Þú — hikk — getur svo sem talað — ekki liggur þú fyrir dauðanum“. Ása veit um gott meðal við hixta. Hún nær í syk- urmola og gefur Ásbimi hann með glasi af vatni. Það dugar. Ásbjörn hættir að hixta. „Nú er þetta hætt, en það er ekki góðs viti. Hixtinn fer út í blóðið eða upp í heilann. Já, nú er ég kominn með höfuðverk og verk um allan líkamann. Auðvitað, eink.bókst. 16. elskan, 38- snuðra, 40. tónn, 41. reykja, 43. hlutaðeigandann, 45. skolla, 47. daunn, 48. fata, 49. leiðslan, 50. renna, 51. tónn, 53. Fahrenheit, 54. ókunnur, 55. stækka, 57. vonda, 60. forsetning, 61. gæfa, 63. sárar, 65. tyggja, 66. brúnin. þarna kemur það — ég er með hita“. Ása leggur hendina á enni hans með móðurlegri um- hyggju og segir: „Nei, Ásbjörn, þú ert ekki með hita. Um það er ég al- veg viss“. „Það eitt er víst, að ég er dauðveikur. Sæktu hita- mælinn og mældu mig“. Ása kemur með hitamæl- inn og fimm mínútur líða. Skjálfandi af ótta lítur hann á mælinn. „Þarna sérðu, ég vissi það. Þú með þína eilífu hugg un. Líttu á — 37,3, og það kallar þú ekki hita. Ég vissi, það alltaf. Þetta er ekkert vanalegt kvef. Það er'lungna bólga. Ása, flýttu þér að ná í lækninn, áður en það er um seinan". Ása þaut út. Hún gaf sér ekki einu sinni tíma til að setja á sig hattinn. Þegar hún kom aftur með lækn- inn, fann hún sinn heittelsk- aða eiginmann í rúminu í bezta skapi, þar sem hann var að spila bridge við þrjá vini sína, sem koipið höfðu í heimsókn. Læknirinn gat fullvissað hann um, að hann væri á batavegi. Já, við karlmennirnir. Við enim nú einu sinni fæddir hetjur. Stórir og einfaldir, en hetjur. LÓÐRÉTT: 1. titill, 2. sel, 3. vagn- stjóra, 4. rekkjuvoð, 5. tala, 6. flýti, 7. yndi, 8. óþétt, 9. agnir, 10. glaðar, 12. þrýsta, 13. mylur, 15. fugla, 16. ló, 18. vísa, 20. tómt, 21. mögl, 23. fyrirhugaðs, 24. veini, 25. kornaima, 26. umferðar- merki, 28. hreykja, 29. fugl- inn, 35. halinn, 36. bein, 37. hljóðfæri, 38. mylsna, 39. ójafna, 40. ríkt, 42. náða, 44. flatmagaði, 46. fylgdarlaus- ar, 49. óp, 51. sprænu, 52- svif, 55. skel, 56. skemmd, 58. tónverk, 59. gremja, 62- forsetning, 54. útt., 66. tónn. L A U S N á síðustu krossgátu. LÁRÉTT: 1. kræfa, 5. halli, 10. krota, 11. gjáin, 13. rá, 14. kugg, 16. snót, 17. af, 19. ill, 21. afi, 22. skil, 23. fleki, 26. ofar, 27. sat, 28. sálgaði, 30. ara, 31. summa, 32. ruður, 33. á á, 34. LR, 35. K, 36. kaðla, 38. leigt, 40. S, 41. ali, 43. auðlegð, 45. akk, 47. senn, 48. gamma 49. skor, 50. sin, 51. I, 52. e, 53. afi, 54. ið, 55. óðal, 57. arfi, 60. að, 61. angir, 63. innar, 65. annir, 66. stand. LÓÐRÉTT: 1. kr., 2. rok, 3. ætur, 4. fag, 5. H, 6. agn, 7. ljón, 8. lát, 9. II, 10. hálka, 12. nafar, 13. rissa, 15. gylla, 16. sekar, 18. firar, 20. lits, 21. afar, 23. fámálug, 24. eg, 25. iðulega, 26. 0, 28. smáða, 29. iðrið, 35. kassi, 36. kinn, 37. aðall, 38. lemja, 39. taka, 40. skrið, 42. leiða, 44. lm, 46. kofar, 49. S, 51. iðin, 52. efna, 55. ógn, 56. ari, 58. rit, 59. inn, 62. Na, 64. A. D.,

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.