Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 06.08.1965, Blaðsíða 5
NY VIKI) TlÐINDI 5 Grundvöllur fyrír íslenzkri heild- sölu í USA segir Kristján í Ultíma. Hinn 9. desember s. 1. var stofnað í New York fyrir- tæki undir nafninu Ieecrafts. Fór ekki á milli mála, að mikið stóð nú til. Allar helztu málpípur frjálsrar verzlunar á íslandi kepptust um að dásama hið nýja fyr- irtæki og þær miklu hagn- aðarvonir, sem við það væru bundnar. Síðan var allt sett í gang. Húsnæði innréttað í Þriðju götu og ekkert til sparað, og hin nýju, glæstu húsakynni fyllt af íslenzkum iðnaði. — Skyldi nú sýna það í eitt skipti fyrir öll á alþjóðavett vangi, hverja yfirburði ís- lenzkur iðnaður hefði fram yfir framleiðslu annarra Þjóða. Eins og vænta mátti, fór fyrirtækið á hliðina eftir hálfs árs rekstur með stór- tapi, en sagt er að fulltrúi lánardrottnanna í New York hafi tekið við rekstrinum, ef vera kynni að hægt væri að hafa eitthvað upp í skuld- i irnar. Það 'er sízt ástæða til að i amast yfir því, þótt reynt sé að leita eftir mörkuðum | fyrir íslenzka iðnaðarvöru er | lendis og bæri jafnvel að lofa slíkt framtak, ef þessi framleiðsla stæði þó ekki væri nema jafnfætis því sem gerist erlendis. Þá verður það einnig að teljast einkamál manna, sem eiga eitthvað í buddunni, hvort þeir eru þess fýsandi að leggja þá í vafasamt fyr- irtæki eða ekki. En nú hefur bara brugðið svo við, að gamla neyðaróp- ið er komið. Fyrirtækið hefur sent fréttatilkynningu til ýmsra blaða og útvarps til þess að skýra út, hvers vegna svona hafi tekizt til, en í henni segir orðrétt: „Er nú fyrir miklu að verzlunin hljóti þá samvinnu og aðstoð héðan að heiman, sem nauðsynleg er til þess að þessi viðleitni til eflingar íslenzku atvinnu- lífi geti borið árangur". Það á sem sagt að ttota gamla íslenzka ráðið, að láta ríkið blæða ef illa gengur, og er á fréttatilkynningunni að skilja, að ríkisstjórnin hafi tekið vel í það að láta nokkurt fé af hendi rakna til þess ágæta fyrirtækis, en þar segir orðrétt: „Leitað hefur verið eftir nokkurri fjárhagsaðstoð frá ríkis- stjórninni til stuðnings þess- ari markaðsleit og hafa feng izt góðar undirtektir .. 1 viðtali við Kristján í IJltíma í útvarpinu eigi alls fyrir löngu kom það fram, að hann teldi meiri mögu- leika fyrir íslenzka heildsölu en smásölu í New York. Þetta kemur nokkuð flatt upp á þá, sem hugleitt hafa kaupgetu og fjölda Ameríku manna, að ekki sé talað um einhæfingu í framleiðslu þar vestra, sem stuðlar að lágu vöruverði. Hvernig eiga íslendingar að keppa á þeim vígstöðv- um? Annað, sem kom mjög flatt upp á útvarpshlustend- ; ur, var það, hve góð reynsla hafi fengizt af hinum ýmsu vörutegundum, sem þama j fengust. Kristján sagði, að góðir markaðsmöguleikar væru fyrir skinna og ullar- j vörur ýmiss konar, vefnað, keramik og vissar tegundir húsgagna. Það væri fróðlegt að fá að vita í <eitt skipti fyiir öll (að minnsta kosti áður en hinn almenni íslenzkri borgari fer að borga með þessu ágæta fyrirtæki), hvað það var í verzluninni, sem seldist og hvað ekki. í Síðumúlafangelsið. Maður- inn, sem er löghlýðinn borg- ari í vemnni, sá að ekki Þýddi að mögla og sofnaði brátt, er inn var komið. Þegar hann vaknaði aftur, þurfti hann að kasta af sér vatni, og bankaði lengi ár- nngurslaust á hurðina, því bjöllur eru teknar úr sam- bandi, svo ónæði hljótist ekki af þeim fyrir fangaverði. En þar sem honum var nú synj- að um þessar þarfir sínar °g einnig vatn, varð hann að létta af sér á gólfið í fangaklefanum. En þar með var ekki all- hr vandinn leystur, þvi þorst htn gerðist nú ásæknari, svo að hann hélt áfram að berja eftir vatni. Loks kom gamal- reyndur lögregluþjónn, á- samt fangaverði, sem hann var á vakt með. En í stað vatns komu þeir með fóta- Jarn; og þama var fanginn járnaður fastur við bekkinn, Svo að hann næði ekki að hurðinni til að gera þessum háu herrum laga og valds ónæði. En feill kom fram í htreikningnum, sem von var, Hósmóðir... (Eramh. af bls. 8) beyma mætti humar, rækjur fnystan fisk. Til dæmis er einkennilegt að engum fiskkaupmanni skuli hafa dottið í hug að nota fisk- skæri til að klippa uppana af nýrri ýsu, skera hana niður og hreinsa og vikta í plastpoka með verðmiða á. Það eru margar húsmæður, sem vinna úti og þurfa að vera fljótar matreiða ofan í húsbónda sinn þegar heim er komið eftir erfiðan vinnu- dag. Þeir eru margir, sem vilja borga aðeins meira fyr ir fiskinn, að fá hann til- búinn beint á pönnuna eða í pottin. Og fleiri vilja losna við að þurfa að fylla ruslafötmia af gömlum dagblöðum, sem hnú svo oft er, því miður. Geysir.. (Framhald af bls. 1) ingu við hið tignarlega gos, sem þeir áttu von á. Enginn getur að því gert, þótt Geysir sé hættur að gjósa og sjálfsagt ekki á valdi mannlegs máttar að breyta því, þótt að vísu hafi verið í hitt eð fyrra sumar borað ofan í Strokk með þeim afleiðingum, að hann fór að gjósa. fráleitt er að gera slíkt við Geysi, enda er hann býsna fallegur þar sem hann liggur í þögn sinni. Hitt er svo annað mál, að það er fráleitt athæfi að ljúga útlenda ferðamenn fulla um náttúruundur Is- lands, áður en þeir koma hingað, og þurfa svo að standa eins og fífl framan í . fólki, sem fengið hefur rangar upplýsingar. Island hefur upp á nóg að bjóða, hvað fegurð og furðu verk áhrærir, þótt ekki sé verið að tromma upp með myndir af fyrirbæmm, sem ekki eru til. Slík framkoma er sízt til þess fallin að auka ferða- mannastrauminn hingað, heldur líkleg til að valda annað hvort gremju eða að- hlátri. - - Fróðleikskorn > og furðufregnir Hrakfallabálkar ; Maður að nafni Wiiliam Lumsden, er átti heima ; í bænum Roslyn í Washington-fylki í Bandaríkjun- : um, missti vinstri handlegginn í dráttarvélarslysi ! hinn 6. júlí 1930. William þessi var hinn fjórði í : beinan karllegg, sem varð fyrir þvi slysi að missa : vinstri handlegginn. Langafi hans, afi og faðir höfðu ; allir misst vinstri handlegginn þegar þeir voru á svip- ; uðum aldri og hann. IJr töfraheimi talnanna Heimur talnanna er vissulega töfraheimur út af fyrir sig, og þeir eru margir, sem hafa ánægju af að virða fyrir sér og fást við dularfullar tölur. Tökum til dæmis töluna 37. Ef við margföldum hana með tölum, sem hækka um 3 hverju sinni, þá verða útkomurnar þessar: 3 x 37 6 x 37 9 x 37 12 x 37 15 x 37 18 x 37 21 x 37 24 x 37 27 x 37 111 222 333 444 555 666 777 888 999 * I ! t V ❖ I * LesiS tímaritið S J 0 N og SAGA . ntgefandl TILKYNNING * frá Loftskeytaskólanum. ★ ★ * Loftskeytanámskeið hefst um miðjan september ★ 1965. í Umsóknir, ásamt prófskirteini miðskólaprófs eða * annars hliðstæðs prófs og sundskírteini sendist ★ póst- og símamálastjórninni fyrir 29. ágúst næst- ★ komandi. ★ Inntökupróf verða væntanlega haldin dagana 7.—9- * september 1965. í Prófað verður í ensku og reikningi, þar á meðal * bókstafareikningi. * Nánari upplýsingar í síma 110 00 í Reykjavík. ★ j Póst- og símamálastjómin. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ t ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ V :-*e-tc-t(-t(-tt-t(-t(-tc-t(-tc-tf-tt-t(-tc-t<-tc-t(-tc-tc-k-t(-t<-k-tc-t(-t<-tt-K-K-tc-K-K-t<-tc-K-tc-t(-K-K-tf-t:-t:-k-K-K-lf-tfí

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.