Ný vikutíðindi - 14.04.1967, Blaðsíða 1
KflTf WD QSQJI
Sjónvarps-
dagskrá
ásamt upplýsingum um
efni einstakra liða.
Föstudagurinn 14. apríl 1987 — 14. tbl., 8. árg. Verð 12,00 krónur.
(Siá bls. 5).
Griskir dólgar í Rvík
Í&B3Í
Saga konu, er leigði þeim íbúð - Leyfisf erlendum at-
vinnuleysingjum að dvelja hér og hrekkja auðtrúa fólk?
Nýlega birtxun við grein
eftir leigubílstjóra um suður-
landabúa, sem liann hafði
haft kyimi af í starfi. Veitt-
ist liann einkum að aröbum
°g bar þeim og samskiptum
þeirra við íslenzkar unglings
stúlkur ófí'igra sögu. Þó
auinu þeir síður en svo allir
sem hér dvelja, vera með
sama markinu brenndir, því
i'inan um eru prýðismenn.
Það fara hins vegar enn-
þá ljótari sögur af sumum
Grikkjamia, sem hér dvelja.
Höfum við heyrt að þeir hafi
núkið af „dóbi“ á boðstólum,
Sem þeir gefi stúlkum, eða
jafnvel giftum konum, í
fyrstu, en selji þeim síðan
meðan þær liafi fé til að
greiða það og loks, þegar pen
ingar stúlknanna eru, búnir,
þá hafi þeir önnur ráð til að
fá aiuhirði eitursins greitt.
Grein þessi á þó hvorlii ajð
fjalla um arab'ska ofbeldis-
'nenn né gríska eiturlyf ja-
sala, heldur viðskipti konu
nokkurrar, íbúðareiganda,
við Grikkja einn, sem bjó
hér með sænskri konu.
Saga hennar í stuttu máli
er á þessa leið (nöfnum er
breytt):
Hinn 1. júlí 1966 tóku
hjónin Víveka og Konstant-
ín á leigu þriggja herbergja
íbúð, sem ég á, ásamt hús-
gögnum og síma, fyrir 6000
krónur á mánuði án ljóss og
hita. Símaafndt áttu þau
sjálf að borga.
Ég vil taka það fram, að
Víveka var með meðmæh frá
heildsala hér • í bænum, sem
hún starfaði hjá sem einka-
ritari, og Konstantín kvaðst
hafa imnið hjá opinberri
stofnun í Reykjavík og hafa
loforð fyrir annarri betri at-
vinnu.
Kvöldið. sem þau fluttu
inn, kváðust þatu ekki hafa
Framhald á bls. 4
Kára þáttur spekúlants
Ekld talinn af baki dottinn
Káíi Helgason, fjármála-
maður, hefur að vonimi verið
mjög milli tannanna á al-
menningi að undanföniu og
er það ekki í fyrsta slápti á
ndanförnum árum að þessi
umsvifamildi kaupsýslumað-
ur veliur á sér nokkra at-
hygli.
Fyrir nokkrum árum vissu
fáir að Kári þessi væri til,
enda mun hann hafa haft
hægt um sig, þar til hann
dúkkaði upp með miklum
bravúr og keypti fyrir sórfé
bezta bókasafn landsins í
einkaeign, bókasafn Þor-
steins heitins Dala-sýslu-
maniis.
Menn litu hver á annan og
Þetta er mynd af
bítlahljómsveitinni
„The Monkees“, sem
birtist nýlega í
„Nýjustu danslaga-
textunum“. í heftinu
birtist einnig textinn
við hið vinsæla dans-
lag „I‘m a Believer“
sem þeir fluttu á
hljómplötu og gerðu
frægt.
spurðu með nokkurri forundr
an, hver hann væri nú þessi.
Þótti mönnum það fréttnæm
ast, a’ð þetta væri trúmað-
ur góður og einn af framá-
mönnum í sértrúarflokki
nokkrum hér í bæ. Raunar
átti maðurinn eftir að koma
við sögu íslenzku kirkjunnar
á hinn furðulegasta hátt, en
sem kunnugt er seldi hann
Skálholtssjóði bókasafn Þor-
steins sýslumanns fyrir hálfa
þriðju milljón, þegar það
hafði verið í hans eigu í u.þ.
b. tvö ár. (Ekki sakar að
geta þess, að bókasafn þetta
liggur nú guði til dýrðar í
smjörlíkiskössum, læst uppi
á hanabjálka í Skálholts-
kirkjunni.).
Og nú var þessi bjarta
halastjarna á himni ísienzkra
f jármála sannarlega komin á
braut. Hvert fjármálaæfiníýr
ið rak annað, húsabrask,
bílaleiga og sitthváð fleira,
sem gaf það ótvírætt til
kynna, að þarna væri sann-
ur íslenzkur athafnamaður á
ferðinni, enda var þe-ss ekki
langt að báða að guðinn
Mammon snéri baki við heit-
trúarmanninum Kára og það
Framhald á bls 1
immmiimi
OALDARFLOKKAR!
Enginn efast víst um það,
hver álirif sjónvarpið hafi á
yngstu kynslóðina. Mikið af
gamanefninu, sem ameríska
sjónvarpið flytur olikur, eru
kúrekamyndir, en meðal
yngri kynslóðarinnar hafa
allar myndir í þessum flokki
samheitið kábojræpa og
gera gríðarlega lukku.
í bænum eru sem óðast
að risa upp óaldarflokkar
imglinga og vaða þeir um
borgina í ógurlegum víga-
hug, heitnir eftir þeim kúr-
eka og giæpahetjum, sem
þeim þykja hvað tilkomu-
mestar.
I Fyrir noikkrum árum,
'þegar ekki var hægt að fá
fordæmin úr sjónvarpinu,
varð að fara í bíó til að
verða sér úti um verðuga
hetju og urðu þá óaldarflokk
ar unglinga stundum tals-
vert öflugir. Muna menn
i jafnvel enn eftir „Sönnum
vesturbæingum“ og „Tígris-
klónni“.
Nú heita flokkarnir
„Svarta svipan“ , ,,Hvassa
Framhald á bls. 5