Ný vikutíðindi - 14.04.1967, Blaðsíða 4
•i
NY VIKUTlÐINDI
GKÍSKIR DÖLGAR —
Framhald af bls. 1
iiandbæra peninga fyrir mán
aðarleiguimi, !því nú væru
bankamir lokaðir. iÉg lét það
gott 'heita. Þegar vika hafði
liðið, án þess að hjónin létu
til sín heyra, byrjaði rukkun-
aramstur mitt, en leigu fyrir
fyrsta mánuðinn fékk ég þó
eftir hálfan annan mánuð.
LÉg var sjáif upptekin í erf
iðri vinnu, svo að ég dró á
ianginn að gera ráðstafanir
til að koma skötuhjúunum
út, en tnúði loforðum þeirra
og lygum um greiðslur. Eina
skiptið, sem þau borguðu á
réttum tíma, var 1. nóvem-
ber.
Hinn 10. desember fór Vív-
eka til Svíþjóðar, en áður
hafði ég fengið heimilisfang
hsnnar þar, vegna ógreiddra
siímareikninga til Svíþjóðar,
o g féfck ég það — en bara
falsað; það get ég sannað.
Seinna frétti ég að hún hefði
verið rekin úr vinnunni.
Þann sama dag gerði ég
harða hríð að Konstantín.
Lét ég lesa af hita- og raf-
magnsmælum og reyndist
sknldin þá vera 2.400 krónur.
Sagði ég þá Grikkjanum upp
húsnæðinu í votta viðurvist.
Sýndi hann mér þá faktúrur
fyrir vörum, sem hann ætti
í vörugeymsluhúsi hér á
hafnarbakkanum og að hann
ætti von á peningum frá föð-
ur sínum til að leysa þær út.
Væri hér um 100 þús. kr.
kapítal a)ð ræða og skyldi
hann óðara borga allar skuld
ir, þegar hann hefði komið
viðskiptunum í kring.
I september varð ég vör
við að þriðji maðurinn var
farinn að halda til í íbúðinni
að mér forspurðri. Kvað Kon
stantán það vera frænda sinn.
A.uk þess sagðist hann hafa
borgað 25 þús. kr. fyrir heild
söluleyfi hér, en seinna, þeg-
ar ég leitaði mér upplýsinga
um það, reyndist það lýgi
eins og allt annað, sem þessi
maður sagði.
Eftir þessar fortölur og
lygar fellst ég á að iþeir
mættu vera til 20. desember,
en þá sögðust þeir myndu
greiða skuldirnar.
Grikkimir voru nú orðnir
þdr frá því í nóvember. Þeg-
ar ég gefck eftir greiðslu 20.
desember, kvaðst Konstantín
eiga von á 25 þús. kr. frá
Víveku. Eg hafði þá þau orð
að ég myndi efcki láta bera
þá út yfir jólin, sem þeir
notuðu, því nú bættust í íbúð
ina hjón utan af landi. Hef
ég sterkan grun um að þau
o'g hinir gestimir tveir hafi
borgað Konstantín húsaleigu,
(bótt ég væri aíldrei beðin
leyfis um dvöl þessa fólks.
Þann 2. janúar fór ég enn
á stúf ana og nú var mér sagt
að skeyti hefði borist frá Viv
eku um að peningamir væru
á leiðinni. Undirritaði Kon-
stantin þá viðurkenningu um
að skulda mér 12 þús. kr. í
húsaleigu ásamt rafmagni,
hita og símareikningum.
Bjóst ég nú við, að ég þyrfti
ekki annað en kref jast þess
að hann yrði kyrrsettur í
landinu, þar til hann hefði
greitt skuld sína.
Til þess að gera langa
sögu stutta um göngur mín-
ar milli opinberra aðila, get
ég sagt að þær reyndust all-
ar árangurslausar.
Um miðjan janúar reyndi
ég lögtak, en án árangurs.
Sagði ég þá Konstantín að
hann yrði borinn út án tafar,
ef hann færi ekki með góðu,
sem hann kvaðst skyldi gera
en að hann yrði að fá 2—3
daga til að pakka niður (það
hefðu þeir þó getað á hálf
tíma).
Seinna/ sama dag kemur
hann til mín, segir að þeir
Grikkimir séu búnir að fá
vinnu og grátbiður mig um
að lofa þeim að vera áfram;
þeir skuli borga 4 þúsund á
viku þar til upp sé greitt.
Félilst ég á það, enda taldi
ég vonlaust að ég fengi nokk
uð borgað, ef ég léti bera
þá út.
Vikan leið og ekki kemur
greiðslan þann föstudag. Seg
ir Konstantín mér þá að ekki
sé greitt kaup hjá fyrirtæk-
inu, sem hann nafngreindi,
fyrr en að tveim vikum liðn-
um. Ég leitaði upplýsinga
hjá fyrirtækinu og kom þá í
ljós, að þeir höfðu mmið
þrjú fcvöld í vikunni og áttu
að byrja aftur á mánudags-
morgun. Ég lét mig því enn.
Aðfaranótt mánudagsins
komu þeir heim klukkan
þrjú, og þá með stúlkur.
Mættu þeir auðvitað ekki í
.vinnunni morguninn eftir og
ekki .heldur á þriðjudag og
var mér þá sagt hjá fyrir-
tækinu, að þeir yrðu ekki
tefcnir aftur.
Á miðvikudag sagði ég að
þeir skyldu nú fara með
góðu eins og þeir hefðu lof-
að, en Konstantín neitaði
því; sér yrði fyrst að berast
bréf frá fógetanum.
Tvisvar fengu þeir tilkynn
ingu frá fógetanum og loks
var lögreglan send á þá.
Gátu iþeir þá enn logið sér út
5 daga frest. Að lofcum voru
þeir bornir út 15. febrúar
1967.
Skuldin var þá orðin:
Þriggja mánaða
húsaleiga 18.000.00
Símaskuld 6.633,80
Hiti og rafmagn 3.970.47
Samtals kr. 28.604.27
íbúðin leit út eins og þar
hefðu búið skepnur en ekki
menn. Varð ég að láta mála
hana hátt og lágt, skipta um
klósettskál, gólfteppin voru
nær ónýt og öll húsgögnin
meira og minna skemmd, m.
a. var íssfcápurinn brotimi.
Ég vil einnig geta þess að
allan tomann, sem Grikkirnir
voru hér, varð óg ekfci vör
við aJð þeir stunduðu vimiu.
Hins vegar vissi ég að þeir
voru vanir að fara út á kvöld
in, klukkan þetta 9 til 11, en
koma ekki heim fyrr en 2
til 5 á nóttunni.
Ég sagði útlendingaeftirlit
inu frá þessum háttum þeirra
strax í nóvember.
Konstantín villti á sér
heimildir og taldi sig vera
með heildverzlun. Vann hann
sér þannig tiltrú ýmsra, m.a.
veit ég að hann Sveik út úr
kaupmanni nokkrum 5000
krónur. Fleiri slífc dæmi veit
ég um.
Mér er tjáð að það, sem
þessir menn raunverulega
stunda, sé fjárhættuspil og
reyni að selja sig jafnt kon-
um sem körlrnn, þótt ég geti
að vísu ekki sannað það, en
veit þó um einn, sem segist
geta borið þess vitni.
KÁRA ÞÁTTUR
Framliald af bls. 1.
svo snúðugt að hinn síðar-
nefndi hringdi heim frá Síka
gó og sagðist vera kominn á
hausinn — og samkvæmt þvi
var bílaleigal hans tekin til
gjaldþrotaskipta að eigin
ósk.
Það næsta, sem vakti at-
hygli á Kára, var sérstakt
grínnúmer, sem sett var á
syið í Biskupsskrifstofunni,
þegar nokkrir þekktir fjár-
málamenn komu saman þar
í höfuðstöðvum föður, sonar
og heilags anda og tóku að
bítast um aurana, sem Kári
átti hjá aðalfulltrúa guðs al-
máttugs á Islandi, biskupn-
um yfir Islandi.
Varð þessi skrípaleikur á
biskupsskrifstofunni lands-
mönnum kærkomið aðhláturs
efni, enda langt síðan Is-
lendingar fóru að álíta að
kirkjan gegndi þó einhverju
hlutverki, ef hægt væri að
hafa af þeirri stofnun nokk-
urt stundargaman.
Og það síðasta, sem frétt-
ist af margnefndum Kára,
var svo það, að hann lokaði
borgarfógetann inni með
þeim orðum, að hann væri
blindfúllur að bjóða upp eig-
ur sínar — og gaf raunar yf-
irlýsingu í blöðin þess efnis.
Borgarfógeti svaraði um
hæl og hirti ekki um að bera
af sér fylliríið, en sýndi fram
á það, að Kári hefði fengið
sama servis hjá embættinu
og aðrir fallítt fjármálamenn
—og er trúlegt að þetta mál
sé úr sögunni.
Hins vegar ætti það nú að
vera orðið deginum ljósara
að umræddur Kári sé gjald-
þrota og mun það enda al-
mennt álitið.
En nú skeður það, að gróu
sögur ganga fjöllunum
hærra um Kára og f jármála-
sviftingar hans, eftir að
hann átti samkvæmt formúl
unni að vera eignalaus. Nán-
'ustu ættingjar hans hafa
gert tilboð í húseignir bæði
fyrir austan og vestan læk
og flokkur iðnaðarmanna
undir hans stjóm stendur í
ströngu að flifcka upp á
gamlar (húse’jgnir og koma
þeim í söluihæft ástand.
Og nú bíða allir í ofvæni
eftir iþví að fá nánari vit-
neskju um það, hvort Kári sé
f jáður eða fallítt.
**♦ ♦*♦ »*♦ **♦ **♦♦
JÖRGENSEN —
Framhald af bls. 8.
að fjármál sín væru öll í
stakásta lagi og að sögusagn
ir, sem hnigu í aðra átt, væru
rógur einn og illmælgi þekk-
ingarsnauðra og öfundsjúkra
manna, sem ekki væru sam-
keppnisfærir.
KÆRAN.
Þegar svo einn af aðalrík-
isbönkum, sá bankinn, sem
hefir þýðingarmestu þjón-
ustu við útveg og fiskvinnslu
ásamt með útflutningsverzl-
uninni innan sinna vébanda,
kærði vanskil Friðrifcs Jörg-
ensens og margháttuð biot,
sem líkleg voru til þess að
baka bankanum og öðrum
lánastofnunum þjóðarinnar.
stórfelld töp og fjárihagsaf-
hroð, þá var kærunni lengi
vel nánast svarað, eða svo
virtist sem kæran væri ekki
virt afgreiðslu, en önnur
mál, smáhnupl og þessháttar,
virtist sitja í fyrirrúmi.
Svo, eftir að Friðrik Jörg-
ensen hafði haft mánaða
fresti til að hagræða bók-
haldsgögnum sínum að eigin
vild, þá fóru fram að þvi er
virðist einhvers konar mála-
myndaréttanhöld og því næst
öllu sópað í nýjar endurskoð-
anir og Friðrik látin valsa um
hnakkakerbur og halda áfram
starfsemi sinni.
LYKLAVÖLDIN.
Fyrri félagar Friðriks
Jörgensens í Vestmannaeyj-
um, þeir sem upphaflega
höfðu verið eins konar móð-
urskip atvinnureksturs Frið-
riks, fengu í friði að hagræða
sínum málum og velja sér
það af eignum Friðriks Jörg-
ensens, sem þeim hentaði,
þar á meðal er talið að þeir
hafi leyst úr höndum Frið-
riks hlutabréf hans í fyrir-
tækjum sínum 1 Vestmanna-
eyjum. Og bankarnir virðast
hafa haldið áfram að moka
fé í allan þennan atvinnu-
rekstur eftir því sem með
hefir þurft.
I sambandi við bæjarstjóm
arkosningarnar á s.l. vori, þá
varpaði Gísli Gíslason, vara-
bankaráðsmaður Útvegs-
bankans, fram þeirri spurn-
ingu í kosningabaráttunni í
framboðsræðu sinni í Vest-
mannaeyjum, hvar andstæð-
ingar Jörgensens, félaga
Gisla, ætluðu að fá peninga
ef þeir næðu völdum í Vest-
mannaeyjum. Fór það ekki á
milli mála að Gísli var þai-na
að hóta með bankalegu pen-
ingavaldi, þar sem hann taldi
sig og Jörgensena sína hafa
lyklavöldin.
Nýlega var frá því sagt í
fréttum blaða og útvarps, að
umkomulítill rithöfundur,
sem hafði fyrir rúmu ári
dregið sér rúma milljón af
aimarra fé og þá verið sett-
iu’ í gæzluvarðhald, meðan á
rannsókn málsins stóð, hafi
verið dæmdur í tveggja ára
fangelsi.
KOKHREYSTI.
Á sama tíma er það haft í
hámælum, að salta eigi öll
mál Friðriks Jörgensens og
hinna skattlausu samstarfs-
manna hans og félaga fram
yfir alþingiskosningar, en að
hann muni reka útflutnings-
verzlun sína og aðra starf-
semi með miklum krafti í
skjóíí stjómarvalda og opin-
berra aðila. — Ekki hefir
maðurinn verið gerður gjald-
þrota, sem þó er skyldugt ef
maðurinn á ekki fyrir skidd-
um, eins og í almæli er, en
að væntanlega muni fésterkir
aðilar rétta við f járhag hans
áður en yfir lýlcur.
Talið er að stjómin álíti
sig ekfci haf a bolmagn til
þess að glíma við fleiri f jár-
svika- og uppivöðslumál en
þegar eru komin í gang og að
nöfn, sem ekki þola mikla
bletti, kunni að flækjast inn
í mál Friðriks JörgensenS,
verði þvi framhaldið.
En á hinn bóginn mun
Friðrifc búinn að endurheimta
kokhreysti sína og hafi bara
í hótunum við hvem sem
er á móti honum.
x+y.'