Ný vikutíðindi - 14.04.1967, Page 7
NY VIKUTlÐINDI
T
lega hvar við hittumst. Mér er ómögulegt að muna
'það.“
Dragna er kominn yfir sextugt, en samt sem áður
er hann ennþá einn harðsvírasti bófi Bandaríkjanna.
Hann var ófeiminn við að svara spurningum nefndar-
innar út úr, allan morguninn. Hann 'hélt því fram, að
hann hefði verið í lögmætum innflutningsviðskiptum
Ura skeið, játaði að hafa átt hlut á skemmtibátnum. Mal-
Falcolm, þar sem umfangsmikið sþiiavíti var rekið, og
sagðist eiga hlut í innflutnings- og útflutningsfyrir-
tæki, sem verzlaði með banana í Suður-Ameríku.
Dragna var ekkert hrifinn af því að tala um leyni-
vinsölu sína á bannárunum og ekki var hann sérlega
málugur um framlög sín til styrktar pólitískum flokk-
um. Halley spurði hann að því, hvort hann hefði
nokkru sinni lagt fram fé til styrktar stjórnmálabar-
áttu. Dragna svaraði því stuttaralega: „Sennilega".
En hann gat ómögulega munað, hver hefði fengið
þá peninga, ,,af því að það er svo langt síðan,“ sagði
hann.
Dragna er sá maður í Kalifomíu, sem aimennt er
talinn vera helzti foringi leynifélagsskaparins Mafía,
eða Svarta höndin, en á fundi rannsóknamefndarinnar
heitaði hann því, að vitaj nokkuð mn félagsskapinn;
>’ekki annað en það, sem ég hef lesið í blöðunum um
hann.“
Þessi aldni bófaforingi og valdamikli glæpamaður er
fæddur á Sikiley, en einmitt þar var Mafía-leynifélagið
stofnað. Hann fluttist með fjölskyldu sinni til Banda-
Hkjanna, þegar hann var sjö ára að aldri. Dragna fór
aftur 'til Sikiieyjar, þegar hann var fimmtán ára gam-
aH, en sneri svo til baka til Bndajríkjanna tuttugu og
efns árs að aldri.
Hann bjó um tíu ára skeið í New York og á þeim
tíma varð hann ,,viðskiptafélagi‘‘ iþeirra Fischetti, Luci
ano, Moretti og ýmissa foringja í hinu alræmda glæpa-
félagi Morð h.f. Síðan fluttist hann til vesturstrand-
arinnar og hefur búið þar æ síðan.
Þegar komið var fram yfir 1930, fór Dragna að .
svipast um eftir einhverri tekjulind, sem gæti komið
í staðinn fyrir vínsmygl og leynivínsölu, sem hann
hafði rekið af miklum myndarbrag. Hann sneri sér þá
að veðmálastarfsemi og kom sér upp spilavíti í Los
Angeles. Skömmu síðar eignaðist hann einnig hlut í
spilavíti, sem var í stórri snekkju, sem alltaf lá fyrir
festum skammt fyrir utan landhelgislínuna undan
Santa Monica.
Stórviðskipti hans voru þó fólgin í því, að hafa á
hendi alla afgreiðslu á úrslitum veðreiða, sem hann
seldi ýmsum veðmálastofum og grældi stórfé á. Hann
sagði nefndarmönnum, að hann hefði fengið 500 dollara
á viku hjá einu fyrirtæki fyrir þessar upplýsingar, en
annars gekk honum fremur ilia að gera nefndinni
Svein fyrir því, með hvaða 'hætti hann aflaði sér tekna
°g lífsviðurværi. Hitt er vitað mál, að Dragna fékk
hiörgum sinnum þessa'500 dollara fyrir þessa „þjón-
Ustu“ eins og hann kállaði það.
Hann lenti í alvarlegum vandræðum við yfirvöldin
árið 1930, þegar hann og Gharlie Fischetti voru hand-
teknir í Los Angeles og sakaðir um að hafa ekið bif-
teið, sem var hlaðin vopnum og skotfærum og var eins
°g virki á hjólum. Dragna heldur því enn fram, að
þær tólf byssur, sem fundust í bilniun, hafi átt að
Uota í vamarskyni með tillfti til þess, að hann og Fis-
ehetti hefðu verið með stórfé á sér, og auk þess segir
hann, að hann hafi haft byssuleyfi. Dragna benti hreyk
iun á það, að kæran á hendur honum hafi verið látin
uiður falla, og er hann ekld síður hreykinn yfir því,
að hafa ekki þurft að sitja inni einn einasta dag fyrir
svona ómerkilegt og heimskulegt afbrot.
Dragna heldur því fram, að hann eigi ekki einseyr-
iug. Hann segist vera ofsóttur af lögreglunni í Los
Angeles og þvi sé sér ómögulegt að útvega sér heiðar-
iega atvinnu. Reyndar hefur hann aldrei getað bent á
það, að hann hafi nokkru sinni framfleytt sér og sín-
Uua með iheiðarlegri vinnu, en hann segir klökkur frá
því, að hann hafi orðið að taka nokkur hundruð dollara
að láni hjá ýmsum vinum sínum, til þess að sjá sér
fyrir brýnustu lifsnauðsynjum, og aðeins vegna þess,
’>að lögreglan hundeltir mig alltaf.“
Dragna hefur ekki mildnn hug á því, að tala um
iOðrltt
LARETT svipinn, 35. stefna, 36. manns
1. rándýrsfót, 5. stórra, 38. gljábera, 40. tónn, 41.
10. heyhrúga, 11. slæmt, 13. j egna, 43. reilo-aðií t, 45.
tímabil, 14. skál, 16. einstigi, | skolla, 47. íoppa, 48. byggt,
17. forsetning, 19. stofu, 21.! 49. þekking, 50. óhreinka, 51
forsögn, 22. venur, 23. kofa,! tölustafur, 52. átt, 53. leið-
26. hró, 27. ungviði, 28. öðru indi, 54. guð, 55. rrtaðki, 57.
hverju, 30. hreyfist, 31. enn, Ieysa, 60. greinir, 61. trufla,
32. starfar, 33. dvelst, 34. í 63. hótar, 65. yzt, 66. ástand.
t-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc-K-«-K-k-k-fc-fc-fc-fc-fc-fc-fc'*-fc-k-fc-k-k-fc-fc-k-fc-fc-fc-fc-fc-fc-k-fc-fc-fc-fc-fc-k-fc-fc-fc-fc-k-k-t
Cadillac-bílinn sinn og stóra íbúðarhúsið sitt í einu fín-
asta hverfinu í Los Angeles, sem hann segir að sé á
nafni konu sinnar. Honum er einnig þvert um geð að
tala um samband sitt við stjómmálamenn. Hann játaði
það, að hann hefði þekkt Frederick Howser, saksókn-
ara ríkisins í Kalifomíu, en hann gat ómögulega munað
eftir því, hvort hann hefði lagt nokkra peninga í kosn-
ingasjóð hans.
Hann er heldur ekkert hrifinn af því að tala um
það, hvers vegna honum hefur alltaf gengið- svo erfið-
lega að fá bandarískan borgararétt. Hann vill ekki
annað um þetta segja, en að hann hafi sótt um borg-
araréttindi hvað eftir annað, en honum hafi alltaf ver-
ið neitað.
Hann missti þó alveg minnið, þegar hann var spurð-
ur um starfsemi sína árið 1950, en það ár er sagt að
Dragna hafi átt í miklum samningum við æðstu menn
glæpahringsins á löngum fundum í Chicago.
Hahey: „Vomð þér í Chicago árið 1950?“
Dragna: „Ég man ekki eftir því.“
Kefauver öldupgadeildarmaður: ,,Ég skipa yður að
svara spumingunni greinilegar."
Dragna: „Svar mitt er, að ég man það ekki.“
Þessu orðáskaki fylgdu langar hvislingar mini
Dragna og lögfræðings hans, en að þeim loknum kom
fram skýringin á minnisleysi Dragna, þegar þessi sak-
lausa spuming var borin fram.
Lögfræðingur hans, Samúel Kurland að nafni, stóð
upp og sagði: „Vitnið skírskotar til réttinda sinna sam
kvæmt stjómarskránni og neitar að svara spumingunni
með tilliti til þess, að svarið kynni að verða 'honum til
sakfellingar í sambáVdi við brot á hegningarlögum
Bandaríkjanna."
„Berið þér þetta fram, sem ástæðu yðar?“ var
Dragna spurður.
„Já,“ svaraði hann.
Rannsóknamefndin kærði Jack Dragna fyrir að hafa
sýnt öldungadeild Bandaríkjaþings fyrirlitningu, en
þegar Dragna fór úr vitnastúkunni, bar svipur hans
allur vott um það, að hann hefði ekki sagt neitt, og
(Niðurlag á bls. 2).
1. titill, 2. rifti, 3. verk-
færi, 4. poka, 5. frumefni, 6.
fiskur, 7. þvengur, 8. sker,
9. bardagi, 10. slóði, 12.
glatað, 13. kæra, 15. endar,
16. svali, 18. veikin, 20.
lokka, 21. fley, 23. ruglar,
24. erfiði, 25. takast, 26.
frumefni, 28. rófu, 29. lint,
35. hamingjusamar, 36. sæta
brauð, 37. flutningatæki, 38.
skrá, 39. skálma, 40. kraft-
urinn, 42. garfar, 44. tala,
46. sýður, 49. átt, 51. afl,
52. ilma, 55. mjólk irmat,
56. rabb, 58. veiðarfæri, 59.
elska, 62. tvíhljóði, 64. ár-
tal, 66. frumefni.
LAUSN
á íðilstn krossgá'u.
LÁRÉTT: 1. skjót, 5. lýs-
um, 10. sælar, 11. skrif, 13.
óp, 14. ótal, 16. kurr, 17. lo,
19. nýr, 21. bar, 22,. ýban,
23. tóbak, 26. flug, 27. taik,
28. auðæfin, 30. eta, 31.
tútna, 32. snark, 33. LD, 34.
NB, 35. L, 36. svars, 38.
subba, 40. U, 41. ósk, 43.
Savanna, 45. nag, 47. tein,
48. náðug, 49. ódug, 50. upp,
51. L, 52. æ, 53. aða, 54. S
A, 55. bola, 57. arða, 60. ir,
61. reisa, 63. ártíð, 65. flaka,
66. skass.
LÓÐRÉTT: 1. sæ, 2. kló,
3. jata, 4. óra, 5. L, 6. ýsu,
7. skrá, 8. urr, 9. MI, 10.
spýta, 12. flaut, 13. ónýtt,
15. ljóða, 16. krafs, 18. org-
ar, 20. rakt, 21. blek, 23.
tundran, 24. bæ, 25. kinnung,
26. f, 28. atlas, 29. nahba,
35. lótus, 36. skip, 37. Sváfa
38. snuða, 39. anda, 40. ugg-
ar, 42. separ, 44. að, 46. auð-
ir, 49. ó, 51. losa, 52. æðra,
55. ibil, 56. lak, 58. rák, 59.
ats, 62. ef, 64. ís, 66. S.