Ný vikutíðindi - 17.11.1967, Side 2
2
NY VIKUTlÐINDI
l
NÝ VIKTJTÍ ÐNIDI
X koma út á föstudögum •:
og kosta kr. 12.00 ;j
X '•
| Útgefandi og ritstjóri:
<£ Geir Gunnarsson. %
í í
y Ritstjóm og auglysmgar
| Kleppsvegi 26 II.
| Sími 81833 og 81455 |
£ Prentsmiðjan ÁSRÚN $
| Hverfisgötu 48 - S. 12354Í
l *
Engu að leyna
Nýjung í húsgagnasmíði
■'i
VARIA-Húsgögn frá Kristjáni Siggeirssyni h.f.
Húsgagnaverzlun Kristj-
áns Siggeirssonar lif. bauð
nýlega blaðamönnum að
skoða nýjar tegundir hús-
gagna, sem fyrirtækið hefur
byrjað framleiðslu á. Er
kynningarsýning á þeim í
kjallara verzlunarinnar að
Eaugavegi 13.
Fyrir tveimur árum tók
verzlunin í notkun nýja hús-
gagnaverksmiðju með mjög
fulkomnum vélum og vinnu-
hagræðingu á háu stigi. Það
er framleiðsla þessarar verk
smiðju, sem nú er á boðstól-
um.
Þarna kynnti Hjalti Geir
Kristjánsson, húsgagnaarki-
tekt, nýjung í vegghúsgögn-
um, sem hann er höfundur
að og nefnir VARIA-kerfið.
VARIA-húsgögn eru fram-
leidd í 14 mismunandi ein-
ingum og tveimur breiddum.
Gefa þau ýmsa nýja mögu-
leika, þar sem hver viðskipta
vinur getur leikið með hug-
myndaflug sitt og raðað
þeim upp á marga vegu.
Vegna þess hversu eining-
amar eru fáar er hægt að
framleiða þær í fjöldafram-
leiðslu, sem lækkar kostinað-
inn mikið.
Hjalti Geir sagði, að það
væri sannfæring sín, að þessi
nýja framleiðsla verksmiðj-
unnar stæðist fyllilega sam-
anburð við verð og gæði er-
lendra húsgagna, sem inn eru
flutt.
Mestur hluti hinnar nýju
Fyrir síðustu borgarstjórn
arkosningar sýndi Geir Hall-
grímsson borgarstjóri 1
Reykjavík það hugrekki að
hailda opinbera fundi, þar
sem hann svaraði fyrirspum
um um almenn málefni varð-
andi borgina. Stóð hann sig
með prýði á þeirn fundum og
sannaði að hann er vel starfi
sínu vaxinn.
Nú hefur hann hins vegar
tekið upp þann ágæta sið, að
bjóða blaðamönnum til sín
einu sinni í mánuði, og er
'þeim þá leyft að rekja úr
honum garnimar um allt er
varðar rekstur Reykjavíkur-
borgar. Hefur einn slíkur
fundur verið haldinn og
tókst hann með afburðum
vel.
Dagblöðin hafa skýrt frá
því, sem fram fór og í ljós
kom á þessum fundi, svo að
ástæðulaust er að rekja það
hér. En vekja má athygli á
því, að hvergi var komið að
tómum kofanum hjá borgar-
stjóranum. Hann var vel
heima í öllu, sem um var
spurt.
I þessu tilefni væri ástæða
til að gera þá fyrirspurn til
forsætisráðberra, hvort hann
ihefði ekki í ihyggju að efna
til slíks fyrirspumar- eða
blaðamannafundar. Hann hef
ur áreiðanlega engu að
leyna og vafalaust fylgist
hann engu síður með mál-
efnum ríkisins en Geir með
málefnum borgarinnar.
Það gæti hann að minnsta
kosti sýnt og sannað með
því að feta í fótspor Geirs
HaUgrímssonar í þessum efn
um.
Auk þess era slíkir spum-
ingatímar líklegir til að út-
skýra og afsaka ýmis mann
leg mistök, sem stjórnendum
ir gera — og ella eru ef til
vill misskilin.
Heimili
— vegna þess að það er staðreynd að „Heima er bezt“ er eitt af lang útbreiddustu og vinsœlustu
timaritum hérlendis, vegna þess að „Heima er bezt“ flytur þjóölegt, fróðlegt og skemmtilegt efni
fyrir alla fjölskylduna og vegna þess að við efnisval er reynt að sneiða hjá því efni og áhrifum,
sem margir telja til lýta eða jafnvel skaða i islenzku þjóðlífi á vorum dögum, og ekki sizt vegna
þess að hverri áskrift að „Heima er bezt“ fylgja veruleg f járhagsleg hlunnindi.
„Heima er bezt“ hefur nú veriS gefið út í 17 ár og á því láni að fagna að hafa aS bakhjarli margar þúsundir
ánægSra áskrifenda, og fjöldi þeirra fer stöðugt vaxandi. Þér ættuð að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að
slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar meS gott og þjóðlegt íslenzkt tímarit við vægu gjaldi, sem þér
fengjuð sent heim til yðar í hverjum mánuði. Útfyllið þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og
sendið hann til „Heima er bezt“, pósthólf 558, Akureyri, og þá mun nafn yðar umsvifalaust verða fært inn á
áskrifendaspaldskrána og yður mun verða sent blaðið mánaðarlega, en þá munið þér um leið öðlast rétt til að
njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“.
HEIMA ER BEZT
þjóðlegt heimilisrit fyrir nágranna yðar, og fyrir yður.
Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu HEIMA ER BEZT.
□ Sendið mér blaðið frá síðustu áramótum. □ Sendið mér blaðið frá næstu áramótum.
Nafn
TIL HEIMA ER BEZT, Pósthólf 558, Akureyri