Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.11.1967, Side 5

Ný vikutíðindi - 17.11.1967, Side 5
N Y VIKUTIÐINDI ö m ag in arorð. 9.50 Bragðarefirnir. Aðal- hlutverkið leikur Gig Young. Sunnudagur 19. nóv. 6.00 Helgistund. 6.15 Stundin okkar. Efni: Nemendur úr Barna- músikskólanum leika. Föndur, „Bangsi litli í uimferðimii“ (brúðu- leikhús) o.fl. Hlé. 8.00 Fréttir. 8.15 Myndsjá. Pappírsframleiðsla, upp haf litasjónvarps í Fraktolandi og Rúss- landi og brugðið upp myndum af ýmsum dýrum. 8.40 Maverick. 9.30 Svíða sætar ástir. Kvikmynd. David Buck, Nyree Dawn Porter og Richard Thorp leika. 10.15 Dag Hammarskjöld. Kvikmynd er lýsir störf um og ævilokum Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra Samein- uðu Þjóðanna. Myndin er frumflutt með sænsku tali án ís- lenzkra skýringa. Máuudagur 20. nóv. 8.00 Fréttir. 8.30 Skemmtiþáttur Lucy Ball. 8.55 „Enn birtist mér í draumi“. Lög eftir Sig- fús Halldórsson. Flytj- endur auk hans : Guð- mtmdur Guðjónsson, Inga María Eyjólfsdótt ir, Ingibjörg Björnsdótt ir o.fl. 9.25 Á fremstu nöf. Björg- unarsveitin Cliff Rescue Squad í Ástralíu hefur getið sér mikið frægð- Þriðjudagur 21. nóv. 8.00 Erlend málefni. 8.20 Tölur og mengi. Nítmdi þáttur. 8.40 Veðurfræði. Páll Berg- þórsson skýrir helztu undirstöðuatriði veður athugana. 9.00 Beinaaðgerðir. Kvik- mynd tekin í sjúkrahúsi. Sýnir hún aðgerðir, sem framkvæmdar eru til lækningar á baksjúk dómum og vondum fót- brotum. Þetta eru meirihátíar skurðað- gerðir. 9.45 Fyrri heimsstyrjöidin. (12. þáttur). Miðvikudagur 22. nóv. 6.00 Ljón til leigu. Myndin greinir frá dýrum, sem not- uð eru við kvikmynda- töku í Hollywood. Áður ur sýnd 10.11. 1967. 6.50 Denni dæmalausi. 7.15 Hlé. 8.00 Fréttir. 8.30 Steinaldarmennirnir. 8.55 Samleikur á fiðlu og píanó. Samuil Furér og Taisía Merkúlova leika verk eftir Kabalesvskji Prokofév, Kreisler og Sarasate. 9.15 Karamoja. Kvikmynd- in lýsir þessum lands- hluta í Afríku og eink- ar forvitnilegum lifnað- arháttum þjóðflotoks, sem þar býr. 10.05 Blái lampinn. Brezk kvikmynd. Jack Warner Dirk Bogarde og Jimmy Hanley leika. Myndin var áður sýnd 18. nóvember. Föstudagur 24. nóv. 8.00 Fréttir. 8.30 Blaðamannafundur. 9.00 Gög og Gokke í Oxford Bandarísk skopmynd. 9.00 1 tónum og tali. Rætt er við Karl Ó. Runólfs- son. Kristinn Hallsson og kór flytja nokkur verka hans. 9.50 Dýrlingurinn. Laugardagur 25. nóv. 5.00 Enskukennsla sjón- varpsins. 5.40 Endurtekið efni. „Segðu etoki nei . .. . “ Skemmtiþáttur sænsku hljómsveitarinnar Sven Ingvars. Áður flutt 14. apríl 1967. 6.00 Iþróttir. Efni m.a.: Leikur Leicester City og Arsenal. Hlé. 8.30 Frú Jóa Jóns. 9.20 Ólgandi blóð. Banda- rísk kvikmynd. Ronald Reagan, Richard Todd og Patricia Neal leika. flokksblaða stjórnmálaflokk- anna um málið, það allra merkilegasta í þessum mál- um, ásamt því ofurkappi, sem ríki bantoastjórinn í Vestmannaeyjmn hefir lagt á það, að bjarga móðurskipi Jörgensensfyrirtækjanna. Talað er um að þrír^ allt frambærilegir menn, hafi sótt um bankastjórastöðuna í Vestm a n n ae yju m, þraut-! reyndir starfsmenn Útvegs-: bantoans og tveir þeirra synir fyrrverandi bankastjóra, ‘ sem bankanum hafa stýrtl farsællega. Ekki er þó talið fullvíst að neinn þessara manna hljóti bankastjóra- stöðima að þessu sinni. Þrá- látur orðrómur er uppi um það, að að tjaldabaki sé unn- ið að því undir markvissri forystu Gísla Gislasonar varabankaráðsmanns, að Baldur Ólafsson, ríki banka- stjórinn í Vestmannaeyjum eins og hann er kallaður. manna á milli, verði fenginn' til þess að halda áfram bankastjórastarfi sinu fyrst um sinn og þá næsta ár, en öruggar fréttir frá valda- mönnum bankans Iiggja ekki á lausu. En væri ekki orðið tíma- bært fyrir forsætis-, dóms- mála- og bankamálaráðherra að lyfta hulunni af Jörgen- sensmálunum og gefa þjóð-! inni skýrslu um málið. ? Ekki verður sagt að þing' menn séu forvitnir, að þeir; skuli láta mál þessi afskípta laus og einskis imi þau spyrja. — x + y. - Hreindýrin Framhald af bls. 1. Það er vitað, að bændur á Austurlandi eru ekki ailir jafn hrifnir af hreindýra- stofninum og telja dýrin ganga nærri ihaganum á af- réttarlandinu. Er sú rök- semd út af fyrir sig skiljan- leg. En það er nú einu sinni svo, að lög eru lög og eiga því að ganga jafnt yfir bænd ur á Austfjörðum sem aðra. Ef það er satt, sem haldið hefur verið fram, að talsvert £3 um það að Austfirðingar skjóti sér í soðið, þá er kom inn tími til að yfirvöldin taki það mál til rækilegrar athugunar. Rátt er að taka það fram, að það eru síður en svo Aust firðingar einir, sem liggja undir grun um að skjóta hreindýr í óleyfi. Vitað er að aðrir landsmenn hafa verið ófeimnir við að stunda þessa iðju. Vitað var um fimm til sex hreindýr í Fagradal í Brúar- öræfum, en þau voru orðin svo gæf að hægt var að ganga að þeim. Eitt þessara fannst eins og fyrr er getið um daginn dautt af skotsári, en hin eru horfin og þarf etoki að leiða getum að því hvað veldur. Það þarf óneitanlega tals- vert hugmyndarflug til að skilja sportmenn, sem geta fengið sig til að skjóta þúfu spakt hreindýr, sem kemur á móti manni til að sníkja brauðmola úr lófa, og er það atriði út af fyrir sig vert um hugsunarefni. En hvað sem líður fúl- mennsku og sportmennsku, þá er sjálfsagt að taka þetta mál til rækilegrar athugunar og refsa þeim harðlega, sem gerast brotlegir. - Hornafjörður Framhald af bls. 1 en það er Stefán Jónsson, 'fréttamaður, sem svo er nefndur manna á meðal og í daglegu tali, og þar er að- eins um einn Stefán frétta- mann að ræða. Miðvikudaginn 8. nóvem- ber s.l. flutti Ríkisútvarpið hálftímaþátt Stefáns Jóns- sonar, fréttamanns, og var þáttur sá tekinn upp í Homa firði. I þessum þætti, sem er lík- legu til þess að mynda þátta- Skil í íslenzkum þjóðmálum, þá var það þjóðarsálin ís- lenzka, sem kvaddi sér hljóðs á öldum ljósvakans og benti íslenzku þjóðinni á úrræði og leiðir út úr ógöngum þeim, sem misvitrir menn hafa komið fólkinu í. Boðskapurinn frá Horna- firði var í stuttu máli og efn islega á þá leið, að með sam- vinnu og traustu samstarfi fólksins til sveita og sjávar er þama eyrsta haldið uppi þróttmiklum og arðgæfum at vinnurekstri á öllum íslenzk- nm sviðum. Frystihúsið á i staðnum greiddi fiskinnleggj endum sínum á s.l. tveimur árum sex og átta prósent verðbætur á innlagðan fisk j og fría beitu að auki, ásamt með alls konar annarri fyrir greiðslu, og vonir standa rii I að uppbætur verði greiddar , með svipuðum hætti á yfir- ' standandi ári. Á Hornafirði hefir hin nýja stétt ríkisstjórnairinnar skuldakóngarnir, ekki numið land eða náð fótfestu, og þar eru ekki gerðar neinar sam- þykktir um að loka frysti- húsinu og binda fiskibátana eins og nú kveður við frá stjórnarsetrunum og annexí- um rrkisvaldsins, L.I.Ú. og ■ Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. | Það er vitað, að fiskvinnsla | hjá fiskverkunarstöðvum, sem ná meðalstærð og stærri stærð, hefir verið og er mjög arðgæfur atvinnuvegur, fáist sæmilegt fiskmagn til vinnslu, ráðdeiid sé beitt og fyrirtækin ekki kaffærð í til búnum kostnaði eða fjár- magnið flutt úr fyrirtækjun- um í annan óskyldan rekstur óhóflega einkaeyðslu og hreinan og beinan fjárflótta til útlanda. Útaf fyrir sig, þá eru þetta engin ný tíðindi, að íslenzk- ir atvinnuvegir blómstri. Þeir hafa frá upphafi Is- landsbyggðar framfleytt þjóðinni og allir sem vilja vita, að ísland er gott land og gjöfult, sem endurgeldur þegnum sínum ríflega atorku og erfiði — og að barlóms- stefnan, sem núverandi rikis stjórn hefir tekið upp, er ektoi islenzk stefna, en ibæði Skaðleg og óþjóðleg. , - Hálfkarað sjúkraliús Framhald af bls. 1 sjúkrahús, enda ekki þörf fyrir sjúkrahús þeirrar stærðar, er hér greinir, í Eyjum og allgott sjúkrahús fyrir á staðnum, þar sem með viðráðanlegum tiltoostn- aði væri hægt að byggja við- bótar álmu til að autoa sjúkrarými, en meiriháttar sjúkraaðgerðir flytjast með auknum hraða til Reykjavík- ur eins og vonlegt er, og mun sú verða framvindan. I Vestmannaeyjum er aft- ur á móti aðkallandi þörf fyr ir auknar skólabyggingar, og virðist tilvalið að gera sér það ljóst, áður en lengra verð ur haldið með sjúkrahúsbygg ingar, og virðist tilvalið að gera sér það ljóst, áður en lengra verður haldið með sjúkraihúsbygginguna, að hérgreint hús verður fyrr eða síðar teldð til annarra nota, og þvi fyrr þvi betra. Vafalaust væri byggin'gin í núverandi ástandi heppileg til þess að breyta til og gera hana að skólahúsi. — y.

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.