Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.11.1969, Qupperneq 5

Ný vikutíðindi - 07.11.1969, Qupperneq 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 He^latJíkutÁjcmJatfíií Hér eru nokkrir IiSir úr dag- skrá fyrri hluta þessarar viku, sem ætla mætti að væru fastir liðir og gætu bví orðið til við- miðunar næstu viku. Á sunnudögum er byrjað að sjónvarpa kl. 2, „The Answer“, „This is the Life“ og Pro Foot- boll“, kl. 3:30 er golfkeppni, kl. 4:30 kvikmynd, kl. 6:00 „Aniimal World“ kl. 6:30 „G. E. Collega Bowl“, kl. 7:30 Fractured Flickers, kl. 8:00 Ed SuIIivan, kl. 9:00 Green Acres, kl. 9:30 Water- front, kl. 10:00 er The Big Valley og kvikmynd kl. 11:15. Mánudagur byrjar með Mr. Mayor kl. 4:00, kvikimynd kl. 5:00 fsú sama og kvöld- ið áður), „Crossroads kl. 6:30, „Bewitched“ er kl. 7:30, „Wild Wild West“ kl. 8:00, The Golddiggers kl. 9:00, Burkes Law kl. 10:00 og kvik- mynd kl. 11:15: Á þriðjudögum er Mr. Mayor kl. 4:00, kvikmynd kl. 5:00, Rawhide kl. 7:30, „The 21st Centtury“ kl. 8:30 „The Jolin- ney Cach Show“ kl. 9:00 „The Uutouchables“ kl. 10:00 og hnefaleikar kl. 11:15. A miðvikudögum er „Gentle Ben“ kl. 3:57, Mike Douglas kl. 4:30, The Flying Fisherman kl. 5:40 The Ted Mack Show kl. 6:05, Hawaii Calls kl. 6:30, Julia kl. 7:30, The Felony Squad kl. 8:00, Kingfjölskyldan kl. 8:30, „The High Chaparral“ kl. 9:00, Jimmy Rodgers kl. 10:00 og Joey Bishop kl. 11:15. Fréttir eru kl. 3:55, 7:00 og 11:00. Svo er hér dagskráin seinni hluta vikunnar samkvæmt upp- lýsingum frá Varnarliðinu. THURSDAY, November 6 4.00 Captain Kangaroo. 5.00 Theater 8 — KNOCK ON ANY DOOR — John Derik and Suson Perry. 6.25 AFTV Special 7.30 The Mad Squad. 8.30 News Special. 9.00 Hee Haw. 10.00 The Law'ence Welk Show. 11.15 The Tonight Show. FRIDAY, November 7 4.00 Captain Kangaroo 5.00 All Star Theater 5.30 Dupon^ Cavalcade 6.00 Football Forecast 6.30 Impression 7.30 The Detiectives. 8.00 The Bob Hope Special. 9.00 The Undersea World of Jacques Cousteau. 10.00 Hawaii Five-O — 11.15 Northern Lights Play- hause: A HATFUL OF RAIN. Repeat of Tuesday „Theater 8“. SATURDAY, November 8. 10.30 Captain Kangaroo 11:30 The Flintstones — 12.00 Cartoon Carnival — „Clutch Cargo“ and „Popeye“. 1.00 Sergeant Preston Of The Yukon. 1.30 My Favorite Martian 2.00 Animal Secrets — 2.30 The Beverly Hillbillies— 3.00 Game Of The Week 5.30 Untamed World. 6.00 Profile — THE SOUND OF JAZZ. 6.30 Billy Walker’s Country Carnival 7.15 The Christophers 7.30 The Rogues — 8.30 Gunsmoke 9.30 Campus to Command. 10.00 Perry Mason — 11.15 Northern Lights Play- house — Repeat of Thursday’s “Theater 8” ☆ ☆ — Lokað bíó Framh. af 1. síðu. glæsilegar myndir af alls kon- ar fólki í hörku samförum og er það nú orðið talið tíðind- um sæta ef karl og kona eru sýnd saman, hvað þá ef gamla, góða aðferðin er not- uð. Og eins og vænta má vill mikill meira, og nú þykja klámkort ekki verð viðlits, heldur er hafin stórfram- leiðsla á kvikmyndum, sem þjóna sama tilgangi og klám- kortin gerðu áður. Nú hefur blaðið frétt, að starfrækt sé eitt leynilegt kvikmyndahús í Reykjavík, sem ekki sýnir annað en kvik- myndir, sem jafnvel almenn kvikmyndahús borgarinnar sjá sér ekki fært að sýna. Éins og að líkum lætur fer þessi starfsemi fram með mikilli leynd, en þeir, sem „njóta“ vilja klámmyndanna, borga ærið fé í aðgangseyri. Ekki vill blaðið upplýsa hvar þessi starfsemi fer fram, en kvikmyndaklúbbur þessi er til húsa í kjallara í stórri skrifstofubyggingu nærri miðbænum. Um þetta fyrirtæki liefur sem sagt ver- ið stofnaður klúbbur. Er sagt að meðlimirnir séu nú á þriðja hundrað og fer óðum fjölgandi. Sýningar munu vera reglu- lega tvisvar til þrisvar í viku og á tímanum milli klukkan sex og átta. Ekki hefur blaðinu tekist að afla upplýsinga um hvert meðlimagjaldið sé í klúbbn- um, en haft er fyrir satt að það sé talsvert, enda miklar kræsingar á boðstólum. Þær klámmyndir, sem hér hafa verið sýndar í kvik- myndahúsum borgarinnar, eru hreinn barnaleikur hjá því, sem þarna er á boðstól- um, enda er, að sögn sjónar- votta, þarna mest fjallað um hin ýmsu afbrigði manniegr- ar ónáttúru, svo sem kyn- villu og kvalalosta. Ef til vill er ekkert við það að athuga, þótt menn hafi það sér til dundurs að horfa á slíkar aðfarir tvisvar til þrisvar í viku, en venjulegum mönnum verður þó á að spyrja, hvort vert sé að verja tíma og peningum í slíkan ó- þverra. ☆ — Skarðsbókin Framh. af 1. síðu. En staðreyndin er sú, að Skarðsbók hvarf á sínum tíma úr kirkju þeirri ís- lenzkri, sem var lögmætur eigandi Skarðsbókar, án þess bókin væri með lögmætum hætti seld eða gefin. Virðist þess vegna augljóst, að Skarðshók sé ennþá lögmæt íslenzk kirkjueign, vegna þess, að eignarréttur að lög- um getur aldrei skajjast við það, þótt þjófstolið góss fær- ist til manna á milli. Al' framangreindum ástæð- um, nú eftir að Skarðsbók er aftur komin til íslands eftir langa útivist í fjarlægu landi eða löndum, þá virðist það emhættisleg skylda hiskups- ins yfir Islandi, æðsta manns íslenzku þjóðkirkjunnar, að endurheimta Skarðsbók að lagalciðum til kirkju þcirrar, sem er hinn lögmæti eigandi Skarðsbókar. Að vísu kynni einhverjum að finnast, að slíkar aðgei’ðir gætu varpað einhverjum skugga á lögfræðiþekkingu þeirra stórmenna úr hópi ís- lenzkra lögfræðinga, sem vörðu vörzlufé bankanna íil kaupa á Skarðsbók og gáfu ríkinu svo bókina, en óneit- anlega væri fróðlegt að fá réttarfarslega, íslenzka af- grciðslu á þetta dularfulla Skarðsbókarmál. ☆ * — IsL harmsaga Framh. af bls. 7. Þeim, sem eftir stóðu, níu samtals, kom nú saman um að lialda af stað og Ieita byggða. Skildu þeir eflir poka sína alla og stafi. Er þeir höfðu skamma stund gengið, kallaði Guð- mundur frá Múla til Péturs og bað hann að leiða sig. Gerði Pétur svo. Brátt fann liann, að sér mundi verða það of þungt einum. Kallaði hann þá til Einars og bað hann að leiða Guðmund með sér. Einar var fús til þess. I sama bili þraut Gísla Jónsson. Reyndu þeir Pétur að hjálpa honum áfram, en varð nú seinfarið, er þeir urðu að draga tvo aðra máttfara með sér, enda misstu þeir í þessum svifum sjónar á félögum sínum öðr um. Frá þeim er það að segja, að þeir héldu saman allir finnn og komust um miðj- an morgun ofan að bænum Gullbringu, til Jóliannesar Lund, er þar bjó. Voru þeir þá svo aðfram komnir, að enginn þeirra var fær um að standa upp hjálparlaust, [)egar þeir settust eða duttu. Jóhannes bóndi og fólk hans tók þeim liið bezta, og fengu þeir þegar þá að- lilynningu og hjúkrun, sem framast voru föng á. Svo voru þeir rænulausir, að þeir gátu ekki um þá fé- laga sina, sem á eftir voru, fyrr en eftir drjúga slund, er einhver lieiniamanna var að aumka þá, hve bágt þeir ættu. Rankaði þá einn þeirra við og sagði: „Bágt eigum við, en bág- ara eiga þeir, sem eru á eft- ir.“ Þegar húshóndinn lieyrði þetta, hjóst hann þegar að leita þeirra, er á eflir væru, og var það jafnsnemma og upp stytli hríðinni. I Gullbringum bjó fátækt fólk. Voru þar lítilfjörleg húsakynni og knappt um bjargræði og eldivið. Hinir hröktu menn fengu þegar kaffi og nýmjólk, voru færðir úr vosklæðum og að þeim hlynnt eftir fremsta megni. Siðan fóru þeir nið- ur i vatnsílát með hendur og fætur, og voru í vatninu fram eftir degi. SEX LIÐNIR Nú er að segja frá þeim Pétri og Einari, er þeir voru viðskila orðnir við alla fé- laga sína, nema þá tvo, er þeir leiddu. Höfðu þeir Guð mund á milli sin, en Gisli hélt sér í þá. Héldu þeir svo fram ferðinni langa hríð. Lítt skiptust þeir orðum við félagar, nema einu sinni segir Guðmundur: „Ætlarðu að yfirgefa mig, Pétur?“ „Nei, aldrei!“ svaraði í því kipptist Guðmundur við svo hart að hann ýtti þeim frá sér. Það voru dauðateygjurnar, er hann tók fyrsta andvarpið. Báru þeir liann þó enn góða slund á milli sín, unz þeir skildu, að það lcorn fyrir ekki. Þá var stytt upp hríðinni, og var það eins snögglega og hún hafði skollið á. Létu þeir nú lík Gúðmundar eft ir, og er þeir höfðu skamma slund farið, sýndust þeim koma þrír menn. á móii.sén.. Það var Jóliannes hóndi í Gullbringum einn saman, er kominn var að leila þeirra. Stefndu þeir þá fyrir aust- an endann á Grímmanns- felli, er Jóhannes kom að þeim. Komust þeir nú allir heim með honum, en svo voru þeir máttfarnir, að Jó- hannes varð að lyfta undir þá, til þess að þeir kæmust uþp baðstofuti’öppurnar. Var Pétur verst farinn. Þegar þeir voru komnir inn á baðstofugólfið var spurt, livort þeir vildu kaffi. Pétur svaraði: „Því ætli ég vilji ekki kaffi.“ Ilann stóð á gólfinu, með- an hann dralck úr hollanum og meðan bóndi náði af hon- um fötunum. Hann talaði allt af ráði, en stutt og reiði- lega, en sjálfur vissi hann ekki af sér, frá þvi að hann kom inn, til þess er stund leið frá. Það var litlu fyrir hádegi, er þeir þremenningarnir komu til bæja. Voru nú sótt ir menn og liestar til að flytja mennina á bæi, þar sem hægt var að hjúkra þeim. Voru sex þeirra fluttir þaðan. Bjarni og Guð mundur þóttu eigi flutnings- færir, og voru kyrrir um cóttina í Gullbringum. Daginn eftir voru þeir fluttir niður í byggð. Allir voru þeir meira og minna kalnir, en urðu allir grædd- ir að lokum, þótt sumir yrðu aldrei örkumlalausir. Einar lá lengi með óráði, en varð þó heill að lokum. Pétur var mest kalinn og lá mjög lengi i sárum og varð aklrei jafngóður. LÍKIN FLUTT TIL BÆJA Samhliða þessum flutning um voru þrír menn með dug lega hesta sendir svo skjótt sem verða mátti til að leita hinna látnu og farangurs- ins. Fundu þeir brátt lík Guðmundar frá Múla skanunt frá smalaskála noklcrum. Því næst fundu þeir ísak allmiklu norðar. Var hann enn með lífsmarki, þá er að var komið. Fluttu þeir hann strax að Stardal, því að -þangaö var skemmst, en liann dó á leiðinni. Byggðamenn sneru siðan aftur upp á heiðina og fundu brátt farangurinn og hina mennina fjóra sunnan til við Leirvogsvatn, hjá svonefndum Lómatjarnar- læk. Höfðu þeir lagzt rétt við lækinn og sumir þeirra legið i vatni úr læknum. Jón frá Ketilvöllum var þá enn með lífsmarki. Fluttu þeir hann að Star- dal, en hann dó einnig á leiðinni. Líkin voru öll lögð i snjó og vakað yfir þeim, en ekki leyndist líf með neinu þeirra. Voru likin flutt til greftrunar að Mosfelli, en kistur gerðar að þeim í R- vík. Pétur kvaðst leggja til likldæði utan um vin sinn og félaga, Guðmund frá Múla, og það gerði hann. — Nokkru síðar dreymdi liann að Guðmundur komi til sín. Þóttist hann spyrja, livernig honum liði — og fá þetta svar: „Ekki vel. Mér er svo kalt.“ Frétti Pétur síðar, að lík ldæðin höfðu orðið eftir í Reykjavík i ógáti, og þótti þá draumurinn benda til þess. Líkklæði þessi urðu síðar utan um séra Magnús Gríms son á Mosfelli, en hann and- aðist tæpum þremur árum eftir að þessi atburður skeði.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.