Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.11.1969, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 07.11.1969, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTlÐINDI Vlælikvarbi á stjórnmálaáslandið? Hugleiðingar vegna bæja- og sveitastjórnakosninganna á næsta vori Kosningaskjálfti vegna. bæja- og sveitastjórnarkosn inga á næsta vori gerir nú vart vi'ö sig í vaxandi mæli víða um land, og ráöstafanir ríkisstjórnannnar og vax- andi ábyrgöarleysi í meöferö fjármuna talar sínu máli. Vestmannaeyjar eru me3 vissum hætti nokkur mæli- kvarði á stjórnmálaástand- ið. Þar tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn meirihiutaaðstöðu sinni í síðustu bæjarstjórn arkosningum, og er Vest- mannaeyjum nú stjórnað af samstjórn Framsóknar- flokksins, Alþýðubandalags- ins og Alþýðuflokksins. Tveir fyrst nefndu flokkarnir hafa tvo fulltrúa hvor, en Alþýðu- flokkurinn einn og er sá fulltrúi bæjarstjóri, og skap- ar Alþýðuflokknum sterka aðstöðu. Innan Alþýðuflokksins í Eyjum var og er nokkur vilji fyrir þvi að stjórna með Sjálfstæðis'flokknum, og telja ýmsir að til slíks samstarfs kunni að draga eftir næstu kosningar, en þó er það ekki allskostar líklegt. Það, sem hefur komið Sjálfstæðisflokknum verst í Eyjum, er að bæjarstjórnar- meirihlutinn, með forgöngu bæjarstj órans (Alþýðuflokks manns) og forseta bæjar- stjórnar ( Framsóknar- manns) réðust í það hervirki fljótlega að afstöðnum kosn- ingum, að kæra framtöl helztu fiskvinnslufyrirtækj- anna í Eyjum og kveðja skattalögregluna til bókhalds- rannsókna í Vestmannaeyj- um. Má segja að skattalög- reglan hafi nánast verið þar landlæg síðan, með miklum árangri til skattahækkana fyrir bæ og ríki. Bera þar að sjálfsögðu hæst tekjuund- anskot eins aðila, tuttugu og fimm milljónir, en sérstak- lega eru það fyrirtæki og ein staldingar, sem Sjálfstæðis- menn stýra eða eiga, sem þarna hefur borið hæst, þótt ekki sé um neinn hreinan flokkslit að ræða á þeim, er skattalögin hafa brotið. Þessi skattsvikamál í Eyj- um hafa með vissum hætti orðið bæ j arst j ómarmeiri- hlutanum til framdráttar. Mikil óánægja hafði 'ríkt um árabil yfir því, að tekjuháir einstaklingar, sem sýnilega eyddu milljónum til persónu- legra þarfa, voru nánast skattlausir og útsvarslausir; greiddu í sumum tilvikum lægri opinber gjöld heldur en. einstakar konur með barn eða börn á framfæri sínu. Smekkur Sjálfstæðis- manna er aftur á móti slík- ur, að menn, sem ábyrgastir eru í skattsvikum, sitja á vegum Sjálfstæðisflokksins sem bæjarfulltrúar og full- trúar í framfærslunefnd, þrátt fyrir það að þeir á undanförnum árum hafa komið skattabyrðum sínum yfir á almenning. Er ekki ó- algengt að konur láti orð falla á þann veg, að þær hefðu get- að keypt sér þvottavél eða frystikistu fyrir mismun þeirra bæjargjalda, sem menn þeirra hefðu verið látn- ir gjalda og þess, sem menn þeirra hefðu átt að gjalda, ef fiskvinnslufyrirtækj unum og ákveðnum aðilum öðrum hefði ekki verið sleppt við réttmæta skattaálagningu. Loks er svo einn þeirra ný- ríku manna, sem fast sækir fram á stjórnmálasviðinu, bæði persónulega og eins fé- lagslega, stórvirkur þátttak andi í skattsvikunum. Svo bætist það við, að nánast að- albaráttumál Sjálfstæðis- flokksins við síðustu bæjar- stjórnarkosninga var að fá enduropnaða áfengisútsölu í Eyjum. Áfengisútsala hefur nú starfað í Vestmannaeyjum yfirstandandi kjörtímabil með þeim fyrirséðu afleið- ingum, að drykkjuskapur hefur stóraukizt og alls konar vandræði fylgt í kjölfarið eins og hjónaskilnaðir og upplausn vegna drykkjuskap- ar. Af framangreindum á- stæðum til viðbótar því, að Sjálfstæðisflokkurinn i Eyj- um hefur minnihluta kjós- enda að baki sér, þá er ólík- legt að breyting verði á flokksfylgínu Sjálfstæðis- mönnum til framdráttar. Hitt er ekki ólíklegt, að margt verði reynt til þess að fá eín- hvern hinna flokkanna til samstarfs að loknum kosn- ingum. Munu Sjálfstæðis- mennirnir, sérstaklega þó Gísli Gíslason, leita fastast á um samstarf við Alþýðu- bandalagsmennina. Við næstu kosningar í Eyj- um er líklegt, að Framsókn- arflokkurinn haldi sínu og jafnvel vel það. Líka kemur til mála að Alþýðuflokkur- inn bæti við sig einhverjum atkvæðum, án þess að það sé sennilegt að sá flokkur fái nema einn fulltrúa. Það sem ef til vill mun þykja merki- legast er, að Alþýðubanda- lagsmennirnir í Eyjum munu halda sínu fylgi og vel það. Það er þrátt fyrir bresti á yfirborðinu fast samanþjöpp- uð fylking, sem heldur sam- an. Svo kemur að því, sem hef- ur verið flotholt Sjálfstæðis- flokksins í kosningum í Eyj- um, en það eru flokksleg yf- irráð yfir tJtvegsbankanum, en líklegt er talið — og nán- ast fullvíst — að að ríka bankastjóranum burtfluttum, þá breytist sú aðstaða þannig að Útvegsbankinn í Eyjum hætti að verða aflgjafinn að baki Sjálfstæðisflokknum og það getur riðið baggamun- inn. Núv. bæjarstjórnarmeiri- hluti hefur verið fundið margt til lasts, en haldið hef- ur verið uppi mikilli atvinnu og framkvæmdum á vegum Vestmannaeyjabæjar á kjör- tímabilinu, og vatnsveitu- framkvæmdunum hefur mið- að eðlilega áfram. Skólakostur Vestmanna- eyja hefur verið aukinn og bættur og aðstaða fyrir fé- lagasamtök íþróttamanna og ungs fólks stórbætt; og fjár- málastjórn Vestmannaeyja- bæjar hefur sízt verið verri en hjá Sjálfstæðismönnunum, þannig að ósýnt er um það, hversu óflokksbundnir kjós- endur snúa fylgi sínu í næstu kosningum. Næstu bæjarstjórnarkosn- ingar í Vestmannaeyjum eru líklegar til þess að vekja mikla athygli víðar en í Eyj- um. Fullvíst má telja að eng- inn einn flokkur fái meiri- hluta, þannig að til samstarfs tveggja eða fleiri flokka komi áframhaldandi að kosn- ingunum loknum, og þá er mikið undir því komið, hverjum kjósendurnir eru fúsastir að veita brautar- gengi. x+y. .nrtíWWWWWVWVWWWWWVWVWNWWW/ÆWWWWJVVWMAVWW^VVWVVWV^WVWtfWVWVUWWVWWVWVUVVWWWVyWVyVUWWV NAUST 15 ARA Veitingahúsið Naust á 15 ára afmæli um þessar mundir. Það er rekið í hin- um sögufrægu húsum Geirs Zoéga við Vesturgötu og liefur ýmislegt, sem þar var fyrir, haft áhrif á innrétt- ingar og veggskraut, enda eru Reykvíkingar stoltir af því og sýna það gjarnan gestum sínum, ekki sízt er- lendum. Geta má þess, að Ásgeir Ásgeirsson, fyrrv. forseti, hélt þar veizlur fyrir ýmsa þjóðhöfðingja, svo sem Svíakonung, Danakonung, Finnlandsforseta og ríkis- arfa Noregs. Naust hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í mat- argerð, t. d. körfukjúkling og glóðarsteiktum humar- hölum í skel. En fi-ægast er það fyrir að hafa endurvak- ið neyzlu rammíslenzks matar á Þorranum, sem þá er framreiddur í trogum að gömliun sið. >f SÖNGUR GRÍN OG GLEÐI Þeir gera feikna lukku í Súlnasalnum á föstudags- og sunnudagskvöldum, Ragnar Bjarnason, Krunimi Páls, Grettir og þeir félagar, ásamt Ómari Ragnarssyni og fleirum. Þella er líka „söngur, grín og gleði“, eins og segir í auglýsingunni, alveg ósvik ið og er liálfgert nýjabrum í reykvísku skemmtana- lífi, a. m. k. upp á síðkast- ið, einkum þegar rigningin hefur leitt slíkt þunglyndi yfir fólk að sjálfsmorð (eða tilraunir til þeirra) eru orðin daglegt brauð. Fyrir skömmu komu þeir með nýtt prógram, sem vekur mikinn lilátur. >f LÆKJARBOTNA- FERÐIR Mikið er nú deilt um það, hvort leggja eigi Lækjar- botnaferðir SVR niður eða ekki. Telur forstjóri SVR milljónatap á ferðunum, en íbúar þarna upp frá mót- mæla niðurfellingunni harð- lega. Segja má með vissu að fækka mætti ferðunum stór- lega að vetrarlagi, einkum þegar sérstakur bíll er í för- um með skólabörnin. Væri t. d. hugsanlegt að fara þrjár ferðir á degi hverjum, kvölds, morgna og um miðj- an daginn. Hitt er svo annað mál, að á sumrin mætti láta bílinn líka fara um Heiðmörk, a. m. k. um helgar, en það hef- ur hann aldrei gert. Auk þess er það mjög bagalegt fyrir hina fjölmörgu eig- endur sumarbústaða á Lækjarbotnaleiðinni, ef ferðir að sumarlagi yrðu felldar niður. Og mætti ekki hafa minni bíl á þessari leið en á fjölförnustu leiðunum? >f. ÆSKAN Bamablaðið Æskan er 70 ára um þessar mundir og er í því tilefni gefið út stór- glæsilegt heftí, sem borist hefur blaðinu. Undir ritstjói.i Grims Engilberts hefur barnablað- inu sífellt verið að fara fram, enda virðist ekkert vera til þess sparáð af liálfu útgefanda. Er það nú prent- að í 16.000 'n'.ökum, sem mun yer~ langsamlega mesta útbreiðsla, sem nokk- urt mánaðarblað efur náð bér á landi. Til hamingju með afmæl- ið! X- BRANDARI VIKUNNAR Ungi maðurinn átti í erf- iðleikum með vinkonu sína, sem var mjög ágeng í ásta- lífinu. Hann spurði því föð- ur sinn, hvernig HANN hefði leyst svipað vanda- mál. „Jú, sonur minn,“ svaraði faðirinn, „í hvert skipti, sem móðir þín fór að gera sig til við mig, þá tók ég hana og rassskellti hana.“ „Já, ég hef líka reynt það,“ svaraði pilturinn, „en þegar ég er kominn svo langt, að ég er búinn að færa vinkonu mína úr bux- unum, þá er ég ekki lengur reiður við hana.“ X- tr> .. „Pabbi,“ sagði pilturinn, „ég hef komið stúlku í bobba, og nú heimtar hún 2000 dollara til að redda þessu.“ Faðirinn skrifaði nöldr- andi ávísun fyxár upphæð- inni, en þegar hani. var að Ijúka við það, kom yngsti sonurinn þjótandi inn i skrifstofuna með sams kon- ar slæmar fréttir, með þeim hreytingum þó, að í þetta skipti var ki’afist 3000 doll- ai’a. Meðan faðirinn var að skrifa seinni ávísunina, kom yngsta dóttirin grát- andi inn. „Ö, pabbi,“ sagði hún með ekkasogum, „ég held ég sé ófrísk!“ „Fínt,“ sagði kaupsýslu- maðurinn glaður í bragði. „I jietta skipti er það okkar að innheimta peninga.“ SPLRULL SPYRILS OG SVO ER ÞAÐ ÞESSI Auðugur kaup ýslumaður sat við skrifborðið sitt, þeg- ar elsti sonur hans kom inn. Er það satt, að rithöfund- ar ætli í verkfall, ef ríkið kaupir ekki 500 eintök af hverri bók, sem þeir skrifa?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.