Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.07.1970, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 24.07.1970, Blaðsíða 3
ný vi::'j.7;ð:::di 3 láta illa (eins og liann gerir þá undantekningarlítið). Ég segi að það sé rangt að refsa honum fyrir alveg eðlilega óþægð. Hvor liefur rétt fyrir sér? — 9. Mamma segir að eina ráðið til þess að siða lilla strákinn minn, sem er oí ungur til að skilja hvað við á, sé að slá hann (laust auð- vitað). Þegar hann rífur dagblað mannsins míns seg- ir hún að ég eigi að slá hann svo að hann geri það ekki aftur Ég segi að það sé hetra að komast hjá því að hann fari að gráta, með þvi að fá honum blað sem hann má rífa. Hvor hefur rétt fyrir sér? — 10. Mamma segir að sig langi til að kaupa nýja handtösku handa fimmtán ára gamalli dóttur minni, þar eð Jóna finnur sárt til þess að vera eina stúlkan í bekknum sem er töskulaus síðan liún týndi sinni. Ég segi, að þótt ég hafi ekki trú á refsingum, þá álili ég rétt að börn fái að þola eittlivað sem eðli- lega afleiðingu af verkum þeirra — í þessu tilfelli fyrir það að vera hirðu- laus. Hvor hefur rétt fyrir sér? — Svör annars staðar í bl. Clark Gable kvaðst ekki hafa vantað í vinnuna nema í fjóra eða fimm daga öll þau ár, sem hann vann hjá M.G.M. Hann var beð- inn um að gefa heilræði um það, hvernig menn eig'i að halda andlegum og lík- •amlegumderöftum sem bezt, og 'hann hefur. svarað á þessa leið: 1. Taktu sjálfan þig ekki of hátíðlega. 2. Vertu broshýr og lilát- urmildur. 3. Blekktu sjálfan þig 'ékki. 4. Taktu nokkrar líkanrs- æfingar daglega, jafnvel þótt J>að sé aðeins ganga. 5. Vertu ekki þrælugjarn. 6. Sofðu nóg. 7. Reyndu ekki að gera of margt í einu. 8. Líttu frarn á leið, þvi að það er framtíðin sem gildir. 9. Hafðu ekki of miklar áhyggjur. 10. Þekktu verksvið þitt alveg til botns'og frá byrj- un. SYRPAN )^wwwwyw^wwwvwwwwwiwyvw • • <0 ij Orlæti Islendinga. - Kæruleysi bíleiganda. Veitingahús vantar matsvein. Þjónustuleysi. - Ósómi. Skotar liafa ávallt verið taldir harðfengir og heilsu- hraustir með afbrigðum, enda viðurkenndir afburða- menn á ýmsum sviðum. A seinni árum hefur þeim far- ið aftur líkamlega og ýmsir kvillar gert vart við sig með al þjóðarinnar, sem áður voru litið eða ekki kunnir, eins og til dæmis tann- skemmdir, mænuveiki og og ýmsir meltingarsjúkdóm ar. Halda sumir því fram, að pessa hrörnun megi rekja til Jiess, að Skotar eru nú að mestu hættir að neyta þjóðarrétlar síns „brose“ og borði nú óhollari mat en áð- ur. „Brose“ er búið til á þann hátt, að sjóðandi vatni er liellt jdir mulin hafragrjón. Þetla er svo látið standa i slundarfjórðung á meðan hafrarnir sjúga i sig vatnið og jafna sig, og borðað síð- an. Þennan rétt hafa Skotar borðað frá ómunalíð og reynst betur en kjöt, hveiti- brauð, sykur og te, eins og nú er algengast á borðum hjá þeim. Sú saga er sögð, að eitt sinn hafi Skoti unnið glæsi- legan sigur í kapphlaupi við nokkra enska hlaupa- garpa. Enskum lávarði gramdist þetta og sagði við sigurvegarann: „Ykkur Skotum er ekki þakkandi, þótt þið getið hlaupið. Þið lifið á hráum höfrum eins og veðreiða- hestar“. „Rétt er það“, svaraði Skotinn. „En hvar í heim- inum getið þér, lávarður minn, bent mér á betri menn og hetri veðreiða- hesta enn i Skotlandi?“ Islendingar eru allra manna örlát- astir, þegar hafnar eru fjársafnanir til handa öðrum þjóðum samanber Biafra söfnunina. Þótt þetta sé afar fallega gert, þá finnst manni einhvern veginn að fólk hér ætti að líta sér nær, þegar til fjárausturs kemur Lil annara þjóða, því hérna heima eru ótal félagsstofn- anir, sem að líknarmálum standa og skortir fé. Nær væri að gefa til samtaka þeirra, sem stofnað hafa heimili fyrir vangefin börn, svo eitthvað sé nefnt. Samtök þessi bcrjast í bökkuin fjáir- hagst ■ eÍcld cr'hægt ab wwa vTS nema ð hluta þeirra tmrna, sem þangaó þyrftu -að Icomast-. «—- baki; en Leikhúskjallarinn virðist ekki gera ýkja miklar kröfur til þeirra, sem matselda eiga ofan í veizlugesti hússins. Það er alveg furðulegt, hvað margir foreldrar skilja óvitabörn eftir ein i bifreiðum við aðalumferðargötur borg arinnar. 1 fyrsta lagi geta börnin farið út á göiu og orðið fyrir slysum, og svo fikta þau iðulega í gírstöng og hand- bremsueða selja bifreiðina í gangeins og kom fíjrir á Skólavörðustígnum fyr- ir ári. Lögreglan ætti að gera gangskör að þvi að sekta fólk, sem slíkt kæruleysi sýnir. Jæja, þá rausnaðist Grænmetisverzl- un ríkisins til þess að flytja inn ætai kartöflur, enda tími til kominn. En hvernig slendur á því, að ekki er fljiJJ inn ej'Ient hvítkál og. giilrætur. eins og gert hefur verið undanfarin ár? -ÍsÞmzka- uppskerem •ke>mur - ekki <r markaðinn fyrr en með haustinu, svo engin hætta væri á samkeppni. Fyrir hvað er grænmetisverzlunin að refsa neytendum? Er aldeilis ómögulegt að troða þvi inn i hausinn á forráðamönnum ein- okunarfyrirtækis þessa, að þeir eigi að sýna þjónustu við viðskiptavini? S. I. laugardag birtist í Morgunblað- inu auglýsing frá Leikhúskjallaranum og hljóðar hún svona: „Vantar áhugasaman yfirmat- reiðslumann með einhverja reynslu að baki.“ Einhvern veginn hefur það verið álit manna, að þegar matreiðslumað- ur er orðinn yfirmatreiðslumaður, þá hlyti hann að hafa mikla reynslu að Þegar dagblöðin komu með þá frétt á dögunum, að tveim 16 ára stúlkum hefði verið rænt, datt víst fá- um í hug að taka mannránið alvar- lega. Hvernig í ósköpunum væri hægt aú halda tveim farþegum nauðugum i bifreið án þess að til stórátaka kæmi? Þar að auki fór önnur stúlkan út úr bifreiðinni í Hvalfirði og hefði þá Iiin alveg eins getað farið. Engum vopnum var beitt við „rán- ið” og ekki voru stúlkurnar bundn- ar. Barnungar stúlkur, sem láta sig hafa það að fara upp í bifreið hjá bláókunnugum mönnum að nóttu til, geta átt á ýmsu von; og þótt þær verði svo hræddar við að fá skammir hjá foreldrum sínum fyrir næturrölt, er engin ástæða til að rjúka i lögreglu og dagblöð með allan ósómann. HRUND. iV^VAWJWVV I

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.