Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.04.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 07.04.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI Fro tótrýminfjar- famgtEbúðuan mmsistm „GEFIÐ MÉR LÍF! f guðs bænum, gefið mér líf!“ Þessar setningar voru hróp- aðar af örvæntingarfullum manni í fangabúðum nazista, sem óttaðist, að sín síðasta stund væri að renna upp. En maður þessi var ekki fangi, heldur fangavörður — ófyrirleitinn SS-maður, maður, sem orðið hafði vitni að hel- stríði tugþúsunda karla, kvenna og barna, án minnstu meðaumkunar. Já, þetta var maður, sem blóðsúthellingar höfðu ekki meiri áhrif á held- ur en kaffislettur á einkennis- búningi hans. En nú, á þess- ari stundu, þá skildi þessi æfði og samvizkulausi morðingi, hversu dýrmætt eitt mannslíf getur verið — þegar um líf hans sjálfs, en ekki annarra var að ræða. Dauðaverksmiðjur nazista í heimsstyrjöldinni síðari eru nú aðeins við lýði í endurminning- um manna. Fjórar milljónir manna voru myrtar í Ausch- vits, sjö hundruð þúsund í Tre- blinka og tvö hundruð og fimmtíu þusúnd til viðbótar í Sobibor, en allir þesgir st^ðir eru í Póllandi. Réttarhöld yfir SS-mönnum, sem stjórnuðu þessum fangabúðum, leiða þó þessa atburði aftur ferska fram í' hugi manna. — ★ — ÞAÐ ER útbreidd skoðun að þeir, sem í þessum slátur- húsum dvöldu — en það voru aðallega Gyðingar — hafi lát- ið reka sig í dauðann í algjörri uppgjöf eða eins og þægar skepnur. Og sú var líka raun- in með marga. En ekki alla. Það væri ranglátt gagnvart minningu þeirra mörgu manna og kvenna, sem pyntaðir og hálfdauðir úr hungri veittu hart viðnám og völdu sér dauð- daga ljónsins fremur en sauð- kindarinnar, að staðhæfa slíkt. Á árunum 1943 og 1944 gerðu þessir dauðadæmdu menn upp- reisn gegn Þjóðverjum og eyði- lögðu helminginn af lík- brennsluofnunum í Auschvits, kveiktu í Treblinka og neyddu Þjóðverja til að leggja Sabibor í rúst. í þessum fangabúðum, þar ■sem menn vocu aldrei vissir um, hver dagur yrði þeirra síðastur, var næstum krafta- verk að skipuleggja árapgurs- ríka uppreisn. Það var mjög erfitt fyrir fangana að hafa samband við hvern annan, og Það er útbreidd skoðun, að Gyðingar þeir, sem naz- istar myrtu á stríðsárunum, hafi lítið viðnám veitt, en látið reka sig eins og skepn- ur á aftökustað. Þetta er ekki alls kostar rétt. Oft veittu hinir þrautpíndu menn böðlum sínum öflugt viðnám og stundum kom til meiri háttar uppreisna, þar sem mörgum föngum tókst að sleppa og skýra umheim- inum frá þessum pyntingar- stöðvum. Eftirfarandi þýdd grein er byggð á vitnis- burði slíkra manna. væru þeir staðnir að því, þá voru þeir skotnir — eða ef vörðurinn var vel innrættur — barðir þar til þeir misstu með- vitund. Og svo var jafnan sú hætta, að svikarar úr þeirra hópi kæmu upp um þá. — ★ — STUNDUM var sá, sem upp- reisn gerði, aðeins örvænting- arfullur einstaklingur, sem tók þá ákvörðun á síðustu mínútu að selja líf sitt eins dýru verði og hann gat. Þannig gerðist það dag nokkurn í Treblinka, að fangi hljóp út úr röð sinni og hrópaði: „Ég þoli þetta ekki lengur!" Og honum heppnaðist að særa sérstaklega grimman SS-varð- liða banvænu sári. Öðru sinni hljóp nakinn ungur kvenmað- ur, sem verið var að reka síð- ustu hundrað metrana til lík- brennsluofnanna ásamt öðrum föngum, út úr hópnum og reyndi í örvæntingu að ná til girðingarinnar umhverfis fanga búðirnar. Úkrainskur varðmað- ur elti hana og hló að því, að nakinn kvenmaður skyldi gera svona vonlausa tilraun til að umflýja örlög sín. Henni tókst þó að þrífa af honum byssuna og særa tvo fanga- verðina. Heilir bílfarmar af nýjum föngum börðust stundum ó- jafnri baráttu gegn SS-mönn- um. Þegar fangarnir sáu lík- brennslustrompana, hinn dökka reyk, sem hvíldi yfir fanga- búðunum eða gerðu sér grein fyrir því, að þetta var ekki sá staður, sem þeim hafði ver- ið lofað, að þeir skyldu fluttir til, heldur staður, þar sem þeim væri búinn dauði, þá hófu þeir stundum uppreisn. Þeir notuðu vasahnífa gegn byssustingjum, stafi gegn riffl- um og steina gegn vélbyssum. Uppreisnarmennirnir féllu að lokum, en þeir féllu eftir hetju lega vörn. — ★ — FLEIRI dæmi má nefna af hreystiverkum fanga. í Konin höfðu Gyðingar uppi áform um að drepa þýzku hermennina á eitri, brenna fangabúðirnar og sprengja upp járnbrautartein- ana. En öll ráðagerðin komst upp, þegar Þjóðverjar leituðu á byggingarverkamanni einum, sem var með í ráðum. í fangelsi í Puanor gekk föngunum betur. Þar afréðu þeir að grafa jarðgöng og sleppa á þann veg. Þeir grófu með höndunum og földu á að gizka 400 vagnhlöss af mold milli þils og veggja í fanga- klefum sínum. Til þess að vera fullvissir þess, að þeir væru ' 'XiJ V að grafa í rétta átt, þá not- uðu þeir áttavita, sem þeir höfðu stolið úr aðaþstpðyum fangabúðastjórans. Til að lýsa sér við gröftinn notuðu þeir kerti, sem þeir höfðu fundið FUNDUR í KVÖLD AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM ? Fundur í Reykjavík — og fólkiS kemur frá útlöndum, utan af landi eSa úr miðbænum — hittist og ræSir málin þar, sem aSstaSan er bezt. Hótel LoftleiSir er orSiS miSstöS fyrir stærri og smærrí fundarhöld og aSrar samkomur í höfuSsta3num.v Einstaklingar, samtök, stofnanir, félög og fyrírtæki stefna fólki sínu til Hótels LoftleiSa, því aS þar hafa veriS byggSir sérstakir ráSstefnu- og fundarsalir fyrir þá fjölmörgu, sem þurfa aS hittast af ýmsu tilefni. • * HringiS í Hótel LoftleiSir. ViS munum gefa ySur allar upplýsingar og aSstoSa viS undirbúning aS hverjum þeim fundi eSa öSrum mannfagnaSi, sem þér kunniS aS standa fýrir. HÓTEL LOFTLEIÐIR SÍMI 22322

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.