Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.04.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 07.04.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Enskur kven 11 amaður B ýr nieð eÍ2|inkoim o*» 2 Ii jákoniiin, Konur Goodmans, þær Anita, Gwen og Dorothy. scm thlaða niður liörn 11111 með llOIHEtlll — En heimilis- hamingjan er lævi blandin Blaðamaður við eitt af hin- um stóru og útbreiddu ensku sunnudagsblöðum snuðraði ný- lega upp sögu, sem er dálítið óvenjuleg. Hann komst í kynni við forstjóra, sem hefur um tíma ekki haft annað fyrir stafni cn að sinna sínum þrem ur konum, sem allar bjuggu undir sama þaki og hann. Maður þessi heitir Don Good man, og „konumar hans“ heita Anita, sem er ljóshærð, Gwen, sem er dökkhærð og Dorothy, en hún er Ijóshærð. Goodman telur sig heppinn að þær skuli hafa sitt hvern hára lit, „því það skapar tilbreyt- ingu,“ segir liann. Anita, sú rauðhærða, er af svissneskum ættum og hefur nú verið gift honum í 18 mán- uði (Goodman hefur tvisvar verið kvæntur áður). Gwen var , einkaritari hans, meðan hann var forstjóri hjá verð- bréfaverzlun nokkurri, og hún flutti til hans frá eiginmanni sínum. Sú þriðja, Dorothy, hin ljóshærða, starfaði einnig við verðbréfafirmað og er móðir fjögurra ára gamals sonar hans. Goodman tók á móti blaða- manninum í litlu en snotm einbýlishúsi og talaði opin- skátt um hjúskaparlíf sitt með konunum þremur. Anita er fyrsta flokks hús- móðir, sem heldur heimilinu ávallt hreinu og fallegu og býr til prýðilegan mat. Gwen er mjög greind stúlka, sem hægt er að ræða við um fjarskyldustu efni. Hún er líka fyrsta flokks skrifstofustúlka. Dorothy er mest „spenn- andi“ þeirra þriggja. Hún er full af lífi og fjöri, og hin gimilegasta til ásta. Þegar Goodman kemur heim, snýr hann sér að Anitu, ef hann vill njóta værðar og kyrrðar, en að Gwen, ef hann er í rabbstuði, og að Dorothy, ef hann vill galsa og spenn- andi ævintýri. „Eg elska þær allar, sitt á hvern hátt,“ segir kvennahós- inn án þess að blikna. Það eru þrjú börn á heim- ilinu, sem hann á öll. Það er dóttir Anitu, Esther, 11 mán- aða gömul, Harvey, sem hann eignaðist með Dorothy fyrir fjórum árum, og Laurence, sem er sonur Goodmans frá fyrsta hjónabandi. En hvernig getur ofur venju legur maður eins og Goodman fengið þrjár konur til að búa undir sama þaki og deila með sér sama eldhúsi og sama karl manni?! „Ég hafði ekki efni á að leigja íbúð handa þeim í sitt hvoru lagi lengur, því ég hef enga atvinnu sem stendur," sagði Goodman. „Ég kynntist Dorothy fyrst, og við bjuggum saman eins og hjón í íbúðinni hennar, þar sem Harvey sonur okkar fædd ist. Það voru samt tímabil, sem við bjuggum ekki saman, og þá æxlaðist það þannig að ég kynntist Anitu. Ég kvænt- ist henni, en skýrði henni ekki frá Dorothy. Þegar ég bjó hjá annarri, sagði ég hinni að ég væri á viðskiptaferða- lagi. Þetta gekk alveg árekstra laust, þangað til ég varð hrif- inn af Gwen. Hún var gift, en hún var svo heiðarleg að hún sagði manninum sínum frá sambandi sínu við mig. Hann lét hana velja milli sín og mín — og hún valdi mig. Hún varð að flytja að heiman, Kvennagullið Don Goodman lætur sér ekki nægja eina konu. Hann hafði þær þrjár samtímis undir sama þaki! og mér fannst ég skyldugur til að sjá fyrir henni. Nú, og þegar ég var kominn með þrjár konur upp á arminn, fór mér að veitast erfitt að halda málunum leyndum, auk þess sem leiga á þremur íbúðum var mér um megn. Að maður sleppi öllum benzínkostnaðin-* um við að aka frá einni til annarrar! Endirinn varð sá, að við fluttum hingað öll fjögur, og ég reyni að gera þær allar hamingjusamar.“ Anita, sem er 25 ára gömul, segir að þær bíði allar þrjár eftir því að Don taki ákvörð- un um, hvað hann hyggist fyr- ir. Þar sem það er hún, sem er löglega gift honum og er auk þess ófrísk, telur hún sjálfgert að hinar tvær víki af heimil- inu. Gwen, sem er 28 ára, er á allt annarri skoðun. „Ég á líka Framh. á bls. 4 Amerísk skrýtla „Ástin mín,“ sagði hann og þrýsti unnustu sinni fastar að sér. „Er ég fgrsli miðurinn sem Jn'i hefur nokkru sinni kysst?" „Harrg,” sagði unga stúlkan undrandi. „Veiztu ekki, að pabbi er marg- milljónamæringur?“ ■ „Jú.” „Og að ég er einkaerf- ingi?“ „Já.” „Veiztu . líka, að pabbi er búinn að leggja hálfa milljón dollara inn á bankabók með mínu nafni?" „Já, en...” „Notaðu ])ái skgnsemina elskan. Ilverju skiptir það þái, hvort ég hef kgsst þúsund karlmenn áður en ég kgnntist þér?“ Síðasta kvöldmáltíðin Þegar þau Jiöfðu verið tiltölulega lukkulega gifl í tuttugu ár, ákváðu þau að skilja i allri vinsemd. Og að skilnaði borðuðu þau saman kvöldverð í veit- ingahúsi. Eftir þriðja glasið sagði eiginmaðurinn: „Þa er eitt, sem mig hef- ur lengi langað iil að vila, en aldrei þorað að minn- ast á. Fyrst við erum nú að skilja, og svar þitt get- ur ekki lengur sært mig að ráði, þá ættirðu að vera alveg hreinskilin við mig. Ilvers vegna eru fimm af börnunum okkar svart- hærð, en Tommi ljóshærð- ur? Hver er faðirinn?“ „Þessu get ég ekki svar- að. Það myndi særa þig alllof mikið.“ „Æ, enga vitleysu. Mér er nákvæmlega sama hver á hann.“ „Jæja, ef þú endilega vilt vita það, þá get ég sagt þér, að þú ert faðir Tomma!“ Með opna klauf Mgndarlegur, ungur kaupsgslumaður kom með dömu inn í glæsilega veit- ingastofu i New York og séttist við borð í miðjum matsalnum. Ung og . falleg fram- reiðslustúlka tók eftir því, að hann var með opna buxnaklaufina, svo að hún hripaði í flgli eftirfarandi skilaboð á minnisblað, sem hún laumaði á borðið fgr- ir framan hann: „Þér hafið sjátfsagt ekki tekið eftir þvi, en þér haf- ið glegmt að renna upp rennilásnum, svo að þér afhjúpið mjök mikið. Ég fer nii fram í eldhúsið, þar sem ég skal missa nolckra diska á gólfið. Það vekur athggli allra gestanna, svo að þér fáið tækifæri til að renna upp lásnum án þess að nokkur laki eftir því. — P. S. ÉG ELSKA YÐUR!“ Xr Var búinn að fá nóg Maður nokkur húkkaði skvísu á skemmtistað ein- um, án þess að vila að hún var alkunn nymfa, og fór með liana lieim í her- bergið sitt. Þegar hann hafði gert það sex sinnum, emjaði hún ennþá bænir um að fá meira. Eftir sjö- unda skiptið, slangraði liann þreyttur og þjakað- ur fram á salerni, undir þvi yfirskyni að hann æll- aði að ná sér í sígarettur. Frammi á klósettinu hneppti hann tölu á buxna klaufinni, en sá ekki neitt. IJann lineppti frá annarri en það var sama sagan. Hann hneppti frá þeirri þriðju og fjórðu, en varð einskis var. 1 skelfingu sinni þreifaði hann undir nærbuxurnar sína — og það var þarna. En allt í einu kviknaði á perunni hjá honum, og liann vissi livers kyns var. Hann hvíslaði þvi fljótlega: „Það er alll í lagi... þér er óhætt að koma fram núna. Hún er hér ekki!“ * Nokkrir stuttir Þegar presturinn hafði lokið við að gefa saman bóndasoninn og konuefn- ið lians, rétti brúðguminn lionum tíu krónur. Presturinn leit á brúð- ina og gaf brúðgumanum fimm krónur til baka. ★ Alli: „Hvað er líkt með karlmanni og hvespu?“ Palli: „Nú veit ég ekki. Hvað er það?“ Alli: „Bæði stinga svo bólgnar undan.“ ★ Nanna: „En góða bezta! Þú sem hvorki getur hrað- ritað, vélritað né fært bók hald ... hvernig í ásköp- unum stendur þá á því, að þú skulir fá svona liá laun á skrifstofunni ?“ Hanna: „Ég get ekki lieldur eignast barn.“ ★ „Eruð þér giftar?“ spurði forstjórinn stúlk- una, sem var að sækja um skrifstofustarf. „Nei, en ég er samt vön að gera það, sem ætlast er til af mér.“ ★ Etirfarandi auglýsing birtist nýlega í ensku dag- blaði: Ógift fyr rverandi fegurð ardrottning með fimm börn óskar að kynnast efn uðum ungum manni. Umsókn sendist blaðinu merkt: „Þúsund pillur á lager.“ ★ Indiáni og hippi stóðu hlið við hlið inni á vín- bar. Indíánanum hafði ver ið starsýnt á hippann í tvo klukkutíma, svo hipp- inn sneri sér loks að hon- um og sagði: „Heyrðu góði, segðu það, sem þér liggur á hjarta. Þú ert bú- inn að glápa á mig i óra- tíma.“ Indíáninn sagði: „Ugh. Fyrir mörgum tunglum, ég gamna mig við skunk. Mig hugsa þú máske v.era minn sonur.“

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.