Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 21.04.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 21.04.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI Clay ileginn niður — Dóinarannm vísað nt af - Kátir jknattspyriiiuiieiiii — Walcott orðinn „sheriff44 — Ilest- urinn er heimskastur — Pravda afhjúpar atvinnumennskuna Clay var sleginn niður Cassius Clay, eða Múhameð Ali öðru nafni, varð að lúta í lægra haldi fyrir Englending- num Alan Burton í sýningar- leik á Hilton-hótelinu í Lond- on. Hann var ekki nógu vel á verði, og öllum að óvörum — ekki sízt Clay — sló Burton hann svo rosalega undir hök- una með hægri hnefa að Clay datt kylliflatur. Hann var samt fljótur á fætur að nýju og hefndi sín með því að berja andstæðinginn sundur og sam- an. Dómarinn varð að stöðva leikinn. Clay hafði haft sýningar- keppni í Genúa sólarhring áð- ur, þar sem hann keppti við tvo andstæðinga samtímis. Þeir höfðu ekki roð við honum. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari kempu um ævina. Hann hefur setið árum saman í fangelsi vegna þess að hann neitaði að gegna herþjónustu (af trúarlegum ástæðum) og hann tapaði heimsmeistaratitli sínum í fyrra eins og kunnugt er. Reyndar herma fregnir, að hann hafi nýlega setið tvo tíma í fangelsi, þegar hann var tek- inn fyrir umferðarbrot, öku- skírteinislaus, og sektaður um 75 dollar. En þar sem hann hafði ekki nema 50 dollar hand bæra þurfti hann að bíða í fangaklefa, meðan hann var að útvega 25 dollarana, sem á vantaði. Þú hfa þær fréttir birzt af honum, að hann hafi fyrir nokkru keypt landareign í Tex as, þar sem hann upphaflega ætlaði að reisa bú og rækta korn handa fátæklingum, en er milljónavirði, svo að hann þarf ekki lengur að boxa sér til lífsviðurværis. Þá herma þær fréttir að hann hafi þegið boð um 2 vikna fyrirlestraferð í Suður- Afríku, gegn því að tryggt sé að hann verði ekki fyrir ó- þægindum af því að vera svert ingi. Hann á að fá um það bil sem svarar 25 milljónum ísl. króna fyrir ferðina. Raunar kvartar Clay sáran yfir skattpíningunni í Banda- ríkjunum. „Ég hef reynt að leggja eitt- hvert fé til hliðar,” segir hann, „en mér hefur reynst það ó- mögulegt. Svo að segja allt, sem ég vinn mér inn, hirða skattayfirvöldin. Af því, sem ég vann mér inn á kappleikn- um, þegar ég tapaði heims- meistaratitlinum til Fraziers, Cassius Clay, eða öðru nafni Múhameð AIi, greiddi ég til dæmis 1,1 millj- ón í skatta!” Dómaranum vísað út af Á knattspyrnukapple-ik í Englandi gerðist það, að dóm- arinn kvað upp hina furðuleg- ustu dóma. En þegar hann gekk svo langt að dæma víta- spyrnu í stað venjulegs inn- Framhald á bls. 5 glasbotninum Maðurinn sagði . . . — Ilveitibrauðsdagarn- ir eru búnir, þegar hann segir: Við skúlum liorfa á Mannix fyrst. — lJað versta við að verða gamall er að muna eftir því, hvað erfitt var að bíða eftir að verða nógu gamall. — Sumar stúlkur hafa ennþá falinn sjarma, en ]jær fela hann ekki nærrí þvi eins vel og þær voru vanar... — Ég kalla stúlkuna mina oft flaggið mitt, af því iiún nýtur sín aldrei eins vel og á stönginni minni. — Það er margt vitlaus- ara en að senda dóttur sína á skóla í útlöndum. Hugsaðu þér livað maður sparar í símakostnað. — Ef þú reykir í rúm- inu, getur askan, sem dett- ur á gólfið, verið askan af þér. — Að segja að eittlivað sé óhugsandi er að mínu áliti óhugsandi. Fjörag lagskona Þegar Hrólfur kom, eft- ir að hafa búið í tjaldi með nýrri vinkonu austur i sveit um hvítasunnuna, spurði vinnufélagi hann: „Hvernig reyndist nýja kærastan?” „Ég hef engin orð yfir það,” svaraði Hrólfur. „Hún getur sprellað meira á fimm tommu stttut en api gæti á mílulöngum vafningsviði!” Langar skriftir Kaþólskur járnsmíða- nemi kvartaði yfir því við vinnufélaga sinn, að hann liefði þurft að eyða megn- inu af sunnudeginum í skriftamál. „Nú,” sagði félagi hans, „ég liélt að það tæki ekki nema fimm eða tíu mín- útur.” „Venjulega tekur það ekki lengri tíma,” svaraði kaþólski unglingurinn. „En ég var svo óheppinn að lenda í biðröð á eftir henni Ölínu Jóns, þegar liún var loksins l)úin að segja livað hún hefði gert með hverjum, hvar og hvenær, hvers vegna og hversu oft, hafði préstur- inn þurft að sleppa hádeg- ismatnum, tveimur mess- um og síðdegisgiflingu!” Betra en tóbak og vín Matti húkkaði i ansi snotra skvísu og fór með hana upp í herbergi til sín. Fyrst bauð liann henni sígarettu, en hún kvaðsl aldrei reykja. Svo bauð hann henni sjúss, en hún sagðist heldur ekki bragða vín. Loks bauð hann henni að leggja sig á svefnsóf- ann og það þáði hún. Tveimur tímum seinna bjóst hún til heimferðar. „Þarna sérðu,” sagði hún og lagaði á sér föt• in, „hvað hægt er að gera sér margt til gamans án þess að nota óþarfa eins og lóbak og vín!” Misskilningur Þau lágu á legubekkn- nm lieima lijá henni, og hann straúk og lét vel að leggjum hennar og lærum. „Ég elska þig,” sagði liann. „0, ástin,” sagði liún, „svolitið hærra.” „Ég þori það ekki,” svar aði liann. „Ef ég tala hærra, geta foreldrar þín- ir vaknað.” Piprað fólk Tveir hrukkóttir pipar- sveinar, Barði og Varði, kvæntust sinni hvorri gam alli piparjómf rúnni og fóru saman í brúðkaups- ferð. Árla morguns eftir brúð- kaupsnóttina, fór Barði niður i hótelanddyrið og rakst þar á Varða alklædd an, svo að hann spurði: „Hvert ert þú að fara?” Varði svaraði: „Strax og farið er að birta ætla ég að fara til læknis, því ég gat ekkert gert i nólt.” Barði sagði: „Bíddu við, þvi ég ætla að verða samferða þér... Mér kom það aldrei til hugarl” Málinu vísað frá Sæt og sakleysisleg stúlka liafði kært utan- bæjarmann fyrir nauðgun, og hann hlustaði á hana segja sína sögu af því, livernig hann hefði beitt hana ofbeldi og lýsingu á öðrum smáatriðum i sam- skiptum þeirra. Þegar dómarinn sneri sér að lionum og spurði, livort hann hefði nokkuð sér lil málsbóta, reis dón- inn úr sæti sínu og sagði: „Ég var þó ekki frekari en svo, að ég gerði það án þess að hún færi úr bux- unum.” Stúlkan spratt á fælur og hrópaði æst: „Nei, það er lýgi... Ég fór úr þeim!” Dómarinn skellti upp úr og sagði: „Málinu er vís- að frá!” Nokkrir stuttir . . . Ilann: „Ég hefði tekið mér mciri tima, ef ég hefði vitað að þú varst hrein mey.” Hún: „Ef ég hefði vitað að þú hefði nægan tíma hefði ég farið úr sokka- buxunum.” • „Ó, læknir!” sagði ung stiílka, sem lá á maganum á rannsóknarborði hans. „Þér hafið stungið hita- mælinum inn á röngum stað!” „Það er ekki rangur slaður,” svaraði læknir- inn móður. „Og þetta er ekki heldur hilamælir- inn!” • Mcðan frúin fór i nokk- urra daga ferðalag, átti maðurinn hennar að sjá um að skipta daglega um valn i gullfiskakerinu. „Hefurðu munað eftir að skipta um vatn á fisk- unum í dag?” spurði frú- in byrst, þegar Iiún kom. „Nei,” svaraði hann. „Þcir eru ekki búnir að drekka atlt vatnið, sem þeir fengu i fyrradag.” SKALLINN SKILAR ARÐI Þegar rúmlega sextugur Eng- lendingur, Charlie Smith að nafni, hafði angrað sig í fjölda ára yfir skallanum á sér, fékk hann þá snjöllu hugmynd að nota liöfuðið til auglýsinga. Nú er gamli skallinn lians orðinn honum ágæt tekjulind, og hann hefur ráð á að verða rakur, án þess að Ieggja höfuð- ið í bleyti.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.