Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.05.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 12.05.1972, Blaðsíða 3
NY VIKUTIÐINDI 3 mér beltið. Klæddi mig úr einni spjör- inni af annarri. Alveg eins og maður er vanur að gera við stúlkur. Ég var þrumu lostinn af til- tektum hennar. Ég gat ekki varizt skelfingarvotti. Þarna stóð ég skyndilega allsnakinn, meðan varir hennar strukust eftir bringu minni og niður eftir. Ég var að ærast. Það var engu líkara en ég væri allur að splundrast. Á næsta andartaki hvíldi hvíldi hún í örmum mínum. Andlit hennar ljómaði, og hún gældi við mig með blíðum, uppátektasömum, kitlandi fingrum. Munnur hennar færðist var- lega yfir varirnar á mér, og heit tunga hennar smaug inn á milli tannanna. Og svo var allt í uppnámi, meðan ég saug í mig ástríðu hennar — við hnigum saman útaf niður í rúmið, og hún lagði höfuðið upp að öxlinni á mér og hjúfraði sig eins og gælinn kettlingur, og síðan hurfum við saman inn í ó- minnissæluna. Hún kunni listina að njóta holdsins lystisemda til fulln- ustu. ÞEGAR ég vaknaði, lá ég lengi kyrr og virti fyrir mér þessa leyndardómsfullu konu, sem lá þarna sofandi við hlið- ina á mér. Hún var eitthvert sambland ills og góðs, sem ég botnaði ekkert í. Þá var barið að dyrum. Hún opnaði augun og leit á mig. Fyrst skelkuð, en svo brast hún í hlátur. — Þetta er amma, sagði hún. Farðu-fram og opnaðu. Ég smeygði mér í buxurnar og opnaði. Þarna stóð blessunin hún amma í dyragættinni. Þetta var myndarkvenmaður, kom- in af léttasta skeiðinu, og hún virti mig vandlega fyrir sér. — Þér munuð vera Juan? sagði hún. — Það stendur hehna, amma sæl, svaraði ég og kyssti hana á kinnina. Gamla konan Ijómaði öll sömun af ánægju. — Mikið lifandis ósköp var það ánægjulegt, að Pricilla skyldi lenda á yður. Ég var farin að óttast, að þér væruð einhver skuggalegur Portúgali. Hún kyssti mig á kinnina: — Við skulum bara þúast, sagði hún, og þú skalt kalla mig Florence, sagði hún og flýtti sér að rúminu til að faðma Pricillu að sér. — Ósköp ertu þreytuleg, blessað barn, sagði hún með ánægjuhreim í röddinni. — Það er ég líka, amma. — Þú hefðir líka bara átt að sjá baugana undir augunum á mér fyrst eftir að ég giftist Pétri, sagði sú gamla hreykin. Svo vildi hún endilega bjóða okkur niður í morgunverð, þrátt fyrir að Pricilla mót- mælti því ákaft á þeim for- sendum, að ég þyrfti endilega að fara burt úr borginni eft- ir klukkutíma. En amma var ekkert lamb að leika sér við. Við máttum til með að snæða morgunverð saman. Á leiðinni út sneri hún sér við í dyrun- um og leit á mig: — Hvað var það nú annars, sem þú hézt að eftirnafni? Það hafði ég að sjálfsögðu ekki nokkra minnstu hugmynd um, en Pricilla hljóp undir bagga með mér. Mér var það alveg óskiljanlegt, hvernig hún fór að því að muna alla þessa romsu, en Pricilla var nú líka sannast að segja óskiljanlegur kvenmaður, það er þó víst og satt. ÞETTA var allra hugguleg- asti morgunverður. Að honum loknum fór ég upp til mín. Síðar um daginn hitti ég Pri- cillu niðri við siindlaugina. Hún var beinlínis stórkostleg í sundbolnum. — Maðurinn minn kemur í fyrramálið, sagði hún, og ég Framh. á bls. 5. 1 AUGLÝSING FRÁ PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNINNI Póstur og sími mun í vor ráða pilta og stúlkur á aldrinum 18—25 ára til verklegs og bóklegs náms i póstfræðum á vegum Póst- og síma- skólans. Námstíminn er eitt ár og fá nemar laun meðan á honum stendur. Um framtíðarstarf er að ræða fvrir þá sem ljúka náminu. Menntunarkröfur eru stúdentspróf, verzlunar- skólapróf, eða hliðstæð menntun. Umsóknareyðublöð liggja frammi iijá dyraverði Póst- og simahússins við Kirkjustræti, en nán- ari upplýsingar gefa Kristján Helgason, skóla- stjóri Póst- og símaskólans og Rafn Júlíusson, póstmálafulltrúi, sími 26000. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 23. mai n.k. Reykjavik, 5. maí 1972. Póst- og símamálastjórnin. KOMPAN Ásatrúannenn. - Ósk um rassskellingu. Hótelvandinn leystur. - Bensínhækkun yfirvofandi. - Laun lækna. Söfnuði ásatrúarmanna vex óðum fiskur um hrygg. Sagt er að fólk segi sig nú í hrönnum úr þjóðkirkjunni, til þess að ganga í söfnuð þennan, sem með nokkrum rökum er talinn hafa lxina einu og sönnu trú. liáðagerðir eru um það að reisa veglegt hof, þar sem hægt er að blóta eftir vali eftirtalda guði: Þór, Njórð, Frey, Tý, Heimdall, Braga, Viðar, Vála, Ull, Hæni, Forseta og Loka. Safnaðarkonur geta valið milli þeirra: Friggjar, Freyju, Gefjunar, Iðunnar, Gerðar, Signýjar og Nönnu. Vart þarf að taka fram, að Óðni Alföður er hofið að sjátfsögðu helgað. Þegar hofið er risið af grunni, ráð- gerir sértrúarflokkur ásalrúarmanna að stofnsetja sparisjóð og er þegar búið að gefa honum nafn. VÆTTIN skal sparisjóðurinh heilu — Spari- sjóðurinn Vættin. 1 „Vætlina“ rennur að sjálfsögðu hoftolíur safnaðarmeðlima, og er þcg- ar fetigin áigæt reynsla af stíkú fýrir- komulagi- úr öðrum söfnnði hér á landi. Að sjálfsögðu verða menn og konur, sem þennan söfnuð fylla, að afneita guði föður, syni og heilögurn anda, en þó mun mönnum • gefum kostur á því að fara með faðirvorið á laun. Er það ekki furðulegt, að enn skuli vera verið að púkka uppá þennun Fischer? Hvar sem er í heimspress- unni, þar scm fjallað hefur verið um þetta dæmalausa einvígismál, hefur framkoma hans verið stórlega vítt og víðast hvar fordæmd. 1 stórri grein í þýzka tímaritinu Spiegel, eigi alls fyrir löngu, er á það bent, að Rússar liafi þegar sýnt undra- verða undanlátssemi, en að Fischer beiti taktískri fýlu, eins og það var orðað. Fischer virðist hafa lært fram- komu af þungavigtarþursum í boxi, en þeir eru jafnan með kjaftinn uppi og kokhraustir með afbrigðum fyrir keppnir. Þá hefur ágirnd mannsins gengið svo fram úr hófi, að trúlegt er að flestir óski þess af heilum hug, að Spasskí rasskelli þetta ógeðfellda skákséni. allar líkur virðast nú benda til, eru hótelvandamálin því sem næst óleys- anlcg; en stórmerk hugmynd hefur komið fram til lausnar á þeim vanda. Þar sem bjart er allan sólarhring- inn er upplagl að tvísetja í öll hótel- herbergi og ræsa gestina bæði kvötds og morgna — með þeim ummælum, að til dæmis klukkan álta að kvöldi, sé klukkan átta að morgni! Síðan verða einhverjir fengnir til að leika Fischer og Spasski á nóttunni (það fær hvort sem er enginn að koma nándar nærri þeim), en þeir sem eru svo lieppnir að vera ræstir á morgti- anna fá auðvitað að berja kappana sjádfa augum á daginn. Svona mætli hæglega leysa hótel- vandann í sambandi við einvígi Fisch- ers og Spasskís í Reykjavík. Talið er að bifreiðaeigendur séu ekki ýkja hrifnir af rikisstjórninni þessa dagana; og þá ef til vitl ekki heldur hinir, sem Iwfðu hugsað sér að kaupa bít á næstunm. Það gengur sem sagt fjöllunum hærra, að nú eigi bensinlítrinn að hækka upp i 26 krónur. Hvað sem er hæft i þessu, þá er talið að vissara sé fyrir þá í ríkis- stjórninni að láta sér koma vel sam- an, því tæplega horfði vænlega fyrir henni, blessaðri, ef ganga þyrfti til kosninga i haust. Nú er það löngu vitað að ef móiið verður haldið hér i sumar, eins og Er það ekki furðulegt, hvað fólk er hneykslað yfir kröfum lækna? Það er eins og allir haldi að læknar geti frekar en annað fólk lifað af einhverj- um sultarlaunum. Talið er fullvíst, að hver einasti sér- fræðingur með sæmilegan praxís hafi vel rækilega hundrað þúsund króna mánaðarlaun, og flestir slaga þó hátt í hundrað og fimmtíu þúsund. Það er ekld að undra, þótt þessi láglaunastétt segist bara pakka sam- an og fara, ef þeir fái ekki kaup- hækkun. Þeir segjast raunar sjálfir vera gjaldgengnir, hvar sem er i ver- öldinni, og hvers vegna þá að hanga hér? 4SSA. ^VUWVVUVMWVVWUVUWUVVWWVVVVWVUVWUVVUWVVAAJVUVUWWWWVVVWVUVVVVVU

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.