Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 07.07.1972, Qupperneq 2

Ný vikutíðindi - 07.07.1972, Qupperneq 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI Ma.i'giix'ite Kfitir Romono Gregorio NÝ VIKUTÍÐINDI tJtgefandl og ntstjóri: Geir Gunnarsson Ritstjórn og augiýsingax Hverfisgötu 101A, 2. hæð Sími 26833 • Pósth. 5094 Prentun: Prontsm ÞjóðviljanB Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin — Hún amma mín það sagði mér Þegar maöur les hina gull vægu samtalsbók Laxness og Matthíasar Jóh., — sem raunar Matthías á varla minna í en Nóbelsskáldið, — þá er áberandi hvað Laxness ber sér í munni orð gamalla og góðra kvenna. Þrátt fyrir það þótt frum- leg vizka velli úr skáldun- um í þessari bók, þá siluf einhvern veginn í manni setning um vinnu, sem nú er naumast hugtak lengur. Hvernig i fjandanum sem á þvi stendur virðast engir vilja vinna nema sem fæsta klukkutíma i viku — og þá með löngum liléum í kaffi og mat. Maður hittir helst ekki mann, nema liann sé í fríi, ef hann er á föstu kaupi! Það er litið á klukkuna — og það er skoðað i vinnu löggj af arbókina. Áhugi og húsbóndaholl- usta er ef til vill fyrir bí hjá uppalendum verkalýðs- forustunnar. Fók taldi til skamms tíma að vinnan væri sjálf- sögð og flestir höfðu ánægju af að erfiða. Það veitti lífsfyllingu. 1 áður greindri hók segir Laxness við Mattliías, að sér hafi orðið Ijóst að á dögum, þegar Innansveitar- krónika hans gerðist, hafi ekki verið húið að finna upp hugtakið erfiði. Er vitn- að i blaðaviðtal við bónda austur í Öræfum, þar sem segir frá því, hvernig þar þurfti að berjast við sanda, jökla og stórfljót, þótt þeir væru ekki nema að reka lömb. „Hvernig gat nokkur mað ur staðið í því að bera lömb fram og aftur um Vatnajökul eða vaða með þau yfir illfærustu fljót Ev- rópu?“ spyr skáldið. Þegar hóndinn var spurð- ur, hvort þetta hefði ekki verið erfitt, svarar hann: „Annars lield ég að það sé nýtilkomið að tala um erfiði, a.m.k. hér um slóð- ir.” Það er annar hugsunar- háttur i dag. Ömmur okkar og afar sóttu lífsánægju í starf en ekki frístundir. Það hefur Laxness áreið- anlega látið sér að lcenn- ingu verða frá þvi hún amma hans sagði lionum sögur sínar. NEI, Margurite var alls ekki fyrir mig. Augu hennar beind- ust í aðrar áttir, og síðan ég ákvað að láta hana sigla sinn sjó gef ég henni alls ekkert rúm í huga mínum. Hún lifði og hrærðist fyrir augum mín- um, án þess að það raskaði jafnvægi mínu hið minnsta. Ég var farinn að líta á hana sem eins konar skrautbrúðu, er gegndi því hlutverki einu að vera til prýði í hinu daglega umhverfi. Ég man alla söguna eins og hún hefði gerzt í gær. Sólin hafði skinið í heiði, heit og björt, allan daginn, og bráð- vatnið glitraði á svölunum und ir suðurhliðinni. Hin djúpa mjallhvíta snjóbreiða, er hvíldi yfir öllu jafnt, hafði loks sig- ið ofurlítið. Allir gestir hótels- ins höfðu safnazt saman í sól- baðsstólunum undir suður- veggnum til þess að njóta þessa fyrsta, langþráða vor- boða. Margurite var eins og venjulega mitt í hópi ungra tízkugemlinga, sem kepptust um að sýna henni aðdáun sína. Hún naut þessa sýnilega af öllu hjarta. Það var auðheyrt á hlátri hennar, ofurlítið þótta- legum, en eggjandi — auðséð á því, hvernig hún gerði sér far um að láta fagrar línur 1-íkamans-verða sem mest áber- andi, án þess að setja sig í dónalegar stellingar. Það gat þy.ei;i.pg, gjnn séð, að þarna var komin heimsdama, sem vissi upp á hár, hver hún var og hvað hún mátti bjóða sér. Frá því að ég þóttist fullviss um það, að ég hefði verið strik aður út af aðdáendalista henn- ar, forðaðist ég að dást að fegurð hennar, forðaðist eftir mætti, en þrátt fyrir það stóð mynd hennar, ávallt Ijóslifandi fyrir sjónum mínum og virtist óafmáanleg. Þegar bjallan hringdi til mið degisverðar og madame René tilkynnti hatiðlega, að villi- svínasteikin stæði þegar á borðinu rjúkandi, flýttu allir gestirnir sér sem mest þeir máttu inn í matsalinn, en ég sat einn eftir í legustól mín- um. Ekkert jafnaðist á við villisvínasteik madame René, það var almennt viðurkennt, en Þrátt fyrir það fann ég ekki til magans. Þvert á móti var ég skyndilega gripinn djúpri löngun til þess að vera einn um stund þarna úti í órofinni þögn náttúrunnar, sem var enn áhrifameiri vegna þess hve skyndilga hávært skvaldur gestanna hafði þagnað. Frá hinu litla alpahoteli var dá- samlegt útsýn yfir dalinn og bæinn með hinum myndríku býggingu. Ég gat stöðugt dáðst meira og meira af hinum ó- endanlega litaleik á himninum yfir tindum Alpafjallanna, og blátær hreinleiki fjallaloftsins sveif á mig eins og létt, ilm- andi vín. Ég sat einn þarna úti á með- an á miðdegisverðinum stóð. Þegar ég loks stóð á fætur og gekk yfir að stóru vængjahurð inni, stóð Margurite þar og var að draga á sig skíðahanzk- ana. — Þér hafið valdið madame René miklum vonbrigðum, hr. Lancastei, sagði hún. Hún er farin að telja sér trú um, að hún kunni ekki lengur að búa til villisvínasteik. Hún sendi mér eitt af sínum dularfullu og eggjandi augna- tillitum. — Það þykir mér leitt, sagði ég þurrlega og reyndi að láta líta svo út, sem ég hefði ekki tekið eftir augnaráði hennar. — Þér megið ekki- særa hana. Hún er svo tilfinninga- næm. — Þannig eru nú franskar konur einu sinni gerðar, ung- frú, svaraði ég. — En hvað þér sögðuð þetta af mikilli sannfæringu! Þér hljótið að þekkja þær mjög vel. — Nei, ekki eins vel og am- rískar, en ég tek franskar fram yfir. — Dæmalaust fallegt af yð- ur að segja það! Ég lét sem ég hefði ekki heyrt háðshreiminn í rödd hennar. — Ég dáist að hinum sér- stæðu töfrum þirra, en ... — Ó, svo hún var þá frönsk! — Hver? Hún hló í hluttekningartón og lyfti velsköpuðum brúnum sínum glettnislega. — Þér eruð líklega einmitt rétta manngerðin handa þeim! Ég gerði mig einmitt líkleg- an til þess að fara, en þá benti hún skyndilga ofan eftir daln- um. — Hafið þér séð hvilíka lita dýrð fyrr? sagði hún. Ég leit þangað sem hún benti og kinkaði kolli. — Þér eruð listamaður, eða er ekki svo? hélt hún síðan áfram. Af hverju sjáist þér aldrei mála hér innan um alla þessa fegurð? —Ég er hingað kominn til þess að slaka dálítið á spennu daglega lífsins, ungfrú. Pensla og pallet skildi ég eftir heima í New York, lokað vandlega inni i skáp. Hún sló höndunum létt sam- an og dró andann djúpt að sér. — Ég er að hugsa um að fara upp að togbrautinni. Það- an sér maður næstum því all- an heiminn! — Ég vildi ráða yður frá að gera það. Snjórinn er far- inn að losna á tindunum eftir þessa síðustu hlýviðrisdaga, og það er ekki ólíklegt að snjó- flóðin fari að hlaupa hvenær sem er. Hún beit létt á vörina og geislaði frá sér öllu magni töfra sinna. — Ó, hvað það er spenn- andi! — Tæplega, ungfrú, þegar betur er að gætt. Að minnsta kosti kremst maður áreiðan- lega á allt aðra skoðun, þegar maður er að kremjast undir margra tonna þungu snjófargi- — Þér eruð óþolandi, sagði hún heiftúðug og gekk hröð- um skrefum niður tröppurnar. Fagrar mjaðmir hennar vögg- uðust þrjózkulega, er hún gekk ofan stíginn. Út um gluggann á herbergi mínu sá ég, er hún spennti á sig skíðin og hélt af stað upp eftir hlíðinni í áttina til tog- brautarinnar. Hinn risavaxM brautarturn bar við hvíta snjó- breiðuna eins og nakinn varð- maður, skimandi eftir hinum hvíta, þjótandi dauða, sem gat fyrirvararlaust brunað niður bratta hlíðina með ógnþrungn- um drunum. Fjallið hvíldi í blátærum skugga sjálfs síns. Litirnir yfir fjallsegginni voru orðnir sterkari en áður, en gegnsæir og tærir eins og krist all. Ég fylgdi henni eftir með augunum, unz blámóða fjar- lægðarinnar gleypti hana. Síð- an kastaði ég mér upp í rúm- ið og lokaði augunum. Ég vaknaði með andfælum við ógurlegar drunur, sem féllu með ógnarþunga yfir dal- inn, næstum því eins og á- þreifanlegur hlutur. Mér fannst sem veggirnir þrýstust inn, sem húsinu værí'svipt af traustum grunni sínum og varpað ofan í heljardjúp. Mér várð fyrst af öllu hugsað tu Margurite. Ég þaut niður í for-

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.