Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 25.08.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 25.08.1972, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI 7 falli, og reyndi nú á hana, meðan flokkur lögreglumanna reyndi að grafa upp forsendur fyrir brottflutningi hans úr landi. í skugga Kauphallarstrætis, í felum bak við blækur og sýndarfyrirtæki, hélt Rubin- stein sókn sína. Hann varð að fara hljóðlega, en framkvæma fljótt. Hljóðlega, af því að nafn hans gat komið í veg fyr- ir viðskipti, og fljótt, af því að hann gat átt á hættu að vera fluttur úr landi á hverri stundu. Hann var farinn að fá nokk- ur hótunarbréf á viku, og nokrum sinnum var ráðist á hann 4 götu. Dagleg störf hans fólust raun verulega ekki í öðru en hvíld- arlausum þeytingi milli skrif- stofu, svefnherbergis og dýr- ustu næturklúbbanna, í fylgd með t.veim-þrem mismunandi stúlkum. Aðallega var það næt urklúbbssöngkona ein, sem naut hylli hans. Hann snæddi hádegisverð með henni daginn, sem hann var myrtur, og það flaug fyrir, að hann hefði ætl- að að kvænast henni. En það var svo sem annað kvenfólk með í spilinu. Að kveldi miðvikudagsins 26. jan- úar 1955 hélt hann til lúxus- villu sinnar í fylgd með einni hinna fáu dökkhærðu stúlkna, sem hann umgekksa, 26 ára gamalli afgreiðslustúlku. Hún fór þaðan eftir klukkutíma og klukkan tvö um nóttina hringdi Serge til annarrar, og virtist hann bæði taugaóstyrk- ur og vonsvikinn. Hefði hún farið til hans, hefði hún ef til vill komið í veg fyrir morð Káiis, eðálátið lífið ásamt hon- um. — Þegar hann hringdi — þetta siðasta simtal sitt a ævinm — voru fjórar aðrar manneskjur í húsinu. Áttræð móðir hans og gömul frænka hans, frú Genia Forrester, sváfu á næstu hæð fyrir ofan, en enski þjónn- inn, Morter að nafni, og þjón- ustustúlka, sváfu á næstu hæð fyrir neðan híbýli hans. Klukkan fimmtán mínútum fyrir níu morguninn eftir, kom þjónninn að bónda sínum látn- um, er hann að venju kom inn til hans með morgunverð. Serge Rubinstein lá við upp- tætt rúm sitt, svört silkinátt- fötin voru sundurrifin, og hann var rækilega fjötraður á höndum og fótum. Þegai þjóninn laut niður að honum, sá hann, að heftiplást- ur var límdur yfir munninn og andlit og háls var hroðalega klórað. Það var ekki minnsta lífs- mark með honum, og allt var á rúi og stúi í svefnherberginu. Pappír hafði verið dreift yf- ir gólfið, skúffur höfðu verið dregnar fram og rótað í þeim, húsgögnum velt um koll. Mort- er tók þegar símann og hringdi til lögreglunnar. — ★— HVORKI morðdeildin né læknirinn gátu slegið því föstu, hvenær um nóttina morðið hefði verið framið. Serge hafði kafnað, hvort sem það var af völdum plástursins yfir varir hans eða vegna þess að höfði hans hefði verið þrýst niður i koddana. Klóraður líkaminn og sundurtætt náttfötin bentu til þess, að hann hefði veitt MROSSGÁT an LÁRÉTT: 1 Farartæki 5 kynngikraftur 10 á fæti 11 einig á fæti 12 gallalaus 14 prúð framkoma 15 peninganna 17 hamingju 20 leikfangið 21 skot (þf.) 23 fylgdarlausar 25 erlendur titill 26 runnið 27 angrar 29 óðra 30 yfirnáttúruleg vera 32 gera við 33 ganar 36 atgangur 38 iðka 40 stéttar 42 draugur 43 eignarjarðir 45 konungsnafn norskt 46 skelfileg 48 hafðir í hyggju 49 grimmileg ásýndum 50 forsetning 51 játun 52 afmarkaða 53 nagdýr á meginlandinu LÓÐRÉTT: 1 æskurjóð 2 heimskra 3 hreinsa 4 angan 6 stíf 7 snjáða 8 gamanið 9 synjaði 13 stúlka 14 snöggur 16 sláturdýr 18 forfaðir 19 veizla 21 gaf frá sér dúfnahljóð 22 menntastofnun 24 bjó undir vefnað 26 fara hart 28 fara á sjó 29 iðka 31 bragðgóða 32 þolanleg 34 ósanngjörn 35 upphlaup 37 loðna 38 sjófugl 39 gælunafn á dreng 41 upphafsstafir skólastjóra 43 einhleyp 44 láta af hendi 46 galar 47 draug SÖNGVARAR KRISTBJÖRG LÖVE OG GUNNAR INGÖLFSSON V BORÐPANTANIR I SlMA 22322 EÐA 22321 BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 21.00 KVÖLDVERÐUR FRAMREIDDUR FRA KL. 19.00 með þeirri fyrstu, kvöldverð með þeirri næstu og hringt til þeirrar þriðju. Allar þrjár höfðu pottþéttar fjarvistarsann anir á þeim tíma, sem álitið var, að morðið hefði verið framið, en það var milli tvö og fjögur um nóttina. Adams lögreglufulltrúi setti fimmtíu af starfsmönnum sín- um í að leysa morðgátuna, en það reyndist ekki auðunnið verk. Að minnsta kosti fjórir af- brýðisamir herramenn flæktust inn í málið, en Rubinstein hafði - farið með unnustur þeirra með sér heim og lofað að kosta óperettur, kvikmynd- ir, skautasýningar og nektar- sýningar, auk þar sem þær áttu að leika aðalhlutverkið. Auk þeirra féll svo grunur á herskara af kaupsýslumönnum, sem nöfðu misst fé sitt, stöðu og virðingu í viðskiptum við hinn myrta. Loks komu svo allar stúlkurnar, sem hann hafði notað og hent síðan frá sér, og svo undirmenn hans, sem hann hafði móðgað eða rekið. Sjaldan hafa nokkrir lög- reglumenn átt í öðru eins erf- iði og þessir fimmtíu, sem Ad- ams setti í starfið. En þeir börðust við tröll, sem á uxu tvö höfuð fyrir hvert, sem höggvið var af! — Hvernig á að vera hægt að hafa upp á morðingja manns, sem átti jafn marga ó- vini? andvarpaði einn þeirra. Og orð Rabbíans, sem jarð- söng hann, voru eins og berg- mál: — Gáfur hans voru ekki nógu miklar til að skilja það, að peningar eru góður þjónn, en slæmur húsbóndi, og að ást verður að vinna fyrir, hana er ekki hægt að kaupa. — ÞEGAR lögreglan yfirheyrði nánasta samstarfsmann Rubin- stein — kauphallarbraskarann Stanley, — fékkst enn ein ástæða til morðsins. — Þarna voru leigumorðingj ar að verki, sagði Stanley. Ein- hver keppinautur hans á við- skiptasviðinu hefur verið að losa sig við hættulegan keppi- naut. Framh. á bls. 5 ÞESSI NÝJA HLJÖMSVEIT VERÐUR AN EFA HRÖKUR ALLS FAGNAÐAR I REYKJAVlK. sem snöggvast í hana og and- varpaði og sagði síðan: — Hvar í ósköpunum eigum við að byrja? í bókinni voru á þriðja þús- und nöfn. Þar voru bankastjór- ar, verðbréfabraskarar, iðju- höldar, næturklúbbaeigendur, veðhlaupaknapar, blaðamenn, einkaspæjarar, lögfræðingar — og þarna voru nöfnin á fólki. sem Rubinstein hafði mútað, móðgað, auðgað og féflett, fólki, sem hann hafði smjaðr- að fyrir, kúgað, gert greiða, svikið eða hjálpað, fólki, sem hann hafði eyðilagt, var að féfletta eða ætlaði sér að fé- fletta. Og það mátti heita, að hver einasti væri grunsamleg- ur á sinn hátt! -★- í FYRSTU beindi lögreglan athugunum sínum fyrst og fremst að stúlkunum, þrem, sem hann hafði verið með sein- asta daginn, sem hann lifði. Hann hafði snætt hádegisverð öfluga mótspyrnu. Engu að síð- ur hafði hann ekki megnað að hrópa á hjálp, sem hlaut að merkja það, að árásin hafði komið honum að óvörum. En hvernig hafði morðinginn komizt inn í húsið? Dyr og gluggar höfðu ekki verið sprengd upp, og enginn í hús- inu hafði opnað fyrir neinum þessa nótt. Lögreglan leit svo á, að þrír möguleikar væru fyrir hendi: Rubinstein hefði sjálfur hleypt morðingjanum inn. Morðinginn hefði haft lykil að útidyrun- um. Morðinginn hefði beðið hans, þegar hann kom heim. Nú voru harla litlir mögu- leikar á öðru en morðingjarnir hefðu verið tveir eða fleiri, þar sem einn maður hefði naumast megnað að þagga nið- ur í honum og bundið hann, meðan hann barðist um. Rubinstein gat hafa fengið símhringingu, og opnað dyrn- ar fyrir gesti, sem hann kærði sig ekki um að láta þjónustu- fólkið vita um., Dyrnar gátu líka hafa verið opnaðar að ut- anverðu, því að Rubinstein hafði fengið mörgum stúlkum lykil að húsakynnum sínum. Hver þeirra, sem var, gat hafa notað lykil sinn, eða lánað hann öðrum. Á þriðja mögu- leikanum virtust í fyrstu harla litlar líkur, en þær jukust verulega, er lögreglumennirnir höfðu rætt við móður hans og frænku. - Bájðar minntust þ^r þess,. að hafa séð ókunna stúlku á tröppum hússins um eitt-leytið, — rétt áður en Rubinstein kom heim með Estelle Gardn- er. Þær voru því vanar að sjá ókunnar stúlkur í húsinu, en þær vissu ekki, að Serge væri ekki heima. Þessi ókunna stúlka gat hafa hleypt morð- ingjanum inn. En því miður mundu gömlu konurnar ekki það greinilega eftir stúlkunni, að þær gætu lýst nenni, eða slegið því föstu, að það herði verið nóttina, sem morðið var framið, sem þær sáu hana. — ★ — RÖTÍÐ í svéfnherbergi Serge béhti til þess, áð rán- morð gæti ,vxið að ,XÆða. En’ þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós, að engra verð mæta var saknað. Annað hvort höfðu morðingjarnir rótað til i því skyni að láta líta svo út, sem um ránmorð væri að ræða, eða þá þeir höfðu leitað að og fundið eitthvað það, sem ekki var á allra vitorði, að verið hefði í eigu Rubinstein. Enn þann dag 1 dag er ekki vitað, hvað það getur hafa verið. Og sá fjársjóður Rubinstein sem girnilegastur getur talizt — dagbókin hans — var ó- snert á sínum stað í skápi. Fulltrúi í morðdeildinni leit NÝ HLJÖMSVEIT JÓNS PALS, I VlKINGASAL.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.