Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.11.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 24.11.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Illkveiidið FrrirniTiid Mylady í skáldsögunni „Skytturnar” eftir Alexander Dumas Árið 1630 fæddist á heimili aðalsmanns nokkurs í Frakk- landi litil stúlka, sem átti eft- ir að verða skínandi fögur kona. Á fornum skjölum stend ur að hún hafi verið litil á vöxt, er> dásamlega vel vaxin, haft hrífandi fagurt andiit með næstum alltof reglulega and- litsdrætti, og síðar kom í ljós, að þeita litla andlit gat aldrei orðið fyrir neinum áhrifum af innri tilfinningum. Yfir allri persónu hennar hvíldi blæja barnslegs sakleysis. Hún var tíguleg í fasi og greind og sýndi næman skilning á vanda- xnálum samtíðar sinnar. Þessi yndislega vera hét Marie de Brinvilliers. Þegar hún var aðeins fjörutíu og sex ára gömul var hún dæmd tii dauða fyrir að myrða bæði föður sinn og bræður, og rétt- arsagan mun lengi geyma mál hennar, sem eitthvert hið óhugnanlegasta hryðjuverk í Frakklandssögu, sem annars er furðu auðug af hryðjuverkum. En heimsfrægð hlaut Marie ekki íyrr en Alexander Dumas hafði fest minningu hennar á pappírinn í mynd hinnar iilu Mylady í hinni ódauðlegu skáldsögu sinni „Skytturnar“. Hvernig mátti það svo ske, að ung stúlka, með hæfileijrg og aðstöðu Marie de Brin- villiers hlyti slík örlög? Skýi- inganna verður að leita í hen.n- ar eigin orðum, eins og þau eru skráð í játningu hennar. Ég fékk beztu menntun, sem hægt var að fá í öllum heim- inum, bæði í tungumálum og ótal öðrum námsgreinum. En enginn hafði nokkru sinni fyr- ir því að segja mér, að til væri nokkuð, sem héti trú og sið- gæði. Flokkar aðdáenda hópuðust um hina fögru Marie d’Aubray, eins og hún hét fyrir hjóna- band sitt, og hún sneri sig út úr hverju hneykslismálinu á fætur öðru. Þegar hún var tuttugu og eins árs, giftist hún þeim aðdáenda sinna, sem bar glæsilegustu nafnbótina, — og líklega einnig minnsta persónu. Það var de Brinvilliers mark- greifi, sem komst hvergi nærri til jafns við konu sína um gáf- ur og hafði lifað í engu minní lausung en hún. Allir tilbáðu Marie eins og gyðju — einnig hermennirnir i herdeildinni, sem Brinvilliers var offursti yfir. Og meðal þeirra var ungur og fríður liðs- foringi, Gaudin St. Croix að nafni, maðurinn, sem gat hrós- að sér af því, að vera sá eini, sem Marie hefði nokkru sinni elskað. Hún var sem bergnum- in af honum og gaf honum allt, sem hann æskti eftir. Eig- inmaður hennar vissi fullvel um þetta ævintýri hennar og lét sig það engu skipta, og þeg- ar húr. um síðir bað hann um skilnað, lét hann henni hann eftir, — honum hafði reynzt þessi fagra kona fulldýr gleði, þegar tii lengdar lét. d’Audray gamli hafði hins- vegar ekki neinn sérstakan á- huga á því að dóttir hans op- inberaði samband sitt við unga liðsforingjann, og með því að nota kunningsskap sinn við hirðina, fékk hann því til leið- ar komið, að ungi maðurinn var hnepptur í fangelsi. Ekki grunaði föður Marie. að þessi fangelsun ætti eftir að valda honum dauða nokkrum árum síðar. Hann tók dóttur- ina á ný í sinn föðurlega faðm og henni var fyrirgefið allt. Hún hagaði sér nú eins og ímynd hins meydómslega hreinleika og sýndi föður sín- um í hvívetna dótturlega um- hyggju og blíðu .Hún hét hon- um því að hún skyldi aldrei hitta St. Croix aftur, en innst inni hló hún — hinum örugga sigurhlátri hinnar slægu konu. Meðan þessu fór fram á heimili Marie, eignaðist St. Croix kunningja í Bastillunní, og fékk stuðning hans til þess að leggja grunninn að harn- ingju sinni og ástkonu sinnar, — að því er hann hugði. Þessi kunníngi var hinn illræmdi af- brotamaður Exili, sem talinn var kuima svartagaldur, — af honum lærði hún eiturbyrlun. Menn verða að minnast þess, að á þeim tíma voru lækna- vísindin skammt á veg komin, og erfitt var að sanna að um eiturbyrlun væri að ræða við tortryggileg dauðsföll. Eitrið var pví að dómi St. Croix hið rétta verkfæri til að myrða svo að ekki kæmist upp. Eitr- ið, sem hann blandaði, var þessháttar, að það var ekk; bráðdrepandi, heldur leiddi til dauða á all-löngum tíma. Þegar St. Croix slapp úr fangelsinu eftir eins árs inni- setu, fannst honum heimurinn liggja flatur fyrir fótum sér, og hann hvíslaði leyndarmál- um sínum í eyru Marie, þar sem hann lá í faðmi hennar. Þau héldu áfram að hittast, en að þessu sinni með leynd, því að nú fannst þeim mikið í húfi að engan skyldi gruna neitt. d’Aubray gamli, sem alla ævi sína hafði getað stært sig! af hestaheilsu, varð skyndilega, veikur, og Marie vakti vi'5 hlið hans nótt og dag og leyfði engum öðrum að koma þar nærri. Faðir hennar var hrærð- ur af umhyggju hennar, milli kvalakastanna, en elzti sonur hans, Antonie, ól með sér ekki svo ástæðulitlar grunsemdir um dótturblíðu hennar. Faðir hennar sveif milli heims og helju í þrjá mánuði. og á þessu tímabili gaf Marif dóttir hans honum hvorki meira né minna en 35 skammta af hinu banvæna eitri, sem St. Croix hafði blandað. Og er hann lézt, þá var sorg hennar fögur og sker- andi. Hún hlaut auðvitað talsverð- an arf eftir föður sinn, en mestur hluti eignanna rann þó til sonarins, Antoine. Því var það, að þau urðu að ryðja hon- um úr veginum líka til þess að hún gæti haldið áfram að lifa í allsnægtum, enda gekk arfshluti hennar fljótt til þurrðar. Antonie bjó með yngra bróð- ur sínum, Francois, og báðir voru mjög tortryggnir í garð systur sinnar. Þá fann Marie upp á því snjallræði, að koma því svo fyrir, að þjónn St. Croix gengi í þjónustu þeirra bræðranna. Hann var svo tek- inn í félagsskapinn, og ekki leið á löngu þar til bræðurnir dóu af undarlegri eitrun. Þegar tímar liðu fram, varð lukkuriddarinn St. Croix stöð- ugt fégráðugri og ágjarnari. Honum nægði ekki lengur ást Marie, og hún gerði sér Ijóst, að ekki mátti mikið út af bera, til þess að hann gerði ekk; ráðstafanir til að ná eignar- haldi á fjármunum hennar. Þegar hún ræddi málið við hann, hótaði hann henni að koma upp um hana. Hún reyndi þá að drepa hann, tókst ekki. Forlögin komu henni þó til hjálpar nokkru síðar í þessu efni. Dag nokkurn, þegar St. Croix vann að eiturblöndun sinni, missti hann af sér hlífð- argrímuna, sem hann varð að bera tii verndar gegn eitrinu, og dó kvalafullum dauðdaga. Þegar lögreglan kom á vett- vang, fann hún sönnunargögn gegn Marie, og hún varð að flýja upp á líf og dauða til Englands. Svo skjótt varð hún Drottinn ornar sér við hjart-a mannsins, þegar hann biður. — John Masefield. ★ Gerum ráð fyrir, að forsæt- isráðherra Engiands segði við okkur: „Hér er stort bál — og 500 smábörn, sem ég skipa ykkur að fleygja á bálið.“ —| að hypja sig, að hún fékk ekki tóm til að sækja skjöl sín, — meðal þeirra fannst, hvernig sem á því stóð, — nákvæm og sunduiliðuð játning hennar, skrifuð eigin hendi. Frakk landskonungur tilkynnti Eng- landsstjórn, hversu ástatt var um konu þessa og bað um að hún yrði afhent frönskum yf- irvöldum, en henni tókst enn- þá einu sinni að flýja, — að þessu sinni til Belgíu, þar sem hún settist að í klaustri. Ungur franskur liðsforingi, des Grais, tók að sér að hand- taka Marie, og tókst það með ýmiskonar bragðvísi. Á sinni síðustu ferð, — til Parísar, — reyndi hún að heilla fanga- vörðinr. og, þegar það tókst ekki, að fremja sjálfsmorð. En hinn árvakri des Grais hindr- aði tiana í hvorutveggja. Málaferlanna verður lengi minnzt. Salurinn var troðfull- ur af áheyrendum. Þar voru æðstu og ríkustu menn lands- ins og skemmtu sér eins og um skopleik væri að ræða. Marie hlustaði róleg á hina hryllilegu ákæru, en þegar játning hennar sjálfrar var les- in upp ,neitaði hún eindregið; einhver, sem vildi ryðja henni úr vegi, hefði skrifað þetta, því það væri ekki ögn af sann- leika 1 því. Hún horfði fast á dómarann, töfrandi augum sín- um ,og töfraði alla tilheyrend- urna með látbragði sínu. En nú skeði það í fyrsta sinn í lífi Marie de Brinvill- iers, að henni tókst ekki að bægja frá sér sannleikanum með einni yndislegri hand- hreyfingu. Sannanirnar fyrir sekt hennar lágu fyrir, glögg- ar og ómótmælanlegar. Hún var sek fundin og tekin af- lífi í júlímánuði 1676. Enginn okkar mundi hiýðnast slíkri skipun. En hver er mun- urinn á því, að taka 500 smá- börn og varpa þeim á bálið eða h’mu að varpa eldi úr flug- vélum ofan á vamarlausa borg, þar sem ekki einungis era 500 smáborn, heldur og íjöldi af öðru folki. Það er þetía, sem nútímastyrjöld táknar. — Enskur flugliðsforingi. ORÐSPEKI ; |l|g|§|||Í| ISLANDS í desembermánuði gilda sérstök jólafargjöld frá útlöndum til fslands. Farseðill með Flugfélagi íslands er kærkomin gjöf til ættingja og vina erlendis, sem koma vilja heim um jólin. 30% afsláttur af fargjöldum frá útlöndum til íslands.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.