Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 24.11.1972, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 24.11.1972, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI 7 Hridge- |%áttur Allir utan hættu, norður gefur. Norður A G 10 5 V K 6 3 ♦ Á D 5 4 * K G 7 Austur A D 8 6 3 V Á G 7 4 ♦ 6 3 2 * 10 5 Sagnir gengu þannig: Norður sagði 1 tígull, Aust- ur pass, Suður 2 grönd, Vest- ur pass, Norður 3 grönd og all- ir pass. Útspil spaðatvistur. Ef viðskiptavinir, treysta ekki hver öðrum, þá dafna við- skiptir ekki. Eins er það í bridge Ef makker þinn biður þig að fórna háspili, þá átt þú að gera það í þeirri föstu trú, að hann hafi gilda ástæðu til þess; er. blindar fórnir skalt > láta eiga sig. Þar eð þú ert hluthaíi í félagsskapnum, þa hefur þú rétt til þess að hugsa hlutina til enda. Vestur spilaði út spaða 2 gegn þriggja granda samning' Suðurs. Blindur lét G, Austur hlunkaði D á hann, en K Suð- úrs gleypti slaginn. Auðvitað var Austur að reyna spila lit makkers síns góðan, en þetta var blind fórn .... cg kostnaðarsöm. Við göngum út frá því að Vestur hafi spilað út frá fjór- lit; þá á Suður aðeins tvo spaða. Það gætu verið tveir lágspaðar og í því tilfelli á D slaginn.-En Suður hefur sagt tvö grönd og þess vegna er sánngjarnt að álíta að hann eigi að minnasta kosti einn hæsta ef ekki tvo. Spaðar Suðurs hljóta því að vera Á-K eða Á-x eða K-x. Séu þeir Á-K, tapar Austur slag á því að láta D. Séu þeir Á-x, þá skiptir ekki máli hvað Austur lætur, því Suður fær alltaf tvo slagi á litinn. Séu þeir K-x, þá kostar það aftur slag að láta D. LÁRÉTT: 1. sælgæti 7. skauzt 12. fátæk 13. telja 15. utan 16. vændi 18. þreyta 19. látæði 20. verzlun 22. dýra 24. tel úr 25. hreinsað 26. svört 28. ellimörk 29. greinir 30. keyrði 31. óhreinka 33. guð 34. frumefni 35. víxlarar 36. spil 38. fæði 39. renna 40. eignast 42. verkfæri 44. skáldskapur 45. pára 48. korna 49. dveljast 50. aska 52. ógnar 54. ný 55. skóli 56. hjárænulegar 59. skammst. 60. gista 63. egnt 65. sannar 66. snarráð LÓÐRÉTT: 1. ræfri 2. eldstæði 3. rabb 4. bæta við 5. verk 6. þrjótur 7. leit 8. kreisti 9. slít 10. bardagi 11. þjarkar 12. févana 14. yfirgefin 16. reikull 17. ljótur 20. eldstæði 21. hnoðri 22. tvíhljóði 23. flana 26. þrjót 27. moka 31. flana 32. keyra 35. óvænlegur 37. vökvinn 38. nokkur 41. feður 42. afkastað 43. leiðslur 46. guð 47. grastoppur 51. hræðslu 53. siðað 57. sigað 58. svar 61. veizla 62. duft 63. leyfist 64. skammstöfun KROSSGÁTAN Li_ 2 y « zt * 1 1“ 19 F r 5 6*1? ili 21I 1 mmaa d f L j UO <*b 52 J ii (framhald af bls.3) borðið hjá mér, og sagði, að nú væri aðeins einn eftir. Þeg- ar ég hafði farið yfir listann minn, brá mér ónotalega i brún. Síðasti lykillinn gekk að skírlífisbelti hertogaynjunnai sjálfrar. — Sigur, sem setur heiðurs- kransinn á herferð mína, sagði hann hlæjandi, þegar hann sá skelfingu mína. — Þetta er hreinasta vitfirr- ing, hugsið um hallarvörðinn. Þér verðið tekinn og drepinn' Austur ætti því að láta spaðaáttuna í gosann og gefa þar með til kynna að hann vilji litinn áfram, næst þegar vestur kemst inn. í rauninni voru spil Suðurs AK7VD10 24KG87 * D 6 4 3, og hann var ekki í neinum vandræðum með að fá níu slagi — með dyggi legri aðstoð Austurs. — Ástin finnur alltaf ein- hverjar smugur, sagði hann léttilega. Daginn eftir kom til mín gömul kerling til að fá háls- festi hjá mér. Þegar hún fór, sá ég að hún stakk við fæti. í dyrunum sneri hún sér við og gleit glettnislega á mig: — Ástin finnur alltaf ein- hverjar smugur, sagði hún og það hlakkaði í henni. Allan daginn gekk ég um með kökk í hálsi og bjóst við að sjá þá og þegar lífvörð her- togans koma þrammandi til að sækja mig og stinga í svart- holið. En það var Pasco, sem kom um kvöldið. Hann var líkastur ketti, sem fengið hef- ur rjóma í skálina sína. — Fáið mér lykilinn! öskraði ég. Hann sneri honum á fingri sér. — Nei, meistari, svaraði hann. Þessum held ég um stund enn. Maður kastar ekki frá sér hugsunarlaust lyklin- um að paradís. Ég vissi, að hann var þrjósk ur, og í þessu tilfelli var ekki viðlit að rokka honum. Irina hafði bersýnilega svift hann ráði og rænu, og það skildi ég í raunir.ni mætavel. En ekki varð það til að draga úr tauga- óstyrk mínum. Næstu dagana varð ég að gjalti í hvert skipti, sem einhver gekk upp að dyr- um mínum. Nákvæmlega mánuði eftir að herinn fór, bárust boð um, að hann væri á heimleið. Ég var eins og á nálum, meðan ég beið eftir Pasco. Þegar hann loks kom, var hann ná- hvítur í framan. — Eigið þér varalykil? spurði hann. — Að sjálfsögðu ekki, svai- aði ég hneykslaður. Hvers- vegna spyrjið þér? — Við finnum lykilinn ekki. Okkur er ómögulegt áð muna, hvar við settum hann. Létta skapið var horfið veg allrar veraldar. Ég þreif í axl- ir hans og hristi hann: — Finndu hann, fimbulfa- viti! Þau hertogaynjan og hann leituðu um allt árangurslaust. Skelfingu minni verður ekki með orðum lýst, þegar ég fékk fregnir um, að hertoginn væri væntanlegur daginn eftir, Við sólarupprás var ég vakinn af sendiboða frá Fransesco. — lykilinn, meistari Pasci, sagði hann. Hertoginn er á leiðinn- upp að höllinni. Nú voru góð ráð dýr. Ég braut heilann miskunnarlaust. Glas af víni, fljótvirkandi svefnlyf — jú, það heppnaðist: En seinna, seinna! Þegar ég hljóp upp að höllinni, gerði ég mér ljóst, hversu vonlaus að- staðan var. Þessu var öllu lok- ið. Það var ekki um neitt ann- að að gera en sárbæna her- togann um miskunn. Þegai ég kom að vindu- brúnni kom ég auga á Pasco, þar sem hann kom stormandi með nokkra vopnaða verði á hælunum. Hann var með mjaðmabelti utan um sig og ekkert annað. Þessi hálfnekt hlaut að afhjúpa hann og af- sanna með öllu það álit, að hann kynni að vera spákona. sem svo tíðförult hafði gert sér til Irinu hertogaynju. í myrkum klefa dýflissunn- ar sagði hann mér, hvað hefði gerzt. Skipunarköllin utan úr garðinum höfðu gefið þeim til kynna, að hertoginn nálgaðist. Það væru aðeins nokkrar mín- útur eftir. Inni í svefnherbergi Irinu sagði hann við sína fögru ástmey: — Hugsaðu! Hugsaðu fljótt! Hvar getum við hafa sett hann? Þá mundi hún það skyndi- lega. I vasanum á kamínu- hillunni. Skírlífisbeltinu var læst, áð- ur en bertoginn kom inn. En lykillinn festist í skránni, og það var ekki viðlit að losa hann. Skyndilega hentist hurð- in upp. og Fransesco birtist i gættinm með útbreiddan faðm inn. Hann kom strax auga á Pasco úti í horni. — Saumakonan mín, laug hertogaynjan. — Burt héðan, kerling! skipaði Fransesco sæmilega vingjarnlega. Við kona mm höfum ekki þörf fyrir klæðnað þessa stundina. Oho — kysstu nú þína heimkomnu hetju! Þegar hann skálmaði til hennar. leitaði hún skjóls bak við borðið. Hertoginn hneggj- aði af hrifningu: — Svo að litla dúfan mín vill leika! frísaði hann. Það líkar mér vel! Hanr. elti hana og náði henni loks. Henni tókst að vísu að ná púða og halda honum fram fyrir sig, en hann hrein af hrifningu og þeytti púðanum í burtu og vafði hana örmum af feiknarlegri áfergju. Þá var það lykillinn. Það var ekki auðvelt að gera sér í hugar- lund svipinn á honum, þegar hann reif kjólinn upp um Irinu og sá lykilinn standa í skránni. Hann hentist á eftir gerfisaumakonunni, sem hafði misst af sér kjólinn. Vesalings Pasco! Það er sagt, að margar hefðarkonur hafi táríellt við aftöku hans. Hvað mig snertir, þá trúði hertoginn sögu minni og þyrmdi lífi mínu. En heimsku mína gat hann ekki fyrirgefið mér. Ég skrifa þetta um borð í skipi, sem ég hef ekki nokkra von um, að ég yfirgefi lifandi. Skipstjórinn heitir Kolumbus, og honum dettur í hug að hann finni Indíus með þvi að sigla tii enda veraldar. Giovanni PascL

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.