Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Blaðsíða 1
EFNI MEÐAL ANNARS: Launmorðingi (saga). — Pukrið (leiðari). — Kompan (Fróði kemur víða við). — Á morgun verðurðu hengdur (saga). — Marilyn Monroe (frá- saga og mynd). — Bridge. — Krossgáta. — Sjónvarp Keflavík. — Brandarar ... • • reigamiSISnn agnar Arnalds Hefur nærri 3 rnillj. í árslaun Kommúnistar pykjast jafnan bera hag alþýðunn- ar mjög fyrir brjósti, en nú keppast þeir við að bera á borð þœr fullyrðingar, að kaupmáttur launa hafi hækkað um 35% og því sé ekki þörf á miklum kaup- hœkkunum. Verkamenn hafa ekki orð- iö varir viö þessa miklu kaupmáttaraukningu, en hins vegar ætti formaður Alþýðubandalagsins, Ragn- ar Arnalds, að komast sæmilega vel af. Mánaðar- laun hans frá ríkinu eru að meðaltali um 225 þúsund krónur á mánuði fyrir utan ýmis. fríðindi. Klókindi öreigans Það er hlægilegt að heyra milljónamæringa eins og Ragnar Arnalds belgja sig út 1. maí, á degi verkalýðs- ins, og taka undir slagorð- iö: öreigar allra landa sam- einist. En það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi notað flokkssamtök til að skara eld af eigin köku. Framhald á bls. 1. Fatafella vikurmar WWVVVíWUVWVWUVl Greiddi hundruð króna fyrir misþyrmingu. í gjald Kraftasýning dyravarðar á Akureyri. Dyraverðir veitingahús- anna í Reykjavík hafa oft — með réttu eöa röngu — verið ásakaðir fyrir rudda- lega framkomu við gesti og pað svo, að meiðsli hafa hlotist af. Nokkrar kærur út af slíku liggja óafgreidd- ar hjá yfirvöldum. Hér á dögunum hafði ungur Akureyringur sam- band við blaðið og bar sig illa undan framferði eins af dyravörðum Sjálfstæöis- hússins þar. Þessi ungi maður kom þangað á gamlárskvöld, lít- ið sem ekkert drukkinn, og var honum umsvifalaust hleypt inn. Varð hann að greiöa 800 krónur í að- gangseyri, áöur en hann fékk aðgang að danssölun- um sjálfum. Eftir að hafa svipast þar um nokkra stund. sýndist honum lítil von til að þarna mætti hafa nokkra skemmtan. Þjónaverkfallið stóð yfir, og hann sá fátt kunningja. Hugðist hann því fara í heimsókn til kunningja og sleppa dansleiknum. En þar sem honum þótti of mikið að greiöa 800 krónur fyrir svona smáinnlit, ætlaði hann að taka miða sinn, þegar hann fór, og reyna að losna við hann utan dyra. Við dyrnar var þá ekki hinn fasti dyravöröur húss- ins, sem er maður vinsæll og vellátinn af öllum er þurft hafa að eiga viðskipti viö hann. Þess í staö var ungur maður, skeggjaður, sem virtist haldinn krafta- sýki, en nýbakaðir dyraverð- ir eiga það til aö taka slíka veiki. Þegar gesturinn bað um miða sinn til baka fékk hann engin svör frá þeim skeggjaða, heldur var hon- um hrundið út í dyr. Þessu vildi mað'urinn ekki una og bað eindregið um miðann. Reiddist þá dyra- vörðurinn heiftarlega, þreif í föt mannsins og keyrði hann niöur í gólf. Sá veitti enga mótspyrnu; en þaö virtist ekki eiga vel viö montprikið í einkennisjakk- anum, því hann tók aö Framhald á bls. 5. llánarbii kraíið um endur- ^reiðilu á okurvÖAtum Það er algengt að ýmsar kröfur berist í dánarbú manna, en það er sjaldan að dánarbú eru krafin um endurgreiðslu vegna þess, að hinn látni hafi tekið okur- vexti. Þetta hefur þó gerst nú nýverið. Fyrir nokkrum vikum var þingfest krafa frá Magnúsi Helga Jónssyni á hendur dánarbús Margeirs J. Magn- ússonar. Er þess krafist, að dánarbúið endurgreiði Helga tæplega 260 þúsund krónur, sem hann telur Margeir hafa tekið af sér í okurvexti. Margeir stundaði ýmis fjármálaviðskipti og lána- starfsemi um langt skeið. Ef þessi endurgjaldskrafa nær fram að ganga, er ekki óiíklegt að fleiri fylgi á eft- ir, og er erfitt að segja til um, hve miklar fjárupphæð- ir það verða, sem krafist verður endurgreiðslu á. Ýmsum mun hafa orðið órótt, þegar andlát Margeirs bar að höndum, því við- skiptavinir hans voru úr öll- um stéttum þjóðfélagsins og sumir sagðir gegna háum stöðum. Miðlarinn auglýsti gjarnan að hann ávaxtaði sparifé á vinsælan og örugg- an hátt, og munu margir peningamenn hafa notfært sér þessa þjónustu. Munu því sumir hafa orðið ókyrr- ir nokkuð, þegar farið var að glugga í skjöl og papp- íra Margeirs heitins. Nokkur tími mun líða þar til í ljós kemur, hvort end- urgjaldskrafan, sem hér var sagt frá, nær fram að ganga. Hópur manna bíður spenntur eftir úrslitunum og því öruggt, að lok máls- ins munu vekja mikla at- hygli, hver svo sem þau nú verða. Jónas Haralz smrprar Magn- ús frá Mel og Sélnes Telur að bankastjórar megi ekki vera alþingismenn. sem í útvarpsþœtti sl. sunnu- dag var rætt um bankamál vítt og breitt. Meðal annars var rœtt um pólitísk hrossa- kaup í sambandi við veit- ingar á bankastjórastöðum og áhrif pólitíkusa á stjórn bankanna. Einn af þeim, sem komu fram á þessum þætti, var Jónas Haralz bankastjóri við Landsbankann. Hann lýsti því yfir skýrt og skor- inort, að ef pólitíkusar gerð- ust bankamenn, yröu þeir að hætta opinberum af- skiptum af stjórnmálum, og ef bankamenn færu út í pólitík, yrðu þeir sömuleiðis að láta af störfum bankastjórar. Þetta er mjög í samræmi við það, sem Bjarni heitinn Benediktsson beitti sér fyr- ir, en honum entist ekki aldur til að koma þessum málum í höfn. Þó fékk hann þaö samþykkt á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, aö þingmenn hans gætu ekki verið bankastjórar einnig. Lét þá Jónas Rafnar af þing- Framhald á bls. 5.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.