Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Blaðsíða 3
NY VIKUTIÐINDI 3 KOMPAN Óli spilar á fiðlu. - í fótspor föðm ins. - Þarft framtak. - Stúdentasvallið. ■ Eimskip 60 ára. - ;l Eftirfarandi samtál átti sér stað í i liöfuðborginni fyrir skömmu. — Pabbi, er það satt, að Neró keis- i ari hafi spilað á fiðlu, meðan að I; Rómaborg brann? í — Það er sagt svo, vœni minn. En ■! hvers vegna spyrðu? i — Af því að þegar ég var að koma ;• heim í gœrkvöldi, þá gekk ég fram !; hjá húsinu hans Öla forsœtis, og þá !; heyrði ég að einhver var að spila á tj fiðlu þar inni! \ * Björn Bjarnason lögfræðingur, son- ur Bjarna heitins Benediktssonar, er á stöðugri uppleið innan Sjálfstœð- isflokksins. Er hann sagður orðinn keppinautur Ellerts Schram um hylli unga fólksins í flokknum, og fastlega er búizt við að hann fari í framboð fyrir Sjálfstœðisflokkinn innan tíðar. Björn mun nú í hópi þeirra manna hérlendis, sem mest og bezt hefur kynnt sér alþjóðarétt, og hann gjör- þekkir öll atriði, er lúta að hervernd- arsamningum við Bandaríkin. Björn hefur erft gáfur föður síns, en mun hins vegar ekki jafn skapríkur og Bjarni heitinn var. Á þessu ári er œtlunin að setja upp merkingar við helstu sögustaði lands- ins og eru það góð tíðindi. Þetta er fyrir löngu orðið tímabœrt. Margir hafa ekið fram hjá hinum merkustu stöðum, sem þekktir eru úr íslandssögunni, án þess að hafa hug- mynd um það, þar sem engar merk- ingar vísuðu fólki á staðina. Þjóðhátíðarnefnd á þakkir skyldar fyrir aö gangast fyrir þessum fram- kvœmdum, sem eiga eftir að auka á- liuga og þekkingu fólks á þeim stöð- um, þar sem margir örlagaatburðir í sögu lands og þjóðar hafa átt sér stað. |i -x Enn er stöðugt verið að auglýsa ;| eftir hlutum og fatnaði, sem tapaðist ;! í svállveizlunni miklu, er stúdentar ;! héldu í íþróttahöllinni á nýársnótt. !> Samkoma þessi var stúdentum til há- !; borinnar skammar, og það var ein- ■[ göngu árvekni lögreglu að þakka, aö ;! fjöldi ungmenna varð ekki úti í laug- ;! ardálnum eftir að dansleik lauk. ;■ Er vonandi, að íþróttáhreyfingin !> sjái sóma sinn í því að Ijá ekki hús- !; nœði undir slíkar samkomur háskóla- !; stúdenta framvegis. ■! Samkvœmt blaðafregnum tekur ;! mánuð að lofta út reykinga- vín og ;! œlulykt þeirri, sem lagði undir sig !■ alla Höllina eftir þessa „skemmtun" !■ hinna verðandi forystumanna þjóðar- innar. !; -K 1 þessari viku, nánar tiltekið 17. !; janúar, eru 60 ár liðin frá því að Eimskipafélag íslands yar stofnað. !; Það hafa orðið gífurlegar framfarir í ■! siglingum sem ööru á þessum 60 ár- ;! um, sem liðin eru frá stofnun félags- ;! ins, en Emiskip hefur jafnan kapp- ;! kostað að fylgjast með tímanum og hefur nú yfir nýjum og fullkomnum !; skipakosti að ráða. !; Á þessum tímamótum er það von ■! margra, að félagið taki ákvörðun um ;! smíði eða kaup á farþegaskipi í stað ;! Gullfoss, en því miöur mun ekki vera [ neinn grundvöllur fyrir rekstri full- !; komins farþegaskips, er siglir ein- !; göngu milli íslands og annarra !; landa. ■! En án efa munu forráðamenn Eim- ■! skips finna einhverja lausn, og óskar ;! blaðið félaginu til hamingju á þess- ;! um tímamótum. [ FRÓÐi !■ UWWU ur maður — jafnvel óþægileg- ur, getum við sagt — eins og málunum er varið.“ „Ég veit ekki, hvað þér eig- ið við.“ „Ég skal þá vera berorður,“ sagði hann. „Garbardian hefir verið okkur þrándur í götu og komið mörgum áætlunum okk- ar út um þúfur. Það myndi vissulega bæta úr skák, ef uppskurðurinn misheppnaðist.“ Ég var orðinn reiður. „Hvers vegna látið þið ekki skjóta hann?“ „Þér ættuð ekki að tala svona kjánalega, Cabe,“ sagði hann. „Þér eruð hermaður.“ „Ég er einnig læknir,“ sagði ég og skellti símtólinu á. Allar þessar dylgjur virtust bera að sama brunni — þeirri andstyggilegu uppástungu, að ég ætti að myrða Gabardian. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að ég sé gallalaus maður. En ég minntist ósjálf- rátt Hippokratesar, siðfræði hans og embættiseiðs míns. Og einhvern veginn geðjaðist mér vel að Gabardian. Ef til vill hefir það verið meðaumkun með hinum þjáða. Ekki var samt allt búið enn. Kvöldið eftir að Gabardian lagðist inn í sjúkrahúsið, kom kona hans inn í skrifstofu mína. Hún var svartklædd og döpur í bragði. Mér var það strax ljóst, að eitthvað var bogið við þessa heimsókn. Hún fór að tala um dóttur þeirra, sagði, að hún væri ástfangin af laglegum Grikkja, en faðir hennar neitaði að samþykkja ráðhaginn. Tamara — en það hét gtúlkan — hefði þegar tvisvar sinnum gert tilraun til þess að ráða sjálfri sér bana. "’";,HÚfÍ er ákaflega óhaminfejú- söm,“ sagði móðir hennar. „Það er leiðinlegt að heyra,“ sagði ég. „En hvers vegna eruð þér að segja mér þetta?“ Hún leit dapurlega á mig. „Ég hefi sennilega álitið yð- ur greindari,“ sagði hún. „Nei, ég er það ekki. Góða nótt.“ Daginn eftir kom dóttirin, meðan ég var að skoða síðustu röntgenmyndirnar af hauskúpu aumingja Gabardians. „Ég var að heimsækja pabba,“ sagði hún. „Hann er fárveikur, er það ekki?“ „Það má víst segja það.“ „Haldið þér, að hann muni lifa af uppskurðinn?“ „Ég geri mitt ýtrasta. Ég veit, hve fjölskyldu hans þykir vænt um hann.“ Hún leit undan. „Hann veldur móður minni sorg. Hún er óskaplega óham- ingjusöm. Það er stúlka, sem —.“ „Það kemur mér ekkert við.“ Hún fór að gráta. „Hann er harðstjóri. Ég get ekki boð:* yður mikið,“ sagði hún með ákefð. Hún færði sig nær. „Aðeins sjálfa mig.“ „Viljið þér gera svo vel að fara út,“ sagði ég kaldrana- lega. Næsta dag kom sonurinn. Hann var að minnsta kosti ekki með neinar vífilengjur. Hann sagðist hata föður sinn, væri skuldunum vafinn, og faðir hans vildi ekki veita hon- um neina úrlausn. Að lokum bauð hann mér fimm þúsund sterlingspund. Ég sló hann. Hann ætlaði t>ð ráðast á mig með rýtingi, svo að ég sló hann aftur. Kvöldið fyrir aðgerðina, ók ég Mimi heim frá Casino. Ég fann, að hún var eitthvað eirðarlaus. „Hvað er að þér, Mimi?“ „Dvalarleyfi mitt er útrunn- ið í næstu viku.“ „Þeir framlengja það. Viltu, að ég tali við lögregluna fyrir þig?“ „Ég kæri mig ekkert um að fá dvalarleyfið framlengt.“ Ég ók bílnum upp að gang- stéttinni. „Ég er að fara heim til Rúmeníu,“ sagði hún. „En hvað um Port Said?“ spurði ég ertnislega. „Og Súez og Kairo. Og Alexandríu?" „Ég er að fara heim. Loks- ins fæ ég búgarðinn minn.“ Við þögðum stundarkorn. „Áttu við það, að þú sért búin að fá peningana?“ „Já.“ „Hvernig?“ Hún sneri sér undan. „Það var maður, sem gaf mér þúsund sterlingspund.“ „Það er mikil fjárupphæð.“ „Það hefir kannske verið þess virði?“ „Hvað — hvers virði?“ „Ég,“ svaraði hún. „Það að njóta mína eina nótt.“ Skyndilega varð mér það Ijóst, hve heitt ég elskaði hana. „Hver var það?“ Ég var að vona, að'hún segði mér það aldrei. „Gabardian,“ sagði hún. „Mér þykir það leitt.“ „Hvenær var það?“ spurði ég. , ';,éað Kýöldið, 1 sém þú’ neitaðir að kvænast mér,“ sagði hún. „Manstu eftir því?“ Hún var komin út úr bíln- um. Ég sá þau andartak í hug- anum saman. „Góða nótt,“ sagði ég hrana- lega og ók burtu. Ég þorði ekki að líta við. Um morguninn gekk ég inn í sjúkrastofuna til Gabardians. Hann var hughraustur og fór að gera að gamni sínu um erfðaskrá sína. „Ég sé yður ef til vill ekki framar,“ sagði hann hlæjandi. „Þess vegna ætla ég að gefa yður gjöf.“ Það var gömul helgimynd úr járni, greypt roðasteinum. „Þér munuð sjá,“ sagðd ég. „Ég get aðeins notað stað- bundna deyfingu, svo að þér verðið vakandi, meðan á upp- skurðinum stendur.“ Við hófum undirbúninginn klukkan átta um morguninn. Ungfrú Brooks, hjúkrunar- kona, var mér til aðstoðar. Hún var fámál, ljóshærð stúlka frá Liverpool, nokkuð mögur og flatvaxin, en ákaflega fær í sinni grein — stúlka, sem aldrei myndi bregðast neinum. Meðan ég var að þvo mér um hendurnar, varð mér litið út um gluggann. Fyrir framan sjúkrahúsið stóð fólk í hópum. Öll borgin beið úrslitanna. Allt gekk vel. Gömlu kenn- ararnir myndu hafa verið hreyknir af mér. Þegar klukk- an átti eftir stundarfjórðung í ellefu, var ég búinn að ná æxlinu. Ég sýndi Gabardian það og brosti framan í hann. Hann brosti þakklátlega. Klukkan hálf-tvö var öllu lok- ið. „Þetta var snilldarlega gert,“ sagði ungfrú Brooks, og ég fór aftur að hugsa um, hve góð hjúkrunarkona hún væri. Hún var vissulega stúlka, sem aldrei myndi bregðast neinum. Um kvöldið var geysilega heitt. Klukkan hálf-þrjú um nóttina kallaði vökukonan á mig. Skyndilega hafði farið að blæða inn á heila Gabardians. Þetta var eitt af því, sem eng- inn gat séð fyrir eða gert neitt við. Hann var dáinn fyrir aftureldingu. leið bölvanlega. Hvert sem ég fór, vakti ég mikla eftirtekt. Nokkrum dögum seinna hitti ég MacGregor á götunni, og hann rétti mér þakklátlega höndina. Ég lét sem ég sæi hann ekki. En var hægt að sniðiganga íbúa heillar borgar? Þeir héldu allir, að ég hefði myrt Gabar- dian, og allir voru mér þakk- látir. En það var vonlaust. Enginn vildi trúa sannleikanum í mál- inu. Ég var hetja, sem allir dáðust að. Enginn myndi fram- ar trúa öðru en því, að ég væri mjög slunginn launmorð- Eitt kvöldið., þegar ég kom heim í gistihúsið, sat Tamara þar og betið eftir mér. Hún sat á rúminu mínu í flegnum samkvæmiskj ól. „Hvað eruð þér að gera hér?“ spurði ég. „Ég kom til þess að votta yður þakklæti mitt.“ „Það var heilablæðing,“ sagði ég, en hún brosti. „Auðvitað.“ Hún stóð á fæt- ur og gekk til mín.. „Ég ætla að gifta mig í næstu viku. Það er allt yður að þakka.“ „Farið þér út,“ sagði ég. „Ég er reiðubúinn að halda loforð mitt,“ sagði hún og bauð mér varir sínar. Framhald á bls. 7. í dagblöðunum voru hátíðleg eftirmæli eftir Gabardian, en. ingi- fáir voru við jarðarförina. Mér —

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.