Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Blaðsíða 4
4
NÝ VIKUTÍÐINDI
A MORGt
YERÐt RÐII
HÚN var dásamleg — væg-
ast sagt dásamleg, stúlkan, sem
sat andspænis mér í strætis-
vagninum. Hárið var kastaníu-
brúnt, augun sægræn og lítið,
einbeittnislegt nefið þakið
pínulitlum freknum.
Ég gat ekki látið vera að
brjóta heilann um, hvort hún
ætti ponnastrákinn, sem sat
hjá henni. Ekki þar fyrir, að
ég hyggði á skyndiárás; ég var
nefnilega trúlofaður, og átti að
hitta mína útvöldu eftir tíu
mínútur hjá Aðalleikhúsinu,
þar sem hún var á æfingu.
Hún var í dansflokknum.
Strákponninn var líka reglu-
lega skemmtilegur að sjá. Um
mittið hafði hann hárautt skot-
færabelti úr plastik, dinglandi
skammbyssu í hulstri, og á
brjóstinu bar hann stjörnu,
sem á var letrað: „Yfirvald!“
Hann brosti skyndilega til
mín, og það var einmitt þetta
bros, sem kom mér til að
segja:
„Jæja, yfirvald. Hefur þú
klófest nokkra glæpamenn í
dag?‘“
„Nei, manni“, svaraði hann.
„Vilt þú kannske vera fanginn
minn?“
Hann stakk annarri hendinni
niður í vasann og dró upp
glampandi handjárn, furðuleg
útlits.
„Þú mátt ekki vera ókurteis
við ókunna manninn, Johnny!“
Unga stúlkan leit ákveðin
á hann; Og brosti síðan yndis-
lega við mér. Og þetta bros
var svo yndislegt, að mér hlýn-
aði stórlega um hjartaræturn-
ar.
„Við skulum bara lofa hon-
um að skemmta sér,“ sagði ég,
og rétti hlýðinn báðar hend-
urnar í áttina til hans. „Nú er
ég fangi þinn — en aðeins
stundarkorn. Ég verð rétt strax
að fara úr vagninum.“
Það small í handjárnunum.
„Röskur strákur,“ sagði ég
og vogaði mér meira að segja
að bæta við:
„Eigið þér hann?“
„Já.“ svaraði hún. Óskiljan-
lega leiddist mér að heyra
þetta svar, en jafn óskiljanlega
gladdist ég, þegar hún bætti
við: „Ef þér eigið við, að ég
eigi hann fyrir bróður.“
Síðan sátum við stundarkorn
og horfðumst innilega í augu,
og ég skammast mín fyrir að
viðurkenna, að meðan á því
stóð, gleymdist mér algerlega,
að ég var á leiðinni til að tala
við unnustuna mína.
„Á morgun við sólarupprás
verður þú hengdur,“ sagði
drengurinn og rauf þannig
skyndilega töfrana, sem um-
luktu okkur.
„Þá hef ég sannarlega eitt-
hvað til að hlakka til,“ sagði
ég, og bætti brosandi við: „En
nú neyðist ég því miður til
þess að taka þetta af höndun-
um á mér. Skolli líta þau ann-
ars eðlilega út. Ja, leikfanga-
smiðirnir nú til dags láta ek’.i
að sér hæða.“
„Þau eru ekta,“ sagði unga
stúlkan. „Frændi hans, sem er
lögregluþjónn, gaf honum þau.
Vertu nú fljótur að finna lykil-
inn, Johnny. Maðurinn er að
fara.“
Strákurinn, sem hafði hafið
tryllta leit í öllum vösum sín-
um, varð skyndilega rauður
eins og blóðappelsína í framan.
Síðan sagði hann lágri rödd:
„Ég er ekki með lykilinn.
Hann er heima.“
„Hvað ertu að segja?“ Stúlk-
an starði skelfingu lostin á
hann.
„Guð minn góður,“ stundi
ég.
Hún varð fyrst okkar til að
ná sér.
„Við verðum að stíga öll
þrjú af, þegar vagninn stopp-
ar næst,“ sagði hún ákveðin.
„Síðan fáum við okkur bíl
heim til mín. Við hljótum allt-
af að ná í bíl.“
„Ég verð að vera mættur
við Aðalleikhúsið eftir nokkrar
mínútur,“ sagði ég örvænting-
arfullur og renndi huganum
til Ritu, sem stóð þar og beið
eftir mér. Ef ég kæmi ekki
stundvíslega, myndi hún fá
taugaáfall. Ennþá hafði enginn
karlmaður látið hana bíða. Ef
ég hins vegar kæmi með hand-
járnin um úlnliðina, myndi
hún gera slíkt uppistand, að
umferðin raskaðist.
„Það er líklega bezt að gera
eíhs og þér' segíð;" sagði ég
niðurbrotinn.
Steinþegjandi tók hún
skræpóttan höfuðklútinn af sér
og breiddi hann yfir handjárn-
in, svo að þau hurfu að mestu.
Strætisvagninn nam staðar
og við fórum út.
Við vorum stödd í lítilli hlið-
argötu, sem lá niður að aðal-
torginu, sem Aðalleikhúsið stóð
við.
„Bíðið þér hérna andartak,"
sagði hún, „meðan við skrepp-
um og náum í leigubifreið.“
Með þessum orðum hurfu
þau drengurinn, og ég stóð
einn eftir með skræpóttan höf-
uðklút yfir handjárnunum.
Stórkostlegustu myndir úr
næturlífi Parísarborgar þöktu
klútinn.
Skyndilega hrökk ég við.
Lögregluþjónn kom labbandi í
hægðum sínum í áttina til mín.
f fátinu reyndi ég að hagræða
höfuðklútnum sem allra bezt
með þeim afleiðingum, að inn-
an skamms lá hann á gang-
stéttinni. Lögregluþjónninn
nam staðar nokkur skref frá
mér og glápti eins og þrumu
lostinn á úlnliðina á mér. Fyrst
á úlnliðina — síðan á mig
sjálfan. Þá var það, að örvænt-
ingin greip mig. í staðinn fyr-
ir að skýra honum rólega frá
öllum málavöxtum, greip ég til
heimskulegasta ráðs, sem hugs-
ast gat undir þessum kringum-
stæðum — ég tók til fótanna
eins og skrattinn sjálfur væri
á hælunum á mér. Niður á
hornið og síðan þvert yfir torg-
ið í veg fyrri bifreiðar og spor-
vagna.
Þegar ég var kominn miðja
vegu út á akbrautina, hrasaði
ég og fleytti kerlingar á mag-
IM
HENGDUR
anum langar leiðir eftir asfalt-
inu. Ég fann til ógurlegs sárs-
auka, asfaltið blautt og skít-
ugt. Fallegi, ljósi frakkinn
minn fékk líka að kenna á
ferðalaginu, og spánýi hattur-
inn minn fauk beina leið und-
ir sporvagn. En ég veitti þessu
alls enga athygli. Trylltur af
skelfingu reyndi ég að komast
aftur á fæturna, og það heppn-
aðist mér, þegar ég sá, að lög-
regluþjónninn var rétt á hæl-
unum á mér. Og þá tók ég
aldeilis til fótanna, móður og
másandi og svitinn bogaði af
andlitinu á mér.
Allt í einu kom ég auga á
Ritu. Ég var alveg búinn að
steingleyma henni, en þarna
stóð hún, eins og hún hafði
lofað, rétt fyrir framan leik-
húsið. Hún var eina bjargráð
mitt! Hún gat sannað lögreglu-
þjóninum, hver ég í rauninni
var! Ég hljóp til hennar, og
másandi og blásandi stundi ég
upp:
„Rita — þú — verður að
hjálpa mér! Það er lögreglu-
þjónn alveg á hælunum á
mér.“
Mér er ómögulegt að lýsa
augnaráðinu, sem hún sendi
mér. Það var ekki einungis
blandið skelfingu og undrun,
heldur einnig fyrirlitningu og
fjölmörgu öðru frábrugðið ást
og meðaumkun.
„Hvað er eiginlega að sjá
þig, maður? Fötin þín eru öll
útötuð — og hvar er hattur-
inn þinn?“ hrópaði hún upp
yfir sig. Þá fyrst kom hún
auga á handjárnin. „Og — —
og þú ert með handjárn! Segðu
mér hvað hefur eiginlega kom-
ið fyrir þig?“
„Ég get ekki útskýrt þetta
núna,“ sagði ég í örvæntingu.
„Þú átt aðeins að segja lög-
regluþjóninum, hver ég er —
segja honum, að ég sé alls eng-
inn glæpamaður!“
í þessu kom lögregluþjónn-
inn til okkar, og jafnskjótt
safnaðist stór hópur í kringum
okkur.
„Unnusta mín getur sagt yð-
ur, hver ég er,“ sagði ég við
hann.
„Eruð þér unnustan hans?“
spurði lögregluþjónninn og leit
efablandinn á Ritu.
Ég hafði búizt við að heyra
hana játa spurningunni hátt og
skýrt, en svarið hitti mig eins
og hnefahögg í andlitið. Hún
svaraði nefnilega:
„Ég hef aldrei fyrr á ævi
minni séð þennan mann.“
Með það fór hún.
Á þeirri stundu varð mér
ljóst, hvers konar kvenmaður
Rita i rauninni var — konan,
sem ég hafði elskað!
Vonbrigðin og gremjan
gerðu mig hreint og beint óð-
an. f hendingskasti ruddi ég
mér braut út úr mannþyrping-
unni, sem safnazt hafði saman
umhverfis okkur. Síðan tók ég
aftur á sprett og hljóp eins og
ég hefði aldrei tekið til fót-
anna áður.
En þeir voru líka á hælun-
um á mér. Nú var það nefni-
lega ekki aðeins ’ögregluþjónn-
inn, sem elti mig, heldur allur
hópurinn, og þegar mér varð
litið sem snöggvast aftur fyrir
mig, sá ég, að hann jókst í
sífellu.
„Stöðvið hann!“ hrópuðu all-
ir í sefellu, og á næsta augna-
bliki var ég orðinn að morð-
ingja. Nú tóku þeir nefnilega
að hrópa:
„Stöðvið morðingjann!“
Ég beygði niður eftir lít-
illi hliðargötu, og hróp mann-
fjöldans bergmáluðu niður
hana alla, svo að vegfarendur
tóku brátt að veita för minni
athygli.
Stór, kraftalegur náungi brá
fæti fyrir mig, svo að ég féll
endilangur, og þegar ég reyndi
að reisa mig á fætur, var
sparkað svo hranalega í mig,
að ég datt afur. Þá gaf ég upp
alla von, því að þéttur fólks-
veggur — þar á meðal þrír
lögregluþjónar — umgirti mig
á alla vegu.
Ég hlýt sannarlega að hafa
litið heldur óhrjálega út, þar
sem ég lá, skítugur, löðrandi í
svita og másandi. — og með
bannsett hanjárnin auk þess
um úlnliðina.
„Það ætti að refsa þessum
glæpamanni þegar í stað,“
heyrði ég einhvern segja.
„Ójá, við skulum ekkert
vera að draga það að láta
hann fá það, sem hann á skil-
ið,“ svaraði annar. „Lögreglan
er ekkert nema meinleysið við
þessa náunga. Henging upp á
gamla móðinn er það eina, sem
þessir karlar kunna að bera
virðingu fyrir.“
Og svona héldu menn áfram
að rausa, miskunnarlausir í
kaldhæðni sinni.
„Nú ertu ekki eins frakkur,
karlinn," heyrði ég stóra, feita
kvensu hreyta út úr sér.
En þá varð nokkuð til að
beina athygli mannfjöldans frá
mér — sírenublístur yfir-
gnægði allan annan hávaða, og
stundarkorni síðar ruddi lög-
reglubifreið sér braut gegnum
mannþyrpinguna. Einhver hlýt-
ur að hafa kvatt hana á vett-
vang.
Nokkrir stórir og sterkir lög-
regluþjónar reistu mig á fætur
og tróðu mér hranalega inn í
bifreiðina við megn reiðiöskur
fjöldans. Síðan var mér ekið
á brott.
Ég held, að ein mannvera
geti varla verið meira niður-
brotin en ég var, þegar komið
var með mig á lögreglustöðina.
Ég hafði gefið alla mótspyrnu
á bátinn, hvað þá allar tilraun-
ir til að afsaka mig, heldur lét
ég draga mig viljalaust til
slátrunarinnar.
Og þá stóð hún allt í einu
frammi fyrir mér — yndislega,
unga stúlkan úr strætisvagnin-
um.
Ég hélt fyrst í stað, að ég
sæi hillingar. En á því var eng-
inn efi. Hún var þarna sjálf.
Með tárin í augunum hljóp
hún á eftir mér, greip utan um
hlekkjaðar hendur mínar og
sagði hrærði rödd:
„Hvað hafa þeir eiginlega
gert yður? Og allt er þetta
mér að kenna, að ég skyldi
nokkurn tíma yfirgefa yður.“
Síðan hrópaði hún til gamla
lögregluþjónsins, sem hún
hafði staðið hjá:
„Frændi, frændi, þetta er
hann . Guði sé lof!“
Sjálfsbjargarhvötin vaknaði
með lífsvoninni, og þar með
forvitnin.
„Hvernig í ósköpunum eruð
þér hingað komnar?" spurði ég
undrandi.
„Það er ósköp einfalt mál,“
svaraði hún. „Þér voruð farnir,
þegar við Johnny komum með
bífreiðina, og þá gruriaði 'mig
strax, að eitthvað hefði komið
fyrir yður, svo að ég .ók-sam—
stundis hingað, þar sem frændi
minn var á vakt, til þess að
spyrja hann, hvað ég ætti til
bragðs að taka — og þá kom-
uð þér svona allt í einu! Það
versta er, að það eru bara eng-
ir lyklar hérna, sem ganga að
handjárnunum. Þetta er svo
gömul tegund. Þér neyðist þess
vegna til að aka heim með
okkur Johnny, svo að við get-
um losað yður við þau.“
Nokkrum mínútum síðar sát-
um við, ég og hún, einsömul
í fangageymslu eins lögreglu-
bílsins. Til allrar hamingju
Framhald á bls. 7.
_ » # um, hvort þú vilt giftast
V js 1111“ mér, þá ættum við aö búa
y LLLLI saman um tíma til
reynslu, sagði hann. — Þá
Hvernig líkar þér nýja getum viö komist að raun
hljómsveitin hérna?
—- Illa. Hún er svo léleg, að
þegar einhver þjónanna missir iaúst
bollabakkann í gólfið, fara 7
pör að dansa.
um, hvort viö höfum gert
skyssu og skilið vandræða-
— Já, elskan, sagði hún.
— Það væri kannske ekki
svo vitlaust. En hvað eig-
um við að gera við skyss-
urnar?
Anna: — Nýi kærastinn
„Kæri Konráð frændi.
Þakka þér fyrir flotta bruna-
bílinn, sem þú gafst mér í jóla-
gjöf. Það er skömm að því, að
ég skuli ekki hsfa þakkað þér
fyrr en núna. Ég á það líka minn er ákaflega íhalds-
skilið að þú gleymir afmælis- samur.
deginum mínum á þriðjudag- Birna: ________ Hvernig þá?
inn kemur. Anna: — Hann er aldrei
* með meira a ser en emn
hundrað-kall, þegar við eig-
— Fyrst þú ert ekki vissum stefnumót.