Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 14.01.1974, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI NY VIKUTIÐINDI títgefandi og ristjóri: Geir Gunnarssön. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Ritstjóm o„ auglýsingar: Hverfisgötu 101A, 2. hæð. Sími 26833. Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. Þjóð- viljans. Setning: Félagsprentsm. Myndamót. Nýja prent- myndagerðin. LAUNMORÐING Pukrið Umsjónarmenn þáttarins „Bein lína“ í útvarpinu hafa stundum látið þess get ið, að erfiðlega gangi að fá ýmsa opinbera embættis- menn til að koma fram í þættinum og svara spurn- ingum hlustenda. Þetta kemur þeim ekki á óvart, sem til þekkja. Pukrið er allsráðandi í embættiskerf- inu. Sem betur fer eru til á- nægjulegar undantekning- ar, bæði hvað varðar starfs menn ríkisins og sveitafé- laga. En þessu ætti að vera öfugt farið. Það ætti að heyra til undantekninga ef embættismenn hundsa al- menning og vísa á bug | spurningum hans með þeim! orðum, að þetta eða hitt sé j ekki ætlunin að birta opin- berlega. Fréttamenn, sem mikil samskipti þurfa að eiga við opinbera embættis- menn, eru fyrir löngu bún- ir að sjá, að fjöldinn allur af þessum mönnum álíta það vera sitt einkamál, hvað þeir aðhafast í vinnu- tímanum og að hvaða verk- efnum þeir eru að vinna þessa stundina eða endra- nær. Hroki vissra embættis- manna í samskiptum við starfsmenn fjölmiðla og all- an almenning er slíkur, að full ástæða væri að birta nöfn þeirra opinberlega. Slíkt verður þó ekki gert að sinni. En viðmót em- bættismanna fer alls ekki eftir því, hve hátt þeir eru settir í kerfinu. Það munu t. d. allir fréttamenn sam- mála um það, að ljúfari og viðræðubetri mann en Ein- ar Ágústsson utanríkisráð- herra er vart hægt að hugsa sér. En í ráðuneytum situr fjöldinn allur af pólitískum framagosum, sem í þessar stöður hafa komist ein- göngu vegna flokkslistar en ekki sökum hæfileika. Margir af þessum mönnum álíka sig hátt yfir það hafna að ræða við venju- legt fólk, og hinn almenni borgari þarf helzt að kné- krjúpa fyrir þessum lord- um, ef nokkur von á að vera til þess að fá augna- bliksviðtal. Þetta er þó ekki það eftir GEORGE TABOR Þetta gæti verið morðsaga, en sá hængur er á, að í henni er enginn morðingi. I henni er allt annað — fámáll Eng- lendingur, forríkur Ameríku- maður, kona hans, sem þjáist af offitu, yndisfögur dóttir, rustalegur sonur, þegjandaleg hjúkrunarkona og dansmær frá Rúmeníu, sem hét Mimi. Ekkert vantar — hvorki hatur né hita, vísbendingar né hvat- ir, né heldur líkið með gap- andi hauskúpu. Það skeði í Basra, nálægt Persaflóa, þar sem heitast er á jarðríki — sóðalegri, hávaða- samri borg, þar sem mönn- um er hætt við að ganga af göflunum, en undarlega falleg er hún á ljósmyndum og úr lofti, með öllum sínum skurð- um. Kvöld nokkurt sátum við Charles Cabe við borð í garð- inum framan við Hótel Eup- hrates og hresstum okkur á arrak með ísmolum. Cabe var skurðlæknir í brezka hernum. Af tilviljun hafði ég verið svo heppinn að fá hann fyrir lækni minn í veikindum nokkrum mánuðum áður. Skyndilega sneri hann sér að mér. „Hefir þú áhuga á morðsög- um?“ spurði hann. „Ekki neitt sérstaklega." „Hvers vegna ekki? Þú sem ert rithöfundur." Eftir að hafa dvalið fjögur ár í Austurlöndum, var ég orðinn dauðleiður á þess hátt- ar daglegum viðburðum. Ég reyndi að útskýra það fyrir honum. „Ég ætla nú samt að segja þér morðsögu,“ sagði hann. Ég varð að láta mér það lynda, kallaði á þjóninn og lét hann hella aftur í glösin hjá okkur. Síðan bjóst ég til að hlýða á söguna. Þér myndi líklega aldrei hafa dottið í hug, eða hvað, að ég hafi eitt sinn lagt stund á heilaskurðlækningar? spurði hann. Og er ég anzaði ek’ki, hélt hann áfram: Ég var tal- inn töluvert snjall á því sviði. Þegar stríðið brauzt út, gekk ég í herinn, var sendur til Kairo og þaðan hingað. Mér leiddist allt á sjúkrahúsinu og versta, heldur hitt, aö purk- ið hjá hinu opinberra er stöðugt að aukast. Blaðið veit fyrir víst, að stöðugt eru fleiri og fleiri skýrslur í ráöuneytunum stimplaðar sem trúnaðarmál, en þaö þýðir að ekki má gefa blöð- um neinar upplýsingar um viðkomandi mál. Vonandi verður frumvarpið um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda, sem svæft var á síðasta þingi, afgreitt sem lög á því þingi er nú situr. annars staðar, þangað til að ég hitti Mimi. Hún var engill og töfrandi kona í senn, en mest bar nú samt á töfrunum. Græneyg, rauðhærð, björt á hörund. Hún hafði komið frá Teheran og dansaði í næturklúbbnum Ca- sino. Það var naumast hægt að kalla þetta dans hjá henni — hún kom fram í glitrandi mittisskyrtu og brjóstahöldum, og allir karlmenn voru hrifnir af henni. Hún var gáfuð og skemmtileg og ekkert nema hjartagæzkan, ef hægt var að brjóta þá hörðu skel, sem hún brynjaði sig með. Þessar ungu dansmeyjar í næturklúbbunum eiga eitt sameiginlegt — þær hugsa að- eins um að leggja fyrir eitt- hvað af peningum og eignast nokkra skartgripi. Síðan snúa þær aftur heim til föðurlands- ins og giftast leikbræðrum sín- um frá æskuárunum. Hann kom og lýsti fyrir mér sjúkdómseinkennunum — svima, sjóntruflunum og und- arlegum þyt og hljóð, sem hann heyrði. Eftir rúma viku var ég viss í minni sök. Hann var með æxli, á stærð við gæsaregg, í heilanum. „Þér þurfið að gangast und- ir hættulegan og vandasaman uppskurð,“ sagði ég. „Það væri bezt fyrir yður að fara til Stokkhólms, London eða Bandaríkjanna.“ „Þér gleymið víst styrjöld- inni,“ sagði hann. „Og þar að auk treysti ég yður, hvernig sem fer.“ Eitt kvöldið bauð hann mér til miðdegisverðar. Hann átti heima í hvítu stórhýsi, sem virtist fullt af þöglum þjónum og fuglum. Hvergi hefi ég séð jafn marga fugla saman komna á einn stað, jafnvel ekki í dýragörðum. Kona hans var feit, döpur í Vafasamt er, hvort kalla á þetta gleðisögu eða morðsögu — nema hvorugt sé. En hún veldur a. m. k. engum vonbrigðum, sem les hana. Mér leið illa á daginn í sjúkrahúsinu, en á kvöldin fór ég á næturklúbbinn og sat hjá Mimi. Við drukkum arrak pg ég vín frá Kýpur, og í dögun fylgdi ég henni heim í herbergið hennar. Þegar hún kyssti mig, fannst mér ég vera aftur orðinn lítill drengur, ef þú skilur, hvað ég á við. Mimi var meinilla við þetta líf, sem hún lifði — að þvæl- ast úr einni stórborginni í aðra, einum næturklúbbnum í annan. Hún þráði eitt af tvennu — enskan eiginmann, helzt ungan, laglegan og rík- an, eða þá nægilega mikið af dollurum og sterlingspundum, svo hún gæti snúið aftur til Rúmeníu, keypt sér búgarð og alið upp hænuunga og krakka. Eitt kvöldið spurði hún mig, hvort ég vildi kvænast sér. Ég hugsaði um nám mitt, herþjónustuna og móður mína heima og svaraði neitandi. Hún virtist ekki taka það neitt nærri sér. En í þetta sinn drakk hún meira en góðu hófi gegndi. Það var um það leyti, sem ég hitti Gabardian. Hann var ríkasti maðurinn í borginni, feitur Amerikumaður, hálf- blindur, með klumbunef og veika, kvenlega rödd. Hann átti flest, sem máli skipti í Basra, vöruskemmurnar, síkja- bátana, tvö gistihús, öll vænd- iskvennahúsin, nokkra strætis- vagna og rak þar að auk innflutnings- og útflutnings- verzlun, sem gaf af sér góð- an skilding. Hann hringdi til mín og bað mig að taka sig sem einkasjúkling. Ég neitaði því í fyrstu, en hann gafst ekki upp, talaði við yfirmenn mína, og ég varð að láta undan. bragði, hljóðlát og virtist fara öll hjá sér í návist minni. Dóttir hans var náföl í f-ram- an, en með yndisleg augu. Son- urinn var bersýnilega tauga- veiklaður unglingur, sem reyndi að líta út eins og kvik- myndaleikari. Gabardian sjálf- ur var hinn alúðlegasti, og ég fékk ágætan mat, kampavín og nóg af vindlum. Eftir miðdeg- isverðinn gekk Gabardian snöggvast út úr stofunni. „Hvenær ætlið þér að skera hann upp?“ spurði dóttirin. „Eftir um það bil mánuð,“ sagði ég. „Hvers vegna þurfið þér að bíða svo lengi?“ spurði sonur- inn. Ég útskýrði fyrir þeim, að þetta þyrfti töluverðan undir- búning, og ég þyrfti að vita nákvæmlega, hvar æxlið væri. „Hvaða líkur eru til þess að hann þoli uppskurðinn?“ spurði konan hans eftir nokkra þögn. „Ég get ekkert um það sagt,“ svaraði ég. Þá litu þau hvert á annað, en mér leið bölvanlega. Fréttirnar um veikindi Gab- ardians breiddist óðfluga út um borgina. Hvert sinn sem ég fór, horfði fólk forvitnis- lega á mig. Þá fór ég að fá ýmsar und- arlegar vísbendingar. Ég gaf þeim lítinn gaum í fyrstu, en brátt varð mér það Ijóst, að uppskurðurinn og niðurstaða hans var málefni, sem öllum kom við. Það lagðist eins og skuggi yfir Basra, og það var engu líkara, en ég héldi örlög- um heillar borgar í hendi mér. Einn morguninn laut Hass- an, rakarinn, niður að mér: „Ég frétti, að þér ætlið að gera heilaskurð á herra Gabar- dian.“ „Hver sagði það?“ „Það veit hver einasti mað- ur.“ Ég sagði ekki neitt. „Herra Gabardian er mikil- menni,“ sagði hann. „Hann á allt, jafnvel þetta hús.“ Hann hikaði við. „Hann hækkaði leiguna í síðast liðnum mán- uði. Við verðum ef til vill bornir út.“ Mimi vissi einnig um þetta. „Ég heyrði það sagt, að þú værir í þann veginn að gera mjög mikilvægan uppskurð, vinur minn,“ sagði hún við mig eitt kvöldið. „Hvað kemur það þér við?“ spurði ég argur. Hún yppti öxlum. „Það kem- ur mér svo sem ekkert við,“ sagði hún, en bætti svo við: „Hvernig heldur þú, að það fari?“ Ég þaggaði niður í henni með kossi. Daginn eftir náði lágvaxinn, grannholda maður í mig á göt- unni. Hann kynnti sig. „Ég heiti MacGregor,“ sagðd hann. „Hvenær á það að ske?“ „Hvað?“ sagði ég, en ég vissi ofur vel, hvað hann átti við. Hann deplaði framan í mig augunum og lækkaði róminn. „Kaupsýslumönnum hér í borginni er mjög umhugað að vita, hver verða örlög þessa alræmda einokunarseggs. Hann hefir of mikil völd. ÞaðT var fundur í gærkvöldi. Við mynd- um kunna að meta það, ef — Ég leit á hann, en hann horfði ósvífinslega á mig og labbaði svo burtu. Seinna um daginn hringdi í mig yfirmaður í leyniþjónustu hersins. Mér hafði alltaf litizt illa á þann mann. „Það var varðandi þennan heilaskurð, Cabe,“ sagði hann. „Gabardian er mjög mikilvæg- •wwtrvwwrwwwwwwwun Ráðning á krossgátunni á bls. 7. LÁRÉTT: 1 kálmeti, 7 skraf- ar, 13 alein, 14 nái, 16 gráma, 17 leið, 18 flag, 19 litar, 21 gys, 23 lamba, 24 at, 25 raun- góður, 26 að, 27 áar, 28 il, 30 ama, 32 ódó, 34 ár, 35 óskaði, 36 glimta, 37 ón, 38 aga, 40 ala, 41 RK, 43 æri, 45 ís, 47 griðungur, 49 bú 50 kálað, 52 ann, 53 rákir, 55 utar, 56 sála, 57 stuða, 59 grá, 61 hik- að, 62 tapaðar, 63 skánaði. LÓÐRÉTT: 1. kallaði, 2 á- leit, 3 leit, 4 miðar, 5 en, 6 in, 7 si, 8 rg, 9 arfar, 10 fálm, 11 amaba, 12 ragaðar, 15 á- lygar, 20 rammagerð, 21 gná, 22 sór, 23 lundillar, 29 lón, 30 aka, 31 aða, 32 óla, 33 óma, 34 áar, 37 ólíkust, 39 drunur, 42 klúraði, 43 æða, 44 inn, 46 sátta, 47 garða, 48 rásaöi, 43 æða, 44 inn, 46 sátta, 47 garða, 48 rásin, 49 bilað, 51 laup, 54 káka, 58 að, 59 gr, 60 ár, 61 há.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.