Ný vikutíðindi - 15.02.1974, Blaðsíða 2
2
NÝ VIKUTÍÐINDI
NY VIKUTIÐINDi
CJtgeiandi og ristjón:
Geir Guimarsson.
Ritstjórn o_ auglýsingar:
Hverfisgötu 101A, 2. hæð.
Sími 26833. Pósth. 5094.
Prentun: Prentsm. Þjóð-
viljans.
Setning: Félagsprentsm.
Myndamót. Nýja prent-
myndagerðin.
25« fórm henivar
K r ö f II r
Afskipti hins opinbera af
málefnum einstaklinga
fara stöðugt vaxandi. Næg-
ir þar aö benda á, að allt
upp í 55% af tekjum
manna er tekið af þeim og
lagt í sameiginlegan sjóð.
Síðan á að deila þessum
sjóði út sem jafnast, en
slíkt tekst misvel og fáir
eru ánægðir. Undir þessa
óheillaþróun er óspart ýtt
af hálfu almennings. Kröf-
ur á hendur ríkis og sveit-
arfélaga fara stöðugt vax-
andi.
Dæmi um þessa kröfu-
gerð eru fjölmörg eins og
öllum er kunnugt.
Það má nefna nokkur
dæmi: Ef sveitarfélag bygg-
ir samkomuhús fyrir
hreppsbúa, á ríkið að
greiða talsverðan hluta
kostnaðar; ef íþróttafélag
gerir sparkvöll, er talið
sjálfsagt að ríki og bær
greiði mestan hluta; ef
pólitísk dagblöð eru rekin
meö tapi, á ríkið að greiða
tapið — og þannig mætti
lengi telja.
Svo bölsótast menn yfir
þvi, að stöðugt eru skattar
og allar álögur þyngdar.
Nú upp á síðkastiö hafa
námsmenn gengið einna
lengst í kröfugerðinni á
hendur ríkissjóði.
Um þessar mundir stend-
ur yfir könnun á fjárþörf
hátt á fjórða þúsund há-
skólanema, sem stunda
nám heima og erlendis
Nemendur eiga að halda
skrá yfir öll sín útgjöld í
vissan tíma. Þetta eyöslu-
yfirlit á síðan að vera sá
grundvöllur, sem kröfur
um námsstyrki og lán
verða byggðar á fyrir næsta
ár.
Þessir nemendur krefjast
þess, að ríkið greiði þeim
í formi lána og styrkja all-
an kostnað, sem þeir telja
sig verða fyrir, meðan á
námi stendur. Þeir krefjast
þess líka, að við úthlutun
þessara peninga verði ekk-
ert tillit tekið til þess,
hvort viðkomandi styrkþeg-
ar hafa tekjur í sumarfrí-
um eða ekki.
Segja má að hér sé um
hámark heimtufrekjunnar
að ræða. Og ekki bætir það
málstað þessara nemenda,
að algengt er, að þegar
námi er lokið erlendis, setji
Það er staðreynd, að það er
ekki hægt að fá alla hluti fyr-
ir peninga. Það mátti vinur
minn, Maurice Faumont,
reyna. Eignir hans námu allt
í allt ófáum milljónum, og
auðvitað þurfti hann ekki að
neita sér um neitt, sem pen-
ingar gátu veitt.
En eitt var það þó, sem
hann hafði aldrei getað veitt
sér, svo grátbroslegt sem það
kann að virðast: Ástir kvenna.
Ég hef ekki verið á þvi
hreina með, hvað það var, sem
gerði það að verkum, að hann
hafði ekki kvenhylli. Ég gat
ekki séð neitt athugavert við
hann í útliti, og hann var vei
þokkaður af öllum karlmönn-
unum, sem kynntust honum.
Við höfum verið trúnaðar-
vinir frá því að við kynntumst
fyrst sem smástrákar, og mér
var því ekki ókunnugt um, að
hann hafði lengi elskað stúlku,
sem hann gat með engu móti
gleymt.
Hún hét Lísetta.
Hann hafði beðið hennar og
boðið henni gull og græna
skóga, ef hún vildi verða kon-
an hans. En hún hafði hrygg-
brotið hann, þótt fátæk væri,
af þeirri ástæðu einni, að hún
elskaði hann ekki, og hún gat
ekki til þess hugsað að lifa í
ástlausu hjónabandi.
Þetta voru vini mínum sár
vonbrigði, og í því örvænting-
aræði, sem greip hann, gerði
hann sig sekan um' það-ófyrir-
gefanlega hátterni, að bjóða
henni eina milljón franka, ef
hún vildi verða ástmey hans,
þótt ekki væri nema eina ein-
ustu nótt.
Auðvitað náði svona tilboð
ekki nokkurri átt.
En Maurice var svo utan
við sig af ást, að hann hefði
glaður borgað henni tvær
milljónir, ef hún hefði sett
það að skilyrði. En það var
öðru nær, að hún færi fram
á slíkt.
þeir sig á háan hest og
neita að koma heim til
starfa, nema þeim séu
tryggð ævintýralega há
laun. Helzt þuría launin að
vera sambærileg við það,
sem tíðkast meðal milljóna-
þjóða. Og það á ekki að
skipta neinu máli, þótt
þjóðin hafi kostað þetta
fólk í skóla allt frá því að
það var rétt skriðið úr reif-
unum.
Það er svo sannarlega
kominn tími til aö spyrna
við fótum, þegar málum er
svo komið, að einn þriðji
hluti þjóðarinnar vinnur
fyrir eins mörgum og
verma skólabekki heima og
erlendis.
Afgangurinn er síðan
börn og óvinnufær gamal-
menni.
Dekrið við langskóla-
gengin hvítflibbalýð er orð-
ið of mikiö og mál að linni.
Svarið, sem hann fékk, var
vel úti látinn löðrungur og
augnaráð, sem skaut elding-
um af reiði, ásamt ótvíræðum
tilmælum um að hann léti
hana í friði framvegis.
Eftir þetta skildu leiðir
þeirra, Maurice fór úr landi,
og endrum og eins sendi hann
mér kort með fáeinum línum,
frá hinum ólíklegustu stöðum
á hnettinum.
Ári síðar kom hann aftur
heim til Parísar og var þá,
mér og fleirum til mikillar
furðu, harðkvæntur.
Um konu hans fékk ég þæi
upplýsingar einar, að hún hét
Gabriella og var dóttir minni
háttar embættismanns á ein-
hverri Kyrahafsey.
Strax við fyrstu sjón geðj-
aðist mér ekki að henni. Hún
var kuldaleg og þóttafull í
framkomu, og dró hún engan
dul á, að hún leit niður á
mann sinn. Það leyndi sér
ekki, að hún hafði fyrst og
fremst gengizt fyrir milljónun-
um hans.
Mauricet gerði allt, sem í
hans valdi stóð, til þess að
geðjast henni, og ég held að
hann hafi verið ástfanginn af
henni. En jafnvel undir fjög-
ur augu minntist hann aldrei
á hana aukateknu orði.
Á meðan hann var laus og
liðugur, vorum við öllum
stundum saman, þegar því var
við komið, en nú varð hann
að neita sér um þá ánægju.
Næstu tvö árin sá ég hann
næstum því aldrei. Lausa-
fregnir hafði ég af því, að
hjónaband hans væri ekki
hamingjusamt, en í þau fáu
skipti, sem við hittumst, vék
hann aldrei einu orði í þá átt.
Ég verð þess vegna meira
en lítið hissa, þegar Maurice
hringdi til mín á dögunum
og spurði, hvort ég ætti von
á gestum um helgina. Ég svar-
aði því til, að ég vænti ekki
neinna gesta og væri laus og
liðugur. Við þá vitneskju
spurði hann mig, hvort ég
gæti skotið yfir hann skjól-
húsi laugardag og sunnudag
næst komandi.
— Vitanlega, anzaði ég. Þú
ert ævinlega velkominn.
— Það er ekki allt búið
ennþá, Leon, bætti hann við
fljótmæltur. — Ég vona, að
þú stökkvir ekki upp á nef
þér, en svo er mál með vexti,
að mig langar til þeses að hafa
full ráð á húsinu þínu yfir
lielgina. Mér er þetta mjög á-
ríðandi. Það — það er vegna
Lísettu!
Ég varð snöggvast orðlaus
af undrun. Ég vissi ekki til
þess, að þau hefðu endurnýjað
kunningsskapinn, og auk þess
hafði ég frétt, að Lísetta væri
trúlofuð og myndi ganga í
hjónaband innan tíðar.
— Það er ekkert því til fyr-
irstöðu af minni hálfu. sagði
ég, þegar ég fékk málið, en ...
— Ég get ekki sagt þér á-
stæðuna núna, sagði hann. —
En ég skal segja þér allt af
létta á laugardaginn.
Þetta samtal okkar átti sér
stað á þriðjudag, og ég skal
játa, að ég var meira en lítið
forvitinn. Ég gat ekki gert
mér í hugarlund, hvernig mál-
um myndi komið, því þær
spurnir hafði ég haft af Lís-
ettu, að hún skipti ekki svo
auðveldlega um skoðun.
Á laugardag kom Maurice
akandi í kádiljáknum. Ég átti
von á því, að Lísetta væri
með honum, en hann var ein-
samall. Þegar við vorum setzt-
ir út á svalirnar og byrjaðir
að dreypa á glösunum, sagði
ég:
— Eftir tal okkar á þriðju-
daginn bjóst ég fastlega við
því, að þú kæmir ekki einsam-
all, en þér hefir kannske fund-
izt það hagkvæmara, að þið
yrðuð ekki samferða.
Það var ekki laust við, að
vinur minn færi svolítið hjá
sér, en svo sagði hann hrana-
lega:
— Það er Lísetta, en ekki
ég, sem á upptökin að þessu.
— Stefnumót elskenda?
spurði ég.
Hönd hans ar lítið eitt ó-
styrk, þegar hann lyfti glas-
inu.
— Ég veit það ekki í sann-
leika sagt, sagði hann dálítið
loðmæltur. — En ég reikna
þó með því, að það verði eitt-
hvað í þá áttina. Hún hringdi
í mig og stakk upp á því, að
við hittumst einhvers staðar,
þar sem við gætum verið tvö
ein og ótrufluð. Hún vildi ekki
þýðast hótel, ef í það færi, að
hún dveldi yfir nótt ásamt
mér.
Ég blístraði undirfurðulega.
— Ég verð að segja, að
þetta hljómar dálítið undar-
lega í eyrum, eftir það sem
á undan er gengið ykkar á
milli, sagði ég.
Maurice þurrkaði svitann af
enninu.
— Ég skal játa, sagði hann,
— að það lá við sjálft, að ég
fengi taugaáfall. Ég er ekki
búinn að jafna mig fullkom-
lega ennþá. Þér var kunugt
um hvaða tilfinningar ég bar
í brjósti til hennar hérna á ár-
unum.
— Elskarðu hana ennþá?
spurði ég.
— Ég mun aldrei elska
neina aðra konu, anzaði vinur
minn.
Mér flaug hjónaband hans
snöggvast í hug, en ég sagði
ekki neitt.
Maurice kveikti sér í sígar-
ettu.
— Lísetta kemur á morgun,
sagði hann svo, — og ég vil
gjarnan, að við getum verið
hér út af fyrir okkur. Á hinn
bóginn er það ekki heiðarlegt,
að byggja þér á þennan hátt
út úr þínu eigin húsi.
Hafðu engar áhyggjur út af
því, anzaði ég. — Ég er bú-
inn að lofa því að IMka golf
við enskan heiðurrmann á
morgun, og ég er búinn að
panta herbergi á hóteli, svo
að þú getur verið hér eins og
heima hjá þér yfir helgina.
— Þakka þér fyrir, sagði
hann og þrýsti hönd mína. —
Ég vissi, að mér var óhætt að
leita til þín.
Þegar ég fór morguninn eft-
ir, sagði ég við hann að skiln-
aði:
— Ég er búinn að gefa ráðs-
konunni minni frí. En hún er
búin að sjá svo um, að nægur
matur sé í húsinu, svo þið
ættuð ekki að þurfa að svelta.
Þurfir þú að ná í mig, geturðu
hringt til hótelsins, þar sem
ég bý.
Ég get því miður ekki hælt
mér af því að vera góður golf-
spilari, en í þetta skipti lék
ég þó verr en nokkru sinni
fyrr. Ég gat nú ekki af því
gert, að hugsanir mínar sner-
ust óþarflega mikið um Maur-
ice og Lísettu.
Ég átti erfitt með að finna
nokkra skynsamlega ástæðu
fyrir því, að hún skyldi að
fyrra bragði bjóða fram blíðu
sína. Ef það var rétt, þá bjó
eitthvað á bak við það, en
hvað það var gat ég ekki
gizkað á.
Maurice lét ekkert til sín
heyra, svo þetta hafði allt far-
ið fram samkvæmt áætlun.
Þegar ég hafði borðað kvöld-
verð, rakst ég á ritstjóra, sem
er góður vinur okkar beggja.
Við fengum okkur að drekka
og tókum tal saman, og ég
vék talinu með varúð að Maur-
ice vini okkar.
— Ég hef heyrt ýmsar mið-
ur þokalegar sögur um kon-
una hans, sagði hann.
— Um Gabríellu? spurði ég.
— Það gengur staflaust, að
hún haldi framhjá honum,
sagði hann. — Ég veit ekki,
hver hann er, en þau fara
víst ekkert í felur með það,
því þau sjást oft saman.
— Veit Maurice um það?
spurði ég.
— Veit það ekki, var svarið.
— Maurice víkur aldrei að
því einu orði, en mér þykir
Ráðning
á krossgátunni á bls. 7
LÁRÉTT: 1 skarpir, 7 á-
málgar, 13 hálar, 14 ólm, 16
tálrna, 17 ópið, 18 róað, 19
laðir, 21 æða, 23 burða, 24 an,
25 reiðilaus, 26 ið, 27 asi, 28
at, 30 óla, 32 ats, 34 sr, 35
rykugt, 36 skrapp, 37 þú, 38
ugg, 40 ket, 41 ás, 43 aða, 45
es, 47 grynnkaða, 49 mó, 50
stráð, 52 afa, 53 afsöl, 55 tóur,
56 títa, 57 iðkar, 59 aga, 61
brauð, 62 rauðkur, 63 tóvinna.
LÓÐRÉTT: 1 skólana, 2
kápan, 3 alið, 4 raðir, 5 pr,
6 ró, 7 ám, 8 át, 9 hárus, 10
glór, 11 amaði, 12 raðaðir, 15
læðist, 20 reglugerða, 21 æða,
22 ali, 23 burtreiða, 29 trú,
30 óku, 31 agg, 32 akk, 33 sat,
34 spá, 37 þrestir, 39 iðnfag,
42 skólaða, 43 ana, 44 aka, 46
stóða, 47 gárað, 48 aftri, 49
mötun, 51 ruku 54 sían, 58
RK, 59 ar, 60 at, 61 bv.