Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.05.1974, Síða 4

Ný vikutíðindi - 31.05.1974, Síða 4
4 NY VIKUTIÐINDI Stutt og sérkennileg sakamálasaga EFN Dl Hann stöðvaði vélsögina, þegar tók að braka í hinu stóra tré. — OHOIIII! hrópaði hann. Það var líkast því að stóra tréð stundi, þegar það brast hægt og hægt, en féll svo til jarðar hraðar og hraðar og skall á skógarsvörðinn með há- um dynk. Fimm tonn, hugsaði hann, meðan hann þurrkaði svitann af enninu. Honum geðjaðist vel að starf- inu. En það gat verið hættulegt. Maður gat orðið undir fall- andi tré. Eða maður gat meiðst, ef ef ekki var gætt varúðar við meðferð sagarinnar. Hugh tróð í pípuna sína og gekk til búðar. Það var kominn hádegisverðartími Þennan sama dag stakk Erick upp á því við Ingu og Paul að þau færu í skógarför. Pául var vinúr Ericks. Eða' það hafði hann haldið. Inga var eiginkona Ericks. Það var nokkuð, sém Poúl gat vel hugsað sér að hafa enda- skipti á. Hann hafði biðlað til hennar, en Inga var mjög hagsýn að eðlisfari, en Paul hafði ekki nálægt því eins miklar tekjur og Erick. Ef nú Erick yrði fyrir slysi. . Hugh svitnaði engu minna daginn eftir, þvi hitinn var alveg eins bölvanlegur og dag- inn áður. Föstudagur. Síðasti vinnu- dagur. Svo ætlaði hann heim til konunnar og krakkanna í tvo daga. Hann var þegar farinn að hlakka til. Inga var að útbúa nestis- körfuna, og Erick að úthugsa morðið á Paul. Átti hann að ýta honum íyrir björg? Hann varð að sjá til, hvaða tækifæri gæfist. í skóginum hlaut eitthvei't ráð að gefast. Þau heyrðu í bíl Ericks, borð- uðu brauðsamlokur á leiðinni. Þau voru komin út í skóg- inn nokkru eftir háhegi. Skóg- arhöggsmennirnnr voru í fullri vinnu. Meðan Inga tók upp nestið, stakk Erick upp á því að þeir lituðumst um. — Því var Paul algerlega aamþykkur. Hann byrjaði að saga. Svo stoppaði hann og setti fleyga í sárið. Þegar tók að bresta í trénu, hætti hann söguninni. Síðasta tréð, sagði Hugh við sjálfan sig og leit upp eftir gild- vöxnum stofninum. Að venju æpti hann OHOIII! og leit yfir staðinn, þangað sem tréð myndi falla. Þá sá hann mennina tvo. Þeir stóðu nákvæmlega þar, sem tréð myndi falla. Hann hrópaði aðvörunarorð til þeirra, en of seint. Tréð skelltist með dunum og dynkjum í áttina til mannanna. — Smith læknir á númer 7, Smith læknir á númer 7. Röddin var skörp í hátalar- anum. Smith lagði frá sér kaffiboll- ann. Smith var skurðlæknir, sér- fræðingur í líffæraflutningum. En hann var einnig sérfræðing- ur í lækningaaðgerðum, þegar slys bar að höndum. Sjúklingurinn var enn á lífi, en því nær öll beia hans voru brotin. Smith hóf aðgerðir sínar, en það var vonlaust verk. í næstu sjúkrastofu var Dander læknir að fást við heila- skemmd, og það virtist einn- ig algerlega vonlaust að halda lífi í þeim sjúklingi. Smita gekk inn til Banders. — Þetta er ekki hægt, muldr- aði Bander. — Ég þyrfti á nýjum heila að halda. — og þeir eru ekki fyrir hendi. Þá datt Smith snjalLræði í hug. Brátt voru þeir skurðlækn- arnir komnir á stúfana með nýjung, sem var eindæmi í sögu læknisvísindanna. Heilaflutning manna á milli. Paul ók Ingu heim eftir slys- ið. Þau fengu þær fréttir frá spítalanum, að Erick væri svo að segja látinn. Inga var svo miður sín, að Paul lagði hana út af upp í rúm. Og fékk sér vænan viský- sjúss um leið og hann óskaði sjálfum sér til hamingju. Ef hann hefði ekki ýtt Erick undir tréð þegar það féll, hefði tæplega neitt gerzt. Erick hafði litið furðu lostn- um og óttaslegnum augum til hans, og hann hafði efalaust séð sigurgleðina skína úr svip Pauls. Skógarhöggsmaðurinn hafði fengið lost. Litlu seinna fékk hann heilablæðingu og -verið fluttur í sama sjúkrahús. Mánuði eftir heilaflutning- inn var Hugh orðinn svo hress, að hann fékk að fara heim. Heilaflutningurinn hafði heppnast, og það var vísinda- legt afrek. Líkamlega séð var ekkert við hann að athuga, en minni Hughs var á einhvern kynleg- an hátt breytt. Það hafði þurft að segja honum, hver hann Skakkt númer? Hjónin sátu að hádegisverði, þegar síminn hringdi inni í næstu stofu. Frúin stóð strax á fætur og svaraði símanum. Hálftíma síðar kom hún aftur og hélt áfram að borða. „Hvað var þetta?“ spurði eiginmaðurinn. „Rangt númer,“ svaraði frú- in. Vissi hvað við átti Prestinum var boðið í kaffi- drykkju af málsmetandi hjón- um úr söfnuði hans. væri, og hann mundi lítt um líf sitt sem skógarhöggsmað- ur. — Nú skuluð þér taka líf- inu með ró í árstíma, höfðu læknarnir sagt. — Þetta jafn- ar sig smátt og smátt. Hugh hafði fundist hann vera eins og allt önnur mann- eskja. Honum fannst eins og hann væri einhvern veginn yngri — skynsamari núna. Einkennilegar hugsanir á- sóttu hann sífellt. Hann ákvað að heimsækja fjölskylduna, sem átti þátttöku í bæði slysinu og heilaflutn- ingnum. Fyrir dyrum stóð brúðkaup þeirra Ingu og Pauls. Þau voru hamingjusöm. Þau sátu yfir stafla af aug- lýsingapistlum og ferðaáætlun- um frá ferðaskrifstofum, þegar dyrabjöllunni var hringt. Paul gekk til dyra. Úti fyrir stóð Hugh. Paul varð óðara taugaóstyrk- ur. Mundi maðurinn eitthvað Á meðan setið var að borð- um, var stofuhurðinni skyndi- lega hrundið upp á gátt og yngsti sonur hjónanna, sex ára snáði, kom æðandi inn á mitt gólf með rottu í hendinni. „Þú þarft ekki að vera hrædd, mamma!“ hrópaði hann, kotroskinn. „Hún er steindauð. Ég lamdi hausinn á henrii aftur og aftur með hamririum þangað til . . .“ Nú fyrst tók sá litli eftir prestin- um og þagnaði snögglegat. Eft- ir nokkra umhugsun lauk hann þó setningunni og sagði núna — ætlaði hann að beita hann peningakúgun — eða hvað? Hugh fannst hann á ný eitt- hvað undarlegur. Svo dró hann stóra skógar- höggshnífinn sinn frá beltis- stað.. — Ég veit ekki hvers vegna, sagði hann — en ég hef óvið- ráðanlega löngun til að gera það. Svo skar hann yfir hálsinn á æpandi Paul. Paul engdist á gólfifnu í dauðateygjunum. Hugh var líka dálítið undr- andi. En bara lítið eitt. Hvaðan hefði hann átt að vita, að Erick hafði verið kunn- ugt um allt varðandi samband konu sinnar og Pauls, og að tilefni Ericks með skógarferð- inni hefði verið að fjarlægja Paul? Nú hafði heili Ericks loks notfært sér líkama Hughs til að koma í framkvæmd því ætlunarverki, sem líkami Er- icks haffði upphaflega haft að tilgangi sínum. hógværlega: „. . . þangað til englarnir komu og fluttu sál hennar til himna.“ Næg áminning Móðirin kom að máli við barnakennarann: „Ég veit að Raggi minn hef- ur verið yður dálítið erfiður, bæði kastað blekbyttum út um gluggana og skotið bréfkúlum að yður í kennslustundum. En ég ætla að biðja yður að hegna honum alls ekki, því að þá gæti hann fengið minni- máttai'kennd. Aftur á móti þætti mér mjög vænt um, að þér lúskruðuð á strákpuip,, penj situr framan við Ragga minn; það ætti að verða Ragga mín- um riæg áminning.“ r , r 1974 Yerðmæt eign sleginúrgulli og silfri Sölu annast bankar, sparisjöðir, nokkrir myntsalar og Seðlabanki Ísíands 10.000 króna gullpeningur 500 króna silfurpeningur 1.000 króna silfurpeningur Bakhlið peninganna SEÐLABANKI ÍSLANDS Valdir brandarar

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.