Ný vikutíðindi - 05.07.1974, Blaðsíða 3
NÝ VMOJTÍÐINDI
3
hann núna, en samt tók liann
glasið og drakk úr því.
Nokkur stund leið, og hann
ákvað að fá sér aftur í glasið
sjálfur, meðan hann beið. Ein-
mitt, þegar hann var að setja
tómt glasið á bakkann, voru
dökku flauelstjöldin dregin til
hliðar og há, spengileg, ljós-
hærð stúlka kom inn. Bros-
andi kinkaði hún kolli til
eins, Svo hallaði hann sér
aftur á bak í djúpum stóln-
um og horfði á stúlkuna ganga
hægt gegnum herbergið fyrir
framan hann. Þegar hún kom
að hinum endanum, snéri hún
við með þokkafullum hreyf-
ingum og kom í áttina til
hans. Hún var aðeins klædd
fremur stuttri, hárauðri flík.
,,Er það eitthvað í þessa átt-
ina, sem þér viljið, herra?“
spurði stúlkan og snéri sér
hægt í hring, til þess að hann
gæti skoðað.
Þá kom hún að stól Roddys
og rétti honum horn af flík-
inni svo hann gæti skoðað efn-
ið betur.
„Þetta er ,,hvelljakkinn“
ok'kar,“ útskýrði hún. „Hann
er þannig sniðinn, að flestar
konur geta borið hann án
breytinga og það er meðal
annars ástæðan fyrir því, að
hann er svo vinsæll sem gjöf.
Er konan yðar svipuð á stærð
og ég? Ég er hávaxin númer
tÓlf.‘
„Nokkurn veginn,“ sagði
Roddy og kinkaði kolli hugsi.
Hann hellti dálitlu viskýi í
glasið og drakk það. „Nokkurn
veginn,“ sagði han aftur.
„Þessi jakki hefur reynzt
,rpjögK vinsæll,“ sagði stúlkan
og dró jakkann þétt að mitti
sér. „Það er hugmynd Gert-
rude -'sjálfrar að kalla hann
hvelljakkann. Hún sagðist
hafa kallað hann það vegna
þess, að kona gæti farið í
hann í hvelli líka. Haldið þér
ekki að hann væri töfrandi á
konu yðar?‘
„Jú, það er ég viss um,“
sagði hann og glotti.
Hann starði á stúlkuna, unz
hún gekk aftur á bak út í mitt
herbergið.
,Kannske viljið þér sjá eitt-
hvað annað,“ lagði hún til.
„Það er al'ltaf gaman að velja
úr, er það ekki?“
„Það er dagsatt,“ sagði
hann og brosti til hennar.
Stúlkan hvarf úr herberg-
inu, og strax og hún var úr
augsýn, hvolfdi Roddy í sig
öðru viskýglasi.
Hann var nýbúinn að setja
tómt glasið á bakkann, þegar
eldri konan birtist.
„Það er Gertrude aftur,“
sagði hún og lyfti augnabrún-
unum tilgerðarleg. ,,Ég leit
bara snöggvast inn til að vita,
hvort Jeanette hugsaði vel um
yður.‘
Roddy kinkaði kolli óþolin-
móður á svip.
„Jeanette kemur aftur í
hvelli og sýnir yður fleiri af
okkar dásamlegu flíkum. Það
er komið fram yfir venjuleg-
an lokunartíma, og dyrnar eru
læstar. Þess vegna getið þér
valið gjöfina, án þess að verðá
fyrir óþægindum af nærveru
annarra viðskiptavina. Hikið
nú ekki við að fá yður sjálf-
ur af bakkanum, hann er
þarna bara fyrir yður.“
KOMPAN
Ljóð dagsins ■ Fasteignasalar ■ Hærri hámarkshraði
Framsóknarhótel ■ Hótel K.F. ■ Lítili áhugi
Það hefur vakið athygli margra að
á undanförnum vikum og mánuðum
hefur „Ljóð dagsins“ í útvarpinu á-
vallt verið flutt af meölimum Leik-
félags Akureyrar. Er engu líkara en
að félaginu hafi verið tryggður einka
réttur á þessum flutningi.
Þetta er í hœsta máta óeðlilegt ekki
sízt þeðar tekið er tillit til þess, að
útvarpið greiðir þrjú þúsund krónur
fyrir hvern flutning og þar af fcer
flytjandi um þriðjung en .höfundur
Ijóðs tvo þriðju. En skýringin á þess-
ari .einokun .Leikfélags Akureyrar
kann að vera sú, að leikhússtjóri fyr-
ir norðan er hinn alþekkti kommún-
isti Magnús Jónsson og skoðanabróðir
hans, Arnar Jónsson er þekktasti leik-
ari félagsins.
Njarðvík sér um sína.
Xr
Strax og konan var farin úr ywwwwwwwwywwwwwwwwwyw^
herberginu, leit Roddy óró-
legur á úrið sitt, og þegar
hann sá að klukkan var orðin
hálf sex, fékk hann sér strax
í glas. Nú var hann búinn að
gleyma, hve oft hann hafði
fyllt glasið og velti fyrir sér,
hvað hann ætti að gera, ef
Sue skyldi koma inn og sjá
hann.
Hann hallaði sér spenntur
fram og horfði á svörtu tjöld-
in, þegar ljóshærða stúlkan
minni og styttri, meira að
eins í einni flík, og miklu
minni og styttri meira að
segja. Roddy færði sig fram á
stólbrúnina, þegar hún gekk
hægt gegnum herbergið. Þegar
hún snéri við í þetta sinn, —
og hreyfingar hennar virtust
jafnvel enn glæsilegri en áð-
ur, — fálmaði hönd hans í
blindni eftir glasinu á bakkan-
um. Þegar hann fann það og
reyndi að drekka úr því, varð
hann hissa, því það var tómt.
Hann lét það niður aftur sem
bezt hann gat, án þess að geta
séð, hvað hann var að gera.
„Hvað — hvað er þetta?“
sagði hann og starði á stúlk-
una.
„Ég er viss um að þú veizt
það, herra,“ svaraði hún með
töfrandi brosi. „Þetta fallega
innflutta efni er handunnin
svört blúnda með ívöfðum
gleym-mér-ei-blómum. Er það
ekki heillandi?“
„Það er svo sannarlega fal-
legt — á þér,“ sagði hann
strax.
„En heldurðu ekki að kon-
unni yðar líki það?“
„Ég held, að hún eigi ekkert
þessu- •líkt,“. sagði hann. -,,Ef
svo skyldi vera, þá veit ég-
ekkert um það. Og ef svo er
ekki, þá ætti hún svo sannar-
lega að eignast svona.“
„Þá er ég viss um að henni
þætti gaman að fá það. Hví
etoki gefa henni það?“
Roddy ætlaði að taka upp
veskið. „Hvað kostar það?“
Gertrude sér um alla sölu,“
sagði hún og gekk aftur á bak
að flauelstjöldunum. „Ég er
bara módel hérna. Ef þú viit
bara bíða andartak.“
Roddy stökk upp, en ljós-
hærða stúlkan var farin, áður
en hann gat náð henni.
f sömu andrá aðskildi Gert-
rude tjöldin og gekk inn í her-
bergið.
„Þetta verða sjöt’íu og fimm
dalir,“ sagði hún og rétti
fram höndina. „Mér finnst
þetta dásamleg flík, finnst þér
það ekki? Ég er viss um að
konan þín dáist að henni
hverja mínútu.“
„Ég vil fá það,“ sagði hann
æstur og hækkaði róminn.
„Láttu mig fá það!“
,Auðvitað,“ sagði hún og
færði höndina nær. „Sjötíu og
fimm dalir, takk.“
f flýti taldi hann fram pen-
ingana og rétti henni þá, og
þá gekk Gertrude aftur á bak
út úr herberginu. Roddy gekk
að bakkanum og hellti meira
viský í glasið. Þegar hann klár
aði úr því, stóð konan hjá
honum með lítinn pakka. Hún
þrýsti honum í hendur hans.
„Og svo þessa leið út,“ sagði
hún ákveðin um leið og hún
leiddi hann út úr herberginu.
„En ég er ekki búinn enn!“
mótmælti hann hástö'fum. „Ég
vil vera lengur, segi ég! Ég vil
■:
Fasteignasalar kvarta sáran undan
því hvað það er orðið dýrt að auglýsa
í dagblöðunum, en langflestir þeirra
auglýsa að staöaldri í Morgunblað-
inu. Hafa jafnvel komið upp raddir
um það .meðal .fasteignasala, .að
hœtta þessum auglýsingum en senda
þess í stað út fjölritaða auglýsinga-
lista vikulega.
Þessi barningur virðist þó óþarfur,
þegar litið er á þœr tekjur, sem fast-
eignasalar hafa af hverri sölu, en þœr
nema tugum þúsunda. Hins vegar
mun staðreyndin sú að fasteignasölur
eru of margar í borginni og þar sem
þœr eru yfirleitt með sömu eignirnar
í sölu er samkeppnin hörð.
*
viðeigandi ráðstafanir og rýmkun
laga um hámarkshraða í þéttbýli er
eitt af því sem lagfœra þarf strax.
Sigurður Haráldsson fyrrum mót-
tökustjóri á Hótel Esju hefur tekið a
leigu nýja liótelið, sem Framsóknar-
flokkurinn á við Rauöarárstíg. Sig-
urður er þekktur fyrir prúðmennsku
og þægilegheit og mun eflaust farn-
ast vel í starfi hótelstjóra.
Ætlunin mun að opna hótelið síð-
ar á árinu og á þetta að verða róleg-
heita gististaður með einum eða
tveim börum, en ekki verða haldnar
þarna almennar danssamkomur.
-K
Talandi um hótel, dettur okkur í
hug Vestmannaeyjar. Það er fullyrt
að Kristinn Benediktsson fjármála-
jöfur Framsóknarflokksins hafi keypt
hótel það sem þar opnaði í vor.
Reyndar er hann sagður hafa verið
aðalmaðurinn á bak við kaupin strax
í upphafi þótt hótelið sé á nafm
tveggja ungra þjóna sem þar starfa.
Háttsettum mönnum innan SÍS er
farið að þykja nóg um persónuleg
umsvif Kristins á fjármálasviðinu en
hann lœtur engan bilbug á sér finna,
enda þéttur á velli.
-K
Ekkert lát er á innflutningi nýrra
bifrei&a og síðustu mánuði hafa verið
fluttar inn þúsundir bifreiða. Sem
nœrri má geta er gatnakerfi borgar-
innar og vegakerfi landsins allsendis
ófœrt um að taka við þessum fjölda
með góðu móti.
Umferðarþunginn í borginni er
orðinn svo gífurlegur að engu tali
tekur.
Til að firra algjöru vandrœðaástandi
er bráðnauðsynlegt að gera nú þegar
Mikil óánœgja er sögð komin upp
meðal knattspyrnumanna með störf
Ellerts Schram, sem formanns KSl.
Þótt Albert vœri umdeildur, sem for-
maður báru menn þó virðingu fyrir
honum og sjálfur vann hann eins og
hestur fyrir knattspyrnuna.
Með Ellert kom hins vegar einhver
deyfð og drungi og horfir til vand-
rœða um að hœgt verði að koma sam-
an sæmilegu landsliði.
Það er vissulega leiðinlegt til þess
að hugsa ef árangur Alberts œtlar
að koðna niður í höndunum á eftir-
manni hans.
Ástandið er orðið þannig að mjög
fáir knattspyrnumenn sœkjast eftir
landsliðsstöðu en flestir koma með
ótal undanbrögð ef þeir eru beðnir
um að œfa með landsliðinu.
FRÓÐI.
láta stúlkuna------“
„Klukkan er sex og komið
langt fram yfir lokunartíma
okkar,“ sagði hún hörkulega
og ýtti honum ákveðin í átt
til dyra. „Vertu nú svo góð-
ur að fara með góðu.“
Við útidyrnar ýtti hún dug-
lega við, honum, og Roddy
stóð allt í einu á gangstétt-
inni fyrir framan búðina.
Hurðinni var skellt aftur,
Ijósin voru slökkt og gardínur
voru dregnar fyrir gluggana.
Hann reyndi að snúa snerlin-
um, hann reyndi að opna dyrn
ar, og svo sparkaði hann í
hurðina eins fast og hann gat.
Höggið hristi alla framhlið
verzlunarinnar.
„Ég vil komast inn aftur!“
hrópaði hann. „Opnið dyrnar,
segi ég.“
Ekkert svar, og hann byrj-
aði að sparka í glerhurðina
eins fast og hann gat. Slangur
Framhald á bls. 7.