Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.07.1974, Page 6

Ný vikutíðindi - 05.07.1974, Page 6
6 N'Ý VIKUTÍÐINDI Waktir mpp frá dœuámm Inníæddir prestar á Haiti geta gert menn meðvitundarlausa og láíið líta svo út sem þeir séu dánir, látið grafa þá þannig, en síðan vakið þá upp aftur, sem andlega sljóa og notað þá, sem þræla. Hryggilegar fregnir um Voo- doo og Zombiur berast stöð- ugt frá hinum röku hitabeltis- skógum og lítt þekktu fjalla- héruðum á Haiti, þrátt fyrir viðleitni yfirvaldanna til að kveða orðróminn niður. Hinn einfaldi og ótrúlega hjátrúar- fulli negrabóndi, sem enn í dag býr að hinni afríkönsku arfleifð sinni af dularfullum töfrum og særingum, finnst hann stöðugt umkringdur af illum öflum myrkurs og dauða. Og hann lifir lífinu í stöðugum ótta við, að þessi illu öfl tortími honum. Enda þótt ríkisstjórnin á Haiti sendi út hverja yfirlýs- inguna af annarri, til að kveða niður fregnir af dularfullum glæpum í landinu, snúa ferða- menn heim frá Haiti, með ó- véfengjanlegar furðusögur af ótrúlegustu viðburðum, sem þeir hafa orðið vitni að í fá- förnum og afskekktum fjalla- héruðum eða frumskógum, sem taldir eru nær ókleifir yf- irferðar. Hinn 73 ára gamli enski trúboði, Arthur Turnbull, veit hvað hann segir. f viðtali við blaðamann frá stórblaðinu London Daily Mail segir trúboðinn meðal annars frá því, að einn af vin- um hans, sem verið hafði hers- höfðingi í her Haiti-ríkis, hafði á einhvern hátt móðgað mjög einn Voodooprest, sem haft hafði þess vegna í heit- ingum við hann og sagt fyrir, að hann myndi deyja innan tíu daga. Níu dögum síðar dó hershöfðinginn, og Turnbull sá sjálfur um greftrun hans. En strax daginn eftir var gröfin tóm. — Allstór hópur hermanna var þegar sendur af stað til þess að reyna að hafa uppi á graf- arræningjunum, og komu her- mennirnir að dáiitlum hóp manna á óvörum, fjórum dögum síðar, í fáförnu og ó- greiðfæru skógarþykkni. Þeg- ar menn þessir urðu her- mannanna varir hurfu þeir samstundis inn í myrkviði frumskógarins, en létu fanga sinn eftir. Var farið með hann til Jaemel, en bæði kona hans og Turnbull þekktu jafnskjótt manninn; þar var kominn hinn „dáni“ hershöfðingi. Turnball fannst hershöfðing- inn einnig þekkja þau bæði, en hann gat alls ekki talað og virtist algjörlega sljór. Hers- höfðinginn var með öðrum orðum umbreyttur í Zom- biu. — Turnbull segir ennfremur i viðtalinu við Daily Mail: ,,Ég er sannfærður um að Voodoo-prestarnir búa yfir hæfileikum • til að svæfa menn dáleiðslusvefni, svo að þeir virðast dánir, og geta því næst vakið þá aftur upp frá „dauðum“ sem .andlega sljóa menn, sem lítið, sem ekkert geta hugsað.“ Sú frásögn af Zombi-isma, sem einna mesta athygli hefir vakið, er frá árinu 1918, og það gerðist á stað, sem virðist einna ólíklegastur allra staða á Haiti. Nefnilega á hinum víðlendu sykurökrum Haitian- American Sykur Sambandsins. Þetta félag á þarna gríðar- stórar sykurverksmiðjur, þar sem vélaskrölt og sírenuvæl kveður í eyrum allan liðlang- an daginn og allur hávaði og gauragangur vélamenningar- innar hefir haldið innreið sína. Þetta ár var eitt mesta uppgangsár Sykur Sambands- ins. Nýjar pantanir streymdu inn frá öllum álfum.heims, og negrarnir flykktust að, bæði karlar og konur, jafnvel frá afskekktustu héruðum lýðveld- isins í atvinnuleit. — Dag nokkurn kom hópur sér kennilegs fólks í vinnumiðilun- arskrifstofu verksmiðjanna. — Augu þessa fólks voru undar- lega sljó og starandi, eins og það sæji ekki neitt, en foringi hópsins, Ti Joseph að nafni frá borginni Colombier, gaf þá skýringu, að þetta væri fá- frótt ..svejtafólk frá .afskekktu héraði við landamæri Domini- kanska Lýðveldisins, en það myndi ekki skirrast við að vinna, og vinna vel, einkum ef það fengi að vinna fjarri hávaða og gauragangi verk- smiðjanna, sem eðlilega hefði truflandi áhrif á það. — Þar með var málið útkljáð, og verkafólkshópar Ti Josephc fékk vinnu í útjaðri sykurakr- anna, svo langan veg frá verk smiðjunum, að sáralitlar lík- ur voru fyrir því, að það ræk- ist á annað fólk frá sama hér- aði. Enda varð Ti Joseph að gæta þess eftir megni, að ætt- ingjar eða vinir þessa fólks yrðu ekki á vegi þess, því að þetta fáfróða sveitafólk var í raun réttri Zombiur, sem Ti Joseph og kona hans, Croy- ance, höfðu dregið upp úr gröfunum til þess að láta það þræla fyrir sig á ökrunum. Tíminn leið, og Zombiurnar unnu hörðum höndum fyrir húsbónda sinn, sem ekki hik- ,aði við að nota hnútasvip á þessa þræla sína, ef honum fannst vinnan ganga seint. Á hverjum launagreiðslu- degi mætti Ti Joseph í skrif- stofu verksmiðjanna til þess að sækja laun verkamanna sinna, sem hann stakk að sjálfsögðu í eigin vasa, því að hvað eiga Zombiur að gera við peninga, menn sem ekki geta hugsað og vita ekki hvað fram fer i kring um þá? Á laugardögum skiptust þau Ti Joseph og kona hans á um að gæta verkamanna sinna og matreiða handa þeim. En vel ið hefir þau áhrif á Zombiurn- ar, að þeim virðist skyndilega verða það ljóst, að þær séu í raun og veru framliðnir menn. Það hjónanna, sem frí átti, hélt til næsta þorps til að skemmta sér við dans og drykkju laugardagskvöldanna, eða horfa á hana-at að sunnu- deginum. — Hin mikla árshátíð, Féte- Dieu, nálgaðist, og varð það að samkomulagi milli hjón- anna, að Ti Joseph skyldi eiga frí hátíðisdagana og skemmta sér dálítið, en Croy- ance gætti Zombianna. En þegar kom fram á sunnudags- morgun var hún orðin leið og þreytt og fannst hún vera ein- mana. Jafnframt fann hún til dálítillar meðaumkunar með þessum vesalings þöglu mann- verum, sem þræluðu eins og húðarjálkar daginn út og dag- inn inn án þess að fá nokk- urntíma hina minnstu uppörv- un að launum. Auk þess hefur hún vafalaust sjálf haft löng- un til að vera viðstödd hátiða- höldin. Henni fannst, að það myndi ekki saka, þótt hún tæki Zom- biurnar með >.sér inn í borg- ina, þar sem flest verkafólkið utan. af landsbyggðinni hafði farið heim til sín til að vera við hátíðahöldin þar, og íbúar borgarinnar þekktu alls ekki verkafólk Ti Josephs. Croyance tók nú þá ákvörðr un að fara með allan hópinn með sér inn í borgina og þrammaði af stað með Zombi- urnar í halarófu á eftir sér, og líktust þær helzt vofum. Á markaðstorginu var óþol- andi hitasvækja og skipaði hún því Zombiunum að setj- ast í skugga eins veitingatjalds ins. Unglingsdrengirnir hlupu aftur og fram og seldu alls- kyns góðgæti, hrópandi og skrækjandi. Croyance fannst að jafnvel Zombiurnar yrðu að njóta þess, að það var Féte Dieu og keypti nokkrar hnet- ur handa þeim. En hneturnar hljóta að hafa verið saltmengaðar, því að þeg ar Zombiurnar höfðu borðað fáeina munnbita varð skyndi- lega furðuleg breyting á hátt- erni þeirra. Þessar lífrænu véla-mann- ramakvein allar í einum kór fjarlægu fjalla, sem um- kringdu fyrrverandi heim- kynni þeirra. Því næst risu þau öll á fætur sem einn mað- ur og röltu í halarófu heim á leið. Enginn þorði að reyna að stöðva Zombiurnar, því að all- ir vissu að þetta var framlið- ið fólk á leið heim í: grafir sínar. Þegar Zombiurnar komu þrammandi eftir helztu götu heimaborgar sinnar, mættu þær mörgu fólki, sem þarna þekkti vini og ættingja upp- risna og hljóp á móti hópnum til að fagna þeim, en Zombi- urnar ýttu fólkinu til hliðar og héldu sleitulaust áfram göngu sinni upp í kirkjugarð- inn. Er þangað kom, skriðu þessir vesalingar niður í lík- kistur sínar og reyndu að draga lokin yfir. Hið svonefnda „nútíma“- fólk hlýtur að líta á framan- skráða frásögn sem ótrúleg- ustu fjarstæðu. Flestir munu segja: „En sá þvættingur!“ og jafnframt slá því föstu, að þetta sé hreinn uppspuni, hjá- trú eða æsifregnaþörf. En þar skjátlast fólkinu. í hegningar- lögum lýðveldisins Haiti segir svo, — grein 294: „Einhvers konar notkun, hversu lítil sem er, gegn mann eskju, hver sem hún er, af meðulum, sem, án þess að valda raunverulegum dauða, valda samt sljóvgun, meðvit- undarleysi, dáleiðslu eða öðru sama eðlis, hvort sem er skamman eða langan tíma, mun verða skoðuð sem morð- tilraun. Svo framarlega, eftir notkun slíkra meðala, sem maðurinn eða manneskjan er jarðsett, nrun verða litið á verknaðinn, sem morð að yfir- lögðu ráði, án tillits til þess, hverjar afleiðingarnar verða.“ Því verður því ekki neitað, að Woodoo og Zombia er hvort-tveggja til. Zombia er í raun og veru aðeins skin-dauður maður. En í hitabeltislandi, þar sem ekki er krafist yfirlýsingar læknis um andlát manna og hinn gíf- urlegi hiti veldur því, að jarð- setja verður dána menn sem allra fyrst eftir dauðann, hjálp ast þetta hvort tveggja að til að hindra það, að sannleikur- inn siist út á meðal hinna fá- fróðu og hiátrúarfullu bænda, sem trúa því í blindni að varð að gæta þess, að fæðan innihéldi ekki salt, því að salt- eskjur ráku upp ömurlegt og horfðu í áttina til hinna Grein eftir Mogens Chr, Nörlund, um svo hroða- lega, en þó sanna atburði, sem eru að gerast enn þann dag i dag í frumskógunum á Haiti, að flest- um óar við að trúa því, að slíkt geti gerzt á tutt- ugustu öldinni. Voodoo-prestarnir hafi vald yf- ir illum vættum. — Þeir menn, sem vissu að ekki var um hjátrú að ræða, hafa hins vegar lengi ráfað í villu og ráðleysi gagnvart hinni raunverulegu orsök þess ara furðulegu fyrirbæra. Kona nokkur, amerísk, sem var fréttaritari, ákvað í fyrra- sumar að fletta rækilega ofan af Voodoo-prestunum í eitt skipti fyrir öll, og eftir hina mestu erfiðleika, einkum af hálfu yfirvaldanna (en yfir- völdin á Haiti hafa jafnan neitað hingað til að ræða þetta viðkvæma málefni við útlend- inga) heppnaðist henni að lok- um að grafast fyrir um leynd- armálið. Safinn úr rótarplöntu nokk- urri, sem inniheldur sérstakar eiturtegundir, er settur í fæðu þá, sem fórnarlambið neytir. Þetta eitur orsakar meðvitund arleysi, svo menn virðast látn- ir, og eru þeir þá tafarlaust jarðsettir — í samræmi við fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda í öllum hitabeltislöndum. Síðan er maðurinn grafinn upp aftur, svo fljótt sem mögu legt er, áður en hann kafnar í kistunni. Eitrið skaðar ekki þær heilafrumur, sem stjórna skynfærum og vöðvum manns- ins, en lamar aftur á móti að mestu eða alveg þær þe.ila- ■ frumur, sem stjórna hugsun mannsins. Zombian getur því b'æði heyrt þær fyrirskiþanrrí sem fyrir hana eru lagðar og framkvæmt þá líkamlegu vinnu, sem ætlast er til, en hún getur alls ekki hugsað sjálfstætt og framkvæmir því það, sem henni er sagt athuga- semdalaust. Hægt er að nota Zombiuna til allrar líkamlegrar vinnu um lengri eða skemmri tíma, eftir því hve mikið viðkom- andi persóna hefur fengið af eitrinu í líkama sinn. Að lokum hverfa þó áhrif eitursins að fullu og Zombian verður „normal“-maður á ný. En fæstar Zombiur fá að lifa svo lengi að þær nái sér eftir eitrunina, því að enda þótt fæstir hafi nokkra hug- mynd um hvað gerztz hefir á meðan þeir voru Zombia, þá vilja Voodoo-prestarnir ekki eiga neitt á hættu með hefnd- ir eftir á og losa sig því við Zombiuna fyrir fullt og allt áður en eitur-áhrifin þverra. Þeir skipa þá oft Zombiunni að ganga beint af augum fram af þverhníptu bjargi eða í sjó fram, og eru litlar líkur til að morðið upplýsist nokkurn- tímann, því að maðurinn er löngu yfirlýstur dáinn og graf inn. í afskekktustu héruðunum, þar sem slíkt viðgengst aðal- legá, þarf lítt að óttast upp- ljóstrun, þvi að hinn hjátrúar- fulli negrabróndi vogar ekkki að blanda sér í málefni Voo- doo-prestanna af ótta um sitt eigið lif, — jafnvel þótt hann mætti Zombiu, sem hann þekkti strax, sem látin vin. •

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.