Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Page 2

Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Page 2
2 N V VIKUTÍÐINDI Ný Vikutíðindi Útgeíandi og iitstjóii: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingar: Þingholtsstræti 27. (timburhúsið, bakdyr) Sími 28120. Pientun: Prentsmiðja Þjóðviljans Setning: Prentverk Kópavogs Myndamót: Prentmyndastofan hf. Hræsni Landsfeður komu fram fyrir þjóðina í fjölmiðlum um ára- mótin, þrungnir ábyrgðartil- finningu og háalvarlegir. Þjóð- inni var skýrt frá því sem ein- hverjum glóðvolgum tíðind- um, að nú ríkti orkukreppa í heiminum og jafnframt var það leyndannál upplýst, að verð á fiskafurðum okkar væri hætt að liækka erlendis. Af þessu leiddi, að þjóðin öll yrði að axla þyngri byrðar en áður og tómt mál væri að tala um kauphækkanir eða kjarabætur. Nú skyldu allir leggjast á eitt og þá myndum við yfirstíga þessa öruðgleika. í forystugreinum Morgun- blaðsins og Tímans er tönglast á j>essu sarna dag eftir dag. T.d. segir Mbl. í forystugrein s.l. sunnudag: „. . . Til viðbót- ar þessum stórfelldu vanda- málum, sem lieimsástandið skapar okkur, eru svo heima- tilbúin vandræði okkar sjálfra, endalaus kröfugerð urn kjara- bætur sem enginn grundvöllur er fyrir, stöðug tilhneiging til þess að lifa um efni fram, neit- un stjórnmálamannanna og forystumanna í félagsmálum á að horfast í augu við staðreynd- ir og viðurkenna að við lifum á erfiðum tímum, sem krefjast allt annars hugsunarháttar, annarrar afstöðu til lífsins en við höfum haft um langt skeið. Enginn skyldi ganga jiess dul- inn, að í hönd fer erfitt ár og að tal um kjarabætur og kaup- hækkanir við jjessar aðstæður er fánýtt hjal, sem enginn grundvöllur er fyrir“. Svo mörg voru jjau orð. Það verður að segjast eins og er, að ófáum mun hafa orðið beinlín- is flökurt við þennan lestur, ekki síður en að hlusta á ræð- ur landsfeðra um áramótin. Ekki skal ]jví neitað að erfið- leikar steðja að, en hvemig hef- ur ríkisstjórn og Aljjingi brugð- ist við? Síðustu daga fyrir jól var unnið nótt og dag við að af- greiða fjárlagafrumvarpið. Og það var sko ekkert kreppu- frumvarp, enda hækkaði jjað um hundruð milljóna frá jjví er það var lagt fram í liaust. Þingmenn úr öllum flokkum og úr öllum kjördæmum voru í endalausu kapphlaupi um til- lögur til liækkunar í þeim til- gangi að styrkja stöðu sína. Svo koma jjessir menn franr fyrir alþjóð og segja að kjör verði að rýrna vegna ástands heims- málanna. HVÍLÍK HRÆSNI. Alþingi hækkar útgjöld um hundruð milljóna vegna sjón- arspils þingmanna en þjóðinni ei sendur REIKNINGUR- INN. Þetta er SÍÐLEYSÍÍ . Cleðisagan HÚN VAKNAÐI VIÐ VONDAN DRAUM Eftir GUY DE MAUPASSANT. í þrjú ár, sem hún var búin að vera gift, hafði hún ekki í eitt einasta skipti ferðast úr úr sveitinni. Hún lifði rólegu lífi hamingjusöm og barnlaus í hinu stóra húsi þeirra hjón- anna jjarna í Sírídalnum, jjar sem maður hennar átti tvær stórar klæðaverksmiðjur Ilið reisulega og ríkmannlega hús jjeirra, sem í daglegu máli jjar í dalnum var nefnt „Ilöllin", stóð á fögrum og friðsælum stað umgirt liávöxnum trjá- lundum, sem skýldu því fyrir vindum og vegadyn. Herra Vassör, sem var mikið eldri cn liin fagra frú hans, var mesti ágætismaður og ljúf- menni hið mesta. Ilenni jjótti innilega vænt um hann, og aldrei hafði nokkur vottur af ótryggðarhugsun hvarflað að henni í öll jjessi þrjú ár. Móðir hennar dvaldi hjá henni í Sírí- dalnum, meðan sumarið var í fullum skrúða. En um leið og skógurinn tók að fölna og lauf- in að hrynja af trjánum, flýtti hún sér aftur inn til Parísar til að fara að koma íbúð sinni þar í lag undir veturinn. Og á hverju hausti, eftir að hún var farin, varð jenny hálf- lasinn af brjóstkvefi með smá- vegis þurrhósta, og einmitt um það leyti árs fylltist hinn jjröngi innilukti dalur af livít- leitri þoku, sem svo grúfði yfir honum í næstu fimm mánuði. Fyrst seig hún hægt inn yfir eins og gráhvít slæða og breidd- ist yfir alla grashvamma með- fram ánni, sem rann í ótal bugðum og sveigjum eftir endi- löngum dalnum. Svo seig hún þéttara , og þéttara saman jjykknaði og hækkaði og flóði yfir allar lægðir, svo aðeins húsjjökin sáust upp úr þessu hvita jjykkni, og hæstu trjá- krónurnar, unz hún seinast flóði yfir alla ása og hæðir og fyllti allann dalinn eins og hvítur sjór. Og það var eins og í einhverju annarlegu dauðravíti jjarna niðri í daln- um, jjar sem mennirnir lædd- ust um hver fram hjá öðrum í fárra skrefa fjarlægð án jjess að sjá hvor annan, og hin há- vöxnu tré stóðu, eins og unv vafin hvítri gufu og greinar og stofnar gljáðu í bleytunni. Fólk sem ferðaðist efst up]ji í hæðunum og horfði ofan í dalinn gat séð, hvar upjj úr jjessu hvíta, lægna dauðadjú]ji gnæfðu tveir geysiháir skor- steinar hátt í loft upp, svo þá bar við hæðabrúnirnar; tvær ferlegar trjónur, sem teygðu sig langt upp úr þessu flóði og spúðu án afláts dag og nótt kolsvörtum reykjarstróknum upp í loftið. Það var það eina, sem gaf til kynna að mannlegar verur lifðu og hrærðust jjarna niðri í þessu hvíta dulardjúpi, — jjessu bómullarhafi, sem fyllti allan dalinn. í októberbyrjun jjetta ár, |jcgar saga vor gerist, réði heim- ilislæknirinn hinn ungu frú Vassör að flytja inn til Parísar og dvelja jjar yfir vetrarmán- uðina hjá móður sinni. Lungu hennar væru of veikbyggð til að þola vetrarloftslagið í Sírí- dalnum, meðan bómullar- vinnslan í verksmiðjunum væri í fullurn gangi. Hún hlýddi ráðum læknis- ins orðalaust, en án allrar til- hlökkunar. Og fyrstu mánuðina í borg- inni dvöldu hugsanir hennar stöðugt heima í dalnum og við liina friðsælu ró heimilisins þar. Venjur hennar allar höfðu fcst jjar rætur, húsgögnin þeirra þar, stofurnar og allt hvaðeina hafði verið orðinn hluti af lífi hennar. Hún var því fyrst í stað eins og fram- andi gestur þarna á heimili móður sinnar inn í borginni. Þetta leið þó frá smátt og smátt og hún fór að venjast við og kunna hinu nýja lífi, þegar frá leið, svo ekki leið á löngu jjar til en hún naut sin vel í hinum stöðugu heimboðum, kvöldsanrsætum og dansleikj- um. Hún hafði fram til þessa dags varðveitt hinn barnslega ungmeyjarsvip yfir hátterni sínu og allri framgöngu. Og jjað var eins og eitthvað hik- andi feimið í öllu viðmóti hennar, — eitthvað dreymandi í svip hennar og augum. Skó- hljóð hennar var mjúkt og svífandi, og bros hennar rólega glöð en eins og ofurlítið þreytu- íeg. En eftir jjví senr lengra leið á dvöl lrennar í margmenn- inu varð allt yfirbragð lrennar fjörlegra, hreyfingarnar urðu fjaðrandi, snöggar og kátar og hún var alltaf reiðubúin að vera með og taka þátt í skemmtanalífinu og hvar sem fjör og glaðværð var á ferð. Karlmennirnir liópuðust um- hverfis hana lirifnir og heillað- ir og notuðu hvert tækifæri til að reyna að komast í mjúk- inn hjá henni. Og hún hafði gaman af tilraunum jjeirra og varðist listfengnum brögðum þeirra og ástaklækjum með fín- legurn en flugbeyttum skop- yrðurn pg fágaðri, ertandi glettni í; íullkominni öryggð um sjalfa sig. Hjónabandið hafði af ýmsurn skiljanlegum ástæðum, vegna aldursmunar- ins, vakið í henni dálítið af þreytandi leiða á öllu nánu ástalífi og hvatheitum snert- ingum, sem gerði hana vissa í hug sínum um, að hún yrði ekki leidd í freistni af karlkyn- inu. Aðeins hugsanir um náin kynkynni og hörundssnertingu þessarar skeggjuðu, grófgerðu kynveru, vöktu henni hroll- kennd ónot og hlátur í senn, — svo fjarstæðukennt virfist henni jafnvel hið minnsta atlot, er að því stefndi. Oft spurði hún sjálfa sig undrandi, hvernig slíkt mætti ske, að kon- ur beygðu sig undir að jjola þvílíka smán, og þvilíkan við- bjóð af ókunnugum karlmönn- um, eftir að hafa kynnst jjví í hjónabandinu og vitanlega neyðst til að sætta sig við það þar. Hún var þess fulltrúað, að henni myndi hafa jjótt langt- um vænna um eiginmann sinn hefðu þau lifað saman bara eins og góðir vinir og félagar, og ef liann hefði látið sér nægja hina snerti-Iéttu laufmjúku yl- kossa ástúðarinnar hina hug- hreinu og hjartalilýju snert- ingu, — sem drjúpa eins og svalandi daggardropar á sálirn- ar. En hún hafði þó skringilega gaman að hlusta á alla gull- hamrana, sem hinir háttprúðu höfuðstaðarherrar slóu henni, og öll hiir skrúðbúnu fagur- rnæli þessara fyrirmanna, sem umhverfis hana hringsnérust, horfa á ástríðueldana loga í augum jjeirra, þessa elda, sem gátu ekki brennt hana, og sem sem hún éinu sinni kenndi ekki yls frá. En hún sá að augu þeirra ljómuðu og jjótti gaman að, — ]jví skærari sem geislar jjcirra urðu, því ákafari og heit- ari sem orð jjeirra og hyllihróp urðu, jjví meiri skemmtun þótti henni jjar að. Þeir urðu svo skrítilega skoplegir í ákefð sinni, þegar þeir varla réðu sér í ákafanum, en þorðu þó ekki —- og gátu ekki — stigið hænu- fet framar jjví, sem ítrasta vel- særni krafðist. Sú jjvingun og þau takmörk juku einmitt hið skoplega við leikinn í hennar augum og gerðu tilburði þeirra, og tal allt, að notalegu gamans- efni hennai. Hún naut jjess því að heyra hin andsnöggu, heitu hvíslyrði í eyra sér um leið og hún var leidd inn í borðstofuna, eða fylgt til kynn- ingar í veizlusalnum — heit orð, titrandi í æsingi og and- stutt af þvingun og svo hljóð, að þau heyrðust tæplega sem tungutal, lieldur sem brjóst- jjytur eða bergmál af hjarta- slögum. Og þó að efni þeirra gæti stundum hleypt blygðun- arroða fram í kinnar hennar, svo að hún fann hann brpppa undir hvítu hörundi sínu, jjá fann hún jafnframt hjarta sitt slá örara og eins og kitlandi snertistreymi færi um allt hið fíngerðasta í taugakerfi hennar. Það hló yljandi ánægjuunaður innst í huga hennar, svo að gleðileiftrum brá fyrir í hin- um fögru augum. Og sál kon- unnar skalf við eins og snortin hrollkenndum unaðar- gusti óþekktrar nautnar. Og sál konunnar í hinni ungu frú fann, að hvert slíkt augnablik var eins og fórnar- logi henni til dýrðar — fórnar- logi jjeirrar tilbeiðslu, sem feg- urð hennar átti heimtingu á. Og brátt naut hún þess í djúpunr unaði að sitja í rauðrökkvuðum salarkynn- um frammi fyrir opnum arin- eldi, glóðbleikum og gneist- andi með lioppandi bláhvítum smálogum og dansandi skugga um gólf og þil. Naut þess í djúpum unaði að hlusta á heitan ofsann í hvíslandi rödd- um þeirra í þcssu lifandi roða- rökkri, — heyra róm þeirra skjálfa og sjá þá falla á kné eins og töfrum slegna og sjá sterklegar karlmannshendur teygja sig biðjandi fram úr skugganum í áttina til hennar. Það var henni ný nautn, ný opinberun að sjá þannig ástríðueldana blossa og bála upp umhverfis sig á hljóðum kvöldum í hættulegum tví- menningshelgum, án jjess að jjeir næðu að snerta hana sjálfa á nokkum hátt. — En hvílík djúp, róleg nautn að geta jjá sagt kæruleysislekt nei, hrist lokka sína í undrandi kald- hæðni, góðlátlega en einskis- virðandi, rísa á fætur í tíguleg-

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.