Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 SJÓBAD í TUNGLSLJÓSI Til eru afbrot, sem aldrei upplýsast, og það eru einnig til þau afbrot, sem koma ekki einu sinni fram í dagsins ljós — enda þótt laganna verðir þekki jafnvel hina brotlegu. Oft eru slík afbrot framin í myrkri næturinnar — þægilegu næturhúmi, jafnvel fyrir fórn- ardýrið. Þannig var því að minnsta kosti farið um herramennina báða, þá P. forstjóra og L. verk- fræðing, sem árrisul, amerísk stúlka fann steinstofandi og berstrípaða í fjörusandinum í lítilli vík rnilli áze og Capd’Ail. Sagan hefst eiginlega þar, sem herramir tveir — forstjóri og verkfræðingur við sænska verksmiðju — fara til Suður- Ameríku, til þess að gera þar verzlunarsamning. Erindi þcirra tók skemmri tíma en ætlað hafði verið, en jreir tóku sér þegar far til Evrópu með einni af flugvélum Air France, þegar samningunum var lokið. Fyrir tilviljun þurfti flugvélin að koma við á leiðinni í Nizza, og þar var það, sem forstjórinn fékk sína snjöllu hugmynd. — Heyrðu mig, við þurfurn ekki að vera komnir heim fyrr en á mánudag, sagði hann við verkfcræðinginn. —- Ættum við ekki að skjótast til Monte Carlg og reyna, hvemig við stöndum okkur við spilaborð- ið? Málið var þegar afgreitt. Þeir fengu farmiða sína fram- lengda og leiðu sér herbergi á Negresco-hótelinu. Þeir borð- uðu glæsilegan hádegisverð úti á tvölum hótelsins og héldu síðan af stað til Monte Carlo. Happadísin var þeim eink- anlega hliðholl. Þrátt fyrir framúrskarandi kærulausa spila- mennsku, unnu þeir stöðugt með jöfnu millibili. Þegar P. forstjóri vann 8 þúsund franka í einu, gerðist hann djarfur og sigurviss og setti alla upphæð- ina á númer 17. „Rien ne va plus!“ Hvíta kúlan þaut af stað, rann úr í kantinn, svo var eins og hún hikaði eilítið, hoppaði því næst yfir þrjú númer — og kom nið- ur á númer 17! Eitt augnablik glumdi sænskt siguróp í eyrum gestanna og „hirðmeistaranna“ í Casinot. Síðan tóku félagarn- ir að raka saman fjársumm- unni, meira en 200.000 frönk- um. — Nú hættum við, sagði for- stjórinn. — Við þurfum að skála fyrir sigrinum! Þeir yfirgáfu spilavítið, en eftir þeim fylgdu mörg öfund- sjúk og íhugandi augu. Enginn veitti því eftirtekt, að Ginette og Lulu flýttu sér sem þæi máttu út um aðrar dyr, í sömu svipan og hinir sigursælu yfrigáfu salinn. Það vai ekki nema eðlilegt, að Ginctte, í öllum þeim flýti, sem á henni vai, sneri undir sér fótinn og félli á tröppunum. Dyravörðurinn flýtti sér til liennar, en L. verkfræðingur vað fljótari til. Er hann hjálp- aði stúlkunni á fætur, fór sælukennd um hann, því hann hafði — máske af tilviljun — lagt annan lófann yfir mjúkt brjóst hennar. Öklinn var dá- lítið aumur, sagði hún . . . En þau eymsli jöfnuðu sig furðu- lega fljótt, er þau settust sam- an til kvöldverðar. Kampavín hefir nú einu sinni hin ótrúlegustu áhrif — eða var það ef til vil! að þakka verkfræðingnum, sem með styrkri hendi nuddaði hinn veika fót. Ginette hafði reynd- ar orð á því, að hönd hans leitaði helzt til ofarlega — eymslin væru miklu neðar. — Það er til þess að örfa blóðrásina, tilkynnti • „nudd- læknirinn" — og það gerði það líka ósvikið — það er að segja blóðrás hans. Ginette var líka þannig vax- in, að hinum fimu verkfræð- ingshöndum var sannarlega vorkunn, þótt þær hefðu yndi af því að fara í ofurlitlar könn- unarferðir urn það fagra land“. P. forstjóri sat heldur ekki auðum höndum, enda var „rannsóknarefni“ hans engu síður aðlaðandi en verkfræð- ingsins. Hin hörundsdökka Lulu var klædd einurn af þess- um kjólum sem efsta hlutann vantar alveg á og virðast hald- ast uppi af eintómum vana. Það gljáði á nakið bak hennar og fölbrúnar axlimar í daufu ljósinu, og það var eins og stór og mjúkvaxin brjóst hennar væru að reyna að gægjast upp undan kjólröndinni. „Kvartettinn“ át, drakk og dansaði og skemmti sér kon- unglega. Það var komið undir morgun, þegar það var ákveðið, að stúlkumar skyldu aka herr- unum tveimur heim til sín. Það kom í ljós, að Ginette átti Buick-bifreið af nýjustu gerð og stóð hún rétt við hornið á húsinu, og karlmenn- irnir gátu ekki slegið hendinni á móti því að fá ókeypis ferð í slíku farartæki. Bifreiðin rann hljóðlega og mjúkt út í næturhúmið á veginum til Nizza. Ginette hélt höndun- um um stýrið, en verkfræðing- urinn geymdi sínar hendur á öðrum og þægilegri stað, og hann var sæll yfir því, að bíl- stjórinn skyldi ekki mótmæla. Undarleg hljóð úr aftursæt- inu bentu til þess, að Lulu hefði einnig hlotið sinn skerf af innilegheitum næturinnar. En okkar kæri verkfræðing- ur gerðist djarfari og djarfai, svo að það geðist erfitt fyrir Ginette að halda stjórn á bif- reiðinni. Hún stanzaði því við lítinn afleggjara og slökkti á ljósunum. Skömmu síðar kom tunglið fram undan skýjum. — Sjáið þið! hrópaði Gin- ette og benti niður til sjávar, þar sem vatnið lýsti eins og silfur í tunglsljósinu. — Við skulum fá okkur bað! Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Þau hlupu niður að sjónum og fundu bráðlega fallega, litla vík inni á milli einkennilegra kletta. Þetta virtist tilvalinn staður. Stúlkurnar voru allsnaktar, áður en félagar þeirra voru komni úr skónum. Og hvílíkir kroppar! . .. Þær tókust í hend- ur og dönsuðu eins og álfa- rneyjar í tunglsljósinu, fagur- vaxnar eins og gyðjur og villt- Eftir Birger Bexén. ar eins og gyðjur og villtai eins og tígrisdýr. Og, þegar „bissness“-mennirnir okkar voru loksins búnir að reyta af sér spjarimar, köstuðu þeir sér út í dansinn í villtum stökk- urn. Guðinn Eros og saltvatnið hafa aldrei verið óvinir. — Þegar Ginette nokkru síðar synti til lands og klfraði upp í litla afskekkta lægð í klett- unum, var verkfræðingurinn ekki seinn á sér að fylgja henni eftir. Sandurinn var hér rnjúk- ur og heitur — og það var Gin- ette einnig. Hann varð því súr á svipinn, þegar Ginette hvísl- aði að honum, að hún Jiyrfti að bregða sér frá augnablik. En kossar hennar gáfu fögur fyrirheit, þegar hún kæmi aftur, svo verkfræðingurinn okkar lagðist vongóður niður í sand- inn og beið. Honurn fannst líða heil ei- lífð — en hvernig eru ekki kon- ur alltaf . . . Hann reis upp við dogg og reyndi að rýna út í myrkrið, en víkin var full af skuggum. En, samt — þarna var eitthvað ljóst á hreyfingu — nú kom hún . . .! Hann Hann lagðist á bakið. En það kom enginn. Aftur á móti heyrði hann rödd, sem kallaði varlega: — Lulu — Lulu! — Hún er ekki hér, hvíslaði hann til baka, dálítið ergilegur. — En, hvar í fjandanum er hún þá? svaraði röddin þá full- um hálsi. Ja, það var einmitt spum- ingin: hvar voru stúlkurnar? Herramir fóru að klöngrast um klettana, og leita og eftir langt og mikið erfiði komust þeir að þeirri óvefengjanlegu og harla óþægilegri niðurstöðu, að stúlkurnar væru allar á bak og burt, svo og föt þeirra — og öll önnur föt! Ströndin var gjörsamlega auð — að undan- teknum tveim miðaldra, sænsk- um herramönnum í Adams- klæðum, — tveimur herra- mönnum, sem reyndu með hryllingi að setja sér það fyrir hugskotssjónir, hvernig morg- unroðinn mundi líta út fyrir mönnum, sem eru algjörlega klæðlausir, peningalausir og skilríkjalausir í ókunnu landi Þeir sofuðu loks af þreytu við þessar erfiðu hugsanir. Þeir sáu því ekki undrunar- svipinn á fíngerðu og snotru andliti ungfrú Betty, þegai hún kom niður á baðströndina klukkan liálf sjö um morgun- inn og rakst þar á þessi undar- legu dýr. Þeir komust aftur á móti ekki hjá því að sjá glettn- isbrosið á vörum liennar, þegar hún hafði vakið þá. Þeir kom- ust heldur ekki undan því að segja henni upp alla söguna, áður en hún fékkst til þess að lána þeim baðslopii og hand- klæði til þess að hylja að mestu nekt sína. Þau héldu síðan af stað til villunnar, sem hún bjó í ásamt vinkonu sinni, Suzy, ungri stúlku, sem var þeirrar skoðun- ar, að guðirnir hefðu skapað morgnana í þeim tilgangi ein- um, að hún fengi að sofa hvern og einn þeirra. En þrátt fyrir það varð henni á að glenna opin augun, þegar hún sá, hví- líka fiska Betty hafði dregið að landi. — Og hún var líka fyllilega með á nótunum, þeg- ar Betty lét striplingana skilja það á sér, að ef þeir hefðu hug á að fá einhverja hressingu og hjálp til þess að komast til Nizza í mannsæmandi ástandi — ja, þá skyldu þcir gjöra svo vel og haga sér sæmilega — eða ættum við kannske heldur að segja, dálítið ósæmilega . . ? Raunin varð að minnst kosti sú, að herrarnir báðir hófu „morgunleikfimi“ —- og til- sögnin sú tók sannarlega sinn tíma. Það var ekki fyrr en seint um daginn, sem tími vannst til þess að hugsa upp ráð til þess, að forstjórinn og verkfræðing- urinn fengju dulið nekt sína. Og það var fyrst daginn eftir, þegar þeir komu í sænska sendiráðið í Nizza, að þeir fengu að vita, að lögregluþjónn nokkur hafði skilað þangað tveim sænskum vegabréfum, sem hann hafði „fundið af til- viljun“ á göngu sinni. Lögreglan á Riviera-strönd- inni fylgir nefnilega þeirri reglu, að ævintýri ferðamanns? ins skuli ávallt fá sæmilegan endi, þótt þeir verði stundum helzt til dýru verði keyptir. Réttvísin gerir ekki veður út af smámunum . . . HÓTEL SAGA MÍMISBAR Gunnar Axelsson við píanóiÖ Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volks- wagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dags fyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25. Símar 19099 og 20988.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.