Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Qupperneq 6

Ný vikutíðindi - 10.01.1975, Qupperneq 6
6 rrf ^IKUTÍÐirtDI SPORT Satt Ástralslci knattspyrnumað- wirm John Warren lét dáleiða sig fyrir undan-úrslitaleik um áströJsku bikarkeppnina, til þess að vinna bug á tauga- óstyrk sínwm. Dáleiðslan hefur sennilega gert sitt gagn, því hann gerði tvö mörk! Hann kveðst ætla að láta dá- leiða sig fyrir lwern kappleik í framtíðinni. En spurningin er sú, hvort það eigi að vera leyfilegt. Sú albezta Franska tennisleikkonan Suzanna Lenglen er áreiðan- lega heimsmethafi í sinni grein. Hvorki meira né rninna vann hún 6 sinnum Wimble- don-keppnina, og í einni af þessum keppnum vann hún þær allar! Hún byrjaði ára gömul, og 50 ára hafði hún aldrei tap- að neinni keppni! Allsstaðar safnaði hún að sér fjölda áhorfenda og rnokaði að sér fé. Sitt af hverju Hávaxnasti körfuknattlciks- maður í heimi er víst Rússinn IVasiliy Akhtayev. Hann er 2 metrar og 35 sentimetrar á sokkaleistunum. Sextug kona, Anna Brizzi í Newark í Bandaríkjunum, hef- ur verið handtekinn ásamt rúmlega þrítugum syni sínum, Alexander. Og það var ekki að ástæðulausu. Lögreglan fann 144000 stolnar golfkúlur heima hjá þeim! AUGLÝSIÐ í NÝJUM VIKUTÍÐINDUM SKRÝTLUR... Amerískur túristi gaf sig á tal við norskan pilt á Karl Jo- han-götu í Osló. — Afsakið, en eruð þér ekki Svíi? — Nei. — En þér lítið út fyrir að vera sænskur. — Nei, ég er norskur, en ég hef verið veikur í tvo mánuði. Dani og Þjóðverji ganga framhjá manni, sem liggur á gangstétt í Nýhöfninni í Kaup- mannahöfn. — Er hann slasaður eða má- ske dauður spurði Þjóðverjinn. — Hvorugt, svaraði Daninn. — H'ánn ðr "sænSkur: '* - HÚN VAKNAÐI VIÐ VONDAN DRAUM Framhald af bls. 3 andi og Ijós var draumurinn, að hún lá lengi vakandi og lifði áfram í þessum augnabhk- um, þrungnum af yfirjarðncsk- um unaði, sem flæddi um sál hennar og líkama með óend- anlegri h amingju og lífsfyll- ingu, rann um hverja æð og liverja taug með svo unaðs- djúpuin sælufrið, að slíkt hafði hún aldrei skynjað eða getað ímyndað sér. — Og öll tilvera hans virtist bókstaflega liafa streymt inn í vitund hennar. Og jiegar hún svo sá hann aftur í vökunni næsta dag, hljóp blóðið fram í vanga hennar og roðaði liálsinn. Og ]ió að liann vissu ekkert, hversu undursamleg tilfinningaáhrif liöfðu streymt um hana alla frá honum í draumi næturinn- ar, og væri því vitanlega jafn auðmjúkur, blíður og feiminn í sinni mállausu ástarjjrá, eins og endranær, þá gat hún nú ekki varist því að allan tímann, meðan hann var í nálægð henn- ar, stóð draumurinn Ijóslifandi fyrir innri augum hennar. — Og hún hvorki gat né vildi losa hugsanirnar frá unaði þeirrar minningar. Og nú elskaði hún hann, — var altekin af óstjórnlcgri og unaðarþrunginni ást til hans, sem hún fann að steig bcint upp frá hinum sæluþrungnu minningum draumsins og fyllti alla vitund hennar, — hug hennar og tilfinningar. Og kannske var það vegna þess, að KAUPSÝSLU- TlÐÍNDI Nýr sími: 28120 hún óttaðist og jjorði ekki að gefa strax eftir fyrir þeim brennheitu óskum og löngun- um, sem nú höfðu vaknað í hug hennar, — og þeirri þrá, sem hún fann í öllum sínum unga og fagra og nývakta lík- ama. Loks fór líka svo, að hún gat ekki lengur dulið hann jjessa. Og hún sagði honum allt frá upphafi, — drauminn allan og allan sinn hug síðan og ]já jafn- frarnt, livern kvíða og angist þessir fyrstu kossar jjeirra, sem þessu fylgdu að sjálfsögðu, vektu sér. Og hún lét hann sverja þess dýran eið, að hann reyndi ekki að misnota sér þessar tilfinn- ingar hennar og að skerða ekki heiður liennar, hversu sterk, sem ástríða þeirra yrði. Hann hélt drengilega eið sinn, þótt þau væru oft saman í einrúmi langar stundir við ástarhjal og ástardrauma. En aðeins álir þeirra föðmuðust og nutu unaðarins í samrunnan- um. Stöku sinnum mættust þó varir jjeirra líka, og þau lokuðu augunum og nutu í djúpri þrá hinna löngu kossa. En þegar ]jau skildu eftir sterka ásta- fundi, voru ]jau bæði eins og úttauguð og pínd af hitasótt, nötrandi af ófullnægðri ástar- ]jrá, — æst til liins ýtrasta með svima í höfði og gljáandi augu, sem brunnu af kvöl og löngun. Og liún fann að þetta mundi ekki geta gengið til lengdar, hún myndi ekki geta varist ]jrá sinni lengur. Og af því hún hafði frá upphafi einbeitt vilja sínum að því, að gera sig aldrei seka í þessu og vernda kven- heiður sinn, þá skrifaði hún nú manni sínum ástúðlegt bréf heirn i Sírídalinn og sagðist þrá liann og ekki geta verið lengur án lians. Og að hún héldi ekki lengur út hér og þráði aðeins að komast sem fyrst aftur heim í dalinn til hans og aftur heim í sitt rólega og liamingju- sama líf þar í einverunni. Hann skrifaði henni elsku- legt bréf til baka. En afréð henni fastlega frá að korna heim aftur, svona um miðjan vetur. Þar sem hin skyndilega loftbreyting og hin ískalda dauðaþoka dalsins gæti orðið lienni stórkostlega skaðleg. Það var sem hún hefði feng- ið reiðarslag, er hún las bréfið. Og hún varð fokvond yfir skilningsleysi manns síns og takmarkalausri hégómalegri til- trú hans til liennar, sem hefði varnað honum að skilja stríð hennar og baráttu og lesa milií línanna ]jað, sem hver ná- kvæmur og umhyggjusamur eiginmaður með nærnar til- finningar hefði átt að geta les- ið auðvekllega. Og hún vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Marzmánuður var hlýr og mildur. Það var komið yndis- legt vor. Og þótt hún spyrnti alltaf öðru hvoru á móti því að vera ein með „Lambinu“, svo nokkru næmi eða þar sem hætta gat búið, þá gat hún þó ekki neitað sér um að fara ein- stöku sinnum í ökutúr með honum umhverfis vötnin í Bú- lonnískóginum, eftir að fór að rökkva á kvöldin og liættan á að það vekti eftirtekt því rninni. Eitt slíkt kvöld var það eins og allur gróandi vorsins og frjóvgunarjjrá liefði rnettað loftið. Hrein og ilmandi gras- golan ]jaut hvíslandi umhverf- is þau í rökkrinu, og vagninn létu þau síga áfram í hægðum sínum fram og aftur um skóg- argöturnar alveg fram í brúna- myrkur. Þau sátu þétt saman í armlögum, og hendur ]jeirra leituðu stöðugt livors annars í fálmandi ráðþroti, en með fun- heitum gómum. Hún fann allar kenndir sín- ar og ]jrá flæða um sig í vold- ugri, krefjandi ástríðu. Lang- anir hennar niðuðu í blóði hennar með heiftugum bruna. Faðmlögin úr draumnum runnu upp fyrir henni ljóslif- andi, og altóku hverja einustu tilfinningu. Hver einasta hugs- un Jjurrkaðist burt úr huga hennar nema þessi eina: „Því er lokið, — lokið — ég get ekki meira, — ég er glötuð, ég get ekki meira“. Og það söng í huga hennar í sífellu, meðan varir þeirra mættust aftur og aftur í svo heitum og sogþungum kossum að þau náðu varla andanum. „Ég get ekki lengur, — get ekki lengur!“ Þó slitnuðu kossar þeirra öðru hvoru í kvíðandi angist og baráttu, en aðeins augna- bliki síðar brunnu varir þeirra saman aftur og kveiktu nýja glóð ástareldsins, nýja bruna- kvöl. Hann þorði ekki að fylgja henni inn í húsið, þegar heim kom. Vogaði sér ekki inn fyrir þröskuld þess, en skildi hana eftir fyrir utan útidyrnar. Ilún vissi varla í ]jennan lieim né annan. Hún nötraði eins og í hitasótt. Blóð hennar brann eins og eldur. Ilana svimaði, og hún gat varla hvíslað kveðju sinni. Hún reikaði um eins og í óráðsdraumi. í hinni litlu dagstofu henn- ar beið. ,gestur. Það var Páll Perúnéll. Hann hafði ekki kveikt Ijós- ið, en sat riú þarna í myrkrinu í legubekknum og beið hennar. Hún rétti honum hönd til kveðju eins og hún gengi í svefni, og hann fann samstund- is að höndin brann eins og í sótthita og að það fór eins og létt hitaflog um líkama henn- ar, svo hún kipptist við og titr- aði á eftir. . Hann byrj^ðý sap^tundis að tala, Tágum, djúpum rónri, — talaði hlýjum, heitum orðum og innilegum. Dimrn og mjúk niðuðu blíðmæli hans fyrir eyr- um hennar, streymdu sefandi inn í huga hennar, — hrundu eins og rauðar og svartar rósir yfir kviksára, nakta sál hennar. Hún hlustaði á hann eins og í draumí án þess að svara. Það yar sem hún lifði enn á hinni liðnu stund, í áróðri sárs unaðar, sem brann í allri vitund hennar eins og eldur, dunaði í blóði hennar, niðaði fyrir eyrum liennar, og rann á annarlegan liátt saman við hina djúpu og dinnnu, flos- mjúku rödd, sem nú hvíslaði heitum brennandi ástarorðum, — og það var sem þau kölluðu inn í sál hennar með í rödd hins, — rödd hinnar liðnu stundar, hvíslaði þar í hug hennar, lifði enn í brjósti henn- ar, hrópandi heitt og ákaft á hennar eigin logsáru ]jrá, — hennar eigin heitu biðjandi lönguri, krafðist, kallaði og bað með brennandi vörum og orð- um, ■sem léku eins og blíðir logar urn tilfinningar hennar. Hún sá aðeins og heyrði lrið liðna þann eina. Vitund hennár skynjaði ekki lengur neinn annan karlmann í þess- ari tilveru. — Hann var Iiann, hann var lífið, — hennar eigin helft. Og ]jað var hann með Héitum titrandi vörum kyssti hnakka hennar og háls. Það var hann sem knúði hana að brjósti sínu með ofsasnöggum andsogum, og sem vafði hana, lifandi sveigmjúkum stálörm- um, heimtandi í hamslausri ]jrá, ægilegum og unaðargef- andi i sénn. Það var hann, sem drakk villtur og heitur af vör- um hérinar. Það var hann, sem hvarf í faðm hennar, sem hneig í skaut hennar, sem hún óf sínum mjúku, titrandi örm- um, þétt og heitt, styrkri og frjálsari með hverju andartaki. Það var hann, sem hún hóf sig á móti af allri sinni sál og innstu vitund, með allri hinni brennandi, heimtandi ]jrá lík- ama síns með öllum lífsþorsta tilveru sinnar. . . Þegar hún vaknaði af draumi sínum, æpti hún angistarópi. Kapteinn Hvellur lá á hnján- um fyrir framan hana og þakk- aði henni með brennandi orð- um, innilega sæll og glaður. Þess á milli kyssti hann hina glitrandi hárlokka hennar hér og þar, þar sem þeir flóðu út yfir svæfilinn. Jafnskjótt og hún áttaði sig, æpti hún: „Farið þér! — í guðsbænum farið þér, — farið þér!“ En þar sem hann skildi ekki neitt í þessum ofsa og þeirri brennandi heift, sem röddin bar með sér, reyndi hann að vefja hana örmum aft- ur. En hún hratt honum frá sér í krampakendum ofsa. „Þér eruð óþokki! — Níðing- ur! Þér svikust að mér óviðbú- inni, — varnarlausri, — ósjálf- bjarga. — Farið burt. Ég hata að þurfa að sjá yður!“ Hann reis á fætur alveg ringl- aður og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hún æstist. Þá greip hann liatt sinn í flýti og fór. Næsta dag hélt hún alfarin burt úr borginni og heim í Sír- dalinn. Eiginmaður hennar, sem varð mjög undraodÍrrAÍÉ að fá hana heim, átaldi ]iung- lega þetta gáleysi hennar og hirðuleysi með heilsu sina. „Ég þoli ekki lengur við svona langt í burtu frá þér“, sagði hún. ITonum fannst hún hafa breyzt ákaflega mikið, ]jað var eins og eitthvert ]junglyndi ásækti hana. En þegar hann s]jurði: „Hvað gengur eiginlega að ]jér? Geturðu ekki trúað mér fyrir því? Mér sýnist þú vera óhanringjusöm. Er það eitt- livað sem ]jú óskar ]jér?“ spurði liann. „Nei, ekkert. — Nei, nei. Það eru bara draumarnir, sem eru einhvers virði hér í lifinu“, svaraði hún. Um sumarið kom „Lambið“ í heimsókn heim í dalinn. Hún tók á móti honum ó- sköp blátt áfram og kurteislega, en algerlega eins og móti hvaða óviðkomandi gesti, sem verið hefði. Og henni varð sjálfri samstundis Ijóst, að ást liennar til hans var algerlega horfin, — og hafði aldrei verið til nema sem áframliald af draumi. — Draumi, sem Páll Perúnell hafði skyndilega og ónotalega vakið hana upp frá. En hinn ungi maður, sem stöðugt ]jráði hana jafnheitt, gat ekki varist því að hugsa á heimleiðinni aftur: Já, — und- arlegir eru vegir konunnar. Og hver mun nokkru sinni fá botn eða endir í þeirn margþættu, síbreytilegu og óskiljanlegu yndisverum?“ (S. S. þýddi).

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.