Sameiningin - 01.04.1943, Side 18
64
um frumherjakonuna Kristrúnu Sveinungadóttir. Áfram-
hald af þætti um Álptavatnsbygð er eftir Sigurð Baldvins-
son, en Margrét J. Benedictson skrifar um íslendinga í
Maríetta. Er þetta alt mjög í anda þess er áður hefir komið
og fyllir mæli hins sögulega. Er það þarft og mikilsvert.
Skrá yfir helztu viðburði er mjög að auikast í höndum
Dr. Becks og fyllir nú sem næst átján blaðsíður. Er á þvi
íslenzkt árbókarsnið, og má vænta að undir umsjá hins
hæfa ritstjóra verði með tíð og tíma fátt markvert sem
sleppur undan, svo síður þurfi að geta smáræða. Er þetta
þó ekki neitt auðvelt, því fjarri er því að íslenzku blöðin
nái fréttum af öllu, sem hér heyrir undir. Enginn er lík-
legri að gera því góð skil en Dr. Beck.
Þá ósk mundu margir bera fram að Almanakið kæmi
út betur í tíma. Og æskilegt væri að þar birtust enn sem
flestar ritgerðir er snerta frumbýlisárin. Þar er efni, sem
enn hefir ekki verið gerð nægileg skil, en sem óðum
fennir yfir ef því ekki er bjargað í tíma. Hvergi á slíkt
betur heima en í þessu riti, sem svo mörgu verðmætu úr
sögu vorri hefir komið á framfæri.
K. K. ó.
Kirkjuþing á Mountain
Á fundi framkvæmdarnefndar kirkjufélagsins, sem
haldinn var í Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn var,
10. apríl, kom tilboð frá prestakal-li séra Haraldar Sigmar
á Mountain, um að halda kirkjuþing þar í ár. Mun alt
prestakallið einhuga um þetta tilboð. Var þessu boði tekið
með þökkum af nefndinni, og þingtími ákveðinn 18.—21.
júní. Ráðstafanir voru gerðar til að hafa þetta þing a. m. k.
degi styttra en venjulega. Er búist við að því verði lokið
um hádegi á mánudag. Engar tálmanir frá hendi stjórnar-
innar eru nú lengur á vegi þeirra er suður vilja fara,
annað en það að koma þarf inn á skrifstofu Bandaríkja
konsúls í Winnipeg og fá þar ferðaleyfi (Boarder Card).
Þarf hver sá er ferðast vill að hafa með sér 3 smámyndir
af sjálfum sér.
Á þessu þingi verður Harald Sigmar, Jr. frá Mountain
vígður til Hallgrímssafnaðar í Seattle.
Á þessum fundi var ákveðið að biðja Hr. Skúla Sigur-
geirsson stud. theol. að starfa í bygðunum umhverfis
Manitobavatn í sumarfríi sínu.