Nýi tíminn - 13.02.1943, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 13.02.1943, Blaðsíða 3
3 NÝI TIMINN Fjéloaflélfa „Síðan það kom í ljós, að þýzka herstjórnin hafði fat- ast í dómi sínum um herstyrk Rússa, hafa kommúnistar talið sér leik á borði, að halda fram „blessun einræðisins.“ Blaðamennska á íslandi kvað standa mjög lágt í hvaða dyggðastiga, sem til er vitnað, hvort heldur dæmt er frá fagur- fræðilegu, bókmenntalegu.mál- fræðilegu, fræðilegu eða sið- ferðilegu sjónarmiði. Sjaldgæft er þó, að mjög margar van- dyggðanna hrúgist hver ofan á aðra í eini einustu setningu^ svo að hægt sé að umkringja þær þar í einum hóp. Þó kemur það fyrir eins og ofanrituð setning sýnir, sem tekin er úr fyrsta tölublaði Moggans þessa ný- byrjaða árs. „Þýzka herstjórnin hafði fatast“, það er málblómið. Einhverjum fatast, segjum vér íslendingar. En síðan upp kom heitið ,.moðhausaþágufall“, þá er Mogginn svo óskaplega skjálfandi frammi fyrir öllum þáguföllum, að hann hrindir þeim frá sér upp á líf og dauða í tíma og ótíma. Þá er einnig al- gengara mál og viðfeldnara, að sjá sér leik á borði heldur en að telja sér leik á borði. Þá er hin fræðilega og sið- ferðilega hlið þessarar setning- ar. Kommúnistar hafa aldrei haldið öðru fram en að sósíal- isminn sé hið fullkomnasta lýð- ræðisform, sem þekkist í sögu J félagsmála mannkynsins. í sam bandi við hernaðarafrek Sovét- ; ríkjanna hafa kommúnistar æ ofan í æ hamrað á því, að í þessu sjáist ávextir lýðræðisins, I þeirrar staðreyndar^ að völdin I eru í höndum alþýðunnar og það er alþýðan sjálf, sem er að i verja sína eigin eign í hverjum J einasta þumlungi lands, í hverju húsi og hverri verk- l smiðju og ekki sízt í sjálfu hinu ’ sósíalska skipulagi, sem óvin- irnir sækjast fyrst og fremst eftir að tortýma. En ekki er nóg með að almennt sé svona logið um viðhorf heils flokks, þvert ofan í fjölda ritgerða í hverju einasta blaði og tímariti, sem i sósíalistar hafa aðgang að, held- ur er þessi lýgi sett innan gæsa- lappa, til að gefa í skyn að orð- rétt sé tekið upp úr prentuðu máli. Þetta er meira en lýgi, það er fölsun, nokkurskonar 'skjalafölsun, það er tilkynning um, að í einhverju málgagni standi orð í ákveðnu sambandi J rituð af manni, sem tekið hefur j að sér að boða sjónarmið ákveð- ins flokks, en þessi orð hafa bara aldrei verið skrifuð í þessu sambandi. Þannig hefur þessi eina litla málsgrein, eftirfarandi auð- æfi til brunns að bera: eina stórkostlega málvillu og smærri mállýti, bláber ósannindi um margyfirlýst sjónarmið þriðja stærsta stjórnmálaflokksins á íslandi og fölsun á rituðu máli. Söfnun fll RauOa Hposs Siiölrlhiiiia Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík hefur ákveð- ið að hefja söfnvm til Rauða- kross Sovétríkjanna. Sams- konar söfnun fer nú fram víðs vegar um heim meðal frelsis- unnandi þjóða í tilefni þess, að styrjöldin við heri fasist- anna hefur að mestu mætt á Sovétþjóðunum. 'Söfmmin er viðmlkenning á því, að stríðið, sem Sovét- þjóðirnar heyja nú, er háð fyrir menningu alls heimsins. Innan fulltrúaráðsins var um lítilsháttar andróður gegn söfnun þessari að ræða, og hef ur blað Alþýðuflokksins látið sömu andúð í ljósi. Reynt er að haldafram þeim rökum fyrir andstööunni, að við sé- um svo smáir og fáir, að um styrk fi'á okkur muni engu, þegar stórveldi á í hlut. En því er til að svara, að við verð- um að líta á okkur, sem hluta úr heild frelsisunnandi mann- kyns, og þaö getur munað ná- kvæmlega jafnmikið um þátt- töku okkar og hverra ann- arra 120 þúsunda annarsstaö- ar í heiminum. Söfnunin er enn ekki hafin, en í næsta blaði verður henn- ar nánar getið. Bæjarstjörnin Sfórkosflega aukin framlög fíl bygg~ ínga og annarra framkvæmda Bæjarstjóm Reykjavíkur hefur nýlýega gengið frá fjár hagsáætlun bæjarins fyrir ár- ið 1943. Er hún nú með æði öðrum hætti en venja hefur verið. Eru nú áætlaðar stór- upphæðir til ýmsra fram- kvæmda, sem bærinn hefur vanraékt til þessa tíma, sér til stórskammar, og það svo mik- illega, að þjóðárskömm hefur verið að. Bai’naskólahúsin eru einu skólahúsin, sem bærinn hefur átt, hann hefur ekki átt neitt sjúkrahús, hressinga- hæli eða fæðingai’stofnun. Nú eru áætlaðar nærri 4 milljón- ir til bygginga íbúðarhúsa, skóla, sjúkrahúss og fæðingar heimilis. Auk þess er hálf önn ih’ milljón áætluð til fram- kvæmdasjóðs, sem stofnaður er í því skyni að mæta örðug- leikum komandi ára, og skal honum varið til öflunar eða stuðnings nýrra framleiðslu- tækja. Framlög þessi eru mest- megnis samþykkt fyrir sam- stilltan atbeina Sósíalista og Alþýðuflokksmanna í bæjar- stjóm, því þein*a gætti lítiö 1 frumvarpi, sem borgarstjóri lagði fram. En hinsvegar sá Sjálfstæðismeirihlutinn sér ekki fært að beita sér á móti breytingatillögum til aukinna fjárframlaga, er þær komu fram. Þá hefur það vakið mikla athygli, að samþykkt var í bæjarstjórninni, að bærinn tæki í sínar hendur rekstur kvikmyndahúsanna, Gamla °g Nýja Bíós, og leita aðstoö- ar Alþingis til eignanáms, ef viðunandi samningar tækjust ekki viö eigendur húsanna. Telja má víst, að engir viö- hlýtandi samningur náist, og bxða menn þá þess tvenns, hve ötullega borgarstjóri berst fyi’ir því aö fá liðsinni þings- ins og hvernig þingið tekur þeim málaleitxmum, þegar fi’am verða bornar. Annars fer það ekki á milli mála, aði hér er ekki aöeins um stórt fjárhagsatriði að ræða fyrir bæinn, heldur er það engu síður menning- aratriði. Jafnveigamikinn þátt í uppeldi æskulýðsins í Reykja vik og kvikmyndahúsin eru má ekki fyrst og fremst reka sem fjárplógsstarfsemi af ein- staklingum, heldur veröur hið opinbera að táka þau í sínar hendur sem öflugt menn ingartæki. | Árni frá Múla greiddi at- ! kvæði með tillögxmni um þennan bæjaiTekstur ásamt fulltrúum Sósíalista og Al- þýðuflokksins. Svcrríí Krfsijánsson; Snmyrkjnbúskapur í Sovétrikjunum Hralrspár. Allt frá þeirri stundu, er bolsévíkar hófust til valda í Rússlandi, geröust margir til þess að fara með spásagnir imi afdrif valdatöku þeirra. Flestar voru spásagnir þessar á eina og sömu lund: þeir mundu hröklast frá völdum. og þótt þeir fengju hangið á horriminni um nokkurt skeið, þá mundu þeir aldrei geta framkvæmt sósíalismann, svo sern þeir höfðu io:að. Og um eitt voru jafnvel hinir bjart- sýnustu meöal hrakspámann- anna sanfærðir um, að rúss- neski bóndinn yrði banabiti hins bolsévíska stjórnarfars. Bóndinn er einstaklingshyggju maður í Rússlandi sem annars- staðar, sögðu hinir margvísu spámenn, og fyrr verða bolsé- víkar að ganga af honum dauð um en þeir fá gert hann aö sósíalistai. En bolsévíkar voru á öðru máli. Þeir þóttust fullvissir um það, að hægt væri að sannfæra bændur um yfir- bui’ði og kosti sósíalismans, ef farið væri vel að þeim og þeir væru sannfærðir með rökum reynslu og fyrirmyndar. í 14 ár stóð þetta reynsluskeið, en þá greip samyrkjuhreyfingin hugi rússneskra bænda svo föstum tökurn, að allur þori’i þeirra tók snöggum lífsvenju- breytingum og hóf samvinnu urn framleiðslu og ræktxm. Framleiðslusamvinnan er hið lífvænlega og eðlilega form sósíalískum landbúnaði. í Skipulag samvinnubúanna. Hvaða breyting verður nú á lifnaðai’háttum bóndans, þeg- ar hann hættir einyrkjabú- skapnum og gengur í sam- I vinubúið? Það er þá fyrst, að hann selurafhendi jarðnæði sitt samyrkjubúinu, ásamt dráttar dýi’xxm sínum og landbúnaðar verkfærum. Kýr, húsdýr og alifuglar, eru hinsvegar eftir sem áður persónuleg eign hans sjálfs. Ennfi’emur fær hver land til persónulegra af- nota, land xmdir matjurta- garð eða ávaxta og til aö fóðra þá gripi, sem ekki eru í sameiginlegri eign. Allt land annaö og allir gripir eru sam- eign búsins, ennfremur öll gripahús, korngeymsla og all- ar opinberar byggingar, svo sem skólar, klúbbar o. s. frv. En hvernig fær bóndirm laxm- að erfiði sitt og vinnu í sam- yrkjubúinu? Er öllurn launað jafnt? Ber letinginn og skauf- ið jafnmikið úr býtxxm og dugnaöarmaðurinn? Fjarri fer þvi. Bændxim eru greidd laun eftir svokölluðum vinnu- dagseiningxxm. Vinnudagseiningin er sú meðalvinna, er samyrkju- bóndinn afkastar á einum vinnudegi, en til grundvallar er lagt ákveðið vhmumagn í sérhverri tegund vixmu. Vinnumagnið er ákveöið í samræmi við vélakost, gæöi gripa, jai’ðvegs, erfiði vinnunn ar, handlægni sem er nauðsyn leg o. s. frv. Ef bóndinn af- kastar því vinnumagni, sem krafizt er, er honum reiknuö ein vinnudagseining. En ef hann virmur meira en eina vinnudagseiningu, þá er hon- um launað í ofanálag sem því svarar. Hlutur bóndans 1 af- rakstri samyrkjubúsins fer því eftir vinnxxmagni hans og vinnugæðum. Samyrkjubxíin rússnesku hafa því orðið við kröfu hinnar gömlu einstakl- ingshyggju, að laxma mönn- um framtak þein’a og dugnað. Samyrkjubúin stjórna sjálf öllum málum sínum, er varða reksturinn. Allsherjarfundur samyi’kjubænda kýs stjóm til þess að sjá xim búreksturinn. En öll mál, sem meiriháttar eru, svo sem skiptingu búsaf- rakstursins, stærri fyi’irtæki, er búið ræðst í, verður að leggja fyrir almennan fxmd bændanna. Starfsemin- fer . venjulega fi’am í vinnusveitum, sem svo er kallaö, og velur almennur fxmdui’ samyrkjubænda verk- stjóra fyrir hverja vinnusveit. Á flestum samyrkjubúum eru lærðir búfræðingar á ýmsxxm sviðum búvísindarma, og eru þeir laxxnaðir úr sameiginleg- um sjóði búsins, Samyrkjubxiin og ríkið. Rxxmar 240 þúsundir slíkra samyrkjubúa, sem telja irm- an vébanda sirma nálega 19 milljónir bændabýla, starfa með þeim hætti, sem að framan getur. Samyrkjubúin eru sjálfviljug atvinnusamtök frjálsra bænda. En hvernig eru samskipti þeirra og ríkis- ins? Þau eru auövitað fyrst og fremst atvinnulegs eðlis. Ríkið lætur samyrkjubúxmum í té meginhluta þeirra fram- leiðslutækja og verkfæra, sem nauðsynleg eru til að standa undir hinum stór- fellda reksta’i samyrkjubú- anna. Er þetta gert á þann hátt, að skipulagðar hafa verið svonefndar véla- og trak- torastöðvar um landið þvert og endilagt. Stöðvar þessar voru í árslok 1939 nálega 7000 talsins. í þeim er saman kominn meginþorri alls hins stói’virka vélakosts Rússlands, traktorar, fjölerði, flutninga- bifreiöar, þreskivélar, o. s. frv. Stöðvar þessar eru ríkis- eign og vinna mestan hluta plæginga, sáningar, uppskeru og þreskingar fyrir bændur. Sérhver slík stöð er þannig í sveit sett, aö henni er ætl- aö að vinna fyrir ákveöinn fjölda samyrkjubúa. Stöðvarn- ar og búin gera meö sér skrif- legan samning, þar sem fram er tekið, hváða vixma verði irrnt af hendi á tilsettum tíma. Hinsvegar skxxldbinda samyrkjubúin sig til að vinna ákyeðin hjálparstörf meðan á verki stöðvaxma stendur. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að nýta vélakostinn skipulega og mai’kvíst og kom ast hjá sóun í vinnukrafti og véia. Viö véla- og traktors- Stöðvarnar vinnur mikill fjöldi faglærðra manna, búfræðinga, dýralækna o. s. frv., sem enx jafnan reiðubúnir til að áð- stoða bændurna og fræða þá um nýjustu uppgötvanir á sviði landbxxnaðarvisinda. Enn fremxxr eru véla- og traktora- stöðvarnar skuldbundnar til að kenna á ári hverju ákveðn- um fjölda samyrkjubænda að fara með margbrotnar vélar. Á þann hátt komast sam- yrkjubændur smámsaman á sama stig tækni og verk- lægni og hinir í’íkislaunuöu starfsmenn stöðvanna. Stöðv- ai’nar eru á sínu sviði vold- ugustu uppeldisstofnanir, sem um getur í sögu nokkurs lands. í næstu grein verður sagt frá annarri tegund búskapar, sem átt hefur mikinn þátt i hinni miklu landbxxnaöarbylt- ingu Sovétríkjanna. Það eru ríkisbúin, sem urðu rússnesk um bændum hin mikla fyrir- myrd í stórbúskap á þeim ár um, er þeir stóðu enn tvíráðir og efahyggnir á vegamötum einyrkjubúskaparins og sam- yi’kjunnar.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.