Nýi tíminn - 13.02.1943, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 13.02.1943, Blaðsíða 4
NÝI TÍMINN Sala land- bfiaaðarafarða Framhald aí 1. síSu. ákvcðiö' með það fyrir augum, að sæmileg afkoma verði af búrekstri á slíku býli, þá er þess auðvitaö að gæta, að jarðir þær, sem lélegri búskap arskilyrði hafa, geta ekki boðið lífvænleg kjör meö hinu ákveðna verði. En við því er ekkert að segja, hitt sjá allir, að er hreint og beint brjálæði að miðia verð afuröa við þau framleiðsluskilyrði, sem léleg- ust finnast á landinu, enda myndi það verða hinn mesti hemill á allar framkvæmdir til að útrýma kotabúskapn- um. Meðan nauösyn þykir til bera að halda við búskap einnig þar, sem öll skilyrði hans eru í lakasta lagi, þá verður að leggja styi-ki þeim bændum, er þar búa, eftir ein hverjum ákveðnum reglum, en ekki láta stórbýlabændurna ausa fé úr ríkissjóði 1 blóra við' lélegar aöstæður hinna. Og langsamlega skynsamleg- ast viröist þá styrkjafyrirkomu lagið vera á þá leið, er við Sósíalistar höfum lagt til, að þeim sé veittur svo hár jarö- ræktarstyrkur, aö þaö geti ver iö þeim atvinna að vinna aö jarðabótum., jafnhliöa og þeir bæta afkomuskilyröi búrekst- ursins næstu árin. Þá er það eins og hver annar atvinnu- bótastyrkur, sem hiö opin- bera leggur fram með því skilyrði, að honum sé varið til aukinnar jarðræktar. En millj- ónunum öllum, sem nú fara í verðuppbætur til ríku bænd- anna fylgja engin slík skilyroi. Einnig mætti greiða fyrir þess um bændum lélegustu jarð- anna með því aö gefa þeim kost atvinnu við undirbúning stórra jarðyrkjufyrirtækja í héraðinu, sem rlkið gengist fyrir, og þeim síðar gæfist kostur á að flytja sig til, þeg- ar fullbúin væru. Það leikur ekki á tveim tungum, að minni styrr hefði staðið um verðlag kjöts og mjólkur en raun hefur á orð- ið og máliö stæði nú á hreinni grunni, ef 'í byrjun málsins hefði verið fengin vísitala um kostnaðarverð og verðið á hverj um tíma ákveöiö út frá henni. En það er næsta skiljanlegt, aö til þessa ráös hefur aldrei verið gripið, þrátt fyrir skýr lagaákvæöi þar að lútandi. Orsökin liggur í því, hvemig verðlagsnefndirnar hafa verið skipaðar samkvæmt þessum sömu lögum. Samsetning nefndanna er þannig ákveðin, að þær geta ekki orðið gerðar- dómur um mál tveggja aðila, sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta í veigamiklum atriðum, heldur eru þær, aö oddamanni undanskildum skipaðar málsaöilum sjálfum, og auk þess fer ekki á milli mála, að ráðherra hef- ur einnig að jafnaði skipað j oddamanninn með það fyrir \ augum, að hann skuli gæta hagsmima annars aðilans gegn hinum og þar meö ; tryggja, að sá aðilinn geti alltaf orðið yfirsterkari, þegar í odda skerst. Þótt erfitt sé aö fá óhlutdræga menn um svona mál, þá má þó 1 milli gera frá því að skipa þá alla og kjósa eingöngu sem fulltrúa málsaö- ila. Hin rétta skipun þessara 1 mála væri á þá leiö, að málsaö- ilar ættu sinn manninn hvor, t. d. Alþýöusambandið fyrir neyt endur og Búnaðarfélagiö fyrir framleiðendur, og flyttu þeir mál umbjóðenda sinna fyrir nefndinni, en hinir allir væru skipaöir af hlutlausum aöilum og ætti einn þeirra tvímæla- laust að vera útnefndur af | hagstofunni, enda eru bein á- kvæði um það í regiugeröinni frá 1935 um sölu mjólkur, aö til hagstofunnar sé leitað um atbeina í sambandi við að finna út visitöluna á hverjum tíma. Lög um afuröasölu þarf að endurskoöa hið allra bráöasta. Myndi vera langhagkvæmast aö steypa öllum þeim lögum, er um hana fjalla, í ein lög: Afuröasölulög. Yröi þaö ekki aöeins samsteypa þeirra laga sem fyrir eru, um sölu kjöts, mjóllcur og grænmetis og nauösynlegar breytingar þeirra, bæði vegna breyttra aðstæöna og leiðréttinga á því, er reynslan hefur sýnt að betur mætti fara, heldur einn- ig væru þau látin taka til nýrra afurða, hverra gildandi lög hafa ekkert tillit tekið svo sem hrossaket, nauta- og svínaket o. fl., og þá væri jafn- hliða sjálfsagt mál, að ein og sama nefndin hefði til með- ferðar verölagsákvaröanir allra þessara vöruteg. og eftir- lit þeirra allra væri undir einni og sömu stjórn, en sala þeirra heyröi undir framleiðendafé- lögin eöa neytendafélögin eft- ir ástæðum á hverjum staö. Meö því væri tryggt meira samræmi í verölagsákvörðun- um og greiðara um öll við- skipti almennings við stjórn þessara mála, heldur en þegar hver deild er í sínu lagi án alls sambands sín & milli. TIL KAUPENDA í janúar komu full 200 nýrra áskrifenda og töluvert styrktarfé barst blaðinu utan af landi. Ef svona heldur á- Utan þings og innan Frh- af 2. síðu. einkasölu einskis viröi, ef ekki var hægt að viðhalda sömu spillingunni og áður hafði ríkt, sömu aöstöðunni til að stinga bifreiðunum, er til landsins flytjast, sem bein- um í munn pólitískra kjöltu- rakka. Þykir þetta vel af sér vikið, sérstaklega af Alþýöu- flokknum, aö gefa á þennan hátt yfirlýsingu um það, aö hann álíti einkasölu á bifreið um einskisvirði, ef þær eigi að ganga beint til atvinnubíl- stjóra 1 landinu og þeir eigi aö hafa áhrif á úthlutun þeirra. Jón ívarsson og smáútvegur- inn. Fyrir neöri deild lá frum- varp til laga um breytingu á húsaleigulögunum. Sósíalistar | lögðu þar til, að ákvæði húsa- í leigulaganna væru látin ná til | leigu á verbúðum og annarri . aðstöðu til útgerðar. Fátt i virtist eðlilegra og sjálfsagðara en að þetta væri samþykkt í einu hljóði, því að nú er kreppan farin að sýna sig og • í ljós er komið, að smáútveg- , urinn kemur til með að verða fyrstm’ fyrir barði hennar og því sérstök ástæða til að í tryggja, að ekki sé notuð að- I staðá til að okra á honum á sérstakan hátt. En hvað skeö- , ur? Ákvæði'ö nær að vísu sam- þykki deildarinnar, en aðeins ; með 16 atkvæðum gegn 12. , Framsóknarflokkurinn, sem • sendi Eystein Jónsson út rnn land s. 1. haust til aö tilkynna það í öllum fiskitúnum j landsins, hve annt flokkurinn I léti sér um sjávarútveginn, ; greiddi atkvæöi einróma gegn þessu ákvæði. Og ástæðan var sú, aö Jón nokkur ívarsson hefur allt í einu oröið þjóö- kunnur fyrir met í okri á leigu verbúða, leigöi meðal annars 70 kr. lukt á 350 kr. yfir eina vertíð og setti lukt- arleiguna sem skilyrði fyrir leigu verbúða og annars, er þeim fylgir. Nú hefur Jón þessi ívarsson löngum eldaö grátt silfur viö þennan flokk, hefur ósleitilega unniö gegn honum við þingkosningar og eitt sinn fellt frambjóðanda hans frá þingsetu. En þessa stundina er hann í flokknum, og þessvegna v’eröur flokkur- inn að gera hans mál aö sínum málum í smáu og | stóru. Ekki einn einasti maö- i ur má skerast úr leik, hversu hraklegan málstaö, sem um er að ræöa. Hér er eitt dæmi þess, að hin gamla spilling samábyrgðarinnar er enn við fulla heilsu í þessum herbúö- um. Fjárlögin. Um afgreiðslu fjárlaganna fyrir 1943 hefur staðið hinn mesti styrr. Meirihluti fjár- veitinganefndar lagði fjár- lagafrumvarpið frain til ann- arrar umræðu hálfkarað, á þann hátt, að geyma átti til 3. umræðu aö taka afstöðu til margra meginatriða frum- varpsins. Þingmenn Sósíal- ista börðust mjög harölega gegn þessari málsmeðferð, og 1 fjárveitinganefndinni stóðu þeir Finnur Jónsson og Páll Zóphoníasson með þeim, en Sjálfstæðismennirnir höfðu meirihluta með þeim Helga Jónassyni og Jónasi frá Hriflu. ' Þó runnu þeir. Páll og Finnur, þegar til þingsins kom. Þing- ; menn Sósíalista vildu vísa frumvarpinu aftur til fjár- ' veitinganefndar undir ann- arri umræðu, en þaö var fellt. Þá fluttu þeir breytingatil- lögur um framlög til atvinnu- bóta og einstaka liði til verk- legra framkvæmda og menn- ingarbóta. Allar voru þær til- lögur felldar, aðrar en þær, er teknar voru aftur til þriðju umræðu, þar á meðal var felld 500 þús. kr. fjárveiting til skólabygginga í sveitum. Gömlu þj óðst j órnarf lokkarnir sameinuöust allir um að drepa hana, og var Framsókn þar i engum eftirbátur annarra. Ingólfur á Hellum var einn manna með Sósíalistum. . Því var borið við, að ekki væri hægt að bera frumvarpiö fram í ákveðnara formi, fyrr en sýnt væri, hvaða tillögur stjórnin legði fram í dýrtíðar- málunum. Þær tillögur eru enn ekki komnar fram, en enn ekki komnar fram. Milliþinganefndir. Alþingi hefur samþykkt aö kjósa tvær milliþinganefndir, og er annarri þeirra ætað aö gera tillögur og áætlanir um framkvæmdir í landinu aö stríðslokum, og verði með þeim tillögum stefnt að því hvorutveggja, aö framkvæmd- irnar veiti atvinnu þegar í stað og verði jafnframt undir staða aö auknum atvinnu- rekstri og framleiðslu í’ land- inu. Hin nefndin á aö þinga um löggjöf, er sjávarútveginn varðar sérstaklega. Pólitískt krabbamein Ekki fá menn enn skilið á- stæðu þess, lað Árni frá Múla gekkst fyrir samþykkt bæjar- stjórnar Reykjavíkur um aö bæi’inn tæki í sínar hendur kvikmyndahús bæjarins. Það er ekki honum líkt að grípa til slíkra aðgerða af um- hyggjusemi fyrir andlegri og efnalegTi velferð bæjarfélags- ins. Sú skýring þessa fyrir- brigöis, sem mesta athygli hefur vakið er komin frá Garðari Þorsteinssyni hæsta- réttarlögmanni. Hann álítur, að Árni hljóti að hafa krabba. Nú er sá galli við þessa skýr- ingu, að það er mjög mikið vandamál að skýra hana rétti- lega. En dulvísir menn telja. aö í þessum ummælum Garð- ars felist ósjálfráöur og tákn- rænn spádómur, sem útleggst á þá leiö, að svo sem eitt krabbamein í mannlegum lík- ama er talið lítt læknandi, þannig sé það andlega ástand Árna, sem veldur hinni fyrr- nefndu afstöðu hans, eitt ó- læknandi sjúkdómsmein auð- valdsskipulagsins og boði yf- irvofandi dauða þess. Því að ríki það, sem sjálfu sér er sundurþykkt, fær ekki stað- izt. 1 fram, þá verður þess ekki i langt að bíða, að blaðið komi ; út reglulega tvisvar í mánuði. Happdrœfti Háskóla Islands Sala happdrasffísmida cr hafín, Verð hlutamiða 1/1 12 kr. 1/2 6 kr. 1/4 3 kr. Vínníngar 6000 auhavínníngar 29 Vínníngar hafa nú hæhhað stórhostlega og eru nú samtals 2,100,000 krónur Hæsti vinníngur 75000 krónur. Engínn vinningur lægrí en 200 krónur. Kynnið yður hina nýju vinningaskrá Ath,: Ekki er tekið tillit til vinninga f happdrættlnu við ákvðrðun tekjuskatts og tekjuútsvars

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.