Nýi tíminn - 04.09.1944, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 04.09.1944, Blaðsíða 1
TIMINN 3. árgangur Reykjavík, 4. sept. 1944 11. tölublað Einar Olgeirsson: Á að verða almennt atvinnuleysi á íslandi 1945? í nœstsíðasta blaði birtist grein eftir Áka Jakobsson, þar sem hann rœddi um næstu verkefni þjóðarinnar. Nú vill Nýi tíminn birta lesendum sinum ritgerð um líkt efni eftir Einar Olgeirsson, þar sem enn nánar er komið inn d einstök framkvæmdaratriði og með rökum taln- anna sýnt fram d, hvílíkur möguleiki er d því, að nú hefj- ist stórstígari framfara tímabil í sögu þjóðarinnar en jafn- vel hina bjartsýnustu menn hefur dreymt um til þessa tíma. Næstu mdnuðir skera úr um það, hvort þessir möguleikar verða notfærðir. Stríðinu í Evrópu er brátt lok- ið. Þjóðanna bíða nú þau vanda- mál að geta séð um að hver ein- asta hönd hafi nægilegt að vinna þótt eigi starfi hún að fram- leiðslu drápstækja og vinni að því að drepa og eyðileggja. Fyrir tveim árum síðan lýsti nefnd sú í Bandaríkjunum, sem hefur það með höndum að und- irbúa eftirstríðsástandið, því yfir, að er stríðinu lyki, myndi fram- leiðslan í Bandaríkjunum strax minnka um þriðjung eða helm- ing. — Síðan hafa engar slíkar yf- irlýsingar heyrst. Hverjum ábyrg- um forustumanni þar er það ljóst, að það yrði bókstaflega ekki hægt að h'alda núverandi þjóðfé- lagsskipulagi við þar vestra, ef á- vöxturinn af sigri lýðræðis og frelsis í heiminum ætti að vera sá, að dæma t. d. 10 milljónir amerískra verkamanna í atvinnu- leysi og hungur og setja milljónir amerískra bænda á vonarvöl, eins og var í síðustu kreppu 1929—32. Nú undirbúa framsýnustu for- ráðamenn jafnt Bandaríkjanna sem Evrópuþjóðanna stórfelldar áætlhnir um aukningu nytsam- legrar framleiðslu hver hjá sér og eru þegar teknir að semja um margföld verzlunarviðskipti þjóðanna í milli á við það, sem áður var. -k Hér heima heyrast enn radd- irnar um „atvinnuleysi og öng- þveiti“ að stríðinu loknu. Þessar raddir koma fyrst og fremst frá þeim, sem óska atvinnuleysis í trúnni á að geta notað það til þess að rýra lífsafkomu almenn- ing og sér í lagi að lækka kaup verkamanna. Slíkir menn fá lið- sinni frá þeim aðilum, sem ekk- ert vilja aðhafast til þess að tryggja atvinnu manna eftir stríð. Hefur stjórnarstefna sú, er ráðið hefur í atvinnumálum og fjár- málum landsins síðasta árið, orð- ið vatn á myllu þessara aftur- haldsseggja. Stjórnin liefur sem kunnugt er ekkert aðhafst til þess að tryggja íslendingum nýja og mikla markaði að stríði loknu og möguleika á að fá keypt fram- leiðslutæki í stórum stíl, til þess að auka framleiðslu vora. Tillög- ur Sósíalistaflokksins, jafnvel þótt samþykktar hafi verið, svo sem um stórfellda aukningu síld- • arsöltunar og niðurlagningu á síld, hefur ríkisstjórnin ekki reynt að framkvæma að neinu verulegu leyti — og um skipa- kaupin í Svíþjóð fæst nú einu sinni ekki fyrirspurnum svarað á þingi, hvað þá að almenningur fái að vita hvort skip hafa verið keypb hvort meira sé fáanlegt o. s. frv. Það virðist litlum efa bundið að ef slík stjórnarstefna sem þessi fær að halda áfram, þá verður al- mennt atvinnuleysi á íslandi á næsta ári. Atvinnuleysi hefur að vísu verið í flestum bæjum lands- ins nokkra mánuði að vetrarlagi undanfarið nema í Reykjavík og Hafnarfirði, en af því helmingur verkalýðsins á landinu býr á þess- um stöðum, þá hefur atvinnu- leysið ekki orðið tilfinnanlegt fyrir stéttina sem heild og ó- mögulegt verið að nota það til kauplækkunarherferðar. En verði almennt atvinnuleysi á íslandi eftir nýár, þá er litlum efa bundið að afturhaldið mun nota það til hatrömustu árása á verkalýðinn. Og það skal enginn ganga þess dulinn að það verður þá tekið vægðarlaust á móti. Ef afturhaldsöflin á íslandi ætla af ráðnum hug að leiða atvinnu- leysi yfir alþýðu manna hér, til þess að gera lífsafkomu hennar miklu verri en hún nú er — með- an allar aðrar þjóðir munu kepp- ast við að bæta lífsafkomu alþýðu hjá sér, — þá mun íslenzk alþýða berjast gegn slíkri atlögu með öll- um þeim mætti, sem hún hefur, öllum þeim áhuga og harðfylgi, sem hverjum manni er eðlilegt að beita, þegar hann á frelsi sitt og velferð og að vissu leyti líf sitt og sinna að verja. Það væri því ekki alþýðunnar sök, ef afturhaldið þekkti ekki aftur þjóðfélag það, er það byggi við, eftir að hafa lagt út í slíka höfuðatlögu við alþýðuna og gert þjóðfélagið að vígvelli harðvítug- ustu stéttaátaka. Þvi það skal sagt fullum fetum, að það er licegt að skapa hverjum íslenzkum manni nœga atvinnu og sibatnandi lifs- skilyrði og það meira að segja á grundvelli núverandi þjóðskipu- lags, ef aðeins viljinn er til. Og það mun ekki standa á alþýðunni að starfa að því að svo megi verða með hverjum þeim, er slika ný- sköpun vill i atvinnulífi voru. Hún er fus til samstarfs að þeirri stórfelldu nýsköpun atvinnuveg- anna, sem vér nú geium fram- kvœmt. En sjái liún að tœkifœrun- um til þeirrar nýsköpunar sé sleppt af ráðnum hug af þeim, er völdin hafa eða gætu haft, þá mun liún af þvi draga þær álykt- anir, að ekki sé um annað að ræða en leggja til úrslitaátaka við afturhaldsöflin á íslandi og fá úr þvi skorið hvort áfram skuli hald- ið framförum, velmegun og menningu á landi voru ellegar aftur á bak til atvinnuleysis, fá- tæktar, eymdar og menningar- skorts. Skal nú að sinni látið nægja að nefna aðeins eitt dæmi af mörg- um hve mikið er hægt að gera, ef viljinn er til. * Fyrir stríð var það sífellt við- kvæðið hér heima, ef lagt var til að bæta úr atvinnuleysinu, að það „vanti peninga“. ^Þetta viðkvæði mun vart heyr- ast nú. íslenzka þjóðiti á um 480 millj. króna inni erlendis. Við skulum nú gera okkur dálitla hugmynd um hvað hægt vœri að gera fyrir t. d. 100 milljónir kröna af þessu fé, ef það væri notað skynsam- lega. (Auðvitað er eklti hægt að taka þœr tölur, sem nefndar eru öðruvisi en sem ágizkun, þar sem vel gœti munað t. d. 20—30% eða meiru, en heildargildið verður sama). 200 VÉLBÁTAR Segjum að þjóðin keypti sér ca. 200 vélbáta, sem að meðaltali væru t. d. 50 smálestir (ýmsir stærri eða minni). Segjum að að m'eðaltali kostaði smálestin i þeim 4000 krónur. Það þýddi að þessi floti myndi kosta minnst 40 milljónir króna. Á slikum flota myndu vinna yfir 3000 sjómenn. Samlagt vœri smálestatala þessa nýja flota 10 þúsund smálestir. En 1941 var smálestatala 328 mótorskipa hér á landi, — en það var allur mótor- bátaflotinn yfir 12 tonna stærð — alls 9105 smálestir. (Hér er alltaf sleppt mótorbátum undir 12 tonnum). Svona aukning munid þvi þýða tvöföldun vélbátaflotans á ís- landi. 20 NÝIR TOGARAR Setjum ennfremur svo að við keyptum 20 nýja togara, svo fljótt sem við gætum fengið þá smíð- aða eftir strið. Við yrðum að panta þá strax. Setjum svo að nið- urstaða séfræðinga vorra á þessu sviði vœri sú að lieppilegast væri að fá t. d. ca. 700 tonna togara með nýtizku útbúnaði. Reiknum með að verð þeirra yrði ca. 2 milljónir króna stykkið, þegar lag á skipasmíðinni færi að lækka. — 1941 voru 34 togarar tœp 12 þúsund tonn samlagt eða yfir 300 lonn liver að meðaltali. Á þeim unnu yfir 800 manns. — Hinn nýi togdrafloti yrði t. d. 14 þúswid tonn og liklega þyrfti á hann álika margt manna og á þann gamla. íslenzki togaraflot- inn myndi tvöfaldast við þetta. Togarasjómönnum mundi fjölga um 100%. * I 80-100 MILLJÓNIR KRÓNA 200 vélbátar og 20 nýir togar- ar myndu samlagt kosta 80 millj. króna, ef þessi ágizkun stæðist. Þá gœtum við fyrir 20 milljónirnar sem eftir væru af fyrstu 100 millj. byggt t. d. tvær síldarverksmiðj- ur, er ynnu úr 10 þúsund málum sildar á sólarhring hver eða margar verksmiðjur til niður- lagningar sildar og fisks, ef það yrði álitið hagkvœmara. En segj- um að áœtlunin stæðist ekki og 200 vélbátar og 20 togarar kost- uðu 100 milljónir króna eða meira, svo við yrðum að reikna með þvi, að fyrir fimmtung til fjórðung af innieign vorri erlend- is, gætum við ,bara“ tvöfaldað fiskiskipaflota landsins, — „bara“ tryggt 4000 manns, i viðbót við þá sem nú eru, góða afkastamikla sjómannsatvinnu og hlutfallslega atvinnuaukningu i landi, — „bara“ skapað á 2—3 árum eins mikinn fiskiflota og byggður hefur verið lxér áður á 40 árum, — „bara“ tvöfaldað fiskafurðaút- flutning landsmanna i einni svipan. Það væri samt þess virði að gera það. Ekki sízt ef miðað er við hitt, að fái afturhaldið að fara sínu fram, þá verður hér atvinnuleysi og langvinn stéttastyrjöld, og meðan hún stendur lifir þjóðin á inneignunum erlendis og „étur út“ þessar 100 milljónir króna, meðan hún framleiðir ekkert, heldur berst innbyrðis. (Rétt er að taka það fram, aðt Framhald á bls. 3. RÆTT við félaga . . . . Þú getur þess, að þú sért hræddur um, að við, sem mótum stefnu flokksins í landbúnaðar- málum, séum ekki eins kunnugir og æskilegt væri kjörum og lífs- baráttu sveitafólksins, og tekur þú til samanburðar kunnugleika flokksins á kjörum og þörfum verkamannanna. Hér er margt að athuga. Um hálfan annan tug ára hafa verkamennirnir, fjöldi verkamanna um land allt háð lát- lausa baráttu innan verkalýðs- félaganna gegn öflum þeim, sem staðið hafa í þjónustu auðstétt- anna. Þeir hafa búið við hinar mestu ofsóknir en aldrei gefizt upp. Þeim hefur tekizt að sigra í einu verkalýðsfélaginu af öðru, og nú er stefna þeirra að sigra á landsmælikvarða. Sósíalistaflokk- urinn hefur staðið með þessum verkamönnum, leiðbeint þeim fræðilega um lausnir á hverjum stað og tíma og stutt þá á allan liátt til sigurs í stéttabaráttunni, enda er mikið af forustuliði flokksins úr röðum verkalýðsins. En hvernig er nú ástandið í mál- um bændanna til samanburðar? Hugsaðu þér þann mikla mun. Það er hlutur ykkar frjálslyndu bændanna, sem fylgið sósíalism- anum að málum, það er ykkar hlutur, sem eftir liggur. Þið haf- ið ekki tekið upp baráttu í ykkar stéttarsamtökum. Hugsaðu þér það, að uppi í sveitunum væri búið að heyja harða baráttu um einn áratug gegn afturhaldspóli- tík þeirri, sem ríkir í félagsmál- um bændanna, hugsaðu þér, að á hverju búnaðarþingi um nokk- urt skeið hefði verið barizt mark- visst að því að láta sósíalisk sjón- armið ráða stefnu þessara sam- taka, hugsaðu þér, að sósíalistar í bændastétt hefðu jafnrík ítök í stjórn Búnaðarfélags íslands og sósíaliskir verkamenn hafa nú í stjórn Alþýðusambandsins. Þú þarft ekki að efast um það eitt augnablik, að Sósíalistaflokkur- inn hefði reynzt þess fullkomlega umkominn að leiðbeina í þeirri baráttu, engu síður en í verka- lýðsbaráttunni. Og þegar stétta- barátta ykkar er komin á þetta stig, þá farið þið bændurnir að leggja til krafta í forustusveit flokksins. Þú minnist á störf sex- mannanefndanna í dýrtíðarmál- unum. Þú hrósar mjög starfi hinnar fyrri, þeirrar, er samdi um verðvísitölu búnaðarvaranna. Þér er það ljóst, að árangur þess nefndarstarfs er fyrst og fremst verk Sósíalistaflokksins. Vegna mikillar lægni hans tókst að hindra það, að samkomulagið strandaði, þrátt fyrir öfluga við- leitni Eramsóknarflokksins. Sam- starfið í seinni nefndinni tókst aftur á móti að eyðileggja og harmar þú það. Fulltrúar Bún- aðarfélagsins tóku þar þá afstöðu, sem er í hreinni andstöðu við vilja og hagsmuni mikils meiri hluta þeirra, sem þeir fara með umboð fyrir. Þeir heimta kaup- lækkun og snúast gegn tollalækk- un eftir kröfu Framsóknar. Og þetta leyfa þeir sér í trausti þess, að bændurnir, sem þessu eru and- stæðir, láti við þetta sitja og Framhald á 4. bls.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.