Nýi tíminn - 04.09.1944, Síða 2

Nýi tíminn - 04.09.1944, Síða 2
2 NÝI TÍMINN NÝI TÍMINN Útgefandi: Sameiningar/lokkur alþýtu — Sósialista/lokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Bcnediktsson. Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa: Skólavörðustíg 19. Sími 2184. Áskriftargjald kr. 10 á ári. Greinar í blaðið sendist til ritstjór- ans. Adr.: Afgreiðsla Nýja Tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík PRENTSMIÐJAN HÓLAR H.F. Verkefnin kalla Um heim allan er nú talið vist, að styrjöldinni miklu verði lokið hér í Evrópu ekki síðar en snemma á næsta ári og ekki talið ómögulegt, að þýzka hernaðar- vélin kunni að hrynja, þegar minnst varir. Og þá bíður þjóð- anna mikilíenglegra og stór- brotnara hlutverk en nokkru sinni fyrr, að reisa úr rústum þessarar ægilegu styrjaldar og leggja grundvöll glæsilegra menningartímabils í veraldarsög- unni en áður hefur þekkzt. Áður en ár verður liðið frá stofnun lýðveldis á íslandi, veit- ist okkur það hlutverk að vera þátttakendur þessarar alþjóðlegu uppbyggingar. Engin þjóð í öll- um heimi hefur glæsilegri skil- yrði en við til að hefja hið stor- brotnasta framfaratímabil. Við erum ekki aðeins auðug þjóð, að tiltölu við fólksfjölda, við eig- um ekki aðeins hin glæsilegustu náttúruskilyrði í fiskisælu hafi umhverfis landið, í óhemjuafli fallvatna, í stóru og frjósömu landi, í geysilegum jarðhita, sem segja má að enn sé óvirkjaður, þótt liann hiti upp íbúðir mikils hluta höfuðborgarinnar. Við eigum ekki aðeins stærstu auð- jöfra heimsins miðað við fólks- fjölda, - við sjálf, alþýða lands- ins, er svo efnum búin, að yfir- gengur allt, sem við höfum áður þekkt. Við eigum hrausta æsku, sem urn undanfarin ár hefur ekki haft hugmynd um skort. En þrátt fyrir öll þessi auðæfi, þá er til sá möguleiki að láta tækifærin renna úr greipum sér. Og hættan á því er sérlega mikil, nema alþýðan vakni til meiri þátttöku á félagssviðinu en verið liefur. Enn er hér á sú veila, sem í öðrum borgaralegum þingræðis- löndum, að löggjafarþinginu er ofmikið ætlað urn forustu í fram- kvæmdum, sem þjóðarheildina varðar og ekki nægilega um það hirt af alþýðunni að segja því fyrir verkum og gera sér þess sem skýrasta grein, hvernig fram- kvæma skuli. Ef möguleikar þeir hinir rniklu, sem nú eru fyrir hendi, eiga að hagnýtast, þá verð- ur alþýðan að eiga frumkvæðið í stéttasamtökum sínum. Og það þarf meira til en að hverjar ein- stakar starfsstéttir alþýðunnar láti málið til sín taka. Alþýðan þarf að taka málin fyrir sem ein heild. Hvernigfá að hindra það, að þau miklu auðæfi, sem safn- ast hafa fyrir með þjóðinni, verði eyðslueyrir að geðþótta ein- staklinganna? Hvernig á að veita þessu fé til að undirbyggja al- mennar og alhliða framfarir í Fjörutíu og tveir gegn tíu Kvartanir borgaralegu flokkanna um, að tíu þing- menn Sósíalistaflokksins geri ómögulegt að mynda þingrœðisstjórn, er tilkynning frá íslenzka auðvaldinu um það, að það sé að gefast uþp við að stjórna ríkinu eftir þingrceðisleiðum. Þingrœðisskipulag Við búum við þingræðisskipu- lag að þeim hætti, sem ríkjandi var um alla Vestur-Evrópu fyrir nazistabyltinguna í Þýzkalandi og ríkti utan Þýzkalands þar til styrjöld brauzt út. Eitt einkenni þessa skipulags er í því fólgið, að meirihluti þjóðkjörins þings kem ur sér saman um höfuðstefnu í þjóðmálunum og velur sér fram- kvæmdastjórn, ríkisstjórn. Til þess að stjórn geti setið að völd- um þarf hún að hafa fylgi meiri hluta þingsins að baki, eða að minnsta kosti þarf beint fylgi hennar að vera sterkara en hin beina andstaða, þannig að hlut- leysi einhvers hluta þingsins get- ur varið hana falli, þótt hreinn meirihluti sé henni ekki fylgj- andi. Það liefur mörgum sinnum orðið erfiðleikum bundið að fá þennan meiri hluta. Þá aðeins hefur allt fallið í ljúfa löð með stjórnarmyndun, þegar einn flokkur hefur náð meirihluta þingsæta, svo sem verið hefur í Bretlandi um undanfarin ár. Þó getur sá meiri hluti verið svo veikur, að erfiðleikar hljótist af um heildarstefnu í löggjöf og stjórnarframkvæmdum.En í þing ræðislöndunum hefur meira og meira sótt í það horf, að erfið- leikar um stjórnarmyndun hafa sprottið af þeim sökum, að eng- inn einn flokkur hefur náð meirihluta eða svo veikum, að ekki hefur þótt árennilegt að landinu og hvar á að leggja meg- ináherzlunar á framkvæmda- sviðinu? Til ákvarðana um þessi efni þurfa að koma saman full- trúár frá sérstökum hópum al- þýðustéttarinnar: óbreyttum verkamönnum, iðnverkamönn- um, sjómönnum, smáútvegs- mönnum, bændum, skrifstofu- mönnum, kennurum o. s. frv. Nú hefur Alþýðusamband ís- lands boðað til ráðstefnu með fulltrúum bænda á komandi hausti. Tilgangur er fyrst og fremst sá, að ræða um sameigin- leg mál, sem reynt hefur verið að nota sem sundurlyndisefni milli þeirra, svo sem kaupgjald og önn- ur atriði snertandi vegavinnu í sveitum, fyrirkomulag um sölu búnaðarvara og verðlagningu þeirra. En sú ráðstefna verður einnig að taka þjóðmálin á breið- ari grundvelli, heildarstefnu um menningarlega og atvinnulega þróun upp úr styrjöldinni. Og síðar þarf hún að hlutast til um, að - niðurstöður hennar verði fluttar til þeirra hópa alþýðunn- ar, sem ekki eiga þar fulltrúa og þeir unnir til fylgis við megin- atriði þeirra. Þetta er undirstöðu- atriði þess, að á málunum sé tek- ið á lýðræðislegan hátt. setjast að stjórnarvöldum í hat- rammri andstöðu við alla hina. Hefur þá verið gripið til flokka- samvinnu um stjórn og samið um ákveðin stefnuatriði, sem samsteypustjórnin hefur verið mynduð um. Þannig hefur verið ástatt um öll Norðurlönd um langt skeið, svo að það hefur talizt til hreinna undantekninga, ef einn flokkur hefur farið með stjórn, án þess þá að fá yfirlýstan stuðning eða hlutleysi einhvers annars flokks. Og þannig hefur verið ástatt hér á landi um nærri þrjátíu ára skeið. Síðasta stjórn, sem hér er mynduð af hreinum meirihluta- flokki, sem treystir sér að standa einn, er stjórn Sjálfstæðisflokks- ins gamla, sem mynduð var 1914 með Sigurð Eggerz sem ráðherra. En áður en árið er liðið, er flokk- urinn klofinn, annar ráðherra tekinn við með stuðningi flokks- brota, og síðan hefur enginn einn flokkur náð svo sterkum meiri- hluta á Alþingi íslendinga, að hann hafi treyst sér að fara með stjórn upp á eigið eindæmi. En nú hefur verið svo ástatt síðan um haustkosningarnar 1942, að ekki hefur náðst nægi- lega víðtækt bandalag á þinginu, svo að meiri hluti næðist um stjórnarmyndun. Ríkisstjóri skipaði stjórn að meira og minna leyti þó í samráði við þingið. Enginn þingmanna hefur borið fram vantraust á þá ríkisstjórn og ástæðan var að nokkru í sam- bandi við lausn fullveldismálsins. Meðan verið var að leysa það, taldi þingið sér skylt að forðast allt það, er vakið gæti þessháttar erjur, sem torveldað gætu sam- einingu um fullveldismálið. Fullveldismálið er farsællega komið í höfn með góðu samstarfi þingsins og þessarar stjórnar, sem aldrei fékk að vísu yfirlýst van- traust frá þinginu, en aldrei hefði þó verið hægt að fá meiri hluta þings til að gefa traustsyf- irlýsingu. Það hafa sennilega ekki verið nema mjög fáir þingmenn, sem hefðu fengizt til þess, þótt leitað hefði verið. Aðstaða til þingrœðisstjórn- ar hér á íslandi Það hefur mjög verið á því hamrað, hve óviðunandi ástand þetta er og ýms einveldissinnuð öfl hafa lagt kapp á að nota þetta ástand til árása á þingræðið. Og allir þrír gömlu þjóðstjórnar- flokkarnir hafa sungið það í ein- um kór, að orsök þessa ástands væri sú, að á þingi sætu 10 full- trúar frá Sósíalistaflokknum. Fyrir því áliti virðist vera feng- inn mjög sterkur meiri hluti á þinginu. Ekki er ólíklegt, að allur fjöldi alþýðu manna líti á þessa fullyrð- ingu, sem hverja aðra vitleysu, sem þjóðstjórnarflokkarnir eru mjög þekktir að að láta út úr sér að fornu og nýju, bara til þess að geta sagt eitthvað ljótt um kommana. -En þegar nánar er at- hugað, þá er nokkur sannleikur í þessu, sem vert er að atliuga og ekki sízt, ef kvartendur sjálfir gætu komið auga á hann. Rétt er að benda á það í byrj- un málsins, að ásökunin á Sósíal- istaflokkinn um að það sé lians sök, að ekki hafi tekizt að mynda stjórn, er hin herfilegasta móðg- un við þingræðisskipulagið. Sam- kvæmt anda og reglum þingræð- isins verður enginn flokkur á- felldur fyrir það að ganga ekki til bandalags við annan flokk. Reyn- ist þing óstarfhæft sökum skorts á meirihlutasamtökum um stjórn og stjórnarstefnu, þá á samkvásmt þingræðisleiðum að vísa því máli aftur til þjóðarinnar, það verður að gera henni það skiljanlegt, að það er liún, sem ber ábyrgð á því að þingið sé óstarfhæft, og sé hún þingræðisþjóð í anda og sann- leika, þá má hún ekki gefast upp við fulltrúakjör til löggjafarþings síns fyrri en hún hefur náð við- unandi marki. En það, sem gerir ásökunina heimskulegasta er sú staðreynd, að ef þingflokkarnir teldu það meginskyldu sína að mynda þingræðislega stjórn, þá eru til þrír möguleikar fyrir þess- háttar stjórnarmyndun, þótt þing menn Sósíalista skerist úr leik. Allir hinir flokkarnir geta sam- einast um stjórnarmyndun, og stjórn studd þeim öllum virðist ætti að vera mjög sterk stjórn með fylgi 42 þingmanna og eina einustu tíu menn í andstöðu. Þá er líka möguleiki fyrir tvo stærstu flokkana. Sú stjórn, er þeir mynduðu, hefði á bak við sig 35 þingmenn en ekki nema 17 í andstöðu. Það myndi í hverju þingræðislandi þykja mjög sterk stjórnaraðstaða. Þriðji möguleik- inn er samvinna stærsta og minnsta þingflokksins. Þá væru stjórnarsinnar 27 en 25 á móti. Það er veik stjórnaraðstaða en þó ekki veikari en víða hefur verið við bjargast í þingræðislandi. Þannig lítur málið út frá al- mennu þingræðissjónarmiði. Endurminningar ársins 1939 Og þó er þetta satt, að þjóð- stjórnarflokkarnir þrír geta ekki myndað stjórn til að geta komið fram þeim málum, sem þeim liggur á hjarta. En það er ekki ■ að kenna þessum 10 þingmönn- um sósíalista. Ástæðan er sú, að stefna þessara þjóðstjórnarflokka er í svo mikilli andstöðu við fólkið í landinu, að þeir treysta sér ekki að framkvæma hana, nema áður sé veikt sú aðstaða, sem fólkið hefur nú til verndar réttindum ,sínum. Þeir hugsa til hins mikla árs 1939. Þá gátu þess- ir flokkar komið stefnu sinni til framkvæmda. Þá áttu sósíalistar ekki nema þrjá menn á þingi, en það var ekki aðalatriði málsins. Hitt var aðalatriðið, að stjórn Alþýðusambands íslands var í höndum þjóðstjórnarinnar, stjórn Dagsbrúnar og aðrar stjórnir flestra stærstu verkalýðs- félaga í landinu. Auk þess var stuðst við alþjóðleg reykský Finnagaldursins. Þetta var það sem gerði gæfumuninn. Þess- vegna var hægt að lögbjóða kaup- lækkun verkamanna, lögleiða lækkun afurðaverðs búnaðar- vara, banna með lögum nýja samninga um kaupgjalds og önn- ur kjaramál alþýðunnar og nema úr lögum rétt til verkfalla. Og þetta gekk um skeið. En ekki var aðstaða þjóðstjórnarinn- ar þó sterkari en svo, að hún greip til þess einstæða atburðar að brjóta stjórnarskrána á þann á- þreifanlega hátt, að láta þing- menn fara með umboð sín eftir að umboðstími þeirra var um garð genginn vorið 1941. Hún þorði ekki í kosningar. En um næstu áramót komst stjórn Dags- brúnar í hendur Verkamanna, þá kom einnig til verkfalla í trássi við öll gerðadómslög, framund- an var þing Alþýðusambandsins, fyrsta þingið, sem heyjast skyldi undir fána lýðræðis. Eini mögu- leikinn fyrir Alþýðuflokkinn til að halda völdum í Alþýðusam- bandinu var sá að snúa við af braut opinberrar herþjónustu við hatrömmustu kauplækkunar- öfl þjóðfélagsins. Og fylkingar þjóðstjórnarinnar tvístruðust, í liðið brast flótti, og um skeið skipulagslaus flótti. Það er ekki nóg að hafa voldugan þingmeiri- hluta. Þjóðin getur staðið svo einhuga í gegn, að jafnvel hinar hatrömmustu lagasetningar fá ekki við neitt ráðið. Það varð reynslan af gerðardómslögunum frægu. Ef sósíalistar vildu hjálpa Það eru endurminningar þessara atburða, sem ríkja í hug- arheimum þjóðstjórnarflokk- anna. Og þeir segja: Ef þessir 10 þingmenn sósíalista væru ekki, þá væri allt í lagi með að mynda stjórn. En þetta meina þeir ekki. Því að þeir vita það, að þótt eng- inn sósíalisti sæti á þingi, þá er stefnan frá 1939 ekki framkvæm- anleg. Því að nú hafa þjóðstjórn- arflokkarnir ekkert að segja yfir Alþýðusambandinu, Dagsbrún og flestum öðrum sterkustu verkalýðsfélögum landsins. En þeir segja ennfremur: Það er ekki hægt að mynda stjórn, af því að sósíalistar vilja ekki taka þátt í henni. Og þar er komizt nær hinu sanna. Ef sósíalistar vildu nú vera svo vinsamlegir og taka þátt í stjórnarmyndun á gi'und- velli þess, að lækkað yrði kaup- gjald til launþega og jafnframt áætlað kaup til bændanna í sam- bandi við ákvörðun verðlags á búnaðarvörur, en það er það eina, sem þeim enn hefur verið boðið upp á, þá væri ófurlítil von um að fyrirtækið heppnaðist. Því að það eru einmitt sósíalistarnir, sem verkalýðshreyfing landsins ber nú mest traust til og hefur falið á hendur hin þýðingar- mestu trúnaðarstörf. Ef þessi flokkur vildi nú allt í einu vera svo vinsamlegur viðskiptis við þjóðstjórnarflokkana að snúast; til andstöðu við hagsmunamál

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.