Nýi tíminn - 04.09.1944, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 04.09.1944, Blaðsíða 4
hliða því, sem herir alþýðunnar þar hófu árangursríka sókn á hendur innrásarherjunum, þá þurftu þeir einnig að standa í borgarastyrjöld við einn hers- höfðingj a konungsstj órnarinnar. Nú er því máli þannig komið, að ríkisstjórnir hinna sameinuðu þjóða hafa forkastað þessum hers- höfðingja sem forustumanni þessarar bandalagsþjóðar en við- urkennt Tító marskálk sem for- ustumann þjóðarinnar. Tító er kommúnisti og á bak við hann stendur hrein alþýðu- og þjóð- frelsishreyfing. En átök urðu nokkur milli auðvaldsríkjanna annarsvegar og Sovétríkjanna hinsvegar um, hvorn viðurkenna skyldi. Við töku Rómaborgar kom einnig til stjórnarkreppu á Ítaíu. Konungurinn sagði af sér og lagði ríkisstjórnina í hendur son- ar síns. Badoglíó varð að beiðast lausnar fyrir ráðuneyti sitt og varð með öllu að hverfa úr stjórninni. Sósíalistar og komm- únistar ráða mestu í liinni nýju stjórn og ýrnsir ráðherranna hafa neitað að vinna Umbertó kon- ungi hollustueiða. Og nú er þriðja vandamálið komið til skjalanna og líklegt að verða þyngst fyrir. Það er í Pól- landi. Pólska útlagastjórnin í Lundúlium er eina útlagaríkis- stjórnin, sem Sovétríkin hafa sagt upp stjórnmálasambandi við á þeim grundvelli, að pólska stjórnin hafi gert sig seka um fjandsamlega starfsemi gagnvart Sovétríkjunum. Þegar Rauði her- inn hafði sótt vestur fyrir Bug- fljót og þannig kominn inn á ótvíræða pólska grund, var kom- ið á pólskri stjórnarnefnd, sem Sovétríkin viðurkenndu og tóku upp samvinnu við. Pólska stjórn- in í Lundúnum hefur mótmælt þessu, segir að stjórnarnefndin sé samsett af kommúnistum, og er ekki ólíklega tilgetið. Bretar og Bandaríkjamenn viðurkenna hinsvegar pólsku stjórnina í Lundúnum sem hina löglegu stjórn Póllands og hafa um all- langt skeið leitað um sættir milli hennar og Sovétstjórnarinnar. Fór forsætisráðherra pólsku Lundúnastjórnarinnar til Moskvu til að reyna að ná samn- ingum en ekki er annað vitað en að sú för hafi orðið árangurslaus. Upplausn í herbúðum fasistanna. Síðan ofanritað var skrifað, hafa gerzt hinir merkustu atburð- ir styrjaldarinnar. Höfuðborg Frakklands, margar aðrar stærstu borgir þess og mikill hluti lands- ins er korninn í hendur Frakka sjálfra og bandamanna þeirra, franska fasistastjórnin týnd og vörn þýzka hersins mjög í molum á þeim svæðum, sem hann liefur enn á valdi sínu. Og sízt er útlitið glæsilegra á Balkanskaaga, upp- reist í Rúmeníu gegn fasista- stjórninni og mestur hluti rúm- enska hersins hefur snúið vopn- um sínum gegn fyrri banda- manni. Missir Rúmeníu þýðir missi Balkanskagans fyrir Þjóð- verja, og ekki sízt þar sem Búlg- arar sækja mjög fast að komast í sátt við bandamenn. Það má því óhætt segja, að nú miði hröðum skrefum í áttina að bráðum styrj- aldarlokum. NÝI TÍMINN RÆTT við félaga Framh. af 1. siðu hreyfi sig hvergi til mótmæla og því síður að þeir svifti þessa sömu menn aðstöðu til að fara með umboð þeirra í framtíðinni. í þessu mikilvæga atriði skortir á starf hjá ykkur, frjálslyndu bændunum, það skortir á það, að þið væruð búnir að velta aftur- haldsskörfunum úr forustu sam- taka ykkar, eða láta þá vita svo greinilega af ykkur, að þeir sæju sig neydda til að taka tillit til ykkar. Nú bjóðast ykkur sérstök skil- yrði til að láta til ykkar taka. Al- þýðusambandið boðar til ráð- stefnu með fulltrúum frá búnað- ar- og ungmennafélögunum. Nú ríður á, að þið hefjið baráttu fyr- ir því, hver á sínum stað, að full- trúar verði sendir til að tryggja grundvöll að samstarfi þessara liópa alþýðustéttanna. Nú verður þú að gera allt sem í þínu valdi stendur, til þess að búnaðarfélag- ið í þinni sveit sendi fulltrúa, og fáist það ekki fram, þá verður þú að reyna að stuðla að því að hóp- ur manna sendi fulltrúa. Ég vænti þess mjög, að þú getir verið þar, hvort sem þú værir kosinn fulltrúi eða ekki. Það myndi verða mjög til að skýra fyrir þér viðhorfin í því mikla máli, sem nú er mál málanna: hvernig tryggilegast verði grundvallað samstarf alþýðustéttanna í land- inu. . . . Gunnar Benediktssoti. Hljómlistin og dýrin „Hljómlistin er sú eina tegund listar, sem dýr og fávitar skilja“, sagði franska skáldið De Laprade. Það hafa líka verið gerðar ná- kvæmar rannsóknir á hvernig áhrif hljómlist hefur á ýmsar dýrategundir. Hestar, hundar og birnir eru mestir hljómlistarvin- ir. Reynslan sýndi að þegar fiðlu- leikarinn kom í hesthúsdyrnar, þar sem fjöldi hesta var á stalli, litu allir upp, þegar þeir lieyrðu fyrstu tónana. Þegar þeir höfðu séð hvaðan hljóðið kom, sneri einstaka hestur sér aftur að stall- inum og leit ekki upp eftir það. (Það voru alltaf sömu hestarnir). Hinir horfðu stöðugt á hljóð- færið og lögðu við eyrun, án þess þó að sýna nokkur hræðslumerki. Einu sinni voru gerðar tilraun- ir á dýrum í dýragarðinum í London. Birnirnir komu út að járngrindinni, lögðu við eyrun og hlustuðu rólegir. En í hvert skipti, sem farið var að leika lag- leysu, snautuðu þeir frá grind- inni. Þegar leikið var hergöngu- lag, þrömmuðu þeir fram og aft- ur í búrinu. Úlfar eru hræddir við hljóm- list: Úlfurinn skaut upp kryppu og hvæsti, þegar hann heyrði leik- ið á fiðlu. Indverski úlfurinn skalf af hræðslu og skreið á kviðn- um eins langt og hann komst. Sjakalarnir og refirnir urðu líka hræddir, en þó ekki eins. Kindurnar stóðu hreyfingar- lausar og báru höfuðið hátt, án þess að sýna hræðslumerki. Þær hættu að jórtra og hlustuðu ótrú- lega lengi. Afríkufíllinn varð reiður og lamdi höfðinu við grindina. Hann virtist jafnvel hræddur. Apinn varð líka hræddur. Hundurinn reyndist næmur fyrir öllum tónum. Hann urrar og er hinn versti, þegar hann heyrir stutta, hvella tóna. Sagan segir, að hundur tónlistarmanns nokkurs liafi fengið krampa í hvert skifti sem húsbóndi hans lék á hljóðfæri og það hafi orðið honum að bana. (Lauslega þýtt). Sýnishorn af menningarstefnu Sam- vinunnar. Viðbótarritstjór- inn nýi, Jón Eypórsson veð- urfrœðingur, skrifar þann- ig um Mál og menningu: „Hinir íslenzku byltingapost- ular hafa siglt beggja skauta byr í andlegri valdastreitu, sem þeir hófu hér á landi með stofnun út- gáfufélagsins Máls og menningar. Þeir hafa komið einskonar hring í miðsnesin á nokkrum „borgara- legum“ máttarstólpum og sveigt þá til þjónustu við sig á margvís- legan hátt: til ritstarfa, til und- irskrifta undir fáránlegar áskor- anir og erindi til Alþingis, til meðstjórnar og meðábyrgðar í áróðursbraski sínu o. s. frv.“ Það mun sérstaklega vera ís- lenzk menning og Sigurður pró- fessor Nordal, sem veðurfræðing- urinn á við, þegar hann ræðir um máttarstólpa með hring í miðs- nesinu. Merkileg bók! E£ þér ætlið að gefa vinum yðar ánægjulega gjöf, þá er bókin • * „Minningar frá Möðruvöllum“ tvímælalaust sú eigulegasta. Hún er hvortveggja í senn stórmerk heimild um þátt úr menningarlífi okkar á liðnum tímum og skemmtileg aflestrar. Einnig afburða vönduð að öllum frágangi ÚTGEFANDI RADDIR úr sveitinni .... Það skal tekið fram, að Nýi tíminn er það blaðið, sem ég vil sízt án vera. Margt er þar vel sagt og hressandi, og ekki er hægt að segja það um umrætt blað og stefnu þess, að það sé neikvætt. Enda stendur örtvaxandi flokkur að baki þess, og viljasterkir braut- ryðjendur eru alltaf mikils virði. Kákið þarf að lwerfa. .... Meðan svo er, að gamli Tíminn liefur allflesta búfróða menn í tjóðurbandi sínu, sem beint og óbeint túlka „stefnu“ Framsóknarflokksins í fræði- greinum sínum og leiðbeininga- starfsemi, hlýtur það að vera dragbítur á öllu því, sem þarf að gera í landbúnaðarmálum vor- um. Kákið þarf að hverfa, styrk- irnir þurfa að færast í annað horf, bændurnir þurfa að ná sam- bandi við þá menn, sem bera fræ komandi ára í lífsstarfi sínu.... Tvcer stefnur i dýrtiðarmálum. . . . .Þá vildi ég minnast ögn á dýrtíðarmálin, sem allir ábyrg- ir (og hinir víst líka) eru að bisa við ár eftir ár. Tvær stefnur hafa komið í dagsljósið, en hvorug hefur verið reynd. Stefna sósíal- ista er að mínum dómi svo sjálf- sögð, að ég er agndofa af undrun, að til skuli vera fulltrúar á þingi þjóðar vorrar, sem gera sig að þeim flónum að tolla nauðsynjar manna og auka með því dýrtíð- ina, sem þeir eru þó að kvarta undan. Á að taka slíka menn al- varlega? En þessir sömu menn einblína aftur á móti á það að lækka kaup alls vinnandi fólks þjóðarinnar. . . . Annars er það ekkert nýtt þetta volaða nöldur um of hátt kaup, of hátt afurða- verð, öll framleiðsla sé að stöðv- ast, nú verði að taka í taumana, á morgun verði það um seinan. Þetta er tal þeirra manna, sem hafa haft sérstöðu' í þjóðfélaginu, sem þekkja ekki, hvað erfiði er, þekkja ekki hvað húsleysi og klæðleysi er köldum, hungruð- um, snauðum eða menntunar- þorsti sár efnalausum. Greitt úr mikilli flœkju .... Með sexmannanefndinni svonefndu var greitt úr mikilli flækju, sem stjórnmálaflokkarnir voru búnir að koma þessu máli í. Að vísu er langt í land með það, að viðunandi lausn sé komin, en grundvöllurinn er lagður og við- urkenndur .Þessi sexmannanefnd á rniklar þakkir skyldar frá al- þjóð fyrir mikið og gott starf. Þó hafa heyrzt hjáróma raddir, sem hafa viljað samkomulag þetta feigt, en slíkt ber að skoða sem sjúkdómseinkenni. KAUPENDUR eru beðnir að greiða blaðið hið fyrsta. KAUPENDUR i Reykjavík! Komið á afgreiðsluna, Skóla- vörðustíg 19, og greiðið blaðið. ************

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.