Alþýðublaðið - 10.01.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1924, Blaðsíða 3
ALÞYÐUB'LAÐI© 3 t>au rita naín t>ess, er látinn er, á sama hátt or á minninRarspjöldin. Um leið og minningargiöíin er afhent á símastöðinni, iinjfærir hún nafn hins framliðna, nnfn gefanda og upphæð gjafarinnar á sérstaka skýrslu, og er þetta síðan innfært í hina stóru dánarskrá — obituarium — Landsspítalans. Samúðarskeytin má senda milli alira stærri símstöðva landsins og innanbæjar í kaupstöðum, en haldið verður þó áfram afgreiðslu minnÍDgarspjalda, með sama hætti og áður. Um leið og vér leyfum oss að skýra almenningi frá máli þessu, viljum véi þakka hr. iaudssíma- stjóranum fyrir, hve vel hann brást við málaleitun vorri, og ötul- leik hans í að koma þessu atriði fljótt og vel í framkvæmd. Með því hefir hann sýnt meiri skiln- ing en flestir aðrir á nauðsyn kærleiksverks þess, er minniuga- gjafasjóði spítalans er ætlað að vinna. En ákvörðun þessa sjóðs er sú: að styrkja fátæka sjúklinga hvarvetna af landinu, er heilsubót- ar leita á Landsspítalanum, svo að enginn verði fátæktar vegna það- an að hverfa, eða áhyggjur fyrir einalegri afkomu verði til þess að auka á raunir þeirra sjúklinga, er sjálflr geta eigi bætt úr nauðsyn sinni. Treystum vér öllum lands- mönnum til að' styðja sjóðinn í þessu göfuga ætlunarverki sínu. Enn fremur er þess að geta, að frá áramótum gtfur landssíminn 25 aura af hverju heillaóskaskeyti, sem sent verður, og rennur það gjald alt í Landsspítalasjóð ís- lands. Reykjavík, 29. dez. 1923. Stjórn LandsspUalasjóös Islands. Álfadanslnn. — Góðan daginn, íþróttamaður! — Nei! Komdu nú sæll, Kurf- ur minn! — Illa fór með álfadansinn hjá þér. — Já, bölvanlega. — Anskolli eruð þið óheppnir. — Óheppnir ? Nei. Yið erum ekki óheppnir. — Pað var engin óheppni. — Nú. HVer grélinn var það þá? — Auðvitað árásirnar og blekk- ingarnar í Alþýðublaðinu. — Ég hélt nú, að það hefði veiið veðrið. Afgrelðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 9 8 8. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaðs- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,60 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. — Já. Er það ekki sama? Auðvitað stafar það af árásunum og blekkingunum. — Hvaða árásum og blekk- ingum? — Nú í blaðinu. Er það ekkl árás að lofa >gömlum álfk að fara að skifta sér af »nýmóðinB< álfadansi. Hvern grefilinn varðar svoleiðis álf um það? Og þessi Guðmundurí Ég á nú bara ekki orð yfir frekjuna í honum. — En blekkingarnar? — Já. Gat ekki blaðið sagt fiá Edgsr Rioe Burroughit: Sonur Tarzans. Meriem hrökklaðist þumlung eftir þumlung út að tjaldveggnum. Sveinn elti; hann teygði út hendurnar og kreppti krumlurnar — til þess að gripa hana; munn- urinn var opinn, og hann andaði ótt og titt. Mærin mintist orða Karls, að hún skyldi kalla á hann, ef Sveinn ásækti hana; en Karl hafði gengið á skóg á veiðar. Sveinn hafði valið heppilegan tima. Hún æpti, hátt og hvelt, einu sinni, tvisvar og i þriðja sinn, áður en Sveinn komst yfir tjaldgólfið og gat gripið fyrir kverkar henni. Hiin varði sig, eins og apynja myndi gera, með tönnum og nöglum. Htin var ekki auðveld viðureignar. Óvenjulegt afl bjó i likama hennar. En Sveinn var enginn væskill; hann var auk þess hvorki mjúkhentur né, góðmenni; hann var stör vexti og sterk- ur; hann sveigði hana hægt aftur á bak til jarðar og barði hana i andlitið, þegar hún heit hann illa eða reif. Meriem harði á móti, en máttur hennar þvarr, þvi að haldið var um kverkar henni. í skóginnm var Karl búinn að drepa tvo hafra; hann hafði ekki farið langt, enda ekki kært sig mjög um það. Hann grunaði Svein. Enda þótt félagi hans hefði i venju- legu falli neitað að fara með honum á veiðar, hefði það verið grunlaust; en Karl þekti [Svein vel, og er hann hafði aflað kjöts, snóri hann þvi þegar heimleiðis, Hann var kominn hálfa leið; þegar óp barst honum til eyma frá tjöldunum. Hann stanzaði og hlustaði. Tvisvar var hljóðið endurtekið. Svo varð þögn. Karl hölvaði og brá á sprett. Bara, að hann yrði ekki óf seinn! Bölvaður asni var hann Sveinn[;að ætla að eyði- leggja þamiig fyrir þeim stórfö! Annar maður heyrði óp Meriem. Hann var lengra frá tjaldinu en Karl og hinum megin við það. Hann var ókunnugur og vissi enga aðra hvita menn á þessum slóðum en sig. Með honum var hópur svartra hermanna; Hann var á veiðum. Hann hlustaði lika með ákafa. Enginn vafi var á, að þetta var óp konu i hættu; hann hljóp því lika á hljóðið; en hann var miklu lengra i burtu en Karl og varö þvi á eftir honnm. Sviinn fyltist reiði við fólaga sinn, er hann sá aðfarir hans. Meriem harðist enh hraustlega. Sveinn barði hana viðstöðulaust. Karl ruddist bölvandi inn i tjaldið. Sveinn slepti Meriem og snérist gegn árás Karls. Hann þreif skammbyssu úr belti sór. Karl sá, hvað hann gerði, og dró upp byssu sína. Skotin riðu því nær jafnsnemma af. Karl var á leiðinni til félaga sins, en stanzaði. Slcamm- byssan féll úr hendi hans; hann riðaði. Sveinn bætti «> „Tarzan“, „Tarzan snýr aftur11, „Dýr Tarzansl' Hver saga kost.ar að eins 3 kr., — 4 kr. á betri I pappír. Sendar gegn póstkröfu um alt land. Látið ekki dragast að ná í bækurnar, því að bráðlega I hækka þær í verði. — Allir skátar lesa Tarzan- |l sögurnar. — Fást á afgreiðslu Alþýðublaðsins,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.