Nýi tíminn


Nýi tíminn - 23.09.1948, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 23.09.1948, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. sept. 1948 NÝI TlMINN 3 Barátfa Sjálfstæðisflokksins gegn skaffhlunn- fifdum kaupfélaganna er liður i baráttu auðstétf- arinnar fyrlr neyzlusköttum Morgunblaðið birtir langa grein 8. ágúst um „skatta- fjpðindi Kren“. Grein þessi er einn liður í herferð blaðsins gégn samvinnuyerzlun og virðist mér að nú hafi Morgunblaös- drengimir leitað aðstoðar Verzl unarráðsins enda ber þessi sið- asta grein stórlega af hinum fyrri og gefur kærkomið tæki- færi til að ræða skattamál kaup félaganna. I hverjju eru hin svo- kölluáu „skattairíðindi" kaupfélaganna fólgin? Gildandi ákvæði um skatt- greiðslur kaupfélaga er að finna í lögum um samvinnufélög frá 13. júní 1937, og í lögum um tekju og eignaskatt frá 1935. í lögum um samvinnufélög >egir- svo um þetta atriði : 41. gr.: „Þangað til fram hefur farið gagngerð endurskoðun á lög gjöfinni um tekjur sveita- og bæjarsjóða, greiða samvinnu félög gjöld til þeirra sem hér segir. 1) Skatt af lóðum og öðr- um fasteignum eftir því sem lög mæla fyrir. 2) Útsvar aS. arði, sem leiðir af skiptum við utanfélagsmenn, eftir sömu rcgl Jim og kaupmenn á staðnurh, samkv. ákvörðun skattanefnd- ar. 3) Skatt allt að 2% af virð- ingarverði þeirra húsa, sem fé- lagið notar við starfrækslu sína“. Þegar litið er á þessi atriði verður ljós-t, að löggjafinn hefur litið svo á að ekki bæri aö krefja kaupfélögin um skatt af þeim arði, sem þau endurgreiða Jélagsmönnum, og skal það á- ’tvæði nokkru nánar skýrt sið- ar. Samkvæmt lögum um tekj.i }g eignaskatt greiða kaupfélóg 3% af skattskyldum tekjum en jignaskatt, tekjuskattsviðauka, itríðsgróðaskatt og söluskatt eftii’ sömu reglum og verzlanir einstaklinga, og eru þá taliu öll þau „friðindi“ sem kaupfé- lögin njóta í skattamálum. Márkmið kaupíélags- manna er að reka sann* virðisverzlun Hvernig stendur nú á því að löggjafinn hefur talið rétt að láta kaupfélögin greiða skatt eftir öðrum reglum en kaup- menn ? Neytendakaupfél. eru samtök manna, sem liafa ákveð- ið að annast sjálfir útvegun og dreifingu þeirra vara, sem þeir þarfnast og framleiðenda kaupfélög á hliðstæðan hátt, samtök þeirra, sem ákveðið liaía áð annast sölu, og sumpart til- reiðslu, þeirra vara, er þeir framleiða. Meirihluti íslenzkra kaupfélaga eru svokölluð blönd uð kaupféíög, það er annasl í senn hlutverk neytenda- og framleiðendafélaga. Markmið félaganna er ætíð hið sama: að reka sannvirðisverzlun, það er að útvega neytendum vöru við kostnaðarverði, og framleiðend um útsöluverð að frádregnum minnsta fáanlegum kostnaði við dreifingu og tilreiðslu, sem fé- lögin annast, fyrir þær vörur sem þau selja fyrir hann. Þetta er framkvæmt þanmg að neytendafélögin selja vöru fyrir áætlunarverð, og framleið- endafélögin kaupa vöru af meó- limum sínum á sama hátt, fyrir áæthmarverð. Um áramót eru svo viðskiptin gerð upp og fær þá neytandinn endurgreitt það, sem hann hefur borgað fram yf - ir kostnaðarverð og framleiðaad inn fær greidda uppbót þannig að hann fái sannvirði fyrir vör- ur sínar, miðað við markaðs- verð á hverjum tíma. Það ætti að vera deginurn ljósara, hverjum hugsandi manni, að það er ekki sann- gjarnt og ekki æskilegt að kaup félögin greiði skatt af boir.i arði, sem þau endurgreiða moð- limum sínum og heldur ekki sanngjarnt að þau greiði skatt af því fé, sem þau geyma fyri- meðlimi sína og greiða þeim af vexti. Á þessu eru þau hlunn- indi byggð, sem kaupfélögin fljótt á litið virðast hafa frain yfir kaupmenn hvað skatta snertir, en raunar er vandalaust fyrir hvaða kaupmann sem er, að verða aðnjótandi sömu hlunn inda, vandinn er sá einn, að selja vöruna við sannvirði, ælla sér ekki gróða heldur aðoins. hófleg laun fyrir sitt starf. Þa verða skattar þeirra sízt hærri en skattar kaupfélaganna. Auðstéttin krefst nevzluskatta Allt frá því að fyrst voru sett lög um skattgreiðslur kaup félaga 1921 hafa andstæðingar þeirra, og þá fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn og fyrir- rennari hans íhaldsflokkurinn, krafizt þess að þau greiJdu skatt og skyldur af öllum sín- um tekjum á sama hátt og kaupmenn. Frá sjónarmiði sam- keppnismanns er þessi kraía eðlileg, enda er hún bein ai- leiðing af stefnu auðstétta allra Ianda í skattamálum. Eins og öllum ætti að vera kunnugt, eru megin átökin í skattamálum milli tveggja hóf- uðstefna. Önnur stefnan er sú, að ná sem mestu af tekjum rík- isins og sveitarfélaga með nef sköttum og neyzlusköttum, hin er sú að afla þessara tekna með stighækkandi sköttum, er miö- ist við tekjur og eignir. Það er augljóst að neyzluskattar leggj- ast með sama þunga á alla, fátæka jafnt sem ríka, sé um eðlilega neyzlu að ræða, hvorki óhóf né skort. Tollar á nauo- synjavörum, skattar og útsvör á verzlun með sömu vörur, leiöa að sjálfsögðu til hækkaðs vöiu- verðs, og koma fram sem neyz.u skattur, þar sem blásnauður maður borgar sama krónufjö.da, til hins opinbera eins og veh- auðugur maður, ef báðir fuli- nægja brýnustu nauðsynjum. Slíkt fyrirkomulag á skatt- heimtu hefur auðstéttinni ælíð þótt heillaráð, og kaupmanna- verzlun hefur verið eitt hennar mesta þarfaþing í baráttunai fyrir að velta skattabyrðunum yfir á launastéttirnar. Launþeg- arnir ættu að minnast þess að eitt skæðasta vopn auð'stétiar- innar í átökunum við launþega, hefur ætíð verið að reyna að taka þær kjarabætur, sem laun • þegamir hafa náð vegna kaup- hækkana, með því að hækka vöruverðið og þá meðal annars, og ekki hvað sízt, á síðari áruin skattheimtutæki og lauma þana ig þungum byrðum yfir á aí- þýðuheimilin og létta að sama skapi byrðar hinna auðugu. Eaupfélögin em varnar- virki alþýðunnar Varnartæki launþega og smáframleiðenda í þessari bar- áttu eru kaupfélögin. Að sjáif- sögðu nær þó vemd þeirra gegn neyzlusköttum ekki lengra en löggjöfin heimilar, og verður ekki með sanni sagt að Alþingi hafi í því efni verið of vel ú verði um hag almennings. Sinn leikurinn er sá að verzlun með nauðsynjavörur er óeðlilegur og óheppilegur gjaldstofn fyri- hið opinbera. Þjóðarheildinni er áreiðanlega fyrir beztu að öll verzlun með nauðsynjavörur fari fram á sannvirðisgrund- velli, þ. e. að söluverð mioist við innkaupsverð að viðbættum minnsta fáanlegum dreifingai - kostnaði, og það er alröng stefna í skattamálum að miða gjöld einstaklingsins til sveitar- og ríkissjóðs að einhverju leyti við það hvað þeir kaupa mikið af hveiti, kartöflum, sápu o. s. frv. heldur á að miða við tekj- ur þeirra og eignir á hverjum tíma. Hinsvegar liggur það 1 hlutarins eðli að taki verzlunm meira fé af viðskiptavinum sm- um en hún þarf fyrir þá þjón- ustu, sem hún innir af hendi, þá hlýtur ríki og bær að skatt- leggja þann gróða, sem þannig myndast. Hvað kaupfélögin snertir verzla þau við utanféiags menn á sama hátt og kaup- menn, ársuppgjör sýna að þau selja þeim vöruna undir flest- um kringumstæðum of dýrt. Þad er réttmætt og sjálfsagt að fé- lögin borgi ríflegan skatt af þeim gróða og það gera þau en það er þá einnig jafnréttmæic og sjálfsagt að þau fái óáreitt af skattheimtunni að skila fé- Framhald á 7. síðu. Negrablóð og hvitt blóð Negravandamálið stafar að vissu leyti af minnimáttarkennd hjá þeim hvítu. Eg hélt einu sinni fyrirlestur í Memphis Tenessee, og á eftir átti ' að halda mér ofurlitla veizlu. Eg háfði auðvitað ekkert á móti því, og þegar þeir spurðu hvort ,*það væri nokkur sem ég vildi sérstaklega hafa með, sagði ég to. a'. að mig langaði mikið til áð hitta prófe'ssor nokkurn sem bjó í nánd. Þeir voru ekki sér- lega hrifnir af því, þeir sögðust. ekkert hafa við það að athuga persónulega, en maðurinn væri pegri. Það kom í Ijós að þróf- essorinn var negri að einum sextánda hluta. Og þeim fannst ■ýég' víst vera stórlega ósvífinn þegar ég leyfði mér að spyrja, hvort fimmtán sextándu hlutar hvíts blóðs nægðu elcki til að vega upp negrablóðið! - Nei, það er ekki sérlega skemmtilegt þar vestra um þess ar mundir. Þið hafið væntanlega séð ýmislegt um þessar „hreins- anir“ sem nú eiga sér stað, og m. a. Paul Robeson er flæktur í. Skömmu áður en hann neitaði að svara því hvort hann hefði kosið kommúnista eða ekki með tilvisun til þess að kosningarétt urinn væri leynilegur, hafði hon- um verið neitað um sal til að halda söngskemmtun. Ástæðan var ekki sögð sú að hann væri negri, heldur hitt að liann væri kommúnisti. En hann ætti nú að syngja jafn vel fyrir því! Stríðsóttinn heldur verðinu uppi Það er geysileg kommúnista- hræðsla í Bandaríkjunum sem stendur. Það er stöðugt unnið að þyí að ala ótta upp í fólki. Ca. 50% af verksmiðjunum vinn ur að hernaðarframleiðslu og nýlega var tilkynnt að fleiri verksmiðjur myndu ekki hefja framleiðslu á borgaralegum þörfum. Herinn er hafður reiðu búinn til styrjaldar, og það kost ar mikið fé. En ef því væri lýst yfir að það væri friður og eng- in hætta, yrðu hermennirnir sendir heim og þá kæmi atvinnu leysið. Stríðsóttinn heldur verð- inu uppi og það hefur mikið að segja í landi þar sem dollarinn er dýrkaður. Það er orðið trúaratriði að menn eigi að hata Rússa. I am afraid of the Russians, er sí- fellt viðkvæði. Og það sem þeir eru hræddir við er að Rússinn komi og taki peningana frá þeim! Sjálfur trúi ég ekki á neitt stríð, þessar miklu stríðs- æsingar í Bandaríkjunum nú eru meðal annars afleiðing af því að forsetakosningar eru í vændum. Þær verða í nóvember og öll forsetaefnin lofa því auð- vitað að þau skuli ráða við Rússann. En af hverju eru menn svona hræddir við Rúss- ana ? Þeir hafa víst allt sem þeíi kæra sig um, og þeir æskja ef- laust einskis nema friðar svo að þeir geti byggt hið eyðilagða -land sitt upp aftur. En flestir af þeim sem eru svona dauð- hræddir við kommúnista, eru menn sem ekki hafa minnstu hugmynd um hvað kommúnismi er. Eg hugsa að YVallace verði kósinn — Það er nú víst ekkert ein- stakt fyrir Bandaríkin. — Nei, en þar er hugtakið kommúnisti svo yfirgripsmikið að það tekur til alls, frá barna- legustu sósíaldemókrötum til hatrömustu anarkista og syndi- kalista- Já, meiya að segja Wallace, einnig hann er talinn i bandalagi við kommúnista. Hann er langt frá því að vera kommúnisti, en það er augljóst að kommúnistar hljóta að telja hann skárstan af þeim sem í boði eru. — Hvaða möguleika skyldi hann hafa við kosningar? — Það er erfitt að segja. Eg hugsa að hann verði kosinn. En stundum trúum við manneskj- urnar því sem við viljum láta rætast. Margir telja að Wallace sé 50 árum á undan samtíð sinni, en er það svo hræðilegt? En sem sagt er þessi Rússa- hræðsla mjög útbreidd, t. d. mega kommúnistar ekki vera lögregluþjónar, liðstoringjar, formenn verkalýðsfélaga, já meira að segja ekki stjórnar- Framhald á 7. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.