Nýi tíminn - 19.05.1949, Qupperneq 4
NÝI TÍMENN
NYI TÍKIINN
'Otgefandi: Sameintngarflokkur alþýJu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Benédiktsson.
Áskriftargjald er 15 krónur á ári.
Greinar í blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla
Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík
Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
>00«^<?>000000000<!
,Kapphlaup‘
Þegar blöð ríkisstjórnarinnar ræða um kaupgjaldsmál
sækja þau öll sem eitt samlíkingar sínar yfir á svið iþrótt-
anna og tala um kapphlaupið milli launa og verðlags.
Og þau eru öll sammála um það að slíkt kapphlaup sé
mjög svo skaðlegt og halda því fram að launþegar eigi
að minnstakosti ekki að haggast hversu mikið. sem verð-
lagið þenur sig.
Þessi samlíking er að ýmsu leyti nytsamleg. Það.sem
meginmáli skiptir fyrir launþega er sambandið milli kaup-
gjalds og verðlags eða með öðrum orðum kaupmáttur
laynanna. Pari verðlag fram úr kaupinu í ,,kapphlaupinu“
minnkar. kaupmáttur launanna og dýrtíð vex. Standi hvort-
tveggja í stað eða fylgist að á Hlaupabrautinni helzt kaup-
mátturinn óbreyttur. Komist launin fram úr verðlaginu
eykst kaupmáttur þeirra að sama skapi, og dýrtíð sú sem
launþegar eiga við að búa minnkar.
Þessi einfalda staðreynd \-ar undirstaða þess að greiða
laun manna í samræmi við verðlagsvísitölu. Það fyrirkomu-
lag átti að tryggja að kaupgjald og verðlag fylgdist að
á hlaupabrautinni, hvort sem haldið væri áfram, staðið í
stað eða farið afturábak. Þannig átti kaupmáttur launanna
og lífskjör almennings að haldast óbreytt í meginatriðum.
Þetta fyrirkomulag reyndist vissulega ekki einhlítt hér á
landi þar sem grundvöllur vísitölureikningsins \-ar ótraust-
ur og villandi, en þó var í þessu fyrirkomulagi allmikil
trygging fyrir launþega.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að það er nú-
verandi ríkisstjórn sem rofið hefir þetta samhengi milli
kaupgjalds og verðlags. Þegar er' hún tók við völdum hófst
hún handa um stórvægilegar falsanir á vísitöluútreikningn-
. um og um áramótin 1947—’48 sleit hún sambandið að
fullu, lækkaði launin um tæp 10% og batt þau þar. Upp frá
því hefur ,,kapphlaupið“ verið fólgið í einstæðu gonuhlaupi
verðlagsins, en kaupgjaldið hefur staðið í stað. Svo að
haldið sé samlíkingunni úr íþróttamálinu má fullyrða að
þarna sé um íslandsmet að ræða, og algert vafamál hvort
Clausenbræður hafi hlaupið hraðar að tiltölu á flótta sínum
undan friðsömum Reykvíkingum á Austurvelli 30. marz.
Afleiðingin hefur að sjálfsögðu verið síminnkandi kaup-
máttur launanna og sívaxandi dýrtíð.
Og svo, eftir þessi ósköp, dirfast stjórnarblöðin að
bregða launþegum um að þeir auki verðbólguna með kapp-
hlaupi sínu! Og óskammfeilnin ríður raunar ekki við ein-
teyming, þau flytja launþegum einnig þau „góðu ráð“ að
þeir skuli ekki taka sprettinn 'heldur reyna að tosa verð-
laginu afturábak á hlaupabrautinni. En einmitt sömu dag-
ana og þessi „góðu ráð“ drjúpa af vörum stjórnarliðanna,
taka þessir sörnu stjórnarliðar þátt í því að leggja 25
millj. kr. nýja tolla og skatta á þjóðina, hækka í'erðlagið
sem því svarar og rýra kaupmátt launanna! Heilindin eru
vissulega í samræmi við þá reynslu sem áður er fengin.
Stjórnarliðið getur sjálfu sér um kennt að almenningur
festir engan trúnað á „ráðleggingar" þess. Það er nú liðið
hálft annað ár síðan samhengið milli kaupgjalds og verð-
lags var rofið að fullu. Því var þá haldið fram að tilgangur
þess verknaðar \-æri sá að lækka allt, hefja kapphlaup
afturábak. Loforð og ráðleggingar sama efnis hefir ekki
skort síðan. En það eru ekki orðin sem máli skipta heldur
verkin — og hver maður veit að launþegum er nú nauðugur
einn kostur að nálgast verðlagið á nýjan leik, og til þess
Jaafa launþegar aðeins eitt ráð : að hækka grunnkaup sitt.
Framhald af 8. síðu.
fram á heimild Alþingis til þess
að þiggja styrk. án endurgjalds
frá Bandaríkjastjóm, og blöð
hennar stæra sig af því, að ís-
land geti orðið eitt hið hæsta
land, hlutfallslega við fólks-i
f jölda, á meðal styrkþega Banda
ríkjastjórnar. Það, að svona
skuli vera komið nú, er ein
sönnun þess, hver ógæfa stjórn
núverandi stjórnarflokka á
landinu hefur verið þjóðinni
þessi tvö ár. Eg álít það niður-
lægingu fyrir þjóð vora að ger-
ast nú styrkþegi Bandarikja-
stjómar, og þegar af þeirri á-
stæðu bæri því að fella þetta
fmmvarp.
Efnahagslegt sjálf- '
stæði Islands skert
2. Frumvarp þetta ef að lög-
um yrði, skerðir efnahagslegt
sjálfstæði Islendinga. Taki Is-
lendingar á móti slíku framlagi
án endurgjalds, kemur til fram
kvæmda 4. gr. samningsins
„milli Islands og Bandaríkjanna
um efnahagslega samvinnu“ frá
3. júlí 1948. En samkvæmt
þeirri grein skal ísland leggja
jafnvirði gjafanna inn á „sér-
stakan reikning" í Landsbank-
anum og má aðeins nota það fé
„til þeirra ráðstafana, sem sam-
komulag kann að nást um á
hverjum tíma við ríkisstjórn
Bandarríkja Ameríku (4. gr., 6.
málsgr.). Því fer fjarri, að ís-
lendingar fái þetta gjafafé til
frjálsrar ráðstöfunar, eins og
þjóðin álítur bezt samsvara
hagsmunum sínum. Þvert á
móti verða íslendingar að gera
tillögur þar um til Bandaríkja-
stjórnar, svipað og Alþingi
gerði til dönsku stjórnarinnar.
áður en vér fengum fjárforræði,
og Bandaríkjastjórn leggur síð-
an sitt mat á tillögur Islend-
inga. Segir þar svo í samningn-
um (4. gr., 6. mgr.): „Við at-
Iiugun á tillögum, sem ríkis-
stjórn ísiands gerir um ráðstöf-
un á innstæðum á hinum sér-
staka reikningi, mun ríkisstjórn
Bandaríkja Ameríku liafa í
liuga þá þörf, sem er á því að
efla eða viðhalda öryggi í pen-
ingamálum og fjármálum innan
Iands á Islandi og á því að efla
framleiðslustörf og milliríkjavið
skipti svo og leit að og efF-
ingu á nýjum auðlindum Is-
lands.“
Víðtæk íhlutun
erlends valds
Bandaríkjastjórn fær því
valdið til ráðstöfunar á þessu
gjafafé sínu. Alþingi og ríkis-
stjórn verða aðeins ráðgefandi,
hafa málfrelsi og tillögurétt, en
Bandaríkjastjórn atkvæðisrétt-
inn.I krafti þessa valds, sem Al-
þingi Islendinga mundi veita
Bandaríkjastjórn með þessum
lögum ,gæti sú stjórn farið að
hlutast til um fjármál Islend-
inga, sett skilyrði um gengi ís-
lenzkrar krónu, um hvaða fyrir
tæki ‘skuli reist hér og hvers
konar rekstrarfyrirkomul. skuli
haft á þeim o. s. frv. Og slík
afskipti Bandaríkjastjómar af
innanlandsmálum vor Islend-
inga mundu að líkindum verða
dulbúin þannig, að ríkisstjórn
sú, sem orðin væri skuldbundin
Bandaríkjastjórn sakir styrk-
þágunnar, mundi leggja tillögur
Bandaríkjastjórnar . fyrir Al-
þingi sem sínar, en hindra allar
breytingar á þeim með dularfull
um tilvísunum til þess, að með
því að ganga ekki að þessum
tillögum væru Islendingar að úti
loka sjálfa sig frá styrk, sem
vér ættum von á, eða frá við-
skiptum, sem vér gætum fengið.
Og engum, sem til þekkir, þarf
að blandast hugur um, á hvern
veg Bandaríkjastjórn mundi
nota afskipti sín af íslenzkum
málum, þeim er hún áskilur sér
rétt til að ráða um samkvæmt
grein þeirri, er hér var vitnað
til. Annars vegar mundu af-
skipti Bandaríkjastjórnar bein
ast að lækkun á gengi íslenzkr
ar krónu og frekari rýmun á
lífskjörum íslenzks almennings,
hins vegar að því að tryggja ís-
lenzkum og amerískum auð-
mönnum ítök og völd í fyrir-
tækjum hér á landi, eftir því
sem þeim hentaði vegna ís-
lenzkra þjóðfélagshátta. Banda-
ríkjastjórn yrði með samþykkt
frumvarps þessa sköpuð að-
staða til óþolandi íhlutunar um
innanlandsmál Islendinga. Hin
yfirlýsta stefna Bandaríkja-
stjórnar gegn ríkisrekstri og
með yfirráðum auðmanna yfir
atvinnutækjum ýtir undir slíkar
tilraunir auðmanna hér á landi,
svo sem greinilega kom í Ijós
í breytingu þeirri, sem gerð var
nú á Alþingi á stjórn fyrirhug'
aðrar áburðarverksmiðju ríkis-
ins.
Fimmtudagur 19. maí 1949.
kunnanlegt, að Bandaríkja-
stjórn gefi Islandi fjárgjafir og
auglýsi oss íslendinga sem
styrkþega sína fyrir gervöllum
heimi, á sama tíma sem Banda
ríkjastjórn svíkst um að greiða
Islandi þá tolla og skatta af
vörum og mönnum á Keflavíkur
flugvelli, sem. henni samkvæmt
samningi og íslenzkum lögum
ber að gera. Og það bætir ekki
að mínu áliti slíka framkomu,
að Bandaríkjastjórn skuli á-,
skilja sér 5% af því gjafafé,
,er hún veitir Islandi, til ráðstöf-
unar vegna útgjalda hennar
hér. Af þeim 16 milljónum
króna, sem ríkisstjóminni nú
standa til boða sem gjöf, eiga
800 þúsundir að fara til starf-
semi, sem Bandaríkjastjórn hef
ur með höndum hér, og mun þar
með ekki átt við starfrækslu
Keflavíkurflugvallarins, heldur
upplýsinga- og áróðursstarf-
semi Bandaríkjastjómar hér á
landi. Það ætti fyrst að láta
Bandaríkin borga þá. tolla og
skatta .sem þeim ber að greiða
hér,. áður en þeim væri gefin að-
staða til að auglýsa Island sem
styrkþega og sjálft sig sem góð
gerðaraðila, sem haldi lífi í oss
Islendingum af einskærri misk-
unnsemi.
»
Cfrjáls þjóð
Þá er og rétt að leggja á-
herzlu á, að það eyðileggur að
mestu allar áætlanir vor Is-
lendinga um nýsköpun, atvinnu-
lífs vors til lengri tíma að
þurfa að bíða eftir fjárveiting-
um Bandaríkjaþings og sam-
þykki Bandaríkjastjórnar, sem
þar að auki fæst aðeins til eins
árs í senn. Það er að vísu illt
að þurfa að taka lán, en láni,
er fengið væri á frjálsan hátt,
gætum vér þó ráðstafað að eig-
in vild og óháðir búið til áætl-
anir um framkvæmdir með því
lánsfé. En það, að þurfa að
sækja um leyfi Bandaríkja-
stjórnar ,hvernig fé þessu yrði
varið, yrði uppbyggingu at-
vinnulífs vors fjötur um fót.
Eg álít, að íslenzk fjármál og
íslenzkt atvinnulíf verði með
samþykkt þessa frumvarps svo
háð valdi Bandaríkjastjórnar,
að þegar af þeirri ástæðu bæri
að fella það.
Vansæmandi mútur
3. Það er vægast sagt óvið-
Gjafirnar“ borgaðar
of dýru verði
4. Síðast en ekki sízt verður
ekki hjá því komizt að álykta,
að framlag það, sem Banda-
ríkjastjórn heitir ríkisstjórninni
án endurgjalds, sé síður en svo
endurgjaldslaust, þótt eigi skuii
greitt í peningum, heldur í verð
mætum, sem eigi verða til pen-
inga metin. Bandaríkjastjórn
hefur sjálf gefið opinberlega til
efnið til slíkrar ályktunar. Hún
tilkynnti heiminum, að hún
hefði ákveðið að veita. Islandi
2i/2 milljón dollara (16 millj.
kr.) án endurgjalds ,um leið og
þrír íslenzkir ráðherrar flugu til
Washington til þess að með-
taka Atlantshafssamninginn.
Og eftir að sá samningur er
gerður, fer nú ríkisstjórnin
fram á að fá að meðtaka pening
ana. — Ríkisstjórn, sem verður
að fá slíkt framlag sem hér um
ræðir frá erlendri ríkisstjórn til
þess að geta haldið áfram að
stjórna landinu, er ekki sjálf-
ráð gerða sinna. Og það ríki,
sem slík stjórn ræður, er að
glata sjálfstæði sínu með því að
verða öðru ríki svona f járhags-
lega háð.
Eg legg því til, að þetta frv.
verði fellt.“
Ármann
Framh. af 8. síðu
árum, mun ferðast með íþrótta
flokknum um Finnland.
Glímuflokkur Ármanns sýnir
á alheimsíþróttasýningunni,
sem haldin verður í Stokkhólmi
í sumar, og hefst 17. júní. Ekki
mun ráðið hvenær sá flokkur
fer héðan, en í honum verða
10—12 ^þeztu glímumenn Ár-
manns.