Nýi tíminn - 03.05.1951, Page 5
Fimmtudagur 3. maí 1951 — NÍI TÍMINN — (5
Herfjötri Atlanzhafsbandalagsins var smeygt á þjóðina
með þeim svardögum að aðild íslands þyrfti aldrei
að þýða hersetu á friðartímum
9
Þegar Keflavíkursamningur-
inn var gerður áttu forsvars-
menn hans aðeins eina rök-
semd sem fylgismönnum þeirra
þótti frambærileg, enda var
henni mjög á lofti haldið, ekki
sízt í persónulegum áróðri:
Keflavíkursamningurinij átti
að vera lausnargjald Islendinga
frá erlendri hersetu í landinu.
'Eandarískur her sat enn í
stöðvum á Islandi, hálfu öðru
ári eftir stríðslok í Evrópu, og
sýndi ekkert fararsnið á sér.
Og þeir IsL, sem með heitastri
aðdáun mændu til Bandarikja-
stjórnar og Bandaríkjaauð-
valdsins voru ekkert feimnir
að drótta því að Bandaríkja-
stjórn, að bandaríski herinn
færi ekki af íslandi, þrátt fyrir
drengskaparloforð forseta
Bandaríkjanna um brottflutn-
ing hans þegar í striðslok,
nema Keflavíkursamningurinn
yrði gerður. Meira að segja al-
þingismenn þvoðu opinberlega
hendur sínar af sektinni við
Keflavíkursamninginn segjandi
hann nauðungarsamning, er
yrði að samþykkja, til þess að
heitasta ósk Islendinga í stríðs
lok yrði uppfyllt: Brottflutn-
ingur alls erlends hers af land-
inu, fyrirheit um enga hersetu
á íslandi á friðartímum.
Ekki lausf
Það tókst að blekkja veruleg-
an hluta þjóðarinnar með þess-
um fortölum. Sósíalistaflokkur-
inn stóð einn heill og óskiptur
gegn þessu fyrsta alvarlega af-
sali hins unga lýðveldis á lands
réttindum Islendinga. Það er
ekki laust sem skrattinn heldur.
Og það land er heldur ekki
laust, sem hernaðarstórveldi
nær tangarhaldi á fyrir her-
stöðvar. Þá harmsögu er auð-
velt að lesa úr sögu allra tíma,
ekki sízt undanfarandi "alda.
Hafi herveldi náð fótfestu á
landi, er þess litil von að það
sleppi herstöðvum sínum nema
tilneytt eftír ósigur í stríði.
Áfanginn
Keflavíkursamningurinn átti
aðeins að vera fyrsti áfanginn
í framkvæmd samsærisáætlunar
Bandaríkjaauðvaldsins og ís-
lenzkra leppa þess, með hon-
um átti að tryggja að Kefla-
víkurflugvöllur væri Bandaríkja
her tiltækur hvenær sem hann
teldi sér þægilegt að setjast
þar að, og með framkvæmd
annars liðs þessa samsæris,
útilokun sósíalista úr ríkis-
stjórn og valdatöku vildustu
Bandaríkjaleppanna í Sjálf-
stæðisflokknum, Framsókn og
Alþýðuflokknum, var tryggt,
að Bandaríkjamenn fengju að
fara sínu fram á Keflavíkur-
flugvelli og búa þar allt í hag-
inn fyrir tilvonandi hersetu
sína, meira að segja þvert
ofan í ákvæði Keflavíkursamn-
ingsins. Síðar var að undirlagi
Bandaríkjanna gerður samning
ur við dótturfélag Standard Oil
um olíustöðvarnar í Hvalfirði
og séð um að þær yrðu einnig
til taks þegar talið væri óhætt
að stíga skrefið til fulls, flytja
hingað bandaríska herinn á ný,
og afhenda honum Island til
varanlegra herstöðva á friðar-
tímum.
Og Bandaríkin biðja ekki um
lítið þegar þau fala herstöðvar
í öðru ríkjum. 1. október 1945
krafðist Bandaríkjastjórn þess
að fá þrjár tilteknar herstöðv-
ar á íslandi leigðar til 99 ára.
KeflavíkurflugvöU, Hvalfjörð
og Skerjafjörð — en það er
sama og herstöð í hjarta lands-
ins, Keykjavík, þar sem nú eru
saman komnir um 60 þúsund.
landsmanna og flest helztu
menningarverðmæti þjóðarinn-
ar.
Á verði
Það tókst að hindra að við
þessum kröfum væri orðið,
vegna þess að Sósíalistaflokk-
urinn áttíi sæti í ríkisstjórn,
sá flokkur sem óskiptur og heill
hefur barizt gegn ágengni er-
lendra ríkja og ásælni í íslenzk
landsréttindi. Vegna þess að
þjóðin átti tvo ráðherra 1945
sem ekki glúpnuðu fyrir gull-
hnefa Bandaríkjaauðvaldsins,
var þessari beiðni synjað.
Sjálfstæðisflokkurinn, Fram-
sókn og Alþýðuflokkurinn
belgdu sig út af hreysti sinni
eftirá. Það vantaði ekki kok-
hreystina í ræðu Ólafs Thórs
26. apríl 1946, er hann skýrði
frá þessarí synjun opinberlega:
„Voldug vinaþjóð hafði bor-
ið fram óskir við stjórn lands-
ins“. (Síðan telur Ölafur upp
„velgerninga“ Bandaríkjastjórn
ar við íslendinga, en bætir
við): Bandaríkin voru því alls
góðs makleg. En þegar þau
beiddust þess, sem Islendingar
engum vilja í té láta, var ekki
hægt að segja já. 1 slíku máli
verða íslenzkir hagsmnnir einir
að ráða.“
Þetta var það sem að þjóð-
inni snéri. En bak við tjöldin
voru íslenzkir Bandaríkjalepp-
ar úr öllum þessum flokkum í
samvinnu við Bandaríkjaauð-
valdið um að koma fram kröf-
um hennar um varanlegar her-
stöðvar á íslandi, með klækjum
og í áföngum, án þess að geng-
ið væri beint framan að þjóð-
inni.
Samsœrið
Og nú hófst framkvæmd þess
samsæris um afsal íslenzkra
landsréttinda sem engan á sinn
líka í Islandssögu, en hliðstæðu
í landráðum Sturlungaaldar.
Með bolabrögðum er mynduð
ríkisstjórn Bandaríkjaleppa, og
hún stýrir hraðbyri að mark-
inu. Árþúsunda gamla aðferðin
til undirokunar lands, mútur
við gerspillta yfirstétt, er við-
höfð af slíku blygðunarleysi að
undrum sætir að hún skuli
duga enn. Ráðamenn landsins,
auðvaldshyskið og lepparnir í
þríflokkunum, ausa yfir þjóð-
ina viðbjóðslegu smjaðri um
mútugjafann, um milljónirnar,
um hundruð milljónanna, sem
íslendingum sé ,,gefið“, allt
fjármála- og efnahagslíf lands-
ins er skipulagt með tilliti til
ölmusugjafa auðvalds Banda-
ríkjanna. Valdi Islendinga yfir
auðlindum lands síns og at-
vinnuvegum er afsalað í hend-
ur bandarískum embættismönn-
um, reynt að venja Islendinga
við þá tilhugsun að það þurfi
„afburðamann“ á borð við Vil-
hjálm Þór til að „fá leyfi“ hjá
utlendum stjórnarvöldum til
þess að byggja litla áburðar-
verksmiðju á Islandi, sjö árum
eftir stofnun lýðveldisins Is-
lands.
Herfjötur
Að undangengnu þessu mold-
vörpustarfi þótti tími til kom-
inn að hefja nýjan áfanga í
ársbyrjun 1949. Island, sem
lýst hafði vfir ævarandi hlut-
leysi í ófriði, var svikið inn
í hernaðarbandalag Bandaríkj-
anna, Atlanzhafsbandalagið.
Bandaríkjalepparnir náðu nýju
hámarki í áróðri sínum. Þetta
voru svo sem ekki stór útlát
fyrir Islendinga, auðvitað yrði
ísland að hanga með í banda-
laginu, en það þyrfti ekkert
að vita af því, sérstaða Islands
væri alstaðar viðurkennd. Og
sórstaklega sóru foringjar Sjálf
stæðisflokksins, Framsóknar cg
Alþýðuflokksins að aldrei
skyldi koma til þess að á ís-
landi yrði herseta á friðartím-
um. Með andstyggilegum bola-
brögðum og broti á þingræðis-
venjum Islendinga börðu Banda
ríkjalepparnir gegnum hand-
járnað Alþingi aðild íslands að
hernaðarbandalagi, en á meðan
söfnuðust Rej’kvíkingar harm-
þrungnir saman á Austurvelli
og kröfðust þjóðaratkvæðis um
þetta örlagamál. Of seint —
margir þeirra skildu ekki og
skilja ekki enn að það var á
allt öðrum degi sem þetta mál
var útkljáð — það var útkljáð
þá kosningadaga er Bandaríkja
leppar voru kjörnir í meiri-
hluta til Alþingis íslendinga,
í kosningunum sem tókst að láta
snúast um allt annað en þjóð-
frelsi og sjálfstæði íslendinga.
En svo hrætt var landráðaliðið
við að fólkið skildi glæpaverkið
sem verið var að fremja að
lögreglu og vopnuðum Heim-
dallarskríl var sigað á fólkið,
og yfirleppurinn skreið á fjór-
um fótum í bíl sinn og var
fluttur í sjúkraflugvél til
Bandaríkjanna að fullgera verk
ið, klagandi þjóð sína fyrir
friðarvilja hennar.
Aldrei her-
seta á friðar-
tímum
Keflavíkursamningurinn var
réttlættur fyrir Islendingum
með því að hann væri nauðung-
arsamningur, gerður til að losna
við bandarískan her, sem setzt-
ur var upp á íslandi, þvert of-
an í samninga og drengskapar-
loforð Bandarríkjaforseta.
Réttlætingarnar á aðild Is-
lands að Atlanzhafsbandalagi
snerust að langmestu leyti um
eitt atriði: Að þátttaka ís-
íands þyrfti aldrei að þýða
hersetu á friðartímum.
Það var engin tilviljun að
ráðherrar, þingmenn og blöð
Bandaríkjanna ‘á Islandi gerðu
einmitt þetta að því atriði á-
róðurs síns sem allt snérist
um. Það var vitað að íslend-
ingar í öllum flokkum, líka
allur þorri manna í Sjálfstæðis-
flokknum, Framsókn og Al-
þýðuflokknum, hefðu hindrað,
þátttöku íslands í Atlanzhafs-
bandalagi ef þeir hefðu treyst
þeim upplýsingum Sósíalista-
flokksins, að með þessum á-
fanga landráðaáætlunar Banda-
ríkjaleppanna á Isl. gæti komið
að markmiði þeirra hvenær sem
væri, en það markmið var ná-
kvæmlega krafan frá 1945:
Bandarískar herstöðvar á Is-
landi á friðartímum til 99 ára,
það er að segja eins lengi
og Bandaríkjaauðvaldið getur
haldið herstöðvum í Evrópu.
Að gefnu tilefni þykir rétt
að rifja upp einmitt nú
nokkra af þessum svardögum.
Það kann að virðast fánýt
iðja, nokkrum dögum áður en
landráðaliðið hefur í hyggju
að hlýða bandarískri fyrirskip-
un um að biðja í nafni íslend-
inga um það sem þjóðin hefur
óttast mest og hefur mesta
andstýggð á: hersetu á friðar-
tímum, innlimun Islands í hern-
aðarkerfi hins stríðsóða Banda-
ríkjaauðvalds, og tortímingar-
hættu yfir íslenzku þjóðina
takist stríðsæsingamönnum
bandarísku að kveikja í heim-
inum. En það felst í upprifjun
svardaganna mikil reynsla fyr-
ir fólk sem lét blekkjast til að
trúa á þá, áminning að láta
flokksforingja sína standa við
stóru svardagana áður en það
er um seinan, eða refsa þeim
með því eina sem þeir óttast,
fráhvarfi fólksins sem neitar að
láta blekkjast lengur eftir að
foringjar þess eru orðnir upp-
vísir að jafn gegndarlausum
blekkingum og meinsærum.
íhaldicS
sver
1 áramótaræðu 1949 hafði Ól-
afur Thórs talað dálítið ógæti-
lega um nauðsyn á bandarísk-
um her hingað. Fólk rumskaði
Maðurinn sem nefndur hefur
verið Laval Islands vegna þjón-
ustunnar við Baudaríkjaauð-
valdið.
óþægilega, gat þetta verið satt?
Ólafur fékk ákúru og allt banda
ríska áróðursapparatið á íslandi
var sett af stað til að svæfa
af ur fólkið í Sjálfstæðisflokkn
um, Framsókn og Alþýðu-
flokknum. Á þessum áfanga gat
allt oltið á því að fjöldi Islend
inga tryði því að Atlanzhafs
bandalagsþátttaka þyrfti aldrei
að þýða hersetu á Islandi a
friðartímum.
Hinn 14. febrúar 1949 hófst
áköf herferð gegn heilbrigðri
skynsemi íslendinga. Morgun-**
blaðið tilkynnir fagnandi
daginn eftir að á hinum
„geysifjölmenna fundi sem Sjálf
stæðisfélögin hér í Reykjavík
héldu í gær í Sjálfstæðishús-
inu bar formaður flokksins Ól-
afur Thórs fram í fundarbyrj-
un eftirfarandi ályktun í ör-
yggismálum landsins, sem áöur
hafði verið samþykkt sam-
hljóða í flokksráði Sjálfstæðis-
manna“.
„Flokksráðið telur, að Islend
ingum sé eigi fremur en öðrum
sjálfstæðum þjóðum fært að
komast hjá því að gera ráðstaf
anir til að tryggja öryggi lands
síns og beri að stefna að því
þannig að fullt tillit sé tekið
ti.1 sérstöðu íslendinga sem fá-
mennrar þjóðar og óvígbúinnar
og þá einkum að liér verði ekki
herseta á friðartímum og ekki
herskylda“. (leturbr. Þjóðv.)
Daginn eftir, 16. febrúar
1949, birti Morgunblaðið ýtar-
legri útdrátt úr framsöguræðu
Ólafs Thórs á fundinum. Fyrri
daginn er ein undirfyrirsögn
blaðsins: „Ekki lierseta eða her
skylda“, og síðari daginn:
„Hvorki herseta né herskylda“,
og .lögð áherzla á það atriði:
„Ólafur sýndi fram á, að her-
seta á friðartímum er með öllu
óviðunandi. Enginn her á frlð-
artímum, það væri og hefði
alltaf verið höfuðkrafa Sjálf-
stæðismanna. (feitletrað í Morg
unbl.) Enda væri flokkurinn
þar í samræmi við vilja flestra
íslendinga".
Framhald á 6. síðu. |