Nýi tíminn - 03.05.1951, Page 6
6) — NÝI TÍMINN
Fimmtudagur 3. maí 1951
Herseta í óþökk íslendinga
Framhald af 5. siðu.
Leiðari Mbl. 16. febrúar 1949
lieitir: „Skýlaus yfirlýsing
Sjáifstœðisfiokksins", þar seg-
ir m. a.:
„Stefna Sjálfstæðisflokksins
í öryggismálum Islendinga
liggur nú skýlaus fyrir“ ....
„Stefna Sjálfstæðisflokksins er
þessí:“ .... „Hann álítur að
íslendingum sé eigi fremur en
öðrum sjálfstæðum þjóðum
fært að komast hjá því 'að
gera ráðstafanir til að tryggja
öryggi lands sins, og beri að
stefna að því þannig að fullt
tillit sé tekið til sérstöðu ís-
Jendinga sem fámennrar þjóð-
ar og óvígbúinnar og þá eink-
um, að hér verði ekki herseta
á friðartímum og ekki her-
skylda“. (letrbr. Þjóðv.)
Síðar í sömu grein:
„Hann (Sjálffl.) vill miða
þátttöku íslendinga við sér-
stöðu þeirra sem fámennrar
og vopnlausrar þjóðar. Þess
vegna er Sjálfstæðisflokkurinn
mótfallinn því að hér verði her-
stöðvar eða herskylda á friðar
tímuin“. (Leturbr. Þjóðv.)
Og enn í sömu grein:
„Sjálístæðisflokkurinn liefur
alltaf \erið á móti herstöðvum
í landinu á friðartímum“. (Lte-
urbr. Þjóðv.)
Þá er kvartað yfir því að
„Kommúnistar og dósentar og
prófessorar einfóldninnar hafa
dreift út þeim lygum að ríkis-
stjórnin væri ýmizt í þann
mund að „selja landið“ eða
leigja það undir herstöðvar“.
.... „Þessa menn varðar ekkert
um stefnuyfirlýsingar og það
þótt þær séu í beinu samræmi
við allar aðgerðir þeirra flokka
sem gefa þær, í sjálfstæðis- og
öryggismálum þjóðarinnar.
Kommúnista varðar um það
eitt að þjóna hagsmunum
Rússa“.
Og þessum leiðara Mbl. 16.
febrúar 1949 lýkur þannig:
„Sjálfstæðisflokkurinn mun
liins vegar halda áfram aðvinna
að eflingu íslenzks sjálfstæðis
og öryggis þjóðarinnar. Hann
hefur lagt stefnu sína fyrir
landsmenn og mun standa við
hana. Ilann heíur engu að
leyna“. (leturbr. Þjóðv.)
Sálfræðingar ættu auðvelt
með að skýra síðustu setning-
una. Ritstjórinn sem skrifar
þetta vissi undan og ofan af
því sem var að gerast bak við
tjöldin.
Og Morgunblaðið heldur á-
fram í marga daga að birta ræð
ur af þessum mikla fundi.
Næst gengur Bjarai Benedikts-
son fram og sver:
„Er hægt að fá aukið ör-
yggi án þess að láta nokkuð
það af hendi sem við viljum
ekki með neinu móti fóma.
íslendingar vilja ekki erlend-
an her í landi sínu. Á íriðar-
tímum getum við komið í veg
fyrir hersetu“. (Mbl 17. febrú-
ar 1949, leturbr. Þjóðv.)
„Það dylst engum að við Is-
lendingar viljum' engan erlernl-
an lier hér á friðartímum. Slíkt
kemur ekki til mála“. (Mbl. 16.
febrúar 1949, leturbr. Þjóðv.)
Upprennandi íhaldsstjarna er
send gegn ungum sósialistum
til kappræðu i Austurbæjarbíó
25. febrúar 1949. Magnús Jóns-
son er ómyrkur í máli:
. . varanleg herseta
erlendra herja í landinu
myndi ^stefna í svo geig-
vænlega hættu allri
menningu þjóðarinnar og
sjálístæðri tilveru henn-
ar að útilokað er að
kaupa öryggi svo" dýru
vV* \ \
veroi.
AlþýSuflokk-
urinn sver
Nokkrum dögum síðar (3.
marz 1949) tilkynnir Morgun-
blaðið fagna-ndi um fund í Al-
þýðufltíkksíélagi Reykjavíkur.
Þar hafi formaður Alþýðu-
flokksins, Stefán Jóh. Stef-
ánsson, bent á,
„að íslenzka þjóðin myndi
ekki óska þess, fremur en
Norðmenn, að þurfa að liafa
erlendan lier í landi sínu á
friðartímum og ekki heldur
telja sér unnt að taka sjálf
'upp lierþjónustu eða verða
Virkur stýrjahlaraðili.og
Morgunblaðið bætir við
stimplinum: „Þessi stef na
Alþýðuflokksins er í fullu
samræmi við jfirlýsingu
flokksráðs Spálfstæðis-
manna.“
Framsokn
sver
Og þá stóð ekki á Framsókn
arfíokki Vilhjálms Þórs & Co.
Hinn 26. febr. 1949 samþykkti
miðstjórn Framsóknarflokks-
ins^ yfirlýsingu, og segir þar
m. a.:
„Hins vegar ályktar fund
urinn að lýsa yfir því, að
hann teíur fslendinga af
augljósum ástæðum eigi
geta bundizt í slík samtök
(Atlhafsbandal.) nema
tryggt sé, að þeir þurfi
ekki að hafa hér lier né
leyfa neins konar hernaðar-
legar bækistöðvar erlendra
herja í landi sínu nó íand-
helgi, nema ráðizt hafi ver-
ið á landið eða árás á það
yfirvofandi. A þessum grund
velli og að þessu tilskyldu
tclur flokkurinn það eðli-
legt að íslendingar liafi
samvinnu við önnur lýð-
ræðisríki um sameiginleg
öryggismál“.
irbúningurinn að inngöngu ís-
lands í Atlanzhafsbandalagið
stóð sem hæst. Svardagarnir
mögnuðust enn í vestur-
för ráðherranna þriggja, í yfir-
lýsingu Bjarna Benediktss. og
Acheson, og urðu loks aðalatr-
iði réttlætingarinnar í umræð-
unum á Alþingi. Með öllum
hugsanlegum tilbrigðum full-
vissuðu valdamenn þriggja ís-
lenzkra stjórnmálaflokka,
Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokks
ins, þjóðina um að aðild ís-
lands væri af þeirra hálfu
bundin því skilyrði að hér yrði
ekki herseta á friðartímum.
Þingmenn Sósíalistafloikks-
ins, Þjóðviljinn og önnur blöð
hans, vöruðu þjóðina við þeim
ábyrgðarlausa loddaraleik sem
hér var leikinn. A öllum stigum
þessarar öi’lagariku þvóunar
hefur Sósíalistaflokkurinn sagt
þjóðinni hvert væri stefnt, og
það hefur reynzt rétt. Og ör-
lagaríkt er það orðið að þrí-
flokkunum tókst að lialda á-
fram að blekkja mikinn hluta
þjóðarinnar til þessa dags.
Nýtt hernám?
Nú sitja Inngmenn sö'mu
flokka sem þannig hafa ofur-
selt ísland erlendu valdi á
laumuráðstefnu í Alþingishús-
inu. Þeir ætla að stíga örlaga
skrefið, afhendingu herstöðva
til Bandaríkjanna, til varan-
legrar hersetu á friðartímum,
án þess að kveðja saman Al-
þingi. Svo langt er komið fram
kvæmd samsærisins frá 1945.
En hvað gerir fólkið sem lét
blekkjast af svardögunum?
Heimdallur
sver
Og „ungir Sj>álfstæðismenn“
leggja orð í bölg. Herstöðvar
eru eitur í þeirra beinum:
MANNDRÁP OG MANNBJÖRG
Framhald af 3. síðu.
og smá í heilagri skírn, og kalla
þau guðs börn og láta þau stað-
festa skírnarheit sitt á ung-
lingsárum og senda þau svo
nokkrum árum síðar um loft
og jörð og höf til að myrða og
misþyrma öðrum guðsbörnum,
og verða sjálf að skotspæni
annarra.
Og þá sjáum við aftur sem
svar á hvítu tjaldinu púka fé^
græðginnar og eitursnák valda-
fíkninnar læðast, teygjast og
smjúga, og við sjáum elfi gulls
ins, sem nú hefir runnið í
gegnum hergagnaverksmiðjurn-
ar og vígvellina um alla jarð-
kringluna og stefnir aftur til
föðurhúsanna í foraðsvexti.
Hún flæðir bólgin og þrútin
yfir alla bakka, rauðari en
nokkru sinni fyrr, rauð eins og
blóð, rauð sem blóð, í hana
liefir runnið allt blóð, sem út-
hellt hefir verið í lofti, á jörð
og á sjó með manns hönd og
heila. Og svo nærgöngular eru
þessar myndir, þessi áþreifan-
legi veruleiki nútímamanninum,
að litlu börnin okkar leika sér
í dag að fullvinkum sprengjum
frá síðustu heimsstyrjöld, og
næsta styrjöld er þegar liafin.
Litlu börnin fimm í Skerjafirð-
inum voru óvitar og okkur hrýs
hugur við óvitaskap þeirra, þeg
ar þau voru að berja sprengj-
una, sem þau fundu þar, utan
með grjóti, en fullorðnir menn
með fullu viti hafa ekki óvita-
skap sér til afsökunar, en deyða
þó —• ekki fimm börn — heldur
milljónir barna og ungmenna
í liverri heimsstyrjöld, sem þeir
taka þátt í. Er hægt að haga
Páfagaukar og
Yaroð
¥Íð
Hér hefur einungis verið
gripið ofan í áróðurssvardaga
Sjálfstæðisflokksins, Alþýðu-
flokksins og Framsóknarflokks
ins eins og þeir birtust á ein-
um hálfum mánuði er undir-
500 apar og 24 páfagaukar
háðu nýlega hina hörðustu
sennu hátt í lofti milli Kairo
og London. Rétt eftir að flug-
vél með þennan dýrafans lagði
af stað frá Kairo byrjaði ball-
ið, því að apar sluppu útúr
búrum sínum, hleyptu páfa-
gaukunum út og fóru svo að
elta þá úm vélina. En páfa-
gaukarnir beittu goggnum og
aparnir urðu fljótt fegnir að
flýja í búr sín. Meðan þessu fór
fram héngu tíu flughundar á
afturlöppunum og horfðu á bar-
dagann með heimspekilegri ró.
Lent var í Róm og hvert dýr
lokað inni sínu búri. En ekki
var búið að vera lengi ’á lofti
er páfagaukarnir nöguðu sig
útúr sínum búrum og réðust á
apana. Ný neyðarlending í
Amsterdam, þar sem fuglarnir
voru settir í járnbúr.
Fundin leið tii að græða á
menn afkubbaða limi?
M®rk sovéfnýjung í skurðlækningum
Bandaríska fréttastofan Associated Press hefur eft-
ir sovéttímaritinu ,,Ogonjok“, að skurðlæknar í Sovét-
ríkjunum hafi uppgötvað lækningaaðferð, er.geri fært að
skipta um hin þyöingarmestu líffæri 1 mannslíkaman-
um.
Blaðið segir, að rökstuddar
vonir standi til' að með þessari
nýju aðferð takist brátt að
setja á menn aftur útlimi, sem
kubbast hafa af, svo sem fót-
leggi og handleggi, svo ekki
sé talað um fingur og tær.
Prófessor að nafni V. F.
Gudoff hefur stjórnað rann-
sóknum þeim, sem/nú hafa bor-
ið þennan árangnr. Hann og
samstarfsmenn lians nota íitla
vél, sem kölluð er sjálfvirk
skurðlækningasaumayél Með
henni er bæði hægt að skera
í sundur og tengja aftur sam-
an æðar, þannig að blóðrásin
heldur áfram óhindruð eftir
nokkrar sekúndur.
Smíði þessarar nýju vélar
hefur þegar verið verðlaunuð
með Stalínverðlaunum. Henni
hefur þegar verið beitt marg-
oft á allskonar æðar í mönn
um. Einnig hefur vélin verið
notuð með góðum árangri tii
að opna á ný stoðvaða blóð-
rás.
sér ókristilegar en kristnir nú-
tímamenn gera í striði, er hægt
áð umsnúa sannleika guðs ræki
legar í lygi en með því að
drepa og limlesta meðbræður
sína andlega og líkamlega, sem
hlýtur að fylgjast að. Er nokk-
uð í hræðilegri mótsögn við
guðspjall dagsins í dag, guð-
spjali lífgjafarinnar. Er hægt
að verja lífinu ver en í þjón-
ustu dauðans. Er liægt að mis-
lesa lífsins letur óskaplegar.“
Séra Emil víkur síðan að
bjcrgun Geysisáhafnarinnar og
heldur áfram:
„Út á við á að halda þessari
lífgjöf, þessari björgun á lofti.
Ekki til að vekja athygli á ís-
lendingum þeirra vegna, heldur
vegna hinna stóru liervæddu og
stríðsóðu þjóða, sem virðast
vera að glata síðustu glætunni.
Ekkert má láta ógert til að
reyna að koma viti fyrir þær
á elleftu stundu, og þá ekki
heldur það að benda þeim á
fyrirmyndina frá Vatnajökli,
og mættu þá stóru bræðurnir
í samfélagi þjóðanna blygðast
sín og læra af. Við erum fá-
mennasta þjóð heimsins en þó
gætu allar þjóðir heimsins af
ckkur lært í þetta sinn. Við
eigum engin vopn til að skaða
aðra eða drepa þá, en við eigum
vopn andans og mannúðarinn-
ar, og við höfum notfært okkur
nútímatækni í þjónustu lífsins
eingöngu. Við eigum enga her-
menn til að drepa aðra, en við
eigum skipulagðar sveitir
vaskra manna og kvenna til
lands og sjávar í hverju byggð-
arlagi, skipulagðar til að bjarga
mannslífum úr hverskyns
hættu, og þau störf bera launin
í sjálfu sér og eru grundvölluð
á guðstrú og mannkærleika. Og
þegar aðrar þjóðir senda syni
sína til að deyða en dætur sínar
til að líkna þeim, sem ekki tekst
alveg að deyða, þá sendum við
bæði syni okkar og dætur til að
líkna og gefa líf. Það er með
öðrum orðum samræmi í okkar
gerðum í þessu efni, en ekki
þeirra sem viðurkenna að svipta
megi lífi í samskiptum mann-
anna. Hér er ekki verið að gera
samanburð á Islendingum og
öðrum þjóðum, og hrósa okkur,
heldur er verið að gera saman-
burð á hugsunum, þeirri hugs-
un að viðurkenna tortímingu
mannslifa sem lausn á deilu-
málum, og þeirri hugsun, sem
heldur sér fast við boðorðið:
Þú skalt ekiki mann deyða. Og
hrós er hér ekkí um að ræða
Islendingum til handa, því að
það er ekki hrósvert að láta
það verá að deyð? aðra. Hern-
aðarþjóðir sýna oft, göfugt hug
arfar við björgunarstörf eins
og tíðum er sýnt hér, en þær
tortíma mörg huhdruð sinnum
fleiri mann'slífum en þær bjarga,
og það gerir gæfumuninn, það
gerir það að verkum að allar
þessar þjóðir ættu að líta til
íslands en Island ekki til þeirra.
Þvert á móti á Island að láta
til sín taka í samfélagi þjóð-
anna og krefjast hess að þær
leggi niður vopnin, hvað sem
þau heita og hvar sem þau eru,
krefjast þess í nafni mannúð-
arinnar, allra mannlegra tilfinn
inga, í nafni skynseminnar og
hagkvæmninnar, í nafni lífsins,
í nafni Krists, sem íkóm til að
frelsa, líkna“og gefa líf, í guðs
nafni.“