Nýi tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. september 1951 — NÝI TÍMINN — (3
BJÖHN Þ0RSTEINSS0N, sagníræðingur:
2. grein.
Uppreist gegn höfðingja-
yaldinu.
Árið 1205 sótti Kolbeinn
prest nokkurn að landslögum á
vorþing til útlegðar og dauða
mn fomt fémál, og kölluðu
sumir menn þá fjárheimtu eigi
rétta. Presturi'nn leitaði ásjár
hjá biskupi, og gekk Guffmund
ur til dómsins með staf og stólu
og fyrirbauð að dæma prestinn,
en þeir dæmdu eigi að síður.
Forboðaði þá biskup Kolbein
og dómendur og tók prestinn til
sín. Kolbeinn fór um haustið
til Hóla og stefndi húskörlum
biskups skóggangsstefnu fyrir
samneyti við prestinn, en Guð-
mundur reiddist svo mjög, að
ihann bannfærffi Kolbein. Þo
lromst málamiðlun á um sum-
arið 1206, en friður hélzt ekki
lengi.
Þessi málaferli eru upphaf að
deilum Guðmundar góða við ís-
lenzku höfðingjana. Hann reyn-
ir að reis-a rönd við rangsleitni
þeirra og fjárkúgun og bjarga
manni frá dauða og pyndingum,
sem ákærður var fyrir forna ög
vafasama skuld. Réttlætiskennd
Iians er svo rík, að í þessu máli
gat ekki verið um neina hræsnis
fulla skapstillingu að ræða.
Hann hlaut að lýsa bölvun guðs
yfir þeim lögum og þeim dóm-
ara, sem dæmdi menn til lima-
láts effa lífláts fyrir skuldir,
þótt skuldheimtan væri óvé-
fengjanleg. En hér var höggið
nærri hagsmunum íslenzka höfð
ingjavaldsins. Þetta sumar
lenti Guðmundur í deilum við
Hall Kleppjárnsson, goðorðs-
mann á Hrafnagili, og Sigúrð
Ormsson. Þeir höfðu tekið mann
úr munkaklausti’i til meiðingar
og limaláts. Einnig höfðu þeir
kúgað mikið fé af bónda ein-
um og kölluðu það höfuðmund
hans, og höfðu sjálfir allt fé
hans. Biskup -bannsetti þá báða,
og vöruðust menn í fyrstu sam-
neyti við þá, en svo kom, ,,að
öll alþýða samneytti þeim“.
Kolbeinn flæktist í málið með
þeim félögum, og freistuðu þeir
að leggja viðskiptabann á Hóla-
stað. Þeir Sigurður og Hallur
sættust við biskup og guldu
honum nokkurt fé, en Kolbeinn
stóð fyrir utan þá sætt. Biskup
bannsetti Kolbein margsinnis og
styrktarmenn hans, en Kolbeinn
sótti menn biskups til sektar og
fór með 80 manns að Hólum
vorið 1207 og stefni „til Hegra-
nesþings skóggangsstefnum
heimamönnum biskups, prest-
um, djáknum og leikmönnum
og flestum fyrir litlar sakir“,
segir í Sturlungu. Þegar. leið að
þingi, kom Þorvaldur Gissurar-
son að sunnan, en Kolbeinn
safnaði liði um öll hérúð til
Hegranesþings. Höfðu þeir í
hyggju að fara að biskupi og
taka þá menn, sem þeir höfðu
fyrir sökum. Biskup bar ýms-
ar sakir á ménn Kolbeins: tí-
undarmál, kirknafjárhald og
það, að þeir veittu ekki bjargir
fátækum frændum sínum. Vinir
hiskups og Kolbeins leituðu um
sættir, og urðu þau málalok,
að þeir lögðu öll deilumálin
undir dóm erkibiskupsins í Nið-
arósj. Menn eru almennt mjög
hneykslaðir á þessari niður-
stöðu og telja, að Islendingar
skjóti hér málum sínum í
fyrsta sinn undir erlendan dóm-
stól, svo að vitað sé. Að vísu
er kunnugt, að þeir leituðu úr-
skurðar Haralds konungs hár-
fagra á landnámsöld, og erlend
ir valdhafar höfðu haft hönd
í bagga við sumar laga-
setningar hér. Áfrýjunin undir
erkibiskupsdóm var því á eng-
an hátt undarleg málsmeðferð,
þar eð erkibiskupinn var æðsti
maður íslenzku kirkjunnar, og
höfðingjum hefur þótt Guð-
mundur fara svo hart fram,
að úr því yrði að skera, hvert
umboð hann hefði til þeirra
hluta. Það er því með öllu óvíst,
að Guðmundur hafi átt upptök-
in að þvi, að málunum var
stefnt utan. Kolbeinn var trú-
aður og skáld gott. I kveðskap
hans kemur fram, að hann virð-
ir Guðmund mikils, en fé-
græðgi hans orsakar, að hann
þolir ekki, að biskup stemmi
stigu við f járplógi höfðingjanna.
Það er ljóst af sögu Guðmund-
ar, að Kolbeinn og Sigurður
hafa báðir ætlað að hafa Hóla-
stól að féþúfu sinni, en Guð-
mundur reyndist þar þéttur fyr-
ir og stefna hans var sú, að
eignum heilagrar kirkju skyldi
varið guði til dýrðar og um-
komulausum mönnum til nokk-
urrar bjargar. Guðmundi varð
vel til vina, og nokkrir af göf-
ugustu mönnum landsins urðu
til þess að fylla flokk hans, eins
og síðar mun greint. Þrátt fyrir
góðan vilja og mikla atorku eru
honum þó mislagðar hendur
sem stjórnmála- og baráttu-
manni. ■ Hann er þrákelkinn og
ofsafenginn, en lítill leiðtogi,
hefur Iitla stjórn á mönnum
sínum, og barátta hans verða
sleitulaus illskipti við einstakl-
inga. Hann sér rangsleitnina,
eymdina og yfirganginn í þjóð-
félaginu, og hann fyrirlítur svo
hið veraldlega vald, sém traðk-
ar á rétti lítilmagnans, að hann
svífst einskis í viðskiptum sín-
um við það. Hann heggur svo
títt með bannfæringarvopnum
kirkjunnar, að þau hætta að
bíta, en þar með deyfði hann
tilfinningar þjóffarinnar fyrir
refsivendi kirkjuvaldsins. Þess
er getið í annálum, að erkibisk-
up hafi’ lýst stórmælum yfir
Norðlendingum árið 1245, en
það er hvergi sagt í Sturlungu
eða öðrum ritum, að íslending-
ar hafi tekið það bann mjög
nærri sér. Sama er að segja
um boðskap Vilhjálms kardí-
nála af Sabína, sem sendi hing-
að út þann boffskap árið 1247,
að það væri „ósannligt, að ís-
land þjónaði eigi undir einn
konung sem öll önnur lönd í
veröldu". Ekki er vitað, að ís-
lendingar hafi tekið nokkuð
mark á þeim boðskap. Gúðmund
ur verður tæplega sakfelldur
fyrir það lengur, ef hann hef-
ur átt einhvern þátt í því, að
íslendingar voru svo raunsæir,
aff þeir létu ekki á sig fá árás-
ir kirkjulegra preláta. Auðséð
er á ýmsu, að höfðingjar hafa
verið mjög uggandi um afleið-
ingar af framferði biskups. Kol
beinn segir meðal annars í vísu
einni:
Geystr mun gegn at flestu
Guðmundr fara of stundir.
Trautt mák enn fyrir annan
enda sjá, hvar lendir.
Og ennfremur:
Ara vill Guðmundr görvask
glíkr Tómási at ríki,
nær liggr okkr við eyra,
erfingi höfðingja,
ræðr guðs laga greiðir
geðbjartr snöru hjarta,
hræðist himna prýði
hann, en vætki annat.
Þessi vísa sýnir okkur betur
en flest annað afstöðu íslenzku
höfðingjanna til Guðmundar.
Hvar hefði verið komið völdum
þeirra, hefði biskup verið stjórn-
um á að skipa. Var leitað um
sættir, og krafðist Kolbeinn,
að þeir menn yrffu framseldir,
sem hann hafði fyrir sökum,
en biskup vildi eigi selja menn
sína undir öxi, ef þeim væri
eigi heitið griðmn. Hann léitað-
ist því við að ríða af staðnum
með um 360 manna, þar á með-
al um 40 presta og . nokkra
stráka, stafkarla og göngu-
konur. Til átaka kom við flokk
Koibeins, og hlaut Kolbeinn
bana eftir skamma viðureign
og nokkrir menn með honum.
Menn biskups unnu því algjör-
an sigur í bardaganum, og
DÓMKIRKJAN í LINCOLN, ENGLANDI, 1133
málamaður að sama skapi sem
hann var baráttumaður ? En for
ysta hans brást. Hann missti
stjórnar á klerkum sínum, og
þeir hölluðust brátt á sveif með
veraldlegum höfðingjum í deil-
unum. Sættir þeirra Kolbeins
stóðu ekki lengi, og drógust
ýmsir höfðingjar inn í málin
með honum. Fremstir í flokki
voru Þorvaldur Gissurarson í
Hruna, frændi Kolbeins, Arnór,
bróðir Kolbeins, Hallur Klepp-
járnsson og Sigurður Ormsson.
Aldrei greri um heilt með Guð-
mundi og Haukdælum, eftir aö
Magnús laut i lægra haldi fyrir
honum við biskupskjörið, og
kallaði Guðmundur Þorvald
undirrót alls mótlætis við sig.
Deilurnar snerust eins og áður
einkum um dómsvald í þieim
málum, þar sem þjónar kirkj-
unnar voru málsaðilar. Erki-
biskup ritaði Páli Skálholtsbisk-
upi og bauð honum að styrkja
Guðmund, en Páll lét sér fátt
um finnast og hélt sig að sið
veraldlegra höfðingja. Klerkar
nyrðra urðu einnig berir að alls
konar óhlýðni við Guðmund
samneyttu bannsettum mönnum
og sungu messur í óleyfi hans.
Víðinesbardagi og hrakn-
ingar biskups.
Síðla sumars 1208 bjuggu
höfðingjar atför að Guðmundi.
Kolbeinn kom á staðinn 8. sept.
með rúmlega 360 manna lið, en
biskup hafði litlu færri mönn-
stukku þeir Sigurffur og Arn-
ór suður á land frá þeim flokk-
um, sem þeir höfðu dregið sam-
an Kolbeini til styrktar, en Hall-
ur gekk til sætta við biskup
ipeð allt liðið, og játuðu með
eiði dómi hans hver á sínu máli.
Biskup bauð að leggja þau fyr-
ir erkibiskupsdóm, en því var
eigi játað. Hann lagði þung
gjöld á þá menn, sem höfffu
verið í atförinni með þeim Kol-
beini. Menn biskups heimtu
gjöldin með hörku, unnu á
mönnum og brenndu ba einn,
en margir urðu til þess að flýja
yfirgang þeirra og leita á náðir
Sighvats Sturlusonar vestur í
Dali. Á þann hátt komst hann
í þessi mál. Bændur kenndu
biskupi um allan yfirgang
manna hans, en hann hafði
litla stjórn á liðinu og kvað
bændur ekki halda gerða sætt
og bannsetti þá. Þegar hér er
komið, er því séð fyrir endann
á deilum Gnðmundar Arasonar.
Hann hlaut að bíffa ósigur, þar
eð honum tókst ekki að skapa
sér traust fylgi hjá neinni stétt
landsins, nema helzt bjargþrota
fólki, sem áttu vafasaman
þegnrétt í íslenzku þjóðfélagi.
Það var ekki sigurstranglegt
að tefla fram slíku liði gegn
hersveitum höfðingjanna, þegar
í harðbakkann sló. Allir helztu
höfðingjar landsins tóku hönd-
um saman gegn honum 'nema
Oddaverjar og Hrafn Svein-
bjarnarson. Snorri og Þórður
Sturlusynir veittu biskupi
nokkra ásjá stundum, þegar
hann var verst kominn.
Vorið 1209 var hann hrakinn
frá Hólum og drepnir nokkrir
af mönnum hans, en hann
dvaldist með Snorra Sturlusyni
næsta vetur. Þegar syo var kom
ið, fór kirkjustjórn öll í ólesti
nyrðra. Biskup bauð að loka
dómkirkjunni, þar eð hún væri
saurguð af manndrápum og
grefti bannsettra manna, en
Arnór Tumason, helzti foringi
höfðingja flokksins, þröngvaðí
þeim til þess að þjóna í kirkj-
unni. Biskup bannsetti alla
presta, sem sungu messur í ó-
leyfi hans, en þeir fóru sínu
fram, hvað sem biskup sagði,
og gerðist Gunnlaugur Leifsson
munkur á Þingeyrum leiðtogi
uppreistarklerkanna. Áður hafði
Gunnlaugur dugað Guðmundi
manna bezt við að kóma upp
helgi dýrlingsins Jóns Ög-
mundssonar.
Utaníarir.
Biskup komst ekki að stóli
sínum um skeið, en var á
hrakningum um landið og áttí
helzt griðarstað á Vestfjörðum.
Erkibiskup boðaði hann og
helztu höfðingjana utan árið
1211, og hélt biskup til Noregs
1214, en nokkrir hinna höfffu
farið utan árið áður, flestir þó
í óskyldum erindum. Þeir af-
fluttu Guðmund við erkibiskup,
svo að hann tók honum þung-
lega, þegar þeir fundust. En
það er eftirtektarvert, aff Guð-
mundi tekst oftast að vinna
erkibiskupana á sitt mál. I
Guðmundar sögu Arngrmis á-
bóta er greint allmikið frá orð-
ræðum Guðmundar í garði erki-
biskups, og verður eigi af þeim
lesið annað en það, „að Guð-
mundur þessi hafi fá menn sér
líka yfir mold, bæði til höfð-
ingsskapar og mannkosta".
Hann hélt þvi til Islands í fullri
sæmd árið 1218 og settist að
Hóliun og hafði þar rausn
mikla sem áður og setti skóla
á staðinn. Honum auðnaðist
ekki að sitja lengi í kyrrsæti,
því að Arnór fór með her
manns á tstaðinn, tók biskup
hilndum og rak burt heima-
menn hans, skólameistarann og
skólasveinana. Það er eftir-
tektarvert sökum þessara at-
burða, að ein af kærum erki-
biskups á hendur Guffmundi er
sú, að hann vígi menn til
prests, áður en þeir hafi aldur
eða lærdóm til þess að gegna
því starfi. Guðmundur réttlætti
sig með því, að sig skorti mjög
presta, því að sumir klerkar
síiiir hefðu verið drepnir eða
gerðir útlægir, en nokkrir hefðu
staðið í óvinaflokk sínum og
samneytt bannsettum mönnum.
Skóli Guðmundar gæti þess
vegna verið tilraun af hans
hálfu til þess að koma upp sér
hlýðinni prestastétt. Þess vegna
bregður Arnór e.t.v. svo brátt
við og hefur biskup í haldi á
heimili sínu um veturinn.
Um vorið kom greinilega í
Ijós, að höfðingjar hafa talið
framferði Guðmundar mjög
hættulegt. Hinn gamli keppi-
nautur hans, Magnús Gissurar-
son, var nú orðinn biskup í
Skálholti, og hélt hann norður
að Hólum til þess að ráðgast
við Arnór um málefni emb-
ættisbróður síns. Arnór flutti
Guðmund með sér suður að
Hvítá rnn sumarið og ætlaði að
flytja hann utan með sér, en
þar bjargaði Eyjólfur Kárason.
Framhald á 7. síðu